Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAl 1984 39 Trausti Jóns- \ son - Minning Fæddur 25. janúar 1913 Dáinn 14. maí 1984 Hann afi okkar er dáinn. Þessi fregn barst okkur 14. maí síðastliðinn. Þetta varð okkur þungbær raun. Hann afi sem hafði ætíð verið svo broshýr og kátur þegar við höfðum heimsótt hann á Borgarspítalann, en við vissum að líf hans hafði verið til láns síðustu tvö árin, eða síðan hann hafði fengið kransæðastíflu. Það er þó gott að vita að hann dó kvalarlaus í svefni. Það er erfitt að sætta sig við að hann er horfinn okkur. Hann var góður afi. Ætíð boðinn og búinn til að hjálpa okkur og gefa góð ráð þegar við þörfnuð- umst þess. Ætíð vorum við og vin- ir okkar velkominn á heimili þeirra afa og ömmu. Það var gott að koma á heimili þeirra og finna til hlýju og trausts. Það verður okkur öllum erfitt að sjá á bak góðum og traustum félaga gegnum lífið, en allar minningarnar um hann munu ætíð varðveitast í hug- um okkar og ylja okkur þegar við hugsum til liðinna daga. Megi sál hans elsku afa hvíla í friði. Kristín Elísabet, dótturdóttir. í dag 22 maí er tengdafaðir minn Trausti Jónsson borinn til hinstu hvílu frá Bústaðakirkju. Trausti var fæddur í Reykjavík 25. janúar 1913. Hann var næst yngsta barn foreldra sinna. For- eldrar hans voru Jensína Teits- dóttir ættuð af Álftanesi og Jón Erlendsson sjómaður og formaður frá Eyrarbakka. Þegar Trausti var nokkurra mánaða gamall flutti fjölskyldan til Vestmannaeyja. Hann hafði alltaf góðar minn- ingar þaðan. Eftir fermingu flyst hann aftur til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Sem ungur maður lék hann knattspyrnu með íþróttafélaginu Fram og varð þar mjög virkur leikmaður. Hann var alla tíð mik- ill áhugamaður um íþróttir og sér- staklega knattspyrnu. Seinna flutti fjölskyldan til Sandgerðis og þar var hann einn af stofnendum knattspyrnufélagsins Reynis. Trausta þótti alla tíð mjög vænt Elínborg Ingibjörg Bogadóttir - Minning Fædd 28. júní 1895 Dáin 13. maí 1984 Elínborg á Skarði, hin mæta heiðurskona, var dóttir hjónanna Boga Magnússonar, bónda á Skarði, og konu hans, Kristínar Guðrúnar Borghildar Jónasdóttar, prests að Staðarhrauni og síðar að Skarði á Skarðsströnd. Eiginmað- ur frú Elínborgar var Kristinn bóndi Indriðason á Skarði, sannur höfðingi af höfðingjaættum, enda kominn frá Staðarhóls-Páli Magn- ússonar prúða og konu Magnúsar, Ragnheiðar Eggertsdóttur Hann- essonar, riddara og hirðstjóra. Kristinn, maður Elínborgar, var lengi hreppstjóri, sýslunefndar- Einar Helgason - Minningarorð F'æddur 8. október 1909 Dáinn 14. maí 1984 Okkur systkinum varð mikið um, þegar síminn hringdi mánu- daginn 14. maí og okkur sagt að afi okkar, Einar Helgason, væri dáinn. Afi á Hólabrautinni væri dáinn, það var ekki hægt að trúa því, en afi er farinn frá okkur og við vonum að honum líði vel þar sem hann er nú, hjá góðum Guði. Afi var lengi búinn að vera veik- ur, en hann var alltaf jafn blíður og góðúr við okkur öll barnabörn- in sín. Þegar við vorum litlar var alveg sama hvað við gerðum, hann brosti og strauk okkur um kollinn. Það var mikil blíða, þegar afi klappaði okkur. Líf og yndi afa var að vera á sjó á litlu trillunni sinni, bæði með færið og grásleppunet. Við vissum alveg hvenær vorið væri komið, því þá lifnaði afi allur við og fór að huga að trillunni si- nni. Fyrir tveimur árum seldi afi trilluna sína. Þá vissum við að afi var mikið veikur, því hann treysti sér ekki til að fara út á sjó. Það er erfitt að skrifa á blað allt það góða Birting afmcelis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. sem við áttum með afa, en minn- ingin um hann mun lifa með okkur um ókomin ár. Við biðjum góðan Guð að styrkja elsku ömmu á þessari erfiðu stund. Ragnheiður, Matthildur, Harpa, Dóra. um það félag og fylgdist ávalt með framgangi þess. Þegar hann svo fluttist til Keflavíkur til að stofna sitt eigið heimili varð hann félags- meðlimur Ungmennafélags Kefla- víkur. Með þeim lék hann knatt- spyrnu í mörg ár og einnig þjálf- aði hann liðið um tíma. 26. október 1940 gekk Trausti að eiga eftirlifandi konu sína Sigur- borgu Ólafsdóttur. Hún er dóttir hjónanna Ágústínu Guðmunds- dóttur og Ólafs Kristjánssonar bónda, sem bjuggu í Álftartungu- koti á Mýrum. Trausti og Sigur- borg hófu búskap sinn í Keflavík og þyggðu sér þar fallegt tveggja hæða hús. Tengdafaðir minn var stórhuga og oft á undan sinni samtíð og til marks um það er húsið á Suðurgötu 7, sem þótti með alltof stórum gluggum í þá daga en engum dytti í hug að hafa orð á því í dag. Þar bjuggu þau í nítján ár. Síðustu búskaparár sín bjuggu þau að Skúlagötu 56 í Reykjavík. Sigurborg og Trausti eignuðust þrjár dætur. Elst er Hansína Jóna hárgreiðslumeistari, gift undirrit- uðum og eigum við fjórar dætur, við búum í Reykjavík; Hjördís Gréta, vinnur á barnaheimili, gift Hafsteini Ingvarssyni starfs- manni hjá Hitaveitu Suðurnesja, eiga þau tvær dætur og einn son. Elsta dóttir þeirra, Sigurborg, á tvö börn, öll búa þau í Keflavík; maður og þá var hann RF 1965, en hann er nú látinn. Voru þessi heið- urshjón nafnkunn í héraði fyrir gestrisni og höfðingsskap. Ég sem þessar línur rita, var vinur heiðurshjónanna, enda skyldleiki millum okkar. Vorum við Kristinn báðir komnir frá Staðarhóls-Páli, þá vorum við frú Elínborg komin af hinni gömlu Skarðsætt og skiptist ættin þann- ig með þeim systrum Arnfríði Eggertsdóttur, d. 1726, er átti Þor- stein Þórðarson, prest í Hítardal. Þorsteinn var embættislaus en sannur heiðursmaður. Systir frú Arnfríðar Eggertsdóttur að Skarði var Guðrún yngri Egg- ertsdóttir að Skarði. Hún d. 1746, var gift Guðmundi Sigurðssyni á Alftanesi, Jónssonar lögmanns í Einarsnesi, ætt frá herra Gott- skálk Nikulássyni, sem er mín ætt. Þá mætti benda á, að foreldrar þeirra systra, Arnfríðar og Guð- rúnar yngri, voru sýslumanns- hjónin að Skarði, Eggert Björns- son og kona hans, frú Valgerður Gísladóttir, lögmanns Hákonar- sonar í Bræðratungu. Frú Elínborg á Skarði var stór- brotin höfðingskona, sem öllum vildi gott gera, enda voru þau heiðurshjón nafnkunn fyrir gest- risni og höfðingsskap. Oft kom ég að Skarði á mínum yngri árum, og var mér ávallt tekið af mikilli gestrisni og höfðingsskap, enda voru hjónin virt fyrir drengskap og heiðarleika. Börn hinnar látnu heiðurskonu eru sem hér segir: Frú Boga átti Eggert Ólafsson, bónda að Skarði, Elínborg Kristrún átti Jón Gunn- ar Jónsson, sonur þeirra er Krist- inn Borgar, bóndi á Skarði. Guð- borg átti Þorstein Karlsson í Búð- ardal, Guðborg er látin. Að síðustu kveð ég frænku mína og bið henni blessunar Guðs. Arni Ketilbjarnar frá Stykkishólmi. yngst er Ágústína Hlíf, snyrtisér- fræöingur, gift Kristófer Guð- mundssyni, húsa- og húsgagna- smið. Eiga þau eina kjördóttur. Þau búa í Vogum, Vatnsleysu- strönd. Ég hef ávallt dáðst að og þakkað hvað öll fjölskylda Sigurborgar og Trausta hafa verið samrýnd og samhent í öllu. Ég þakka tengda- foreldrum mínum það. Trausti starfaði margt um ævina enda duglegur, stórhuga og hraustur. Hann vann t.d. við síld- armat á síldarárunum, við akstur á eigin bílum í nokkur ár og út- gerð stundaði hann frá Keflavík um árabil og átti mörg falleg skip. Síðustu fjórtán árin vann hann sem verkstjóri hjá íslenskum Að- alverktökum. Trausti hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, hélt fast við sína meiningu og var ætíð sjálfum sér samkvæmur. Hann var alltaf glaður og spaugsamur á góðum stundum enda eftirsóttur - félagi. Barnabörnum sínum var hann alveg sérstakur afi, fylgdist vel með því sem þau voru að gera hvort heldur var í leik eða starfi. Langafabörnin og yngstu barna- börnin áttu ekki síst huga hans og elsku. Er tengdaföður mínum að síð- ustu þakkað allt sem hann hefur verið okkur öllum í gegnum árin. Blessuð sé minning Trausta Jóns- sonar. Hólmgeir Björnsson, stöðvarstjóri hjá Skelj- ungi Hf. Mimbel franskir bamaskór í hæsta gæðaflokki. Minibel eru í stærðum 17—27 og eru til í mörgum gerðum og litum. Aiistiirstr.i'ti 1' 27211 Vegna fjölda áskorana framlengjum við tilboðinu til laugardagsins 26. maí nk. 30% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum verslunarinnar OPIÐ: alla daga frá kl. 9—6 laugard. 26.5. frá kl. 10—3 e.h. ath, K.M. Húsgögn Tilboðið veröur ekki endurtekið Langholtsvegur 111 — Símar 37010 — 37144 — Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.