Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 Minning: Björri' Hólm Jóns- son, Ölvaldsstöðum Fæddur 24. júní 1902 Dáinn 16. maí 1984 Þann 16. maí sl. andaðist einn elzti bóndi Borgarfjarðarhéraðs, Björn H. Jónsson á Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi. Hafði hann þá tæp tvö ár um áttrætt, fæddur á Jónsmessu, 24. júní 1902, að Jarð- langsstöðum í sömu sveit. Björn Hólm, eins og hann hét fullu nafni, var sonur hjónanna Jóns Björnssonar og Ragnhildar Erlendsdóttur á Jarðlangsstöðum. Þar hafði móðurfólk Björns búið, en Jón, faðir Björns, var ættaður frá Seljalandi i Hörðadal. Með foreldrum sínum flutti Björn að Ölvaldsstöðum árið 1905. Þar ólst Björn upp. Á æskuárum hans nam ungmennafélagshreyfingin land í Borgarfirði, og opnaði ungu fólki leið til félags- og íþróttastarfs, sem var flestum kærkomin ný- lunda. Þessu starfi kynntist Björn og tók virkan þátt í því. Áhugi Björns á íþróttum réði því að hann hélt til Danmerkur og lærði fim- leika við íþróttaskólann á Ollerup, er mikils álits naut. Er heim kom, gerðist Björn kennari við Hvítár- bakkaskóla veturinn 1926—1927. Þá fékkst hann einnig við iþrótta- kennslu á vegum ÍSÍ víða um land allt til ársins 1936. Árið 1929 hóf Björn búskap á Ölvaldsstöðum, sem hann stund- aði síðan til æviloka. Björn kvænt- ist árið 1938 Sigrúnu Jónsdóttur frá Lækjartungu við Þingeyri. Eignuðust þau þrjú börn: Elzt þeirra var Jóhanna Þorbjörg, f. 1940. Hún dó aðeins níu ára að aldri, Jón Ragnar, f. 1943, bú- fræðikandidat, framkvæmdastjóri Samb. ísl. loðdýraræktenda, kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur, sjúkraliða. Eiga þau fjórar dætur. Yngstur er Guðmundur Gylfi, f. 1946, bílstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Hefur hann búið í foreldrahúsum. Ég kynntist Birni ekki að ráði fyrr en hann var kominn á sjö- tugsaldur. Náinn skyldleiki við Sigrúnu, konu hans, og nábýli gerðu heimsóknir að Ölvaldsstöð- um að sjálfsögðum lið í tilveru okkar. Um þær mundir höfðu þau hjónin dregið mjög úr búsumsvif- um sínum, en höfða dálítið fjárbú, og nutu ævikvöldsins, þar sem hjúskapur þeirra og ævi Björns nær öll hafði staðið. Það var gott að koma að Öl- valdsstöðum. Til þess fundu bæði yngri og eldri. Á mínum bæ hét það á máli smáfólksins að fara til afa og ömmu. Segir það meira en margorð lýsing um viðmótið, sem þar beið okkar. Fyrir það er þakk- að hljóðum huga, nú, er leiðir hef- ur skilið um stund. Björn naut þeirrar gæfu að halda líkamsþreki sínu lítt skertu til siðustu æviára og andlegum þrótti til hinztu stundar. Ævi- kvöldið varð honum engin bið eftir því að tíminn liði. Hann sinnti búi sínu, fylgdist grannt með málum, bæði í fjölmiðlum og með bók- lestri. Hann og þau hjón voru iðin við að sækja mannfundi, enda bæði félagsiynd í eðli sínu. Þá litu margir við hjá þeim, eða ræktu vinatengsl með öðrum hætti. Margra sælla minninga er að minnast úr eldhúsinu á Ölvalds- stöðum. Fyrst þess, hvernig Sig- rún, kona Björns, náði sambandi við börnin, hvort sem voru það barnabörn hennar eða önnur. Bil kynslóðanna hefur ekki náð þang- að. í króknum við eldhúsborðið sat húsbóndinn með pípu sína, spurði tíðinda, eða miðiaði af þekkingu sinni um menn og málefni. Minni hans var öruggt, framsetningin hæg, en fumlaus og án endurtekn- inga. Þarna á eldhúsbekknum var farið í ferðalög til liðinna atburða, þar sem Björn leiddi fram atvik og persónur í meitlaðri frásögn. Kímilega atburði undirstrikaði hann með þróttmiklum, hvellum hlátri. Sagan var Birni hugleikin. í frásögn hans urðu atvik úr Egils- sögu sem nálægir atburðir, lifandi hluti þess umhverfis, sem við blasti af bæjarhólnum. Að ýmsu leyti féll Bjöm vel að ímynd minni af hinum fornu köppum á Mýrum. Hann hafði ungur stælzt við önn og íþrótt, og sótt frama til er- lendrar þjóðar, fastur fyrir og maður sinnar skoðunar, væri því að skipta; rómurinn þróttmikill, og hvöss augun undir miklum brúnum báru í senn vott um festu og mildi, alvöru og glettni. Björn hafði lifað tímana tvenna, séð héraðið breytast úr kyrrstæðu aldanna í flestu tilliti, í byggð, þar sem tækni á öllum sviðum breytti starfsaðstöðu og lífsháttum íbú- anna. f samræðum bar þessi mál oft á góma. Kom þá skýrt fram, að næm athygli Björns, traust minni hans og ágæt frásagnargáfa gerðu honum auðvelt að byggja brú á milli þessara ólíku veralda. Til allrar lukku lét hann eftir sér að festa nokkuð af þessu á blað, þótt efi og eðlislæg gagnrýni hans, bundin fræðimannlegri ná- kvæmni, gerðu afköstin minni en efni stóðu til. Ég átti þess kost að fylgjast með vinnu hans að fáeinum verk- efnum af þessu tagi. Var það að- dáunarefni og mér verðmætur lærdómur, að sjá hvað hann lagði á sig, til þess að það, sem á blaðið fór, styddist við óyggjandi heim- ildir og yrði ekki hrakið. Voru viðfangsefnin þó sjaldnast af létt- ari tegundinni. Ýmsir leituðu fanga hjá Birni um söguleg efni og hvöttu hann til þessara verka. Mörgum, og þar á meðal mér, varð Björn traustur leiðsögumaður um mannfrek og störf húsmóðurinnr á slíku stórbýli voru í senn fjöl- breytileg og erfið, hún varð að vera gædd skilningi og lipurð í umgengni við vinnufólk og gest- komandi, en gestanauð var mikil. Elínborgu voru meðfæddir þeir eiginleikar sem eru ágæti húsmóð- ur á fornu stórbýli, hún var glað- vær, velviljuð og gædd þeirri hjartahlýju, sem dró til sín alla þá sem kynntust henni. Auk þess var yfir henni reisn þess sem veit að „noblesse oblige“-skyldur fylgja göfugu ætterni. Bændakirkja hefur verið á Skarði frá upphafi. Skarð var eitt þeirra höfuðbóla, sem hélst í eigu svið það í sögu Borgarfjarðar, er rúmar byltingu atvinnuháttanna. Að honum gengnum er dregið fyrir hluta sviðsins, tengslin við tíð, sem aldrei kemur aftur, rofin. Sjóndeildarhringurinn hefur þrengzt. En hugur Björns stóð ekki í for- tíðinni einvörðungu. Samtíðina lét hann sig ekki síður varða, fylgdist með þjóðmálum, mótaði sér skoð- anir á þeim og naut samræðna um þau. í tali hans mátti oft greina kappið, sem undir bjó. Það kapp og ríkuleg þrautseigja fylgdu hon- um til hinztu stundar. Hann þurfti ekki að setjast á áhorfenda- bekk tilverunnar. Hann fékk að taka þátt í henni til leiksloka. Það var lífslán hans og gæfa þeirra hjóna. Ég og fjölskylda mín þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Birni. Eiginkonu hans, Sigrúnu, og afkomendum þeirra, færum við innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Björns H. Jónssonar frá Ölvaldsstöðum. Bjarni Guðmundsson Nágranni minn, Björn Hólm Jónsson, lést aðfaranótt 16. maí, eftir stutta legu á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Björn var fæddur að Jarðlangsstöðum í Borgarhreppi, Mýrasýslu, en flutti með foreldr- um sínum að Ölvaldsstöðum í sama hreppi árið 1905. Hann stundaði nám við íþróttaskóla í Danmörku og var kennari við Hvítárbakkaskólann 1926—1927. Einnig var hann leiðbeinandi á vegum ÍSÍ í nokkur ár. Árið 1929 hóf hann búskap á Ölvaldsstöðum og bjó þar til æviloka. Við Björn vorum nágrannar frá 1978. Tvö síðustu árin hafði ég tún á leigu hjá honum og daginn áður en hann fór á sjúkrahúsið bað hann mig að hitta sig. Þá átti hann óhægt um hreyfingar en var að öðru leyti eins og hann átti að sér. Lét þess getið í gamansömum tón eins og honum var lagið að nú væri hann að fara í sumarfrí og óvíst hversu langt það yrði, vildi hann því ganga frá okkar málum fyrir sumarið. Liðlega hálfum mánuði síðar var hann allur. Það var gott að eiga Björn fyrir nágranna, eflaust hef ég notið þess að góð vinátta var milli fjöl- skyldnanna á Ölvaldsstöðum I og Ferjubakka II og sannarlega var leikmanna áfram eftir sáttagerð- ina í Ögvaldsnesi á 13. öld. Eig- endurnir héldu við eignum kirkj- unnar og búnaði og héldu presta. Engin bændakirkja hér á landi er jafn vel búin fornum og dýrmæt- um gripum og Skarðskirkja og er það verk ættar Elínborgar sem hefur verndað kirkjuna með dýrgripum sínum um aldir og þar hafa þeir varðveist. Því voru viðbrögð Elínborgar í stíl við hefð- ir ættarinnar, þegar fitjað var upp á því fyrir nokkrum árum við hana, að altarisbríkin, sem gefin var kirkjunni af Ólöfu Loftsdóttur ríku konu Björns Þorleifssonar hirðstjóra, formóður hennar, væri betur komin á safni fyrir sunnan en í Skarðskirkju. Hún svaraði því til að ef tilburðir yrðu í þá átt, myndi hún láta bera bríkina út og hella yfir hana bensíni og brenna -til ösku. Bríkin skyldi áfram vera í vernd hennar eins og ætt hennar hafði varðveitt hana undanfarin 500 ár. Margir aðrir dýrmætir munir eru í Skarðskirkju og um þá alla hirtu Elínborg og maður hennar af umhyggju og ræktar- semi. Þeim, sem þetta ritar, er minn- isstætt þegar hann kom í fyrsta sinn að Skarði. Það var um Jóns- messuleytið fyrir fjörutíu árum. Kristinn hafði sent einn landseta sinna með hest að Staðarfelli, því lengra varð ekki komist á bíl. Síð- an var haldið um nóttina fyrir Klofning og beinleiðis að Skarði. Breiðafjörðurinn blasti við í öllum bláma vornæturinnar og um óttuskeið var komið í hlað á Skarði, þar sem Kristinn og Elín- borg buðu okkur velkomna. Borðin svignuðu undan krásunum og fc Elínborg Bogadóttir Magnúsen In Elínborg Bogadóttir Magnúsen fæddist á óðali feðra sinna, Skarði á Skarðströnd, þann 28. júní 1896 og lést þar 13. maí 1984. Hún dvaldi allan sinn aldur á Skarði. Þar hafði ætt hennar búið í rúm átta hundruð ár allt frá dögum Jóns biskups Ögmundssonar og Sæmundar fróða. Ef til vill allt frá landnámstíð frá Geirmundi heljarskinni. Skarð hefur því verið í sömu ætt lengur en nokkurt ann- að höfuðból hér á landi og er enn- þá og verður. Það eru örfá höfuðból í Evrópu sem hafa verið setin af sömu ætt svo langan tíma. Þetta er einstakt hér á landi, því að rækt við ættar- óðul virðist ekki hafa verið rík meðal Islendinga fyrr á öldum og kom margt til. Fjöldi jarða lá und- ir Skarð alit fram á þessa öld, jarðir á Skarðströnd, eyjar á Breiðafirði, rekajarðir á Strönd- um og ítök og hlunnindi fylgdu og fylgja heimajörðinni, jörðin var því mannfrek. Elínborg var dóttir Boga sonar Kristjáns Skúlasonar Magnúsens kammerráðs, en Skúli faðir hans bar nafn ömmubróður síns Skúla Magnússonar landfógeta. Móðir Elínborgar var Kristín Jónasdótt- ir. Elínborg var ákaflega heima- elsk strax og hún óx úr grasi, hún vildi alls ekki fara frá Skarði og þegar hún átti að fara til Kaup- mannahafnar í dvöl hjá ættmenn- um sínum þar og báturinn beið í Skarðstöð, sem flytja átti hana í hafskip í Hólminum, hvarf hún og memoriam kom ekki fyrr en örvænt þótti um að náð yrði skipinu. Hún ólst upp við sögur um ætt sína, sem voru jafnframt saga landsins og ævintýri og ljóð. Minningarnar um forfeðurna og virðingin fyrir þeim tengdu hana staðnum og landinu, Breiðafjörð- urinn blasti við henni frá Reykja- nesi að Skor með öllum sínum eyj- um og hólmum og sögu ættar og lands. Elínborg giftist Kristni Indriða- syni, Indriðasonar frá Hvoli í Saurbæ, Gíslasonar Konráðsson- ar, en móðir hans var Guðrún Eggertsdóttir af Skarðsætt. Þau Elínborg og Kristinn bjuggu á Skarði í þeim stíl sem tíðkast hafði um aldir. Heimilið var fjöl- mennt, Bogi faðir Elínborgar dvaldi hjá þeim hjónum eftir að þau tóku við búi, einnig tengdafor- eldrar Elínborgar, Indriði og Guð- rún. Þau eignuðust þrjár dætur, Bogu, sem er gift Eggert Ólafssyni Indriðasonar frá Hvammsdal, búa á Skarði II, Ingibjörgu, gift Jóni G. Jónssyni á Skarði I, og Borgu, sem var gift Þorsteini Pálssyni í Búðardal, hún er nú látin. Auk fjölskyldunnar og nánustu vensla- manna var siður á Skarði og hafði löngum verið um aldir, að taka það fólk úr nágrenninu á heimilið, sem hvergi átti höfði sínu að halla í elli og einstæðingsskap. Búskapurinn var rekinn með miklum myndarbrag og hlunnindi nýtt, selur, æður, eggjataka og reki. Nýting hlunnindanna var Björn mikill og góður vinur vina sinna. Hitt skal játað að ekki taldi hann alla í þeim hópi, og umburð- arlyndi gagnvart þeim er honum þótti vera sér andstæðir var ekki hans sterka hlið. Björn var greindur maður og fljótur að átta sig og fylgdist vel með málefnum líðandi stundar. í vetur minntist hann oft á það hver nauðsyn það væri að íbúar þétt- býlisstaða vítt og breitt um landið gerðu sér grein fyrir og létu í sér heyra, hver stuðningur þeim væri að landbúnaði. Er mér nær að halda að hann hafi skilið betur en margur, sem yngri er, hver nauð- syn slíkur stuðningur er bænda- stéttinni. Vera kann að mikill áhugi hans á samvinnuhreyfing- unni hafi skerpt þennan skilning. Björn var félagshyggjumaður og vann talsvert að félagsmálum. Á efri árum sinnti hann nokkuð rit- störfum sem hann hafði gaman af. Vildi hann í því efni hafa það rétt er ritað væri og má með sanni segja að við hann ætti „Mig langar, að sá enga lygi þar finni sem lokar að síðustu bókinni minni.“ (Þorsteinn Erlingsson.) Sú stutta mynd sem hér er dreg- in af Birni H. Jónssyni er til orðin af tveim ástæðum. Annars vegar til að kveðja góðan og eftirminni- legan nágranna, hins vegar og ekki síður af því að mér þykir Björn góður fulltrúi þess fólks, sem þorir að standa við sína sannfæringu og sínar skoðanir og lætur sig engu skipta hvort slíkt leiðir til svokallaðra vinsælda. Viljastyrkur hans og seigla var með ólíkindum, kom það oft fram og kannski best síðustu vikurnar. Björn kvæntist árið 1938 sinni ágætu konu, Gíslínu Sigrúnu Jónsdóttur frá Þingeyri. Þau eign- uðust þrjú börn: Jóhönnu Þor- björgu, sem þau misstu níu ára gamla, Jón Ragnar og Guðmund Gylfa. Sonardætur Björns og Sig- rúnar dvöldu á. Ölvaldsstöðum á sumrin og grunar mig að sú dvöl hafi verið öllum aðilum mikils virði. í það minnsta lá það í aug- um uppi að Björn og Sigrún nutu þeirra stunda. Um leið og ég þakka Birni sam- fylgdina, votta ég eiginkonu hans, sonum, tengdadóttur og barna- börnum samúð mfna. Hvíli hann í friði. Þórólfur Sveinsson, Ferjubakka II. glaðværðin ríkti yfir þessari óttu- veislu. Afstaða Elínborgar og Kristins til landseta sinna og vinnufólks mótaðist af ríkri ábyrgðarkennd og ræktarsemi. Þau töldu sig bera ábyrgð á velferð þessa fólks sem landsdrottnar þess. Þetta var „patrimonialismi" (Max Weber) í sinni bestu mynd, og sem var und- irstaða menningar og siðunar í samskiptum manna. Sama gilti um viðhorf þeirra til óðalsins og landsins, þau unnu staðnum og öllu því sem honum fylgdi, bæði á láði og legi. Skepnur skaparans voru í þeirra umsjá svo og gróður jarðarinnar. Þessi afstaða var ríkjandi í ætt Elínborgar um aldir og má sjá það í heimildum, jafnvel í þurrum jarðabókum. Þegar ég kom síðast að Skarði fyrir nokkrum árum, gekk Elín- borg með okkur út í kirkju og kirkjugarð. Hún gekk um garðinn og benti á leiði forfeðra sinna „Hérna er hann Þorleifur" (Þor- leifur Björnsson hirðstjóra Þor- leifssonar). Síðan gekk hún með okkur upp fyrir kirkjuna „Hérna erum við öll“ þar var grafreitur nánustu venslamanna Elínborgar. „Hérna verð ég, við hliðina á blessuninni honum Kristni." Það var fagurt veður, sólin skein og bláminn ríkti frá Reykjanesi að Skor, fjörðurinn spegilsléttur. Þennan dag kvöddum við Elín- borgu í síðasta sinn. Ég og Ingibjörg og börnin fær- um ykkur Bogu og Ingibjörgu og fjölskyldum ykkar innilegustu samúðarkveðjur og ég þakka El- ínborgu kynnin við síðustu hefð- arkonu landsins. Siglaugur Brynleifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.