Morgunblaðið - 06.06.1984, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.06.1984, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 Le Redoutable einn af sex kjarnorkuknúnum eldflaugakafbátum Frakka. Francois de Rose á fundi SVS og Varðbergs: Nýjar vídd vörnum E1 „STYRJÖLD á kjarnorkuöld er óðs manns æði, þess vegna hljótum við að vilja styrkja þá stefnu sem miðar að því að fæla hugsanlegan andstæð- ing frá því að grípa til vopna hvort heldur venjulegra vopna eða kjarn- orkuvopna. Við hljótum því að leggja áherslu á fælingarmátt kjarnorku- vopnanna og Ifta á þau með það gildi þeirra í huga,“ sagði Francois de Kose, fvrrum fastafulltrúi Frakka hjá Atlantshafsbandalaginu, í upp- hafi máls síns þegar hann flutti ræðu á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs 22. maí síð- astliðinn. Francois de Rose tekur virkan þátt í umræðum um öryggis- og varnarmál bæði í Frakklandi og á alþjóðavettvangi eftir að hann lét af störfum í frönsku utanríkis- þjónustunni þar sem hann hófst til hinna hæstu metorða. Hann gegnir trúnaðarstörfum fyrir franska Rauða krossinn og tekur þátt í aiþjóðlegu samstarfi á hans vegum. Þá er hann í forsæti fyrir Alþjóðahermálastofnunina í London (International Institute for Strategic Studies) eftir að Raymond Aron, heiðursforseti hennar, lést á nýliðnu hausti. í er- indinu sem hann flutti hér á landi ræddi de Rose um nýjar víddir í vörnum Evrópu og fer útdráttur úr því hér á eftir. Hættutímar Á kjarnorkuöld er ekki unnt að byggja á þeirri kenningu Clause- wits, þýska herfræðingsins, að stríð sé stjórnmálabarátta með nýju sniði, notkun kjarnorku- vopna hefði svo ógnvænlegar af- leiðingar í för með sér að vopnin hafa í raun breytt hefðbundnum samskiptum milii ríkja. Auðvitað takast þau á en vopnin sem þau beita eru pólitísk, efnahagsleg og hugmyndafræðileg. Hin nýja staða sem kjarnorku- vopn hafa skapað leiðir til þess að menn verða að leysa deilur milli ríkja með öðrum hætti en áður. Gæta verður að því að sama staða myndist ekki og á fundinum í Múnchen 1938 þegar Frakkar og Bretar áttu ekki annarra kosta völ en að láta undan kröfum Hitlers um yfirráð í Tékkóslóvakíu, af því að hvorug þjóðin bjó yfir nægi- legum styrk til að geta svarað Hitler á hættu- og úrslitastundu. Það kom síðan í hlut ríkja sem Francois de Rose talar á fundi SVS og Varðbergs. voru alls ekki undir það búin að berjast við Hitler, Sovétríkin og Bandaríkin, að sigra hann 5 árum síðar. Með kjarnorkuógnina yfir höfði okkar skiptir mun meira máli en áður að halda þannig á málum að deilur milli ríkja leiði ekki til styrjaldar en jafnframt verður að búa þannig um hnútana að á hættutímum (crisis) séu menn ekki nauðbeygðir til að láta undan þrýstingi andstæðingsins. Varnarstefnan Sé litið yfir 35 ára sögu Atlants- hafsbandalagsins sést að í megin- dráttum má skipta henni í tvennt með tilliti til þeirrar varnarstefnu sem bandalagið hefur fylgt. Fram til um og yfir 1960 var fylgt stefnu sem kennd er við allsherjar endur- gjaldsárás, það er að segja að hvers konar stríðsaðgerðum Sov- étmanna í Evrópu átti að svara með kjarnorkuvopnum Bandaríkj- anna. Við það að Sovétmönnum óx ásmegin með öflugri kjarnorku- herafla endurskoðaði Atlantshafs- bandalagið varnarstefnu sína og frá 1967 hefur hún formlega byggst á sveigjanlegum viðbrögð- um, þaö er að segja ætlunin er að svara árás með þeim vopnum sem duga til að halda andstæðingnum í skefjum hverju sinni og grípa til kjarnorkuvopna að fyrra bragði sé það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir fa.ll Evrópu svo að dæmi sé tekið. Yfirburðir Varsjárbandalags- landa í hefðbundnum vopnabúnaði í Mið-Evrópu eru óumdeildir. Sov- étmenn standa jafnfætis Banda- ríkjamönnum þegar litið er til langdræga (strategíska) kjarn- orkuheraflans. Með því að koma fyrir kjarnorkueldflaugum af gerðunum SS-20, SS-21 og SS-23 í Evrópu hafa Sovétmenn ætlað að ná kjarnorkueinokun í álfunni. Þróunin í vígbúnaði Sovétríkj- anna og fylgiríkja þeirra leiðir til þess að nú verður enn á ný að huga að varnarstefnu Atlants- hafsbandalagsins og kanna hvort hún dugar við núverandi aðstæður til að halda óvininum í skefjum og koma í veg fyrir að hann leggi til atlögu. Markmið Kremlverja Það er ekki markmið Kreml- verja að heyja stríð við Vestur- lönd. Sá sem hefði slíkt markmið nú á tímum væri geðveikur. Hins vegar vilja Kremlverjar vinna sig- ur á Vesturlöndum án þess að þurfa að grípa til vopna. Þeir fylgja hnattrænni stefnu sem mið- ar að því að skapa þeim völd og áhrif hvar sem færi gefst, minn- umst Angólu, Víetnam og Eþíópíu. Þeir vilja koma ár sinni fyrir borð með því að beita efnahagslegum og menningarlegum áhrifum. Þá dreymir um að geta rekið fleyg á milli Vestur-Evrópu og Banda- ríkjanna. Kremlverjar stefna ekki að stríði en þeir vilja vera I aðstöðu til þess að ráða úrslitum mála á hættustundu. Af þessum sökum lögðu þeir sig svo fram um að hindra að hin tvíþætta ákvörðun Atlantshafsbandalagsins frá því í desember 1979 um að koma fyrir nýjum bandarískum kjarnorku- eldflaugum í Vestur-Evrópu ef Sovétmenn fjarlægðu ekki meðal- drægar eldflaugar sínar næði frám að ganga. Þar til fyrir fáeinum árum var unnt að ógna Sovétríkjunum með bandarískum F-lll-sprengjuþot- um frá flugvöllum á Bretlandi. Sovéska loftvarnakerfið hefur hins vegar verið eflt til mikilla muna þannig að þoturnar eru ekki jafn ógnvekjandi og áður. Af þess- um sökum var hernaðarlega nauð- synlegt að ákveða í desember 1979 að koma fyrir bandarískum Pershing II og stýriflaugum í Vestur-Evrópu. Gildi eldflauganna Ef Atlantshafsbandalagsríkin hefðu ekki tekið ákvörðunina í desember 1979 og hrundið henni í framkvæmd eftir að ljóst var orð- ið að Sovétmenn voru ófáanlegir til að fjarlægja SS-20-eldflaug- arnar væri staðan nú þannig að Kremlverjar gætu ógnað Vestur- Evrópubúum með kjarnorkuárás sem ekki leiddi óhjákvæmilega til þess að Bandaríkjamenn gripu til kjarnorkuvopna. Kremlverjar eru nú í þeirri stöðu að láti þeir til skarar skríða gegn Vestur-Evrópu með kjarn- orkuvopnum verða þeir einnig að ráðast á Bandaríkjamenn og af því leiðir að þeir hafa ekki nema tveggja kosta völ að láta hjá líða að grípa til vopna eða heyja gjör- eyðingarstríð. Ef Sovétmenn hefðu unnið í áróðursstríðinu um bandarísku Evrópueldflaugarnar hefðu þeir náð því markmiði sínu að höggva á tengslin milli varna í Evrópu og kjarnorkuvarna Banda- ríkjanna sjálfra. Hefðbundin vopn Varsjárbandalagslöndin hafa yfirburði í hefðbundnum vopna- búnaði í Evrópu. Varnarstefna Atlantshafsbandalagsins miðast við að stöðva framrás óvinaherja eins austarlega í Evrópu og kostur er. Með því að leggja jafn mikla áherslu á hefðbundinn vígbúnað og raun ber vitni vilja Sovétmenn vera í aðstöðu til að leggja undir sig á skömmum tíma stóran hluta af meginlandi Evrópu og nota síð- an aðstöðuna sem með því fæst í pólitískum tilgangi. Þeir vilja halda þannig á málum að Vestur- lönd standi frammi fyrir því einu að þurfa að grípa til kjarnorku- vopna til að fyrirbyggja fall Evr- ópu, láta stjórnvöld Vesturlanda standa frammi fyrir því að velja á milli uppgjafar og að nota kjarn- orkuvopn að fyrra bragði. Bernard Rogers, yfirmaður Evr- ópuherstjórnar NATO (SACEUR), hefur lýst því yfir opinberlega að hvorki sé unnt að telja það í vikum né dögum hve lengi sé unnt að veita innrásarher að austan við- nám á meginlandi Evrópu heldur verði að miða við klukkustundir. Hvað er til ráða? Hvað eiga Vestur-Evrópuríkin að gera við þessar aðstæður? I fyrsta lagi er nauðsynlegt að viðhalda tengslum milli kjarn- orkuvarna Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna og að sjá til þess að Bandaríkjamenn haldi úti venjulegum herafla í Evrópu. Á meðan þessi skipan helst er Kremlverjum ljóst að þeir lenda í átökum við Bandaríkjamenn ráð- ist þeir inn í Vestur-Evrópu. í öðru lagi verðum við að vera undir það búnir að geta staðist þrýsting á hættutímum. Sovét- mönnum þarf að vera ljóst að komi til kjarnorkustríðs bíði þeir jafn mikið tjón og aðrir. Þeim þarf einnig að vera ljóst að hefðbund- inn herafli þeirra væri ekki að fara í skógarferð yrði hann sendur vestur fyrir járntjaldið. Ný tækni er að ryðja sér til rúms sem eykur varnarmátt hefðbundinna vopna og veldur meiri byltingu en menn grunaði fyrir fáeinum árum. Ný tækni Á ensku er talað um „emerging technology", skammstafað ET, þegar rætt er um hina nýju tækni og hefðbundinn vopnabúnað. Hér er um margþætta tækni að ræða jafnt að því er varðar rafeinda- smíði, langdrægni vopna og eyðingarmátt. Ef ráðist yrði inn í Vestur- Evrópu með venjulegum vopnum yrðu fyrst notaðar orrustuþotur til að granda flugvöllum, stjórn- stöðvum og hernaðarmannvirkj- um. Samhliða því yrðu sendar skyndisveitir á landi sem færu eins langt inn á varnarsvæði NATO og þær kæmust og beindu spjótum sínum einkum að hernað- arlega mikilvægum stöðvum, síð- an kæmu árásarsveitirnar í bylgj- um. Nú er staðan þannig að vildi yf- irmaður Evrópuherstjórnar NATO eyðileggja flugvelli í Austur-Þýskalandi, Tékkóslóv- akíu, Póllandi eða Ungverjalandi þyrfti hann að hafa 30 til 50 flug- vélar til að granda hverjum flug- velli. í þessum löndum eru um 50 flugvellir og með einfaldri marg- földun má reikna það út að Evr- ópuherstjórnin þyrfti að hafa allt að 2.500 flugvélar til umráða til að sinna þessu eina verkefni. Nú ræð- ur hún yfir um 1.500 vélum og kostar hver þeirra 20 til 25 millj- ónir dollara. Hefði Evrópuherstjórnin flug- skeyti smíðuð með hinni nýju tækni til umráða og setti í þau hefðbundnar sprengjur er talið að 5 slík skeyti mundu duga til að granda einum flugvelli. Einnig er talið að með slíkum flugskeytum yrði unnt að eyðileggja velli þeirra véla sem sendar yrðu til upphafs- árásar fyrir vestan járntjald á svo skömmum tíma að þær gætu ekki lent á þeim að árásinni lokinni. Pershing II-eldflaug skotið i loft í tilraunaskyni. Slík flugskeyti væri einnig unnt að nota til að stöðva framrás árás- arherjanna sem kæmu í kjölfar fyrstú eyðingarsveitanna. . Sérfræðingar telja að það sé framkvæmanlegt að koma upp hefðbundnum herafla sem nýtir alla kosti hinnar nýju tækni. Kjarnorkuvopn að fyrra bragði Svo að aftur sé horfið að nauð- synlegum ráðstöfunum í Vestur- Evrópu. Þá ber í þriðja lagi að minnast á umræðurnar sem orðið hafa um það, hvort NATO eigi að hverfa frá þeirri stefnu að hóta með notkun kjarnorkuvopna að fyrra bragði ef allt annað þrýtur til að halda aftur af innrásarher í Evrópu. Miðað við allar aðstæður er óskynsamlegt að gefa yfirlýsingu í þessa átt, jafnvel þótt unnt sé að auka hefðbundinn vopnabúnað. Kjarnorkuvopnin verða enn sem fyrr einu vopnin sem geta valdið óvininum óbærilegu tjóni og þess vegna hið eina sem heldur honum í skefjum. Á hættutímum yrði ekki unnt að ná viðunandi samningum ef óvinurinn er óhultur. Hins vegar er íhugunarefni hvort ekki megi breyta varnar- stefnu NATO á þann veg að um skilyrta beitingu kjamorkuvopna að fyrra bragði yrði að ræða. Kjarnorkuvopnum yrði aðeins beitt gegn þeim herafla sem réðst inn á varnarsvæði bandalagsins í því skyni að stöðva hann. Til þess þyrfti að koma nifteindarsprengj- um fyrir í Vestur-Evrópu en þær eru þannig úr garði gerðar að geislavirkni frá þeim er takmörk- uð og sprengjumátturinn því stað- bundinn. Með þeim mætti stöðva framsókn innrásarhers án þess að valda óbærilegu tjóni á borgurum og mannvirkjum þess lands sem orðið hefði fyrir innrásinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.