Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 Ræða Sverris Pálssonar skólastjóra Gagnfræðaskóla Akureyrar við skólaslit sl. laugardag en frá skólanum útskrifast nú í sfðasta sinn nemendur á fram- haldsstigi Háttvirta samkoma, gestir og heimamenn! Enn er upp runnin sú stund, sem afmarkar lok skólaárs og starfsárs nemenda og kennara. Ég hygg, að þetta skeið í sögu skól- ans, þetta skólaár, sem nú er á enda runnið, fái góð eftirmæli á flesta lund, og að mínum dómi hefir skólastarfið og skólalífið verið farsællegt og friðsamlegt. Ég vona, að velflestum nemendum hafi liðið vel í skólanum og þeir hafi sótt hingað nokkurn fróðleik, menntun og þroska. Ég vona einn- ig, að kennurum hafi þótt nokkuð sækjast fræðsluverkið og þeir hafi unað allvel í starfi. Sjálfum hefir mér liðið hér vel í góðri sambúð og samvinnu við nemendur, kennara og annað starfsfólk skólans, og fyrir þetta allt er ég þakklátur fólki og forsjón. Þessi skólaslit marka að því leyti mikil þáttaskil í sögu Gagn- fræðaskóla Akureyrar, að við þau hverfur starf hans á framhalds- skólastigi til annarrar stofnunar, framhaldsdeildir hans verða lagð- urum var hann vinur í raun og í daglegum samskiptum, glaður og góðviljaður og jafnan hress i bragði. Þó að hann hefði látið af kennslustarfi við skólann, fylgdist hann vel með því, hvað títt var hér á bæ, og alltaf var gott að leita til hans og ræða við hann ýmislegan vanda, sem upp kunni að koma, því að hann var í senn skjótráður, snjallráður og hollráður. Okkur þykir því ærið skarð fyrir skildi, þegar hann er kvaddur brott á miðjum aldri. Ég vil biðja ykkur öll að rísa úr sætum til virðingar við minningu þessara tveggja mætu kennara. Ég mun nú stuttlega víkja að nokkrum atriðum, er varða skól- ann og skólalífið á þessu skólaári. Nemendafjöldi var því sem næst sem hér segir: í rramhaldsNkólanum voru innritaóir: Á heilbrigðÍNSviói 85 — uppeldiss-viði 52 — viðskiptasviði 181 — matvKlaUeknabraut (HMSK) 12 í fornámi eingöngu 34 Aðrir 3 Alls 367 Ljósm. GBerg. svo heil og sæl guði og góðum vættum“ í grunnskólanum voru innritaðir: „í DAG útskrifast í síðasta sinn nemendur á fram- haldsstigi frá þessum skóla. Afmarkað tímabil í sögu skólans er liðið, kemur aldrei aftur, og ég játa, að mér er eftirsjá að því. Þið eruð síðustu fulltrúar þess. Þið hafið risið undir þeirri ábyrgð með fullum sóma til síðasta dags, og það langar mig að þakka ykkur. Skólinn verður snauðari, minni og fátækari eftir að þið hafið kvatt. Ef til vill verður brosað að mér góðlátlega fyrir þessar til- fínningar og hugrenningar nú eða síðar, en við það verður þá að sitja. Ef til vill verður líka einhver til að skilja mig.“ „Farið á vald ar niður. Þess vegna brautskrást nú í síðasta sinn nemendur af þeim námsbrautum framhalds- skólastigs, sem skólinn hefir hald- ið uppi um 15 ára skeið. Það starf allt er eftir þetta kvöld orðið liðin saga, endurminning horfinna daga. Gagnfræðaskóli Akureyrar verður aftur viðtökuskóli nem- enda að lokinni barnafræðslu, ekki fjögurra ára skóli eins og fyrir 1%9, þegar framhaldsdeildir tóku til starfa, heldur þriggja ára grunnskóli eins og á árabilinu 1934-1949. Frá því er skóli var settur I haust hafa tveir fyrrverandi kenn- arar hans látist. Hermann Stefánsson var íþróttakennari skólans frá stofn- un hans 1930 til vors 1946, auk þess sem hann vann aðalstarf sitt við Menntaskólann á Akureyri. Hann var, eins og alþjóð er kunn- ugt, hinn mesti áhugamaður og forystumaður um íþróttir, útivist og líkamsrækt, auk þess sem hann var miklum hæfileikum búinn á sviði ýmissa lista, einkum söng- listar. Hann var glæsimenni, sem hvarvetna var eftir tekið, enda var hann ungu fólki, ekki síst nemend- um sínum, glæst fyrirmynd í öllu lífemi og framgöngu. Sigurður Óli Brynjólfsson var nemandi þessa skóla 1944—1947, en gerðist stundakennari 1951/1952 og 1953-1955. Fasta- kennari í fullri stöðu var hann 1955—1976, en í hálfri stöðu 1976—1981. Næsta vetur var hann í launalausu leyfi, en sagði stöðu sinni lausri sumarið 1982. Kenn- araferill hans hér var því orðinn þriggja áratuga langur. Auk þess kom hann mjög við sögu skólans og studdi málefni hans eftir föng- um sem bæjarfulltrúi í meira en 20 ár og sem formaður fræðslu- ráðs og síðar skólanefndar Akur- eyrar í 12 ár og hin síðari ár sem formaður fræðsluráðs Norður- lands eystra. Sigurður ÓIi var afar ötull kennari, kappsamur og fullur áhuga. Kennslugreinar hans voru einkum eðlis- og efnafræði og stærðfræði. Hann var mikill félagi og ráðgjafi nemenda sinna, brá oft á leik með þeim á skíðum eða við skákborð og fylgdist vel með gengi þeirra í námi og lífi. Okkur kenn- f 7. bekk 124 f 8. bekk IS4 f 9. bekk 142 Allx 420 Nemendur samtals 787 Á tölvunánuikeióum 80 867 Ég vil vekja athygli á því að GA er nú næstfjölmennasti fram- haldsskóli landsins utan Reykja- víkursvæðisins, aðeins Mennta- skólinn á Akureyri er fjölmennari. Kennarar voru alls 75, þar af 42 fastakennarar, en 33 stundakenn- arar, þó ekki allir samtímis. Yfir- kennari grunnskóladeilda var Magnús Aðalbjörnsson og fram- haldsdeilda Baldvin Bjarnason, en brautarstjórar auk hans voru Margrét Pétursdóttir og ólafur Búi Gunnlaugsson. Vel má hafa það í huga, að f þessari stofnun hefir efalaust ver- ið í vetur fjölmennasti vinnustað- ur á Akureyri, hartnær 900 manna viðkvæmt samfélag harla ólíkra og sundurleitra einstaklinga. Þeg- ar þess er gætt, að margt þessara einstaklinga er á erfiðasta og upp- næmasta aldri ævinnar, hlýt ég að vera forsjóninni þakklátur fyrir það, hversu ljúflega og lipurlega allt hefir gengið, þyrna- og þrautalaust. Á þessum vetri hafa 11 sjúkra- liðar lokið prófi að fullu, þar af 2 nú í dag. Verslunarprófi hinu meira (eftir 3 ára nám) luku 26, almennu verslunarprófi 36, 2 ára námi á uppeldissviði 18 og á heil- brigðissviði 15. í 9. bekk þreyttu 140 nemendur samræmt grunnskólapróf. Það er orðið nokkuð árvisst, að unnt sé að segja góða sögu af frammistöðu nemenda þessa skóla á þessu prófi, og að þessu sinni verður það enn gert. Hvort sem miðað er við meðaltal landsins alls eða lands- byggðarinnar utan Reykjavík- ursvæðisins, hefir GA mikla yfir- burði og ef borið er saman við Reykjavíkursvæðið sjálft, sem vissulega hefir algera sérstöku og ber höfuð og herðar yfir byggðir landsins, hefir GA nokkurn veg- inn í fullu tré við það. Þessi sam- anburður er reistur á skýrslum prófanefndar. Rétt er að taka fram, að 3 nemendur hlutu 4 „A“ og 2 nemendur 3 „A“ og 1 „B“. Einkunnina „A“ fengu í íslensku 10 nemendur, í dönsku 8, norsku 3, sænsku 1, ensku 8 og stærðfræði 15. 115 nemendur náðu hnökra- lausri réttindaeinkunn til náms í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar slitið í 54. sinn Akureyri, 4. júní. SVERRIR Pálsson, skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar, sleit skólan- um sl. laugardag. í máli hans kom m.a. fram að nú væru þáttaskil í sögu skólans, þar sem nú brautskrást í síðasta sinn nemendur af þeim námsbrautum framhaldsskólastigs, sem skólinn hefur haldið uppi um 15 ára skeið, en hinn nýi Verkmenntaskóli mun taka við því hlutverki, en Gagnfræðaskóli Akureyrar verður aftur viðtökuskóli nemenda að lokinni barnafræðslu, þ.e. þriggja ára grunnskóli. Skólastjóri minntist tveggja vennara skólans, sem látist löfðu frá því að skóli vai settur í haust, þeirra Hermanns Stef- inssonar, íþróttakennara, og sigurðar Óla Brynjólfssonar sem kenndi við skólann um þriggja áratuga skeið, auk þess sem hann studdi skólann mjög sem bæjarfulltrúi á Akureyri, formaður fræðsluráðs og skóla- nefndar Akureyrar. Á liðnu starfsári voru alls 367 nemendur í framhaldsdeildum skólans, 420 í grunnskólanum og að auki sóttu 80 manns almenn tölvunámskeið, sem skólinn gekkst fyrir. Nemendur urðu því alls 867. Kennarar voru alls 75, þar af 42 fastakennarar. Fulltrúar 20 ára og 35 ára gagnfræðinga fluttu ávörp við skólaslitin, auk þess sem Aðal- geir Pálsson, skólastjóri Iðnskól- ans á Akureyri, flutti kveðjur skóla síns. G'.fier María Bára Hilmarsdóttir tekur við prófskírteini sínu úr hendi Sverris Pálssonar. María Bára er síðasti nemandinn sem útskrifast frá fram- haldsdeildum GA og jafnframt var hún 100. sjúkraliðinn sem skólinn útskrifar. framhaldsskóla, eða 81,56%. Hundraðstala nemenda, sem hlutu einkunnirnar „A“, „B“ og „C“ í einstökum greinum, var sem hér segir, borin saman við lands- meðaltal, þar sem nemendur GA eru raunar líka og verða til að draga úr mismuninum: Grein „A“, „B‘ og „C“ Lands- Mis- GA meðaltal munur íslenska 79,98 70,69 + 9,29 Danska 81,62 69,38 -► 12,24 Enska 72,85 70,91 + 1,94 Staerðfræði 77,85 69,80 + 8,05 Meðaltalsmismunur: 7.HH prósentustig. Ef meðaltal stiga í hverri grein er athugað, annars vegar í GA, en hins vegar á öllu landinu, kemur þetta í ljós: Lands- Mis- Grein GA meðaltal munur íslenska 58,7 55,5 + 3,2 Danska 58,2 53,9 + 4,3 Enska 56,5 56,0 + 0,5 Stcrðfræði 59,6 55,2 + 4,4 Meðatal 58,25 55,15 + 3,1 Samkvæmt skýrslu prófanefnd- ar ber Reykjavíkursvæðið langt af öðrum landshlutum, þegar árang- ur nemenda er athugaður. Meðal- stigafjöldi Reykjavíkursvæðisins er 59,23 en GA 58,25, svo að munar tæplega einu stigi, að árangur nemenda Gagnfræðaskóla Akur- eyrar geti jafnast á við þann, sem bestur varð á landinu öllu. Þessar góðu og hagstæðu niður- stöður til ég nú þakka vöskum hópi nemenda 9. bekkjar og ötul- um kennurum þeirra, ekki aðeins í vetur, heldur einnig á fyrri árum. Félagslíf hefir ef til vill verið með daufara móti, en þó hafa skemmtisamkomur verið haidnar reglulega og farið fram á þann hátt, að til sóma hefir verið og fyrirmyndar. Hér hefir farið eins og fyrri daginn, að skólinn á í vök að verjast gegn hinu fjölþætta fé- lagsstarfi í bænum, sem annars er gott eitt um að segja. Helst hefir íþróttalíf staðið með blóma, bæði innan skólans og í keppni við nem- endur annarra skóla, svo sem Laugaskóla í Suður-Þingeyjar- sýslu og annarra framhaldsskóla á Akueyri. 9. bekkur fór í 6 daga ferð til Vestmannaeyja og Suðvestur- iands. Þátttakendur voru 98 og fararstjórar 4. 33 nemendur 2. árs komu í nótt ásamt Hauki Harð- arsyni fararstjóra sínum úr viku ferð til Danmerkur. Báðar ferð- irnar tókust ágæta vel. Nokkrir fyrirlesarar heimsóttu skólann á vetrinum, og nokkrir kvöldfundir voru haldnir með for- eldrum, sumir á vegum foreldra- og kennarafélagsins, þar sem um- ræður fóru fram um brýn efni. Þá voru haldnir 2 foreldradagar í grunnskóla. Miklar umræður fóru fram um fíkniefnamál og umferð- armál og þær hættur, sem ungu fólki eru búnar í þeim efnum. Fjögur 40 stunda námskeið í tölvunotkun og eitt 10 stunda í rit- vinnslu voru haldin á vegum skól- ans fyrir almenning, og var að- sókn að þeim öllum meiri en tök voru á að sinna. Ágóða var varið til endurbóta og aukningar á tölvubúnaði skólans, sem nú er orðinn mjög góðour. Nokkurt orð fer af skólanum fyrir forystu í tölvukennslu, einkum á grunn- skólastigi, enda sækja nemendur Kennaraháskólans fast eftir því að fá að komast hingað til æf- ingakennslu í þeirri grein. Þess má geta, að eftir fáeina daga hefst hér tölvunámskeið fyrir skóla- stjórnendur á vegum KHl, og hef- ir kennurum GA verið falin fram- kvæmd öll, öflun og samning gagna, undirbúningur og kennsla. O O O Eins og ég gat um áðan, hafa yfirvöld ríkis og bæjar ákveðið og um það samið, að það starf, sem fram hefir farið á framhalds- skólastigi í þessum skóla í hálfan annan áratug, skuli nú frá honum tekið og fengið annarri stofnun í hendur, Verkmenntaskólanum á Akureyri, sem stofnaður var í gær og mun þar að auki taka við hlut-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.