Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984
Einokun Sölufélags
garðyrkjumanna
Opnu bréfi framkvæmdastjóra SFG svarað
— eftir Jón
Magnússon
Framkvæmdastjóri Sölufélags
garðyrkjumanna ritar opið bréf til
mín í Morgunblaðið þ. 30. maí sl.
Um leið og ég þakka bréfið, sem
kom mér á óvart eftir þau ummæli
hans í símtali við mig þ. 25. maí
sl., áður en hann skellti á, án þess
að kveðja, að hann mundi stefna
mér fyrir meiðyrði, ef ég bæðist
ekki afsökunar á þeim ummælum
mínum að Sölufélag garðyrkju-
manna hefði með höndum einok-
unarsölu. Ég sagði við
framkvæmdastjórann og ítreka
það, að mér dytti ekki í hug að
biðjast afsökunar á ummælum
sem ég tel réttmæt. Jafnframt
lýsti ég því yfir og ítreka það að ég
er reiðubúinn að mæta og verja
þessi ummæli mín fyrir dómstól-
unum og hlýt að álykta sem svo,
að heykist þessi ágæti pennavinur
minn úr Morgunblaðinu, Þorvald-
ur Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Sölufélags garðyrkjumanna,
á að stefna mér fyrir meiðyrði
telji hann í raun að ummæli mín
eigi rétt á sér.
Hafa skal það sem
sannara reynist
Þegar ég viðhafði þessi ummæli
um SFG var að sjálfsögðu rætt um
innflutning grænmetis og ummæl-
in tóku til einokunar Græn-
metisverslunar landbúnaðarins og
Sölufélags garðyrkjumanna á þvi
sviði. Um sölufyrirkomulagið inn-
anlands var ekki rætt, en það var
þó aðaluppistaðan í bréfi fram-
kvæmdastjóra SFG til mín.
Einokun getur verið lögvernduð,
en hún getur einnig skapast án
sérstakrar verndar stjórnvalda en
er þá framkvæmanleg í skjóli
þeirrar aðstöðu sem viðkomandi
einokunarstofnun hefur.
Þó að ummæli mín hafi ekki lot-
ið að sölu íslensks grænmetis inn-
anlands heldur að innflutningi
þess bendi ég þó á að iðulega hef
ég heyrt garðyrkjubændur kvarta
yfir frelsisskerðingu þeirra við
sölu afurða sinna. Vegna þessara
kvartana garðyrkjubænda þakka
ég Þorvaldi greinargóða lýsingu
hans varðandi þetta form sölutak-
markana.
Einokun í skjóli aðstöðu
í bréfi Þorvaldar stendur:
„Auk venjulegra ákvæða í lög-
um félagsins um stjórn þess og
starfsemi, er í gildi samþykkt, sem
skyldar félagsmenn til innleggs á
öllu ylræktuðu grænmeti. Komið
hefur fyrir að aðilar hafi verið
reknir úr félaginu og þá fyrst og
fremst fyrir þá sök að sinna ekki
innleggsskyldunni. Frá sjónarmiði
stjórnar félagsins er reglan ein-
föld. Annað hvort eru menn fé-
lagsmenn með fullum skyldum og
réttindum, eða ekki.“
Lesandi góður, hvernig vilt þú
svara spurningunni um einokun í
skjóli aðstöðu, eftir þær upplýs-
ingar sem fyrir liggja frá fram-
kvæmdastjóra SFG.
Lagalega vernduð
einokun
Síðar í hinu opna bréfi segir
Þorvaldur: „1971 fór SFG þess á
leit við þáverandi landbúnaðar-
ráðherra, Ingólf Jónsson, að fá
leyfi til innflutnings þeirra
grænmetistegunda, sem GL. hefur
ekki tii þessa flutt inn. Fyrir víð-
sýni Ingólfs náðist samkomulag
um þetta."
Ég fæ ekki betur séð, að Þor-
valdur hafi í þessu opna bréfi til
mín undirstrikað svo rækilega
Jón Magnússon
sannleiksgildi umdeildra orða að
þar þurfi ég engu við að bæta.
Glufur í einok-
unarvegginn
Það er ekki undarlegt, þó að
þeir, sem eiga ríka hagsmuni af
því að viðhalda núgildandi sölu-
kerfi á grænmeti og kartöflum,
reyni með ýmsum hætti að koma í
veg fyrir að meirihlutavilji fólks-
ins fái að ráða. Tilskrif fram-
kvæmdastjóra SFG ber þess
glöggt merki, að hann óttast í
raun frelsi í sölumálum á þessum
vörum. Aðgerðir landbúnaðarráð-
herra fram til þessa hafa sýnt að
hann reynir að þráast við svo lengi
sem stætt er, en í Morgunblaðinu í
dag kemur glögglega fram, að
landbúnaðarráðherra játar sig í
raun sigraðan í þessari orrustu
sbr. frétt um heimild til annarra
en SFG til að flytja inn grænmeti
og yfirlýsing ráðherrans um inn-
Hver er samdráttur í
búvöruframleiðslunni?
Spurningar til formanns Stéttarfélags bænda
— eftir Jónas
Guðmundsson
í Morgunblaðið 29. maí ritar
Ingi Tryggvason um landbúnað og
hefur hann mál sitt á þessum
klassísku orðum, sem bændahöfð-
ingjar nota gjarnan í greinum,
þegar þeir verja vinnsluhofin.
Sumsé að aðeins bændur geti og
eigi að skrifa um búvörur. Hann
segir:
„Annað slagið verða dagblöðin á
íslandi full af umræðum um land-
búnaðarmál. Leiðarar dag-
blaðanna, sem lesnir eru yfir al-
þjóð, birta oft fáránlegustu stað-
hæfingar um landbúnað og oft um
þann hóp fólks um leið, sem þenn-
an atvinnuveg stundar. Misvitrir
stjórnmálamenn og dálkahöfund-
ar gerast iðulega dómarar um
málefni landbúnaðar, augljóslega
án þess að hafa haft fyrir því að
afla sér þekkingar á málsatvikum,
sem þó mun að jafnaði háttur
dómenda.
Bændur sjálfir eru hins vegar
ekki fyrirferðarmiklir í umræðum
dagblaðanna og er það mjög mið-
ur. Ýmsir forystumenn og starfs-
menn bændasamtakanna skrifa þó
mikið um landbúnaðarmál, en
hófsamleg kynning þeirra á mál-
efnum bænda og efnisleg svör við
æsiskrifum og óhróðri þykir
mörgum nútímamönnum þung-
lamaleg lesning og sýnu seigari
undir tönn en upphrópanir og
sleggjudómar."
Síðan víkur Ingi Tryggvason að
samdrætti í búvöruframleiðsiu, en
vitaskuid lætur hann þetta nægja,
um „hófsamlega kynningu og efn-
isleg svör starfsmanna bænda" í
málefnum iandbúnaðarins og sem
málefnalegt svar til þeirra, er
reynt hafa að verja neytendur og
ríkisfjárhirsluna, með því að rita í
blöðin. Hinsvegar þarf hann ekk-
ert að vera hissa á því að bændum
sé orðið stirt um stef, því í fyrsta
lagi þá hefur þessari umræðu ekki
verið beint að bændum. Þeir lifa
örðuga tíma. Umræðan hefur snú-
ist um sölumál, einokun, fjárfest-
ingu, sláturgróða og verð á bú-
vöru, sem allir vita að skilar sé
ekki til bænda, eða neytenda, en
hefur orðið til þess að gjöra búvör-
ur á íslandi of dýrar.
Samdráttur
Formaður Stéttarsambands
bænda, Ingi Tryggvason, fjallar
síðan um það sem hann nefnir
„samdrátt í búvöruframleiðslu" og
segir að eftir álagningu kjarnfóð-
urgjaldsins árið 1979 hafi bændur
ekki átt annan kost en að draga úr
framleiðslu.
„Það hafa þeir gert í miklum
mæli, en við lítið þakklæti um-
vandara fjölmiðlanna og versn-
andi afkomu sinnar eigin stéttar,"
og einnig er nú kvartað undan
lækkun niðurgreiðslu, þótt „niður-
greiðslur hafi ekki verið fyrir
bændur gerðar", eins og hann
orðar það.
Og hvað telur svo formaður það
vera að draga úr framleiðslu „í
miklum mæli“. Um það er ekkert
sagt, tölulega, því auðvitað veit
Ingi Tryggvason, að búvörufram-
leiðslan er að aukast, en er ekki að
dragast saman.
Aðeins með því að taka metárið
1978 og stilla því upp við slátrun
árið 1983, hefir þeim sem með
sölumálin fara og stjórnunina,
tekist að sýna fram á „samdrátt" í
kindakjötsframleiðslu, er nemur
2% á ári. Annað er það nú ekki, en
á seinasta ári varð aukning, en ekki
samdráttur.
Það sama er að segja um mjólk-
urframleiðsluna. Hún hefur aukist
stórlega, eða um ca. 10% á mánuði
á þessu ári hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna. Ennfremur hefur orðið
stórfelld aukning í innflutningi á
fóðurbæti fyrir mjólkuriðnaðinn,
enda staðfestir Gunnar á Hjarðar-
felli þetta í grein í Tímanum, eða
NT,4. maí sl., en þar segir hann
orðrétt að þeir sem stjórna fyrir-
tækjunum „hafa því frekar hvatt
bændur til að auka mjólkina aftur
og sér þess nú stað síðustu mánuði
í vaxandi mjólkurframleiðslu".
Svo mörg voru þau orð, en Gunnar
er framkvæmdastjóri Fram-
leiðsluráðsins. Og þessa vöru
verða íslendingar að borga, þó
hún sé að hluta gefin til útlanda.
Þetta eru því staðreyndir máls-
ins, er þeir einir vita, að því er
virðist, er að sögn Inga Tryggva-
sonar hafa ekki haft fyrir því að
„afla sér þekkingar um málefni
landbúnaðar".
Neytendur og bændur
Það er athyglisvert, að Ingi
Tryggvason minnist ekki orði á
vinnsluhofin, eða undanrennu-
musterið. Hin hrikalegu fjárfest-
ingamistök, sem eru að koma
bændum og ómegðarfólki á von-
arvöl. Hann talar aðeins um sam-
drátt í fjárfestingu í landbúnaði,
eða til bygginga „fjósa og fjár-
húsa“. Ekki er heldur minnst á
okur vinnslustöðvanna, sem selja
rúllupylsu, þar sem hráefni kostar
um 12 kr. kg á kr. 386,00 kg út úr
búð. Hangikjöt, er kostar um kr.
147,00 en er selt sem álegg á kr.
585,00 kg út úr búð, en efni og
vinna í kjötvinnslu á yfirleitt að
skiptast til helminga, samanber
norskar tölur um framleiðni í
iðngreinum. Þessu til viðbótar
kemur svo 80% okurálag á jógúrt
umfram súrmjólk, sem er svo að
segja sama framleiðslan.
Við þetta bætist síðan 150%
okurálag (nú víst 130%) á kókó-
mjólk, en búið er að sanna að það
kostar aðeins 10% meira að búa til
kókómjólk en nýmjólk (G-vara) en
Jónas Guðmundsson
„Það er hinsvegar
hverjum manni Ijóst, að
ef vinnslan, sláturhúsin,
frystihúsin, kjötvinnsl-
an og undanrennuhofin
kynnu sér eitthvert hóf,
væri afkoma bænda og
neytenda betri, en þá
væri grautarhúsið og
pönnukökuhofið í Borg-
arnesi ekki til.“
sú síðarnefnda var eigi að síður
verðlögð 150% hærra en nýmjólk-
in.
Salan var um 1,3 milljónir lítra
á síðasta ári.
Þá sér maður einnig lambakjöt,
tilreitt í kaupfélaginu og stór-
mörkuðunum á 4—500 krónur
kílóið, meðan kjöt í heilum
skrokkum kostar þó aðeins kr.
117,00 (flestir hlutar skrokksins
eru notaðir í sérréttina).
„Jafnframt lýsti ég því
yfír og ítreka það að ég
er reiðubúinn að mæta
og verja þessi ummæli
mín fyrir dómstólunum
og hlýt að álykta sem
svo, að heykist þessi
ágæti pennavinur minn
úr Morgunblaðinu,
Þorvaldur Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Sölu-
félags garðyrkjumanna,
á að stefna mér fyrir
meiðyrði telji hann í
raun að ummæli mín
eigi rétt á sér.“
flutning á kartöflum. Þessum sigri
verða neytendur að fylgja eftir og
hvika hvergi fyrr en einokun á
innflutningi grænmetis hefur ver-
ið aflétt með öllu.
Veldur hver á heldur
Þrátt fyrir það, að ég telji SFG
einokunarfyrirtæki leyfi ég mér
að benda á, að einokunarfyrirtæki
eru mismunandi. Þannig hefur t.d.
Sölufélag garðyrkjumanna og
Osta- og smjörsalan staðið sig að
mörgu leyti vel, bryddað upp á
nýjungum og átt ágætt samstarf
við neytendur. Þetta stafar af því,
að þeir sem verið hafa í forystu
fyrir þessum tveimur fyrirtækjum
hafa verið dugandi menn og fram-
sýnir að mörgu leyti. Annað er
hins vegar upp á teningnum hvað
Grænmetisverslun landbúnaðar-
Ekki heldur eitt orð um 350%
álagningu Grænmetisverslunar
landbúnaðarins á finnskar kart-
öflur, svo örfá dæmi séu nefnd.
Og það eru þessi verð, sem valda
því að neytendur taka sér penna í
hönd. Sú staðreynd að búvörur
kosta tvisvar eða þrefalt meira á
íslandi en í nágrannalöndunum,
þótt almenn skynsemi segi einnig
að þær hljóti að vera eitthvað dýr-
ari í köldu landi, en þar sem jörð
er frjósamari og veðurlag hent-
ugra. Offramleiðslan er þó enn
verri reikningur, því þá verða
sömu neytendur að kaupa vöru,
sem er borðuð í útlöndum. Fyrstu
11 mánuðina í fyrra voru flutt út
2.336 tonn af kindakjöti og verðið
var kr. 34,90 kg og um 500 tonn af
osti, meðalverð kr. 33,90 kg (kostar
hér í búð 2—300 kr. kg). Mismun-
inn verður þjóðin svo að greiða í
formi útflutningsbóta, (tölur úr
Tímanum 4.-5. febrúar 1984). Og
þetta er ástæðan fyrir því að
menn eru andvígir offramleiðslu
og trúa ekki á stjórnunarleg afrek
í búvöruframleiðslu.
Þetta teljum við ofstækismenn
sumsé vera höfuðmeinsemdina.
Ástæðuna fyrir því að bændur og
launþegar eru nú skipreka á sömu
eik, því að bændur fá auðvitað
ekki þessa peninga. Þeir fara ann-
að.
Það er hinsvegar hverjum
manni ljóst, að ef vinnslan, slát-
urhúsin, frystihúsin, kjötvinnslan
og undanrennuhofin kynnu sér
eitthvert hóf, væri afkoma bænda
og neytenda betri, en þá væri
grautarhúsið og pönnukökuhofið í
Borgarnesi ekki til. Ekki heldur
undanrennumusterið á Bitruhálsi
og fjölmargt annað. En ég vil þó
geta þess að mér þykja rækjusam-
lokurnar frá Mjólkursamsölunni
góðar og þær ætla ég að maula,
meðan ég bíð eftir því frá for-
manni Stéttarsambandsins, að fá
að vita muninn á kindakjötsfram-
leiðslunni 1982—1983, og hver
samdrátturinn hefur orðið í
mjólkurframleiðslu á íslandi, það
sem af er þessu ári. Og einnig vildi
ég fá að vita „samdráttinn" í fjár-
festingu í vinnsluhofum undanfar-
ið og hvernig viðbyggingin við
Hótel Sögu gengur?
Jónas Cuðmundsson er rithöfund-
ur, listmálari og blaóamaður.