Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 27 Garður: Elliheimilið Garðvang- ur stækkar um helming Garði, 1. júní. NÝLEGA var formlega tekin í notk- un 520 fm nýbygging við Elliheimilið Garðvang. Er það næstum því sami fermetrafjöldi og gamla byggingin sem er 560 fm. Notkun húsnæðisins er ekki hafin nema að litlu leyti þar sem beðið er eftir ákvörðun dag- gjaldanefndar um vistgjöld stofnun- arinnar. Hjúkrunardeildin skiptist í 5 stofur, 10 einstaklingsherbergi, þvottahús og baðaðstöðu. Þá er einnig ný setu- og fundarstofa. Þegar hjúkrunardeildin verður komin í fullt gagn geta vistmenn á Garðvangi orðið 43. í tilefni opnunarinnar gáfu 22 félög og klúbbar á Suðurnesjum sjúkrarúm í nýju deildina. Þá gáfu kiwanisklúbbarnir á svæðinu bað og baðlyftu. Eigendur Garðvangs eru sveit- arfélögin á Suðurnesjum að Grindavík undanskilinni. Stjórn Garðvangs skipa nú: Páll Axeis- son, formaður, Jón Ólafsson, Sig- urður Bjarnason, Ingólfur Bárðar- son, Leifur A. Isaksson og Unnur Magnúsdóttir. Forstöðukona Garðvangs er Sól- veig Óskarsdóttir. Starfsmenn eru tíu. Arnór. Fjölbrautaskólinn í Ármúla braut- skráir 58 stúdenta Fjölbrautaskólinn í Ármúla brautskráði 58 stúdenta frá skólanum laugardaginn 19. maí síðastliðinn. At- höfnin fór fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og hófst kl. 15. Flestir stúdentar brautskráðust af viðskiptabraut, eða 26 talsins, 10 af uppeldisbraut, átta af íþróttabraut, sex af málabraut, sex af heilsu- gæslubraut og tveir af náttúrufræði- braut. Hafsteinn Þ. Stefánsson skóla- stjóri afhenti stúdentunum próf- skírteini og þeim sem náðu sérstak- lega góðum námsárangri voru af- hentar viðurkenningar. Þeir sem hlutu viðurkenningar fyrir bestan árangur í einstökum námsgreinum voru Soffía Guðmundsdóttir, Ólafur Magnússon og Björg Ólafsdóttir sem fengu viðurkenningu fyrir góða ís- lenskukunnáttu. Stærðfræðiverð- laun hlaut María Jóhannsdóttir, dönskuverðlaun hlutu þær Soffía Guðmundsdóttir og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Enskuverðlaun hlutu Soffía Guðmundsdóttir og Ragnheiður Bóasdóttir, frönskuverð- laun Soffía Guðmundsdóttir og Ingi- björg Auðunsdóttir, þýskuverðlaun Ragnheiður Bóasdóttir, Margrét Emilsdóttir og Sólveig Heiðberg. Fyrir góðan árangur í félagsvísind- um hlaut Þórunn Guðmundsdóttir viðurkenningu. íþróttaverðlaunin hlaut Friðrik Friðriksson, söguverð- laun Ólafur Magnússon og fyrir við- skiptagreinar hlaut Margrét V. Emilsdóttir viðurkenningu. Við brautskráninguna flutti Haf- steinn Þ. Stefánsson skólastjóri ávarp og ennfremur ávarpaði full- trúi 5 ára afmælisstúdenta, Guðrún Ásbjörnsdóttir, samkomuna.Fyrir hönd nýstúdenta talaði Konráð Sig- urðsson stúdent af heilsugæslu- braut. Þá söng hluti skólakórsins nokkur lög undir stjórn Sigvalda Snorra Kaldalóns. Athugasemd AUÐÓLFUR Gunnarsson, kvensjúk- dómalæknir, hafði samband við Morg- unblaðið og óskaði eftir því að það kæmi fram, að læknarnir, sem sóttu ráðstefnuna í Helskinki á dögunum og greint var frá í baksíðu Mbl. á sunnu- dag, hefðu verið fimm en ekki fjórir. Andrés Ásmundsson, sérfræðingur við Fæöingarheimili Reykjavíkur, var fimmti læknirinn í förinni. Þessu er hér með komið á framfæri en mistökin voru ekki blaðsins. Bíóhöllin: Einu sinni var í Ameríku BÍÓHÖLLIN frumsýnir í dag bandarísku kvikmyndina „Einu sinni var í Ameríku" (Once upon a time in America). Aðalhlutverk leikur Robert De Niro, mafíufor- ingja, sem kemst til auðs og valda, en getur ekki gleymt stúlkunni, sem hann hefur elskað frá ungl- ingsárum. Hún telur sig hins veg- ar yfir hann hafin. (flr fréttatilkynningu) Niðjamót í Hítardal NIÐJAR Sigríðar Teitsdóttur og Finnboga Helgasonar í Hítardal munu koma saman í Hítardal um hvítasunnuna, í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Sigríðar. Þau hjón, Sigríður og Finnbogi, bjuggu í Hít- ardal frá 1910, allt til dánardægurs á árinu 1951. Afkomendur þeirra, sem nú eru á lífi, munu vera um 60 tals- ins. Aðalsamkoma niðjanna verður á 2. í hvítasunnu. Þá verður bæna- stund kl. 13.00 í heimagrafreit í Hítardal og síðan farið til kirkju að Staðarhrauni, þar sem sókn- arpresturinn, séra Hreinn Hákon- arson, messar kl. 14.00. (lr frétutilkynningu. Lögberg: Fyrirlestur um hjartadrep PRÓFESSOR Louis Perret frá há- skólanum i Helsingfors, heldur fyrirlestur í Lögbergi, húsi laga- deildar Háskóla íslands, stofu 101, á morgun, fimmtudaginn 7. júní. Á fyrirlestrinum, sem hefst kl. 17.15, fjallar próf. Perret um þætti úr sögu hjartadreps, orsakir, greiningaraðferðir og meðferð. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. (Fréttatilkynning) Morgunblaöiö/ Arnór Þegar hin nýja viðbygging Garðvangs verður komin í fullt gagn geta 43 vistmenn verið á elliheimilinu. nhhhhhn I m Konur í hringferð um landið FULLTRÚAR kvennalistans lögðu af stað í hringferð um landið í gær, þriðjudaginn 5. júní. Ætlunin er, að aka hringveginn og um Vestfirði á einum mánuði. Konurnar hafa lang- ferðabifreið til umráða og er öllum kynsystrum þeirra velkomið að slást í hópinn hvar sem þeim hentar. Tilgangur ferðarinnar er að sam- eina konur um allt land í kvenfrels- isbaráttunni. Helstu viðkomustaðir eru: Vík 6. júní, Höfn 7. júní, Fáskrúðs- fjörður 8 júní, Egilsstaðir 9. og 10. júní, Neskaupstaður 11. júní, Vopnafjörður 12. júní, Raufarhöfn 13. júní, Húsavík 14. júní, Mývatn 15. júní, Akureyri 16. og 17. júní, Ólafsfjörður 18. júní, Sauðárkrók- ur 19. júní, Blönduós 20. júni, Hólmavík 21. júní, Isafjörður 22. júní, Suðureyri 23. júní, Þingeyri 24. júní, Patreksfjörður 25. júní, Stykkishólmur 26. júní, Hellis- sandur 27. júní, Akranes 28. júní. Föstudaginn 29. júní verður komið saman á Þingvöllum í ferðalok. Fréttatilkynning. PIOIMEER íbðíim KP3230 Útvarpskassettutæki LW/MW/FM steríó. Sjálfvirk endurspólun. Hraðspólun í báðar áttir. Verð kr. 7.495.- KE4730 Utvarpskassettutæki, 2X6.5W LW/MW/FM steríó. Sjálfvirkur lagaleitari. Fast stöðvaval Verð kr. 10.880.- KE5230 Útvarpskassettutæki, 2X6.5W LW/MW/FM steríó. Sjálfvirkur lagaleitari, ..Loudness '. Fast stöðvaval. Verð kr. 12.110. KEH9300 Útvarpskassettutæki, 2 X 20W LW/MW/EM FM steríó...Equalizer",,Dolby" Sjálfvirkur lagaleitari. Spilar báðu megin ..Metal' Stöðvarminni og fl. og fl. Verð kr. 20.830.- BP520 Kraftmagnari 2X20W Verð kr. 5.405.- BP320 Kraftmagnari 2X20W Verð kr. 2.575.- TS M6 Hátalarar 6,6cm, Ofanáliggjandi 350 - 22.000Hz, 20W. Verð kr. 1.960.- TS162Dx Hátalarar 16 cm. Niðurfelldir, tvöfaldir 40 - 20.000Hz, 20W. Verð kr. 940.- TS1633 Hátalarar 16,5 cm. Niðurfelldir, tvöfaldir. 30-20.000Hz, 60W. Verðkr. 1.700.- TS2000 Hátalarar „Cross-Axial", þrefaldir, niðurfelldir. 30-21,000Hz, 60W. Verð kr. 4.400.- HLJOMBÆR Ath. öll verð eru staðgreiðsluverð — Munið okkar llpru greiðsluskilmála. HUOM-HEIMILIS-SKRIFSTOFUTŒKI g^^fgg0™ 103

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.