Morgunblaðið - 06.06.1984, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.06.1984, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 31 Frí Alþingi: Vilji menn í raun og veru minnka skattheiratuna þarf aö samþykkja breytta hlutverkaskipan ríkis og einstaklinga. Framgangur hugmyndarinnar um afnám tekjuskatts af launatckjum ræöst af vilja alþingismanna til slíkra breytinga. stofnana- með tilliti til þess að tekjuskattur verði afnuminn í áföngum af almennum launatekj- um. Skulu tillögur nefndarinnar lagðar fyrir Alþingi í upphafi næsta þings." Tvö meginatriði Af lestri umræðna á Alþingi og biaðagreina eftir helstu tals- manna þess að afnuminn skuli tekjuskattur, virðist mér tvennt einkum skína í gegn. f fyrsta lagi segja menn að tekjuskatturinn sé óréttlátur. Meðal annars vegna þess að hann leggist einvörðungu á launamenn. f annan stað er sagt að skattur- inn vegi ákaflega Títið í heildar- tekjuöflun ríkissjóðs og því sé auðvelt að stoppa í „gatið" sem myndist við afnám þessa skatt- stofns. Lægri skattar — minni eftir Einar K. Guðfinnsson Furðu hljótt hefur verið um þá ákvörðun Alþingis að samþykkja þingsályktunartillögu, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að láta semja frumvarp til laga um afnám tekjuskatts af launatekjum í áföngum og leggja það fyrir næsta löggjafarþing. Hér er þó ekki um neitt smámál að ræða. í rauninni er þetta ein þýðingarmesta ákvörðun þessa löggjafarþings og ætti því skilið mikla og ítarlega umfjöllun á opinberum vettvangi. Þrátt fyrir framansagt ætti fáum að kom samþykkt fyrrnefnd- rar þingsályktunartillögu á óvart. Margt benti til þess fyrr í vetur að hugmynd af þessu tagi ætti fylgi að fagna. Hitt vissu menn ekki, hvort þingmenn myndu við ríkj- andi aðstæður í ríkisfjármálum samþykkja slíka tillögu. Baráttumál sjálf- stæðismanna Um árabil hafa sjálfstæðismenn haft það á stefnuskrá sini að berj- ast fyrir afnámi tekjuskatts á al- ennar launatekjur. Er þar skemmst að minnast, að fyrir kosningar var þetta eitt af baráttumálum flokksins. í kosn- ingayfirlýsingu flokksins, sem samþykkt var samhljóða af öllum frambjóðendum í aðalsætum, fyrir síðustu kosningar, sagði þannig meðal annars: „Tekju- skattur á almennar launatekjur verði afnuminn, jafnframt því sem persónufrádráttur nýtist lág- launafólki að fullu. Tekjum R)öna verði skipt á milli þeirra fyrir álagningu skatta." Okkur, sem tókum þátt í kosn- ingabaráttu fyrir hönd Sjálfstæð- isflokksins í fyrravor, var vel ljóst að þetta atriði kosningayfirlýs- ingar okkar átti miklu fylgi að fagna meðal almennings. Málefnaleg samstaða Alþýðuflokksmenn eru sama sinnis. Þingmenn flokksins hafa margsinnis lagt fram tillögur á Alþingi um afnám tekjuskatts af almennum launatekjum. Á þessu þingi lögðu þeir einmitt fram slíka tillögu. Ljóst er að málefnaleg sam- staða ríkir á milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks um þetta atriði. í grein sem Þórarinn Þórarins- son, stjórnmálaritari NT og einn helsti málsvari Framsóknar- flokksins um áratugaskeið, skrif- aði í blað sitt laugardaginn 28. apríl, tók hann mjög í sama streng og talsmenn Álþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Hann vakti at- hygli á því að tekjuskattur legðist einkum á launafólk og rifjaði upp meðal annars eftirfarandi um- mæli sín úr tólf ára gamalli blaða- grein: „Þess vegna eiga launa- stéttirnar að telja sér það ekki minna áhugamál að tekjuskattar séu hæfilegir en að hækka sjálft kaupið." Af öllu þessu var ljóst að tillaga þar sem kveðið væri á um afnám tekjuskatts af launatekjum ætti meirihlutafylgi að fagna á Al- þingi. Mátti þar einu gilda hvort um væri að ræða tillögu alþýðu- flokksmanna, eða sjálfstæð- Einar K. Guðfinnsson. „Vilji menn í raun og veru minnka skatt- heimtuna, verða þeir að vera reiðubúnir til þess að taka afleiðingunum. Vera tilbúnir til þess að samþykkja breytta verk- efnaskiptingu ríkis og einstaklinga. Draga með öðrum orðum úr þjónustu hins opin- bera.“ ismanna undir forystu Gunnars G. Schram, þar sem sagði: „Al- þingi ályktar að skora á fjármála- ráðherra að skipa nefnd þriggja manna til þess að gera tillögur um á hvern hátt hagræða megi og spara í rekstri ríkisins og ríkis- útgjöld Um fyrra atriðið — óréttlæti tekjuskattsins — er ég hjartan- lega sammála flutningsmönnum. Um hið síðara hefi ég ýmsar efa- semdir. Þær efasemdir mínar eru helsta tilefni þessarar greinar. Minnkandi vægi beinna skatta Ljóst er að beinir skattar eru ekki jafn mikilvægir fyrir tekju- öflun ríkissjóðs nú og þeir voru áður fyrr. Hér á árum áður inn- heimtist allt að helmingur skatt- tekna í gegnum beina skatta. Gjörbreyting varð á um 1960, er vægi beinna skatta í heildar- skattheimtunni minnkaði í um þriðjung. Undanfarin ár hafa beinu skattarnir numið um það bil fjórðungi, heildarskattheimtunn- ar. — Vitaskuld segja þessar tölur ekki alla söguna um þátt tekju- skattsins, vegna þess að útsvarið, sem sveitarfélögin fá í sinn hlut, er þáttur í beinu sköttunum. Hitt er ljóst að þróunin hefur orðið sú að horfið hefur verið í æ ríkara mæli frá beinu sköttunum og að þeim óbeinu. Ef fjárlög fyrir yfirstandandi ár eru skoðuð kemur í ljós að tíundi hluti skatttekna ríkisins mun inn- heimtast af tekjuskatti einstakl- inga. Nemur upphæðin um 1,8 milljarði króna. Eins og ég hefi þegar rakið, er þetta minni hluti, en áður var. En hér er þó um að ræða tíundu hverja krónu af afla- fé ríkissjóðs. — Þetta er ámóta upphæð og sú sem í vetur var kallað „gatið“ í fjárlögunum og olli miklum erfið- leikum. Rétt er hér að minna á að fjár- hagsvandi ríkissjóðs hefur ekki verið leystur til neinnar frambúð- ar. Nær er að segja að honum hafi verið skotið á frest, enda hæpið að tækt hefði verið að standa öðru- vísi að málum við ríkjandi aðstæð- ur. ViÖ undirbúning fjárlaga fyrir næsta ár þarf því að taka tillit til þessa óieysta vanda. Skattheimtu- leiðinni hafnaö Ljóst er að með samþyjckt þingsályktunartillögu um afnám tekjuskatts af launatekjum hafn- ar löggjafarþingið í rauninni skattheimtuleiðinni að lausn ríkissjóðsvandans. í raun og veru er samþykkt tillögunnar óbein krafa um að útgjöld hins opinbera verði minnkuð. Ekki einvörðungu um þær upphæðir sem innheimt- ast með tekjuskatti af almennum launatekjum, heldur ekki síður um þá upphæð sem á vantar nú að tekjur standi undir gjöldum ríkis- ins. Það er engin ástæða til þess að gera lítið úr því tekjutapi sem rík- issjóður verður fyrir af afnámi tekjuskatts af launatekjum. Eng- ar líkur eru á því að þetta tekjutap vinnist upp með auknum tekjum af neyslusköttum, vegna aukinnar neyslu í kjölfar tekju- skattslækkunar, eins og þó stund- um er gefið í skyn. Fráleitt er líka að afgreiða málið með almennum viljayfirlýsingum um herta og bætta skattheimtu. Vilji menn í raun og veru minnka skattheimt- una, verða þeir að vera reiðubúnir til þess að taka afleiðingunnm. Vera tilbúnir til þess að sam- þykkja breytta verkefnaskiptingu ríkis og einstaklinga. Draga með öðrum orðum úr þjónustu hins opinbera. Með þessu er ekki verið að segja að fella eigi niður þessa þjónustu. Aðeins bent á að lækkun skatttekna ríkissjóðs hlýtur óhjákvæmilega að hafa í för með sér breytingu á þjónustuhlutverki hins opinbera. Fyrir hendi er hins vegar sá möguleiki að greitt sé fyrir þessa þjónustu á annan hátt, ellegar þá afhenda hana öðrum. Það er engum vafa undirorpið að samþykkt tillögu um afnám tekjuskattsins af launatekjum er einhver merkasta ákvörðun 106. löggjafarþingsins. Með samþykkt hennar má telja að markað sé upphafið að því að afnuminn sé óréttlátur skattur er þyngst hefur lagst á launafólk. Frekari fram- gangur málsins er undir pólitísk- um kjarki stjórnmálamannanna kominn. Bolungarvík, 27. maí 1984 Einaí K. Gudfínnssnn er útgerdar- stjóri i Bolungarrík. I aiinavRni P8 1D1 Rfivkiavík ; Áfangastaðurinn er Sousse í Túnis. Frábærar baö- strendur, volgur sjórinn og sólin skín allan liðlangann daginn. Glæsileg hótel í hæsta gæðaflokki — alveg við ströndina — og handan við hornið ekta afrísk stemming, markaðstorg, þröngar götur, hvítkölkuð hús og úlfaldamarkaðir. Fjörugt næturlíf er á diskó- tekum og næturklúbbum og veitingahús bjóöa upp á evrópska jafnt sem framandi rétti. Farþegum okkar bjóðast margs konar skoðunarferðir: „Landrover- safari“ 'um eyðimörkina, ferð til Kairouan — hinnar helgu borgar Norður-Afríku, skoðunarferð um höfuð- borgina Túnis, til Karþago og margt fleira. Er þetta ekki einmitt ævintýrið sem þú hefur beðið eftir? Fararstjóri er RAGNA RAGNARS. Laugavegi 28, 101 Reykjavik. Sími 29740. Verö og nánari upplýsingar á skrifstofunni. Fáið bækling og verðlista sendan Túnis — 24 DAGAR — œvintýraferð til Afríku!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.