Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 40
40________________MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984_ Draumsýn með raunsæju ívafí um lífefnavinnslu — eftir Björn Dagbjartsson Það er alltaf freistandi að láta hugann reika og dreyma stóra drauma um glæsta framtíð. Sum- um veitist þó stundum erfitt að átta sig á því hvað er draumur og hvað veruleiki. Hér skal skýrt tekið fram að það sem á eftir fer er draumsýn fyrir árið 1990. Aðdragandi Líftæknihópur háskólans og rannsóknastofnananna hafði ný- lega lokið við velheppnaðar fram- leiðslutilraunir í tilraunaverk- smiðju hópsins og afraksturinn var nokkur kíló af enzímblöndunni marín, úr slógi, sem tvö erlend fyrirtæki höfðu áður prófað og sýnt mikinn áhuga á að kaupa framleiðsluleyfi af eða jafnvel óbeint gefið í skyn að þau vildu taka þátt í verksmiðjuframleiðslu hér heima. Undanfari þessa góða árangurs hópsins sem nú taldi milli 20 og 30 vísindamenn í fullu starfi var margra ára markviss rannsóknastarfsemi sem kostað hafði mikil átök utan hóps og inn- an. Meðan líftækni var ennþá að- eins tískuorð á vörum blaðamanna og stjórnmálamanna var aðalslag- urinn um fjárveitingar til ein- stakra manna, stofnana og smárra „gæluverkefna". Það var svo á ár- inu 1985 að ákvörðun var tekin af ríkisstjórn og Fjárveitinganefnd um að verja umtalsverðu rann- sóknafjármagni í iíftæknirann- sóknir næstu 5 ár, fjármagni sem var þó engan veginn létt að klípa af öðru, því að alls staðar var fjár vant eins og vanalega. Deilum milli ráðuneyta um umsjón fjárins var forðað með því að sérstök þingkjörin nefnd skyldi hafa það hlutverk, enda var Alþingi þarna að ráðstafa almannafé. Athuganir Það ríkti fögnuður og bjartsýni meðal líftæknivisindamanna á ár- inu 1986, en einstaka aðrir rann- sóknamenn t.d. í rafeindatækni og jarðvísindum kvörtuðu, þó mest í hljóði, og fannst þeir yfirgefnir og vanræktir. Þó að ekkert hefði ver- ið beinlínis skert við þeirra rann- sóknasviðum þá var tvímælalaust búið að raða upp rannsóknaverk- efnum í forgangsröð. Stúdentar flykktust í líftæknigreinar, blöðin voru full af fréttum, viðtölum og greinum um líftækni og öll þjóðin fylgdist með í von og trú. Það fór auðvitað ekki hjá því að líftækni yrði miklu minni frétta- matur næsta ár á eftir þó að rann- sóknirnar væru í fullum gangi og miðaði í sjálfu sér vel áfram. Stöð- ugt fleiri vel menntaðir vísinda- menn bættust í undirhópa líf- tæknirannsóknanna og tækjakost- ur fór ört vaxandi. Því var svo komið haustið 1988 að stjórnar- nefnd líftæknirannsókna sá fram á að „ríkisgjöfin" frá 1985 mundi ekki með nokkru móti duga fyrir árið 1989 og komst að þeirri niður- stöðu að nú yrði að velja og hafna milli vænlegra verkefnasviða til höfuðáherslu þó að öðrum yrði e.t.v. ekki alveg lokað a.m.k. yrði þar lokið áfangaskýrslum og staða þeirra rannsókna kortlögð vand- lega. Þingið og jafnvel þjóðin voru ekki reiðubúin til að stækka ríkis- gjöfina til að hægt væri að halda áfram rannsóknum af fullum krafti á öllum sviðum, enda var það talið þjóðinni ofviða ef þau kæmust öll á framleiðslustig um svipað leyti. Ákvaröanir Nú hófst sársaukafullt tímabil. Vísindamenn og verkefnastjórar héldu hver um sig fram vænleik sinna verkefna og það voru fáir þess umkomnir að setja fram vís- indalega rökstudd andmæli. Um tíma leit út fyrir að farið yrði í það að skera niður um 25% af Björn Dagbjartsson. „FormaÖurinn sagöi, að tillögur og valkostir yröu birt fyrir áramót 1900/1991, en benti að lokum á aö ef hætt yröi viö verksmiöjubyggingu gæti undirbúningsfélag- iö afskrifaö 2,5 milljón dollara tilraunafram- leiðslukostnað sem tap og lítill áþreifanlegur ábati yröi þá af um 250 milljón „1985-króna“ sem íslenska ríkið hefði varið til líftæknirann- sókna.“ áætluðum umsvifum á öllum svið- um en á síðustu stundu var sæst á það að stjórnarnefndin fengi er- lenda vísindamenn til að stilla upp ákveðinni forgangsröð líftækni- verkefna sem væru líklegust til að skila fljótt árangri og leiða til arðbærrar framleiðslu. Dómar- arnir kváðu upp úrskurð síðla vetrar 1989 þess efnis að vænleg- ast til árangurs væri að leggja áherslu á að ljúka rannsóknum og hefja tilraunaframleiðslu á enzím- blöndu úr slógi, verkefni sem hlot- ið hafði nafnið „marín“. Fyrst yrði þó að tryggja það að söfnun hrá- efnis kæmist í viðunandi horf. Grófhreinsun á fersku slógi yrði að komast á í helstu verstöðvum landsins og eins mörgum togurum og hægt væri. Með þetta veganesti ákvað stjórnarnefndin að reyna að stækka og efla „slorhópinn" með öllum sem vildu og gætu komið þar til starfa úr öðrum undirhóp- um líftækninnar en dregið yrði mjög úr annarri starfsemi á sviði líftæknirannsókna. Þá var gengist fyrir stofnun undirbúningsfélags til marínframleiðslu. Stærsti hluthafinn í því félagi var áhættu- sjóður Fjárfestingabankans sem stofnaður hafði verið 2 árum áður til að fjárfesta í efnilegum en áhættusömum nýfyrirtækjum. Áhættusjóðurinn hafði þegar öðl- ast sína eldskírn með þátttöku f hinu efnilega stórhóteli í Öræfa- sveit og á hinn bóginn í vægast sagt mjög óvissu skrautrækjueldi. Ríkið, SÍS og nokkur fiskiðju- fyrirtæki áttu líka hlut í undir- búningsfélaginu um lífefnavinnslu og einnig flestir vísindamenn líf- tæknihópsins. Þetta undirbún- ingsfélag hafði með aðstoð sjávar- útvegsráðuneytis og hagsmunaað- ila í sjávarútvegi komið hráefnis- öflun á góðan rekspöl og byggt og rekið tilraunaverksmiðjuna sem nú hafði einmitt skilað þessum góðu afurðum. Áframhald Um framhaldið voru menn auð- vitað ekki á eitt sáttir, þ.e. hvort gengið skyldi til samninga við er- lendan lyfjahring um meðeign í verksmiðjunni eða ekki. Það var alveg ljóst að það voru aðeins ör- fáir kaupendur að marín og þess konar efnum í heiminum. Mark- aðsverðinu gætum við því aldrei ráðið og trygg var salan engan veginn án einhvers konar samn- inga við einn eða fleiri lyfjahringi. Fjárfestingarkostnaðurinn var líka mikill á íslenskan mælikvarða 50—55 milljónir US$, þar af voru 2,5 millj. $ þegar komnar í til- raunaverksmiðjuna og tilrauna- framleiðsluna. Ríkið mátti ekki lengur eiga nema 33% í slíkum fyrirtækjum og aðilar undirbún- ingsfélagsins réðu varla við af- ganginn. Formaður félagsins, bankastjóri Fjárfestingabankans, lagði til í viðtali að erlendum aðil- um yrði boðin t.d. 30—40% aðild, íslenska ríkið tæki sinn leyfilega hlut, en þriðjunginn, helst rúm- lega það, yrði reynt að fjármagna með aðild íslenskra einstaklinga og fyrirtækja. Hann lagði áherslu á að við yrðum að vera nokkuð fljótir að ákveða okkur. Þrátt fyrir einkaleyfin yrði örugglega reynt að koma af stað svipaðri framleiðslu erlendis. Verksmiðjan yrði að geta hafið rekstur innan þriggja til fjögurra ára, í síðasta lagi á árinu 1994. Það færi líka vel á því á 10 ára afmæli „líftækni- trúboðsins mikla". Hann gat þess að þegar væru hafnar rannsóknir á fleiri vænlegum lífefnum til vinnslu og nú úr innyflum hvala og jafnvel sela. Þar hefðum við al- veg einstaka aðstöðu þar sem nýt ing hvalastofnanna hér yrði nú væntanlega látin afskiptalaus eft- ir hina ótvíræðu sönnun á örri fjölgun þeirra. Formaðurinn sagði, að tillögur og valkostir yrðu birt fyrir áramót 1990/1991, en benti að lokum á að ef hætt yrði við verksmiðjubygg- ingu gæti undirbúningsfélagið af- skrifað 2,5 milljón dollara tilraun- aframleiðslukostnað sem tap og lítill áþreifanlegur ábati yrði þá af um 250 milljón „1985-króna“ sem íslenska ríkið hefði varið til líft- æknirannsókna. Við þessa draumsýn er svo sem engu að bæta. Þetta gæti orðið hin raunverulega þróun, en þetta gætu líka verið algerir órar. Þetta er ekki spá, í mesta lagi áminning um að hugsa í tíma og peningum í draumi og vöku. Björn Dagbjarísson er forstjóri Kannsáknastofnunar fiskiðnaðar- ins. Gigtarfélag Islands: Gigtlækningastöð tekin í notkun Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, óskar Sveini Indriðasyni, formanni Gigtarfélagsins, til hamingju með þennan áfanga í starfi félagsins. Á milli þeirra má sjá Sigríði Gísladóttur, sjúkraþjálfara og formann félagsins. Hluti tækjabúnaðar í hinni nýju endurhæfingarstöð, sem getur fullmönnuð sinnt allt að 80 gigtsjúkum á dag. Ljósm. Mbl./KEE. „GIGTIN hefur fylgt mannkyninu svo lengi sem menn hafa spurnir af. í elstu beinum manna, sem fundist hafa, eru ákveðin einkenni gigtar. Nýlegar röntgenrannsóknir í Bretlandi og Bandaríkjunum sýna breytingar í lið- um handa og fóta hjá næstum helmingi íbúa. Þeir sem fjalla um kostnaðarhlið þessa krankleika, hafa löngum komist að þeirri niðurstöðu, að gigtin sé al- gengasta orsök fötlunar, algengasta orsök fjarvista frá vinnu og þar með hagkvæmasta aðgerð heilbrigðismála að glíma við gigtina." Svo fórust Sveini Indriðasyni, formanni Gigtarfélags íslands, m.a. orð í ávarpi sínu við opnun gigtlækn- ingastöðvar félagsins föstudaginn 1. júní. Gigtlækningastöðin er til húsa í Ármúla 5, en félagið festi kaup á því húsnæði í apríl ’81 og hefur síðan verið unnið að innréttingum og standsetningu þess. Áætlaður kostn- aður við gigtlækningastöðina er á bilinu 12—15 millj. kr., en stöðin er 530 fermetrar að stærð. Þar er að- staða fyrir 4—6 sjúkraþjálfara, 2 iðjuþjálfara og 2 lækna í senn, en af þeim 6 gigtarlæknum sem starfa hérlendis hafa 5 tjáð sig reiðubúna til að starfa við stöðina. Iðjuþjálfunarsalur er m.a. í stöð- inni, auk iðjuþjálfunareldhúss, laug- ar til vatnsþjálfunar, séraðstöðu fyrir hjúkrunarfræðing, sjúkra- og iðjuþjálfara og herbergis til fund- arhalda fyrir lækna og þjálfara, sem í ráði er að nýta einnig til kennslu í liðvernd og fræðslustarfsemi fyrir gigtsjúka. Á blaðamannafundi sem haldinn var f tilefni opnunarinnar kom m.a. fram í máli Jóns Þorsteinssonar, læknis, að ætla mætti að um 25.000 fslendingar þjáist nú af gigt og þús- undir beri ævilangar menjar sjúk- dómsins, sem er að öllum líkindum algengasti sjúkdómurinn hérlendis, sem vfða annars staðar. Kvað hann iktsýki (gigt) vera þess eðlis að sjúkdóminum mætti f mörgum til- fellum halda i skefjum með samspili meðferðar og lyfja, en eins gæti hann horfið af sjálfu sér, sem og komið upp á yfirborðið hvenær sem væri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.