Morgunblaðið - 06.06.1984, Page 48
OPID ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD
UPPL YSINGAR OG BORÐPANTANIR I SÍMA 11340
OPIÐALLADAGA FRÁ
KL. 11.45-23.30
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆTI, SlMI 11630
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Morgunblaðiö/Júlíus.
Lögreglumenn bera flekann í land sem strákarnir léku sér á Rauðavatni. Strákarnir fylgja í kjölfarið. Flekinn
var gerður upptækur til að koma í veg fvrir aðra hætturör.
Lögreglan kvödd til aðstoðar börnum á fleka á Rauðavatni:
Enginn bátur
reglustöðinni
á lög-
í Arbæ
LÖGREGLAN í Árbæ var kvödd
upp að Rauðavatni um miðjan dag
í gær til að aðstoða tvo unga
drengi, sem rekið hafði á fleka út á
mitt vatnið og kölluðu eftir hjálp.
Annar þeirra var auk þess ósynd-
ur. Strákarnir björguðust þó í land
hjálparlaust að þessu sinni, svo
ekki þurfti að fara með bát lög-
reglunnar, sem sóttur var niður á
lögreglustöðina við Hverfisgötu,
alla leið upp eftir. Er þetta í annað
skiptið á skömmum tíma sem lög-
reglan er kvödd á vettvang við
Rauðavatn vegna atviks sem
þessa.
„Því verður eiginlega ekki
frestað lengur að Reykjavíkur-
borg komi sér upp bát hér upp
frá á Árbæjarlögreglustöðinni.
Við erum bátlausir og sennilega
einir 7—8 kílómetrar að sækja
bát niður á Hverfisgötu," sagði
Guðmundur Guðbergsson, varð-
stjóri í lögreglunni í Árbæ. „Þau
eru mörg vötnin hér í kring og
krakkarnir stöðugt að færast
nær þeim, í samræmi við það
sem byggðin færist út. Það er
mikilvægt að geta brugðist fljótt
við, þvi vötnin eru köld ef eitt-
hvað kemur fyrir. Þessi hætta
vofir alltaf yfir, en sem betur fer
lætur fólk okkur fljótt vita, ef
það verður vart við svona nokk-
uð,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur sagði að flekarnir
væru úr timbri og einangrun-
arplasti. Börnin væru að stjaka
sér á þessu með landi, þegar
vindurinn gripi flekann og bæri
hann út á vatnið. Það væri þá
sem hættan skapaðist.
Hauskúpa
fínnst í
Laxárdal
HAUSKÚPA af manni fannst í Lax-
árdal sl. laugardag. Það var ungt
fólk, sem af tilviljun kom auga á
hauskúpuna innan um dýraleifar í
lítilli hraungjótu. Að sögn Oaníels S.
Guðjónssonar lögreglumanns á
Húsavík er ekkert vitað um aldur
hauskúpunnar, en þó er hún senni-
lega nokkuð gömul.
Sagði Daníel að beinin væru
sums staðar morkin og ekki heil-
leg, og þar sem kúpan væri þynnst
væru komin göt á hana. Ánnars
væri erfitt að komast að aldri kúp-
unnar; það færi til dæmis eftir því
hvað hún hefði legið lengi ofan-
jarðar. Daníel sagði ennfremur, að
lögreglan á Húsavík mundi
grennslast eftir því hvort fólk
ræki minni til einhverra sagna um
mannshvarf, þá helst um fólk sem
orðið hefði úti, en að öðrum kosti
gerði hann ekki ráð fyrir að málið
upplýstist frekar.
Tónleik-
um Christu
Ludwig
aflýst
ALSTIJRRÍSKA söngkonan ('hrista
Ludwig hafði samband við fram-
kvæmdastjórn Listahátíðar f gær-
morgun, þar sem hún var stödd í Par-
ís, og kvaðst verða að aflýsa fyrirhug-
uðum tónleikum sínum í kvöld vegna
veikinda. Þrátt fyrir tilraunir til að fá
hana til að koma fram síðar á Lista-
hátíð tókst það ekki.
Að sögn Þorkels Sigurbjörnsson-
ar, formanns stjórnar Listahátíðar,
eru þessi forföll Ludwig mjög baga-
ieg en eðlilega ekkert við þeim að
gera. Sala aðgöngumiða á tónleika
hennar hafði að sögn Þorkels gengið
mjög vel en miðarnir verða nú
endurgreiddir.
Þetta er annað Listahátíðaratrið-
ið sem fellur niður. Franska leik-
húsið Comedié Francaise varð að
hætta við för sína á Listahátíð, þar
sem ekki ekki var hægt að tryggja
leikurunum flutning frá íslandi til
Kanada í tíma fyrir skipulagðar
sýningar hópsins þar.
Sjá efni um Listahátíð á bls. 26.
Spáð áfram
hlýindum
HEITT var um allt land í gær, nema
austast á landinu þar sem sjávar-
þoku lagði inn yfir landið. Heitast
var á Akureyri 24 stig, en hitinn á
Dalatanga var ekki neraa 6 stig.
Astæðan fyrir þessu er sú að sjórinn
er mun kaldari en loftið.
Spáð er áframhaldandi svipuðu
veðri. Mjög gott veður verður áfram
fyrir norðan, köld þoka verður
áleitin við Austurland, en þykknað
gæti upp á Vesturlandi, þó áfram
verði hlýindi.
Halldór Asgrímsson:
- hugsanlegt að afurðalánin verði flutt alveg til við-
skiptabanka og þeim heimilaðar lántökur erlendis
vera að niðurstaðan verði sú að
skuldbreytt verði fyrir allt að einn
milljarð króna, menn verði að
hafa þolinmæði til að sjá hvað út
úr þessu komi.
Þá kemur einnig fram hjá Hall-
dóri að ákveðið hafi verið að taka
afurðalánin til endurskoðunar,
meðal annars hafi komið til tals
að flytja þau alveg yfir til við-
skiptabankana og þeir viðskipta-
bankar sem eru með afurðalán fái
heimild til þess að taka erlend lán
til að fjármagna þau.
Þá segir sjávarútvegsráðherra
að hann muni ræða við útgerðar-
mennina fyrir austan eftir helg-
ina, en fundur með honum og for-
sætisráðherra og útgerðar-
mönnum hefur þá verið ákveðinn.
Sjá ennfremur í miðopnu
samtöl við útgerðarmenn á
Austurlandi og forseta Al-
þýðusambands Austurlands.
Hertum þorskhausum skipað um borð í Laxá í gærdag. MorKunblaðlð/Július
Hertir þorskhaus
ar til Nígeríu
í G/ER var unnið að því að skipa
20.200 pökkum af hertum þorsk-
hausum um borð í Laxá, sem fara
eiga á markað í Nígeríu. Hafa þá 32
þúsund pakkar af hausum farið til
Nígeríu í ár á vegum íslensku um-
boðssölunnar og er það samkvæmt
samningi, sem fékkst framlengdur
frá því á síðastliðnu ári. Er það eini
samningurinn um sölu á fiski til Níg-
eríu sem í gildi er.
Bjarni V. Magnússon, hjá ís-
lensku umboðssölunni upplýsti
Mbl. um það að greiðslustaðan hjá
Nígeríumönnum væru aðeins að
lagast, þeir hefðu verið að fá 4,5
milljónir dollara frá þeim og hefðu
fyrir verið búnir að fá 1,5 milljónir
á árinu og væri það fyrir vöru
selda á tímabilinu maí-nóvember
1983. Ættu þeir þá útistandandi
hjá Nígeríumönnum 10 milljónir
dollara.
Um framhaldið sagði hann að
ekkert væri vitað eins og stæði.
Það hefði heyrst að Nígeríumenn
færu að gefa út innflutningsleyfi
fyrir miðjan júní, en ennþá hefði
ekkert gerst í þeim efnum.
„Fiskverð hefur ekki verið ákveð-
ið, en það er Ijóst að þeirri ákvörðun
mun engin gengisfelling fylgja, hún
leysir heldur engan vanda,“ sagði
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs-
ráðherra, í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í Færeyjum í gær,
sem birt er á miðsíðu blaðsins í dag.
Halldór segir einnig að nú þegar
hafi verið notaðar 150 milljónir
króna til að koma skuldbreytingu
hjá útgerðinni af stað og það megi
Innflutningur á grænmeti:
Samrád við við-
skiptaráðuneytið
INNFLUTNINGUR á kartöflum og |
öðrum garðávöxtum kom til umræðu 1
á fundi ríkisstjórnarinnar á mánu- |
dag, en í síðustu viku lagði Matthías |
Á. Mathiesen viðskiptaráðherra
fram tillögu í ríkisstjórninni, fyrir
hönd ráðherra Sjálfstæðisflokksins,
þess efnis, að leyfður verði frjáls
innflutningur á garðávöxtum þegar
innanlandsframleiðsla annar ekki
eftirspurn.
Vegna þessarar tillögu tók Jón
Helgason landbúnaðarráðherra
fram, að innflutningsleyfi hefðu á
undanförnum vikum verið veitt
þeim, sem um hafa sótt.
í framhaldi af þessu samþykkti
ríkisstjórnin, að innflutningsleyfi
verði áfram veitt þeim, sem þess
óska, að því marki að virtir verði
áður gerðir samningar um inn-
flutning og hagsmuni innlendra
framleiðenda þegar framleiðsla
þeirra kemur á markað. Enn-
fremur var samþykkt í ríkis-
stjórninni, að landbúnaðarráðu-
neytið hafi samráð við viðskipta-
ráðuneytið um afgreiðslu leyfa
vegna áformaðs innflutnings, svo
og við undirbúning að breytingum
á Framleiðsluráðslögunum nr.
95/1981.
Engin gengisfell-
íng vegna fiskverðs