Morgunblaðið - 10.06.1984, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.06.1984, Qupperneq 11
MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 59 HAMFARIR Svo rammar skorður hafa verið reistar viö samskiptum kynjanna aö piltar og stúlkur geta varla talað saman á almannafæri SJÁ: Eiturlyf fwing gai i ow/ úr þorpi á Borneo. eitt af votlendustu sveeðum jarðkringlunnar, og þó fór sem fór. Jöröin stóö í björtu báli Stofnanir Sameinuðu þjóð- anna í Genf vinna nú að söfnun upplýsinga um skógar- elda, sem taliö er að sóu þeir mestu, er sögur fara af. Þessir eldar geisuöu á a.m.k. 13.500 fer- mílna svæöi í hitabeltisskógum í austanveröu Kalmatan, en það er héraö á þeim hluta eyjarinnar Borneo, sem lýtur stjórn Indón- esíu. Eldarnir geisuöu á tímabilinu frá febrúar fram í júní á síöast- liönu ári. Sums staöar á þessu svæöi logaöi jöröin í bókstaflegri merkingu. í jaröveginum var surt- arbrandur og mór, sem kviknaöi í, og þar liföu í glæöum mánuöum saman. Hvaö eftir annaö bloss- uöu upp eldar víös vegar um skóginn. Þaö var ógerningur aö fylgjast meö því úr lofti sem á seyöi var, vegna þykkra reykjarmakka, sem lagöi upp frá svæöinu, og þaö tók vísindamenn frá Skógfræöirann- sóknastofnun Vestur-Þýzkalands marga mánuöi aö fá yfirsýn yfir tjóniö sem af eldunum hlaust. Þaö mun vera a.m.k. ellefu sinnum meira en tjóniö sem hlauzt af víö- áttumiklum kjarreldum í Ástralíu áriö 1982. Ennþá eru þó ekki öll Orsök eldanna er ókunn og í fljótu bragöi virðist undarlegt aö svo glatt geti logaö á Borneo, sem er eitt af votlendustu svæö- unum á jaröríki. En síðustu tvö ár hafa miklir þurrkar geisaö á öllu Kyrrahafssvæðinu. Ástæöan er duttlungar hafstraums, sem íbúar á þessum slóöum kalla El Nio. Meö um þaö bil 80 ára millibili þeytir straumirnn feyknamiklu af óvenjuhlýjum sjó upp á yfirborö Kyrrahafsins. Þetta veldur breyt- ingum á veðurfari á svæöinu og spillir lífríkinu á sjó og á landi. Enginn veit hvaöan El Nio kemur eöa hvernig hann hegöar sér. Áhrifa af honum gætir í dálitlum mæli á þriggja til sex ára fresti, en meö 80 ára millibili keyrir sem sagt um þverbak. I Indónesíu er næststærsta regnskógabelti, sem enn er eftir á jöröinni. Þaö stærsta er í Brasilíu. Skógarhögg hefur mjög veriö stundaö á Borneo og því standa stór svæöi trjálaus. Þaö tekur náttúruna sinn tíma aö fylla upp í sköröin. Taliö er aö áhrifa hinna hrikalegu skógarelda muni gæta í a.m.k. 70 ár. Þau munu verða víö- tæk og m.a. koma fram í rýrari uppskeru. Ríkisstjórn Indónesíu stendur því frammi fyrir því aö þurfa aö taka erfiöar ákvaröanir. Hún hlýtur aö hafa dregiö lærdóm af því sem gerzt hefur og sóö aö náttúruvernd hefur hagnýtt gildi. - ROBERT LAMB KIRKJA Jafnvel leiö- togarnir blóta á laun Hópur unglinga ruddist inn í bygginguna meö þvílíku offorsi aö stór glerhurð brotn- aöi í þúsund mola. Unga fólk- iö var samt ekki aö troöa sér Sérstök ráöherranefnd og miö- stjórn kommúnistaflokksins kom- ust aö þeirri niöurstööu, aö kvik- myndaráö ríkisins, sem ber ábyrgö á öllum kvikmyndum í landinu, ætti aö sjá til þess, aö menn geröu myndir um fórnfúst starf i þágu flokks og ríkis og aö „kommúnískt uppeldi“ sé ávallt haft aö leiöar- Ijósi. Vestrænir sendimenn segja, aö þessar ályktanir séu dæmigeröar fyrir þá höröu stefnu í hugmynda- fræöilegum efnum og gagnvart listamönnum, sem Chernenko for- seti, hafi tekiö, en á fundi miö- stjórnarinnar í júní í fyrra, varö það niöurstaöan aö bækur og kvik- myndir væru yfirfullar af „ámátleg- um og aumingjalegum" söguper- sónum. Nei, Sovétborgurum á aö gefa gott fordæmi, segja á frá fólki, sem hefur „háleit markmiö, er staöfast í trúnni (kommúnisman- um), iöið og óttalaust," sagöi Chernenko, þegar hann boöaöi nýja hreinsun meöal listamanna. inn í næturklúbb eöa diskó- tek, heldur inn í dómkirkju í Belgraö á einum af hátíðis- dögum kirkjunnar. Þaö er yf- irleitt þröngt setinn bekkurinn í kirkjum í Júgóslavíu enda látiö nokkurn veginn óáreitt aö fólk iöki trúarbrögö sín, þótt kommúnistastjórn fari meö völd. En trúarhitinn sem hefur gagntekiö unga fólkiö í land- inu er samt farinn aö valdayf- irvöldum áhyggjur. Þau veröa aö horfast í augu viö aö trúin öðlast æ sterkari ítök í þjóö- inni en þaö gengur aö sjálf- sögöu í berhögg viö hug- myndafræði valdahafanna, sem einkennist af guöleysi. Stjórnmálamenn er auk þess fariö aö gruna aö kirkju- sókn æskunnar beri ef til vill keim af pólitísku andófi. Unga fólkiö er haldiö vonleysi vegna ástandsins í efnahags- og þjóðfélagsmálum, sem fer hríöversnandi. Nálega milljón atvinnulausra er í Júgóslavíu og þar af tveir þriöju kornungt fólk. Vísindamaöur viö háskól- ann í Zagreb, sem er höfuö- borg Króatíu, gekkst nýlega fyrir skoöanakönnun, sem leiddi í Ijós aö 45% þeirra sem spuröir voru kváöust vera trú- aöir. Þaö voru raunar 5% færri en í samskonar könnun fyrir hálfum öörum áratug. Á hinn bóginn fullyröir einn af kennurunum viö lagaskólann í Split, þar sem er ein af mið- stöövum kaþólskrar trúar í landinu, aö kirkjan sé hinum trúuöu miklu meira viröi en áöur hafi veriö. Eftir því sem kaþólskir klerkar segja, er hlutfall hinna trúuöu mun hærra úti á lands- byggðinni en í borgum og bæjum Júgóslavíu. „í sumum þorpum eru ekki aörir yfirlýstir guöleysingjar en forystumenn kommúnista- flokksins, og jafnvel þeir biöja presta oft á laun aö skíra börn sín eöa vitja meö þeim grafinna ættingja, sem jarö- aöir hafa veriö án atbeina kirkjunnar," segir Djuro Koksa, aöstoöarbiskup í Zagreb. Á síöustu árum hefur gætt meira frjálsræöis í trúmálum í Júgóslavíu en áöur og kveöur svo rammt aö því, aö margir hafa leitt aö því hugann, hvort þaö sé í rauninni ósamrým- anlegt aö játa kristna trú og vera félagi í kommúnista- flokknum. Dragoslav Marko- vic, formaöur flokksins, hefur sagt aö ástæöulaust sé aö leggja stein í götu manna fyrir þær sakir aö þeir séu trú- hneigöir, svo framarlega sem þeir séu þjóöhollir. „En ef gamall flokksmaöur eins og ég hneigist skyndilega til trúarbragöa, yröi ég aö ganga úr flokknum," bætti hann raunar viö. — BARNEY PETROVIC Doninn hann da Vinci Listamenn í Suður-Afríku uröu svo reiöir á dögunum aö þeir stukku nánast upp á nef sér. Til- efniö var teikning eftir ítalska listamanninn Leonardo da Vinci sem birt var í tímaritinu „Við fljúgum" sem Flugleiöir í landinu gefa út og dreifa ókeypis til far- þega sinna. Teikningin, sem sýnir nakinn karlmannslíkama inn í hring og þykir eitt af ágætari dæmum um teiknigáfu þessa endurreisnar- málara, var ritskoöuö af siöferöi- spostulum flugfélagsins: Þeir strokuöu út kynfæri karlmanns- ins. Samtök listamanna segja aö meö þessu athæfi, sem sé frek- lega ósvífið, sé teikningin eyöi- lögö og þaö samræmi sem er eitt C * r ' k t ’ > höfuögildi hennar, ur og vind. fokiö út í veð- Merkilegt sönnunargagn Lögreglan í Nairobi leitar nú þjófs sem braust inn hjá kaup- sýslumanni þar í borg á dögun- um. Hún telur líkurnar á því að maöurinn finnist nokkuö góöar, því hún hefur í höndunum sönn- ungargagn sem er meira viröi en fingraför þjófsins. Það er hand- leggur hans, sem varö viðskila viö búkinn þegar kaupsýslumaö- urinn uppgötvaöi innbrotiö og hjó til þjófsins með japönsku samurai-sverði. Áfengisböl Christopher Carter, 22 ára gamall piltur í Sheffield í Eng- landi, hefur veriö dæmdur til aö greiöa 60 pund í sekt og tæp 43 pund í skaðabætur fyrir aö hafa byrlaö hvolpi, sem hann átti ekki, áfengan Martini-drykk. Hundur- inn missti meövitund um tíma og var næstum hallur af heimi. Fuglar og flugvélar Loftfræöingur nokkur í Bonn í Vestur-Þýskalandi segir aö á síö- asta ári hafi hvorki fleiri né færri en tíu þúsund flugvélar lent í árekstri viö fugla. Af því hafi hlot- ist tjón á vélunum, sem nemur um 45 milljöröum ísl. króna. í skýrslu, sem fræðimaöur þessi sendi frá sér á dögunum, segir aö einkum hafi flugmenn ástæöu til aö vera á varöbergi, þegar þeir eru í nágrenni viö flugvelli i Nýju-Delhí, Nairobi og Bangkok, því þar séu vinsælir samkomu- staðir arna og gamma og rekist þær skepnur á vélar geti veriö álitamál hvorir hafi betur. Dýr myndi Hafliöi allur... vegna meiösla sem hún laut á leiksviöi, þar fyrir tveimur árum, þegar stykki úr leikmyndinni féll á hana. Hún segir aö þetta óhapp hafi eyöilagt ballettferil sinn. Ballettmærin Natalia Makaro- va, hefur stefnt forráöamönnum Kennedy Center í Washington og krafist þess aö þeir greiði henni 25 milljónir dollara í miskabætur Sitt lítid af hverju... Nýjar rannsóknir vísinda- manna viö háskólann í Austur- Anglíu benda til þess aö næsta ísöld á jöröinni veröi eftir þrjú til sjö þúsund ár . . . Blaöamaöur viö New York Times hefur fundiö áöur óþekkta óperu eftir tón- skáldiö Donizetti og veröur hún væntanlega sett á sviö innan skamms ... 218 manns létust í fjöllum Sviss á síöasta ári, þar af 93 útlendingar. Flestir hinna látnu voru fjallgöngumenn 8. . . Norömenn hyggjast senda hjálpargögn til Nicaragua sem metin eru á 17 milljónir norskra króna . .. Atvinnulausum hefur fækkaö í Vestur-Þýskalandi aö undanförnu. Þeir voru 9,1®/« af vinnuafli í apríl en eru nú 8,6%, sem þýöir aö 120 þúsund manns hafa fengiö nýja atvinnu ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.