Morgunblaðið - 10.06.1984, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.06.1984, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 — 77 Kjörorð kvennaársins var jafn- rétti, framþróun, friður. Undirtit- illinn: heilsa, menntun og starf. Fyrir flestar konur heims eða kon- ur þriðja heimsins eru þessi orð merkingarlaus. Það eina sem máli skiptir fyrir þær er að lifa af, seg- ir Elín Bruusgaard. Þær leggja áherslu á þróunaraðstoð og efna- hagsmál, konur á Vesturlöndum á jafnrétti og frið. Konur í þriðja heiminum segja við Vesturlanda- konur: Það sem hefur forgang hjá ykkur er neðarlega á blaði hjá okkur, en okkar forgangsverkefni er hvergi að finna á ykkar blaði. Og samt eruð þið að tala um „kon- una í þriðja heiminum". Þær segja: Við viljum ekki og höfum ekki tíma til að vera tilraunadýr ykkar. Elín dregur, eins og henni er tamt, upp mynd sem hún þekkir til skýringar. Hún er stödd á ein- hverjum sveitavegi í Zambíu og sér konu á veginum með svo ótrú- lega stórt hlass á höfðinu, barn bundið á bakið og komin alveg á steypirinn. Þessi kona er í aðalhlutverkinu Þetta er konan sem við erum að ræða um á mannfjölgunarráð- stefnunni í Búkarest. Við ætlum að segja henni hvað verður ef hún eignast þessi börn. Það er þessi kona sem var í aðalhlutverkinu í Mexíkó, og á ráðstefnu UNESCO. Það var hún sem nú átti að fara að læra að lesa og verða meðvituð. Hve oft hafið þið ekki rætt um þessa konu án þess að vita nokkuð um hana? Þetta er konan sem við viljum banna að eiga fleiri börn, ef ekkert er til að halda í þeim lífinu. — Á nú líka að taka það af okkur, það eina sem við eigum, segja þessar konur. Hvernig á að útskýra fyrir þessari konu að offjölgun stefni mannkyninu í glötun þegar einasta trygging hennar í ellinni eru börn? Og Elín rifjar upp þegar hún sá gömul hjón sitja fyrir utan kofann sinn í Tanzaníu, orðin of gömul til að hafa krafta til að sækja vatn þeg- ar þurrkarnir komu. Það þurfti að bera 2% klst. hvora leið. Ná- grannarnir gátu ekki borið meira en þurfti handa þeim og þeirra fjölskyldum. Þau áttu engin börn að og sáu fram á að þau mundu ekki lifa af þurrkatímann. En þau voru gestrisin. Buðu inn á heimili sitt. Þar var ekkert annað en hlóð- ir og einn pottur. En hver annar en eftirlifandi barn gat sótt vatnið þeirra. í Nepal hitti Elín konur af sama tagi, sem þurftu að sækja vatn daglega fimm tíma upp og fimm tíma niður fjallið, alla daga. — Konan í þriðja heiminum er ólæs, slitin og þreytt. Hvað hefur áunnist fyrir þessa konu á níu ár- um er spurt, segir Elín Bruus- gaard. Hafi eitthvað áunnist með öllum þessum rannsóknum, ræð- um, skýrslum og ráðstefnum, þá verður það ekki séð í fljótu bragði þegar ferðast er um lönd þriðja heimsins. Réttleysi kvenna er við- ast algjört og þær hafa ekki frum- stæðustu aðstöðu til starfa sinna. í einu Afríkuríkinu kom ég þar sem húsbóndinn var að kvænast í annað sinn, 12 ára telpu sem hann hafði keypt. Hún var svo lítil að tengdamóðirin kom með kassa til að láta hana standa á þegar við tókum mynd af fjölskyldunni. Það var þörf fyrir hana til að rækta og vinna á heimilinu og maðurinn hafði keypt hana fyrir kú eða geit. Kýr, kona , geit. Keypt með öllu sem hún gefur af sér. Ef maðurinn deyr tekur fjölskylda hans allt, hún á ekkert. Búið að borga fyrir gripinn. — Konur sem hópur eru ekki þjóðarheild, sem við verðum að sýna trúmennsku bara af því að þær eru konur. Oft hefur verið sagt að konur séu betri en karlar, við höfum skilning á hinum mjúku gildum. Og getur verið satt, stund- um. En við höfum líka sannað að við getum tekið upp aðferðir karla gegn öðrum konum, segir Elín ennfremur og rifjar upp hvernig það gekk til á kvennaráðstefnunni í Kaupmannahöfn, þegar konurn- ar gengu út og neituðu að hlusta á hinar. Konur í blaðastétt voru til lítils stuðnings. Og hún bætir við: — Þegar á Kaupmannahafnar- ráðstefnunni var komið að við- kvæmum, hættulegum málefnum eins og umskurn kvenna, þá varð andrúmsloftið fullt af óvild og blaðamennirnir hlupu til með rosafyrirsagnir, segir Elín. En umskurn kvenna er mál, sem konur í Afríku vilja ekki að aðrir skipti sér af og ekki fá á ráðstefn- unni í Afríku. Það vilja þær klára sjálfar. „Hvers vegna hugsa vest- rænar konur svona mikið um þetta; það er ekki okkar mesti vandi. Það mæðir meira á okkur að á barnaárinu dóu 2 milljónir barna hjá okkur án þess að við gætum nokkuð að gert. Við skul- um heldur sameinast um að vinna fyrir málstað friðarins með því að berjast gegn sulti og neyð.“ Þegar þær sögðu þetta, þá gengu bar- áttukonur gegn umskurn úr saln- um. Enn einn hópurinn, sem ekki vildi hlusta á það sem aðrar höfðu fram að færa. — Hér koma átök risaveldanna líka við sögu. Á ráðstefnunni í Vín á vegum SÞ kostaði það langvinnt þóf milli Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna að Bandaríkin vildu láta ræða málefni flóttakonunnar á kvennaráðstefnu. Sovétríkin mótmæltu. Loks drógu Bandaríkin tillögu sína til baka. Flóttakonur máttu upplifa það, þegar þær voru komnar þangað sem þær ætluðu að lifa við frelsi, að þær voru orðn- ar bitbein stórveldanna. Byrja neðan frá Elín Bruusgaard hefur brugðið upp æði neikvæðri mynd. En hún leggur áherslu á að líta verði raunsætt á vanda kvenna. — Við verðum að viðurkenna að við lítum svo ólíkt á hlutina að samstarf getur virst óframkvæmanlegt. Þess vegna verðum við að reyna að mætast á miðri leið, segir hún. Við verðum að byrja einfalt, svo við náum til þeirra kvenna sem um er að ræða. Byrja hjá þeim, fá þær í fyrstu til að þvo sér um hendurnar og kenna þeim að greiða sér til að losna við flókann úr hárinu, eins og í þorpinu í Pakistan, þar sem aldrei hafði verið til kambur. Nú er ætlunin að konurnar í Kenya framleiði sjálfar kasettur á ráð- stefnunni í Nairobi um sín vanda- mál. Beri þau fram sjálfar. Á sinn hátt. Elín bendir á að við höfum sam- bönd við konurnar í þessum lönd- .um gegn um kvennahreyfingarn- ar. Getum þannig náð til þeirra, af því við erum „ein af þeim“. Og þá er tækifæri til að vita hvar skór- inn kreppir. Venjulega kemur allt- af að því sama. Hvernig eiga þær að ná því að fá pening í lófann. Framleiða eitthvað sem hægt er að fá greitt fyrir. Konan hefur fyrst von um ofurlítið frelsi, þegar hún getur aflað sér nokkurra aura. Það er það sem konurnar eiga sameiginlegt í öllum þessum löndum. I Afríkulöndum eru það konurnar sem rækta jörðina, karl- mennirnir bara planta tré — einu sinni. Svo kemur þróunarhjálpin. Traktor! Og hver situr á traktorn- um? Karlmaður vitanlega. Það er efnt til búnaðarfræðslu og hver fær að fara í þann skóla, ekki kon- urnar sem rækta jörðina. Nei, það eru karlmennirnir og þeir koma ekki til með að grafa í moldinni og rækta. Við verðum að veita hjálp- ina þannig að þær geti gert hlut- ina sjálfar, annars kemur hún að engu gagni, segir Elín Bruus- gaard. Viðtalið verður æði endasleppt. Frammi er beðið eftir gestinum á Islandi til að flytja hana á næsta stað. Við hefðum getað talað sam- an endalaust og mun skipulegar, en við því er ekkert að gera. Reynsla Elínar Bruusgaard úr ýmsum heimshornum og kynni af ólíku fólki, sem mótað hefur skoð- anir hennar, eru þó eftir hjá okkur í bókinni hennar. — E.Pá. Sýnum þennan glæsilega sumarbústaö að Kársnesbraut 128 virka daga kl. 2—6. Bústaðurinn er fullfrágenginn, með húsgögnum og öllum innrétt- ingum. Til sölu 2 sumarhús á frábæru eignarlandi viö Álftavatn. Uppspretta og lækur eru í landinu. Einnig 2 sumarhús viö Skorradalsvatn (Fitjahlíö) KR SlMÁRníS Kristinn Ragnarsson, húsasmíöameistari, Kársnesbraut 128, símar 41077 og 44777 Kópavogi. NOKKUÐ STÓR SMÁBÍLL MEÐ ÓVENJULEGA FJÖÐRUN OG Á HAGSTÆÐU VERÐI (GS. Lesb. Mbl. 26.5 1984 BíLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 • IE4 R6YKJAVÍK SÍMI 687BOO-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.