Morgunblaðið - 16.06.1984, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984
Hér má sjá þrjátíu og fimm reyk-
víska iðnaðar- og verkamenn er
unnu að lagningu vatnsveitunnar
fyrir 75 árum. Myndin mun tekin í
Góðtemplarahúsinu. Fáar fram-
kvæmdir í höfuðstaðnum munu
hafa verið jafn „eldfimar" og
vatnsveitan. Auk brennandi áhuga
á hollustu og hreinlæti er leiddi af
rennandi vatni á hverju heimili
iogaði allt í sundurlyndi vegna tafa
er urðu á framkvæmdum. Og svo
kviknaði í rusii meðan borgara-
fundur var haldinn. Dugmiklir
starfsmenn luku þó verki sínu með
sóma.
Það kemur allt
með kalda vatninu
„Erfiðasta og áhættumesta verkið við vatnsveituframkvæmdina var að flytja pípurnar úr skipi á land og þaðan
um torleiðið þangaö, sem þeim skyldi komið fyrir í jörðu. Gufuskipið „Lydehorn" flutti þær til Reykjavíkur, en
þangað kom það 4. júlí. Daníel Daníelsson, síðar dyravörður í stjórnarráðinu, og Valentínus Eyjólfsson buðust
til að taka að sér uppskipunina fyrir minna verð en aðrir. Samkvæmt tilboðinu fengu þeir hálfa þriðju krónu
fyrir smálestina með því skilyrði að afferma 150 smálestir á dag, eða að öðrum kosti að greiða þann kostnað,
sem töf skipsins bakaði bæjarsjóði. Uppskipunin gekk með þeim flýti, sem þeir höfðu gert ráð fyrir og
slysalaust, enda voru þeir verkhyggnir og stjórnsamir, en verkamennirnir, sem unnu hjá þeim, harðduglegir og
ókvaksárir. — Daníel og Valentínus tóku einnig að sér að flytja pípurnar út úr bænum á slóöir vatnsveitunnar,
og fengu fyrir það 3100 krónur. Áhlaupaverk var það ekki, því að vegir voru slæmir.“
— eftir Pétur
Pétursson þul
í DAG eru liðin 75 ár frá því að
Vatnsveita Reykjavíkur tók til
starfa og vatni var hleypt á leiðsl-
ur. Flestir munu kannast við orða-
tiltæki, sem kemur fram í fyrir-
sögn greinarinnar. En nú spyr
margur: Hvenær heyrðist það
fyrst? Var það meðan þess var beð-
ið að lokið væri lagningu vatns-
veitu í Reykjavík? Hvenær var
það? Hyggjum nánar að því.
Það gekk hreint ekki þrauta-
laust að grafa fyrir vatnsveitu-
rörum í Reykjavíkurbæ árið
1908. Eða svo sögðu verktakarn-
ir. Þeir rituðu vatnsveitunefnd
Reykjavíkur bréf. Síðan eru liðin
ein 75 ár.
„Við undirritaðir, jeg, Jón Ei-
ríksson, steinsmiður, Laufás-
vegi 43, og jeg, Jónas Jónsson,
búfræðingur fyrr á Laugavegi
58, nú á 61, sem tókum að
okkur að grafa og fullgjöra
skurð fyrir vatnsveitupípur á
kaflanum frá fyrirhuguðum
vatnsgeymi á Rauðarárholti að
skurðardepli Laugavegar og
Barónsstígs og annað eins og
gjörður samningur hljóðar
24 —8 1908, finnum okkur hjer
með til knúða að tilkynna
hinni heiðruðu vatnsveitu-
nefnd Reykjavíkur okkar
ómöguleika til að halda
verkinu áfram samkvæmt
samningum, vegna þess hve af-
ar miklir örðugleikar hafa
komið í ljós því frekar sem á
verkið hefur gengið og yfirleitt
allt á annan veg en við höfðum
gjört okkur hugmynd um þá er
við gjörðum tilboðið o.fl., o.fl.,
sem veldur því, að við hljótum
að skila af okkur verkinu að
fullu og öllu í hendur þeirra er
okkur hafa veitt og að mestu
eiga undir þeirra dánu-
mennsku hvernig þeim þóknast
með að fara.
Full þörf á skýrum og skjót-
um úrskurði.
Virðingarfyllst,
Reykjavík
8. okt. 1908,
Jónas Jónsson,
Jón Eiríksson
Til Vatnsveitunefndarinnar í
Reykjavík.
Knud Zimsen, borgarstjóri,
greindi frá vinnu við Vatnsveit-
una í bókarkafla.
Upphaflega var áformað að
bjóða út allan gröft innanbæjar
og komu fimm tilboð, en öll
þóttu þau svo óaðgengileg og
ótrygg, að ekki þótti hyggilegt að
taka nokkru þeirra. Hvarf
vatnsveitunefnd þá að þvi ráði
að láta gera þetta verk í dag-
launavinnu fyrir reikning bæj-
arsjóðs og samtímis að bjóða
bæjarmönnum að leysa af hendi
nokkurn hluta þess í ákvæðis-
vinnu. Kom á daginn, að sú
stefna reyndist bænum mjög í
hag. Kostnaður við þennan hluta
verksins varð miklu minni en
þótt tekið hefði verið lægsta til-
boðinu. Lét nærri, að metrinn í
skurðunum, gröftur og ofaní-
mokstur, kostaði fimm krónur,
en þeir voru fjögurra feta djúpir.
Jónas Jónsson og Jón Eiríks-
son, steinsmiðir, tóku að sér í
ákvæðisvinnu að grafa skurð frá
Rauðarárholti að Barónsstíg, en
gáfust upp í miðjum klíðum, og
varð þá annar vinnuflokkur bæj-
arins að taka við.
Jóhannes Jónsson á Tóftum
við Lindargötu annaðist
skurðgröft í sinni götu, Hverf-
isgötu, og í þvergötunum upp að
Laugavegi.
Jóni Þorsteinssyni, steinsmið,
var falinn Laugavegur að mestu
leyti, Bankastræti, og nokkrar
þvergötur.
Ursin hét norskur maður, sem
hér dvaldist um skeið, dugnað-
arforkur mikill. Hann tók að sér
skurðgröft í Skólavörðustig,
Þingholtsstræti, Miðstræti,
Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg og
nokkurn hluta af Skálholtsstíg
og Laugavegi.
Hjá þessum þremenningum,
er tekið höfðu að sér skurðgröft í
fyrrnefndum götum 1 ákvæðis-
vinnu, unnu rösklega eitt hundr-
að manns í nóvembermánuði
1908. Einar Finnsson, faðir
Finns bóksala, var ráðinn til
þess að aðgæta stöðugt ofaní-
mokstur þeirra, er unnu við
skurðgröft eftir samningi.
Um þetta leyti unnu tveir
flokkar bæjarins að sama verki,
en í þeim báðum voru eitt hundr-
að og tuttugu manns. Magnús
Vigfússon á Kirkjubóli við Laug-
arnesveg var verkstjóri annars,
en Valen'tínus Eyjólfsson hins.
Kaup verkamanna var 30 aurar
um tímann, en verkstjóra 50
aurar.
Hinir þrír nýju sendiherrar áaamt forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, og Matthiasi Á. Mathiesen, viðskipta-
ráðherra.
Þrír nvir sendiherrar
NÝSKIPAÐUR sendiherra Ung-
verjalands, Hr. Károly Szigeti,
nýskipaður sendiherra Mexíkó, hr.
Tomas Ortega Bertrand, og ný-
skipaður sendiherra Egyptalands,
hr. Samih Eissawi Zayed, afhentu
i dag forseta Islands, trúnaðarbréf
sín að viðstöddum Matthíasi Á.
Mathiesen, viðskiptaráðherra.
Síðdegis þáðu sendiherrarnir
boð forseta lslands að Bessastöð-
um ásamt fleiri gestum.
Sendiherra Ung\’erjalands hef-
ur aðsetur í Stokkhólmi, sendi-
herra Mexíkó í Osló og sendiherra
Egyptalands í Osló.
Doktor f
byggingar-
hljóðfræði
STTEINDÓR Guðmundsson varði
doktorsritgerð sína við verkfræði-
deild háskólans í Lundi, Svíþjóð, 30.
maí. Ritgerðin heitir „Studies of
Sound Insulation Problems in Diff-
erent Construction Elements on El-
astic Foundations", og fjallar hún
um tvenns konar hljóðeinangrunar-
vandamál, sem hafa það sameigin-
legt, að í báðum tilvikum er um að
ræða byggingahluta sem hvíla á
fjaðrandi undirstöðu, eru „fljót-
andi“.
Fyrri hluti ritgerðarinnar fjall-
ar um hjáleiðslu i steyptri botn-
plötu i kjallaralausum raðhúsum
með léttum milliveggjum. Síðari
hlutinn fjallar um hljóðeinangr-
unareiginleika svokallaðra fljót-
andi gólfa.
Steindór lauk stúdentsprófi frá
eðlisfræðideild MR árið 1972 og
prófi i byggingaverkfræði frá Há-
skóla íslands 1976. Hann hóf dokt-
orsnám í byggingahljóðfræði við
Doktor Steindór Guðmundsson
verkfræðideild Lundarháskóla ár-
ið 1977 og var jafnframt aðstoðar-
kennari í þeirri grein 1978—1983.
Steindór er sonur hjónanna El-
inborgar Stefánsdóttur og Guð-
mundar Benediktssonar læknis.
Eiginkona Steindórs er Inga Jóna
Jónsdóttir hagfræðingur. Þau eiga
tvo syni.