Morgunblaðið - 16.06.1984, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNl 1984
Í6
Að kenna að um-
gangast náttúruna
— eftir Davíð Ólafsson
Það er áberandi, að gildismat
fólks hefur verið að breytast á síð-
ustu áratugum. Þetta á ekki sízt
við um afstöðu mannsins til um-
hverfis síns. Á meðan svo var
ástatt um hagi manna, að megin-
hluti tímans fór í að afla sér fæðis,
klæðis og húsaskjóls, var það eðli-
legt, að nytsemissjónarmiðið réði.
Það, sem var ekki til nytsemdar í
ríki náttúrunnar, var lítils virði.
Á nítjándu öld tóku skáldin að
prísa fegurð og tign landsins í
ljóðum og þjóðin drakk þau í sig.
En það leið langur tími, þar til
önnur sjónarmið en þau, sem til
nytsemdar horfðu, fengu rúm í
hugum manna. Upphafsorð
Grasaferðar eftir Jónas Hall-
grímsson eru fræg og margtilvitn-
uð: „Systir góð, sérðu það sem ég
sé?“ og svo fylgir fjölbreytileg
náttúrulýsing, sem lýkur þó á því,
sem nytsamlegt er í huga drengs-
ins, en hann segir: „Ég er að draga
þig dálítið á því, sem bezt er, sérðu
nú rindana þarna uppi á Bröttu-
skeið sunnanverðri? Þeir eru fag-
urbleikir, manstu hvernig þeir eru
að sjá í þurrki?“, en systirin svar-
ar: „Þú ert mesta gersemi og besti
frændinn, sem ég á, það eru allt
saman grös, það er ógn af blessuð-
um grösum."
Ferðalög til að njóta útivistar
og skoöa sérkennilega og fagra
staði voru áreiðanlega hrein und-
antekning fyrr en á okkar öld.
Áhugi á slíkum ferðalögum kom
svo fram í stofnun Ferðafélags Is-
lands seint á árinu 1927. í lögum
félagsins segir m.a. svo um tilgang
þess: „Að vekja áhuga lands-
manna á ferðalögum um landið,
sérstaklega þá landshluta, sem lítt
eru kunnir almenningi, en eru
fagrir og sérkennilegir." Síðan
hefur öll þessi starfsemi tekið á
sig fastara form og orðið fjöl-
breyttari, ekki aðeins á vegum
Ferðafélagsins, sem var braut-
ryðjandinn, heldur hafa fleiri
bætzt í hópinn. Skal það ekki rak-
ið frekar.
Nú er svo komið, að bylting í
samgöngutækjum og almenn vel-
megun hafa opnað óbyggðirnar.
Landsmenn sjálfir hafa í vaxandi
mæli uppgötvað þetta. Á sama
tíma hefur vaxið upp þjónustuiðn-
aður fyrir erlenda ferðamenn og
aðsókn þeirra beinist einnig i vax-
andi mæli að óbyggðum. Þá er
komið að umgengninni við náttúru
landsins.
ísland er á þeim breiddargráð-
um, þar sem allur jarðargróður
berst harðri baráttu fyrir tilver-
unni. Einkum á þetta við um
óbyggðir landsins og öræfin. Þar
er gróður yfirleitt lítill og á í vök
að verjast vegna náttúruskilyrða.
Á komandi tímum mun ferðafólk
leita á þessi svæði meira en áður
og það á við jafnt um fslenzka
ferðamenn sem erlenda. Til þess
liggja aðllega þrjár ástæður, auk-
inn frítími, aukin bílaeign og
bættar samgöngur yfirleitt, og svo
vaxandi þörf kyrrsetu- og- inni-
stöðufólks fyrir útiveru og sam-
neyti við óspillta náttúru. Undir-
staðan undir öllu saman er svo
aukin velmegun heimsbyggðarinn-
ar, sem er hvað mest í nærliggj-
andi löndum, og þaðan koma líka
ferðamennirnir aðallega.
Þó ísland sé mjög strjálbýlt
land samanborið við lönd Vestur-
og Norður-Evrópu, þá er nú svo
komið, að meira en % þjóðarinnar
býr í þéttbýli. Meginhluti þess
fólks er einnig alinn upp í þéttbýli
og þekkir vart landið utan þess
nema af strjálum og stuttum
heimsóknum. En smám saman
eykst þörfin og jöfnum höndum
áhuginn á að leita úr þéttbýlinu út
í náttúruna. Nákvæmlega hið
Davíð Ólafsson.
„Enginn nema sá, sem
hefur reynt það á sjálf-
um sér getur gert sér í
hugarlund þann unað,
sem það veitir að vera
úti í óspilltri náttúrunni
og gefa sig henni á vald,
skoða gróður, dýr,
fugla, fiska í vötnum og
steina, auk alls annars,
sem fyrir augað getur
borið.“
sama er að gerast í öðrum löndum,
nema að þar er þéttbýlið enn
meira yfirþyrmandi og tækifærin
til að komast út í óspillta náttúr-
una enn takmarkaðri. Enginn
nema sá, sem hefur reynt það á
sjálfum sér, getur gert sér í hug-
arlund þann unað, sem það veitir
að vera úti í óspilltri náttúrunni
og gefa sig henni á vald, skoða
gróður, dýr, fugla, fiska í vötnum
og steina, auk alls annars, sem
fyrir augað getur borið.
Sjálft landslagið er líka lifandi
veröld, þegar hugsað er um þá
sköpunarsögu, sem að baki iiggur,
og sem er sífellt að gerast. Það er
þetta, sem flestir þeir, sem leita á
vit náttúrunnar, eru að leita að, en
það er ekki sama með hvaða hug-
arfari það er gert eða hvernig.
Þeir eru fæstir, sem fara gang-
andi. Yfirgnæfandi meirihluti fer
í bílum og gæta þess þá ekki ætíð
sem skyldi, hversu viðkvæmar
óbyggðirnar eru. Mikil umferð um
þær hlýtur að hafa í för með sér
hættu fyrir náttúruna þar, og við
því ber að stemma stigu eins og
hægt er. En þá lendum við í vanda.
Við höfum reynslu af því í okkar
þjóðfélagi, að boð og bönn eru
hæpin aðferð og á þessu sviði tel
ég vonlaust að slíkt sé farsælt.
Hér þarf að koma til uppeldi og
kennsla og þar eru skólarnir hinn
rétti vettvangur. I grunnskólum
og ekki síður í framhaldsskólum
ætti það að vera fastur þáttur í
kennslunni um náttúru landsins
að fræða nemendur um nauðsyn
þess að umgangast hina viðkvæmu
náttúru óbyggðanna með fullri gát
og benda á, hvaða afleiðingar það
hefur, ef svo er ekki gert. Slíkri
fræðslu ætti einnig að ætla rúm í
útvarpi og sjónvarpi, svo hún næði
til allra landsmanna. Einkum
gæti sjónvarpið verið þýðingarm-
ikið, því þar er hægt að sýna á
myndrænan hátt afleiðingar
slæmrar umgengni. Við hina erl-
endu ferðamenn, sem hingað
koma og ætla að ferðast um
óbyggðir, trúi ég einnig, að fræðsl-
an dugi bezt, en þar verður auðvit-
að eftir atvikum að beita viðeig-
andi aðferðum.
Þetta eru engar nýjar hug-
myndir, en ég legg áherzlu á þær
hér, af því mér finnst umræðan
um þessi mál hafa í seinni tíð
beinst of mikið í þá átt, að boð og
bönn leysi vandann. Það gera þau
ekki að mínu áliti. Hér er mikið
verk að vinna fyrir Ferðamálaráð,
enda hlýtur það að vera eitt meg-
inhlutverk þeirrar stofnunar.
Daríd Ólafsson er seðlabankastjóri
og forseti Ferðafélags íslands.
Kirkja í sviðsljósinu
SUNNUDAGINN 17. júní verður
lýðveldissamkoma í Bústaðakirkju
á vegum Bræðrafélags Bústaða-
kirkju, og hefst hún kl. 10.00 fyrir
hádegi. Þau nýmæli verða, að
leikmenn annast allt samkomu-
haldið.
Aðalfundur
BÍ í dag
AÐALFUNDUR Blaðamannafé-
lags íslands verður haldinn í dag í
húsnæði félagsins í Síðumúla 23.
Á dagskrá verða venjuleg aðal-
fundarstörf og önnur mál. Meðal
annars verður rætt um höfundar-
réttarmál blaðamanna, endur-
skoðun siðareglna og fleira. Fund-
urinn í dag hefst klukkan 14
stundvíslega.
Otto A. Michelsen, safnaðar-
fulltrúi, stjórnar samkomunni.
Ásbjörn Björnsson, formaður
safnaðarnefndar, les úr ritning-
unni. Guðmundur Hansson, for-
maður Bræðrafélagsins flytur
ræðu. Þórður Kristjánsson úr
sóknarnefnd flytur upphafsorð.
Organisti er Oddný Þorsteins-
dóttir.
Meðlimir Bræðrafélagsins bjóða
gesti velkomna við kirkjudyr.
Samkoman hefst kl. 10.00 fyrir
hádegi, og mun standa í þrjá
stundarfjórðunga.
Þannig er hægt að koma til
kirkju ferðaklæddur, ef þú ætlar
úr bænum, eða verið búinn að
ganga til kirkju áður en þú ferð til
hátíðarhalda annars staðar í
borginni.
Sungnir verða sálmar sem allir
kunna, og óskað er eftir þátttöku
kirkjugesta.
(Frá Bræðrafélagi Bústaðakirkju.)
Afhelgunin fer
fram á morgun
ÞEGAR að lokinni fermingar-
guðsþjónustunni, sem verður í
hinni gömlu Þóroddsstaðakirkju á
hádegi á morgun, þjóðhátíðardag-
inn, mun fara fram afhelgun kirkj-
unnar, sagði sr. Kristján Róberts-
son prestur á Hálsi í Fnjóskadal,
sem þjónar Þóroddsstaðakirkju í
Kinn um þessar mundir, í samtali
við Mbl. í gær. Sem kunnugt er úr
fréttum blaðsins hefur verið
ákveðið að rífa þessa gömlu
kirkju. Afhelgunarathöfninni lýkur
með því að sóknarnefndarmenn
munu bera úr kirkjunni altaris-
gripi og koma þeim í geymslu. Alt-
aristaflan gamla og prédikunar-
stóllinn verða tekin síðar og þeim
komið fyrir í geymslu uns hægt
verður að koma þeim fyrir í nýju
kirkjunni. Vonir standa til þess,
sagði sr. Kristján, að smíði hennar
miði það í sumar, að hún verði
fokheíd orðin í haust.
Aðspurður um það hvort kom-
ið hefðu fram einhver mótmæli
við því að hin 99 ára gamla Þór-
oddsstaðakirkja yrði nú rifin,
svaraði hann að sér væri ekki
kunnugt um það. Sóknarnefnd-
arformaður er Baldvin Baldurs-
son bóndi á Rangá.
Frjáls innflutn-
ingur garðávaxta
*
— Afangasigur í sölumálum landbúnaðarafurða
— eftir Friörik
Sophusson
Skemmdar kartöflur, sem SÍS
sá um að kaupa fyrir Grænmetis-
verzlun landbúnaðarins, urðu í vor
tilefni mikilla umræðna og blaða-
skrifa. Inn í þær umræður bland-
aðist afstaða þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins til frumvarps Eiðs
Guðnasonar o.fl. til breytinga á
framleiðsluráðslögunum, en það
var byggt á frumvörpum, sem
annars vegar Friðrik Sophusson
o.fl. og hins vegar Vilmundur
Gylfason o.fl. höfðu flutt á undan-
förnum þingum. Öll þessi frum-
vörp gerðu ráð fyrir leyfum til
innflutnings á garðávöxtum skv.
almennum reglum, þegar innlend
framleiðsla er ekki fáanleg. Með
öðrum orðum: Samþykkt frum-
varpanna hefði afnumið einokun
Grænmetisverzlunarinnar.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks í Ed. Alþingis
fluttu tillögu þess efnis, að frum-
varpi Eiðs yrði vísað til ríkis-
stjórnarinnar með þeim rökum, að
„stjórnarflokkarnir [séu] sammála
um að rækileg endurskoðun fari
fram á sölumálum landbúnaðar-
ins, þar sem einokun verði aflétt."
Tillaga þessi var samþykkt.
Vegna seinlætis landbúnaðar-
ráðuneytis og Framleiðsluráðs
landbúnaðarins (sem hefur lög-
bundinn umsagnarrétt) var því
haldið fram, í blöðum, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði horfið frá
stefnu sinni um frjálsan innflutn-
Friðrik Sophusson
ing garðávaxta, þegar innlend
framleiðsla væri ekki fyrir hendi.
Sannleikurinn er hins vegar sá, að
á vegum stjórnarflokkanna starf-
ar nefnd, sem gera skal tillögur til
breytinga á framleiðsluráðslögun-
um. Sú nefnd skilar væntanlega
áliti í haust. Með því að sam-
þykkja lagabreytingu um það eitt
að breyta viðskiptaháttum með
innflutta garðávexti, hefði hugs-
anlega verið fórnað tækifæri til að
gera heildarbreytingar á úreltum
framleiðsluráðslögum.
Nú hefur það gerst í fullu sam-
ræmi við yfirlýsingar forystu-
manna í Sjálfstæðisflokknum, að
innflutningur garðávaxta hefur
„Nú hefur það gerst í
fullu samræmi við yfir-
lýsingar forystumanna í
SjálfstæðisHokknum, að
innflutningur garð-
ávaxta hefur verið gef-
inn frjáls, þegar inn-
lenda framleiðslan fæst
ekki.“
verið gefinn frjáls, þegar innlenda
framleiðslan fæst ekki. Ríkis-
stjórnin samþykkti að tillögu
viðskiptaráðherra fyrir skömmu,
að innflutningsleyfi verði áfram
veitt þeim, sem þess óska, og að
landbúnaðarráðuneytið hafi sam-
ráð við viðskiptaráðuneytið um af-
greiðslu leyfa vegna áformaðs inn-
flutnings.
Þessum tíðindum ber að fagna.
Með þessari stjórnarsamþykkt
hefur unnist áfangasigur í sölu-
málum landbúnaðarafurða. Næstu
skrefin í frjálsræðisátt verða
væntanlega stigin i framhaldi af
niðurstöðum framleiðsluráðslaga-
nefndarinnar. Það er kominn tími
til, bæði vegna hagsmuna neyt-
enda og framleiðenda, að nú-
tímavinnubrögð verði viðhöfð í
viðskiptum með garðávexti.
Friðrik Sophusson er einn af þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir
Heykjavíkurkjördnmi og varafor-
maður Sjilfstæðisflokksins.