Morgunblaðið - 16.06.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 16.06.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984 17 Smekkleysi í sjónvarpi — eftirJón óskar Ég sé í Morgunblaðinu, laugar- daginn fyrir hvítasunnu, að Pétur Pétursson þulur muni hafa fundið að því í blaðagrein hverskonar lög eru valin handa fólki að hlusta á, þegar það hefur opnað sjónvarps- tækið og bíður þess að dagskráin hefjist með fréttum, en þá horfa flestir landsmenn á sjónvarpið nema helst börn og unglingar, þó Náttúrulækn- ingafélag Akureyrar byggir heilsuhæli Nú eru framkvæmdir hafnar á ný við byggingu heilsuhælis Náttúrulækn- ingafélags Akureyrar í Kjarnaiandi. Ákveðið er að ljúka uppsteypu á tveimur hæðum og vonast menn til að hægt verði að gera húsið fokhelt fyrir veturinn. Þó að sjóður félagsins sé nú allstór, er vafamál að hann dugi til þess að ljúka þessum áfanga. Er ýmislegt á döfinni hjá félaginu til þess að safna fé. Fyrst má nefna merkjasölu, sem verður með því sniði að dregið verður um einn vinn- ing, flugfar frá Akureyri til Reykja- víkur og til baka, ásamt 3ja vikna dvöl á heilsuhælinu í Hveragerði. Einnig er fyrirhugað að verða með veitingasölu á göngugötunni einn föstudag í júlí og annan í ágúst. 1 haust mun svo verða efnt til hluta- veltu. __ Fer inn á lang flest heimili landsins! engu sé líkara en einmitt van- þroskaðir unglingar hafi verið látnir annast þetta lagaval. Ég hef ekki lesið grein Péturs, en mér þykir full ástæða til að taka undir við hann, þegar ég les svar það sem haft er eftir framkvæmda- stjóra sjónvarpsins, þar sem hann reynir að afsaka valið og lætur m.a. þessi orð falla: „Það fer eftir dögum og því efni sem er í sjón- varpinu, hvaða tónlist er spiluð." Ég býst ekki við að menn hafi skrifað hjá sér hvað flutt var þennan og þennan daginn, svo þeir gætu komið með dæmi um sam- ræmi þetta eða réttara sagt ósamræmi sem hvað eftir annað hefur gerst, svo staðhæfing fram- kvæmdastjórans er því aðeins rétt, að þeir sem velja séu ger- sneyddir allri þekkingu á tónlist og öllum skilningi á menningu ís- lensku þjóðarinnar. Framkvæmdastjórinn sagði, að það væru hljóðmenn sem sæju um að velja þessi lög sem höfð eru fyrir útsendingar og í hléum. Þetta vekur spurningu um það, hversu mikil virðing þarna er bor- in fyrir þjóðinni? Hér ættu frem- ur tónlistarmenntaðir menn um að fjalla, en einkum þó smekk- menn og menn sem eru vel kunn- ugir sögu þjóðarinnar og menn- ingu. Þá furða ég mig á því sem fram- kvæmdastjórinn segir, að enginn hafi kvartað nema Pétur Péturs- son. Ég las að minnsta kosti eitt sinn grein eftir Glúm Gylfason organista, þar sem hann skopaðist að öllu poppglamrinu, ef til vill of góðlátlega til að framkvæmda- stjórinn muni eftir því, en ef mér skjátlast ekki hefur Jón Ásgeirs- son tónskáld verið með svipaðar ábendingar í skrifum sínum, og trúlega hafa fleiri látið á sér finna svipuð viðhorf á prenti, þó ég hafi ekki séð það. Tónlistarmenntaðir menn vita að nóg er til af léttum sígildum lögum til að nota í þessu skyni í staðinn fyrir tískuglamrið, þótt ekki væri farið að fylgja þeirri reglu að öll slík lög væru íslensk. Hitt er annað mál, að menn hafa of lengi þolað ósómann möglunarlaust. Og mál er að linni. Jón Óskar er rithöfundur. ÞYSK VANDVIRKNI BiLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 ■ IE4 RGYKJAVÍK 5ÍMI 687BOO CKKIBARA haGHíGUR -UKA SKíMMTtl£GUR ÍHKSnU' Gfsli Sigurðsson, umsjónarmaður Lesbókar Moggans og „atvinnumaður" íreynsluakstrihefurátt fjóra Citroén bíla: „BXinn hefur þrennt umfram aðra Citroén bíla: Viðbragðið er það langbesta, hann er hljóðlátari og frágangurinn, sem lengi var veikur punktur, er nú óaðfinnanlegur. Sætin eru stórkostleg, bremsurnar mjög góðar og vökvfjöðrunin það besta sem til er í nokkrum bíl. Hann er ekki bara þægilegur, það er líka skemmtilegt að keyra hann. BXinn liggur og vinnur vel. Gírskiptingin erþó veikasti punkturinn. Mælaborðið eralltafsérá parti, en venst vel." Citroén BX16 TRS, með 1580 cm3 92,5 hestafla bensínvél, kostar frá kr. 443.260.- Globusr SÍMI81555 CITROÉN BX Citroön BX 19 TRD, með 1905 cm3 65 hestafla dlsilvél kostar frá kr. 385.200.- til leigubílstjóra en frá kr. 505.000,- til almenningsnota. ^ Citroén BX er með 4ra strokka vatnskældri vél, 5 gíra kassa, framdrif, vökvafjöðrun með hæðarstillingum og diskabremsur á öllum hjólum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.