Morgunblaðið - 16.06.1984, Page 30

Morgunblaðið - 16.06.1984, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1984 Aðalfundur Sambandsins að Bifröst 13. og 14. júní Fundarfulltrúar hlýða á mál Harðar Zophaníassonar, annar.s stjórnarmann- anna sem voru andvígir þátttöku Sambandsins í tsfilm. Bekkurinn var þétt setinn í fundarsal Samvinnuskólans á Bifröst, og var setið með litlum hléum fr4 þvf snemma á morgnana, fram á rauðanótt. Átakafundur, þar sem hart var deilt um ísfilm og skipulag Afgreidslu á tillögum stjórnar um breytingu á samþykktum Sambandsins frestað um eitt ár STÆHSTA máli aðalfundar Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem haldinn var að Bifröst í Borgarfirði þann 13. og 14. júní, og lauk ekki fyrr en laust fyrir kl. 01 í fyrrinótt, var frestað, en það var afgreiðsla á tillögum stjórnar Sambandsins um breytingar á samþykktum Sambandsins. Önnur stórmál fundarins, sem voru landbúnaðarmál og umræða um þátttöku Sambandsins í ísfilm voru afgreidd á fundinum, með ályktunum. Fundinum lauk með endurkjöri stjórnarmannanna þriggja sem áttu að ganga úr stjórn nú. Vakti mesta athygli í því kjöri hversu geysilegan stuðning Valur Arnþórsson formaður stjórnar Sambandsins hlaut í því kjöri, en hann fékk 102 atkvæði af 104. Aðalfundur Sambandsins hófst með hefðbundnum hætti, skýrslu formanns stjórnar og forstjóra. Engar umræður urðu um skýrslur þeirra Vals og Erlendar, og vakti það athygli á fundinum. Var að heyra á fundarfulltrúum, sem, voru 117 talsins frá hinum ýmsu kaupfélögum, auk um 60 áheyrn- arfulltrúa og gesta, að þeir væru ánægðir með afkomu Sambands- ins á liðnu ári, en þá skilaði rekst- urinn tæplega 70 milljón króna hagnaði, en árið 1982 var 27 millj- ón króna tap á rekstrinum. Jafn- framt mátti heyra á máli fulltrúa að þeir væru ánægðir með þennan aðalfund, þar sem mikil og opinská umræða fór fram um mál sem margir fulltrúanna sögðust fyrirfram hafa talið svo viðkvæm, að ekki yrði hægt að ná fram þeim skoðanaskiptum sem þarna urðu, án þess að til illinda kæmi. Stærsta málið — breytingar á samþykktum Sambandsins Mönnum bar saman um að til- lögur stjórnarinnar að breyting- um á samþykktum Sambandsins væru stærsta mál fundarins, og voru margir fundarmanna á því að svo stórt og viðamikið mál þyrftí mun meiri umfjöllun meðal al- mennra félaga, áður en ákvörðun í málinu væri tekin. Eins og þegar hefur verið greint frá í Morgun- blaðinu, þá gera þessar breyt- ingartillögur m.a. ráð fyrir því að forstjóri fái mjög aukið vald frá því sem nú er, með þeim hætti að hann ráði í starf aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra hinna ýmsu deilda, en í dag eru slík ráðn- ingarmál i höndum Sambands- stjórnar. Þá gera þessar tillögur ráð fyrir því að stjórnarformaður taki formennskuna að sér sem starf að einhverju eða öllu leyti, og verði hans verksvið fyrst og fremst félagslegs eðlis. Það var Valur Arnþórsson, formaður stjórnar Sambandsins sem hafði framsögu í þessu máli, og sagði hann þessar tillögur stjórnarinnar einkum fram komnar til þess að efla virka ákvarðanatöku og sam- hæfa rekstrarþætti. Valur sagði tillögurnar raunar vera í beinu framhaldi af breyttu skipulagi Sambandsins, sem hefði verið ákveðið með það sama í huga. í - máli hinna ýmsu fundarmanna, sem tóku til máls um þessar tillög- ur stjórnarinnar kom fram hörð gagnrýni á þessar tillögur, en þó lýstu fulltrúar yfir ánægju sinni með þær skipulagsbreytingar sem þegar hafa átt sér stað, og töldu margir að þær væru til bóta. Tillögur þessar gera einnig ráð fyrir því að framkvæmdastjórn sem slík verði lögð niður, en við taki framkvæmdaráð, sem þó hef- ur enn ekki verið skilgreint nánar. Fljótlega í umræðu um þessar tillögur kom 1 ljós að um bullandi ágreining var að ræða, og að ein- hver fjöldi fulltrúa taldi að með breytingum sem þessum væri ver- ið að draga úr lýðræði og auka forstjóravald. Þeir sem hvað harð- ast gengu fram í gagnrýni sinni voru Þröstur Ólafsson, Magnús Finnbogason og Guðmundur Gíslason, en hann sagðist draga í efa að stjórnarfyrirkomulag sem þetta hefði mikið ágæti í för með sér. t sama streng tók Magnús Finnbogason frá Lágafelli, sem spurði fundinn að því hvernig ( ósköpunum væri hægt að efla lýð- ræði innan samvinnuhreyfingar- innar með því að setja alla ákvarðanatöku á herðar þriggja manna, forstjóra, aðstoðarfor- stjóra og formanns. Valur Arnþórsson gerði þá til- lögu, er hann sá hversu mikill ágreiningur yrði um þetta mál, að fundurinn kysi 5 manna nefnd sem í væru fulltrúar beggja sjón- armiða, og að þessi nefnd reyndi að komast að sameiginlegri niður- stöðu á fundinum. Var það gert, og seint í fyrrakvöld kynnti Þröstur Ólafsson niðurstöðu þessarar nefndar, sem var á þá leið að lagt var til að afgreiðslu málsins yrði frestað og Sambandsstjórn falið að endurskoða málið og kynna fulltrúum fyrir næsta aðalfund, þannig að hægt yrði að afgreiða málið að ári. Var þessi tillaga samþykkt í fyrrakvöld með 58 at- kvæðum gegn 46. 2 seðlar voru auðir. Valur Arnþórsson, sagði í samtali við blm. Mbl. að lokinni atkvæðagreiðslunni að hann væri fullkomlega sáttur við þessa niðurstöðu. Fundarfulltrúar þyrftu einfaldlega að kynna sér breytingartillögurnar betur, og sumir hefðu ekki séð þær fyrr en á sjálfum fundinum, þó svo að þær hefðu verið sendar til kaupfélag- anna 2 mánuðum fyrir fundinn, eins og lög Sambandsins gera ráð fyrir. Erlendur Einarsson, for- stjóri Sambandsins sagði hinsveg- ar einungis: „Ég hef ekkert um málið að segja. Þetta var lýðræð- isleg kosning." Nýr tónn í landbúnaðar- málum Sérmál fundarins var landbún- aðarmálin, og voru flutt 3 fram- söguerindi um þau mál. Umræður um landbúnaðarmálin urðu mikl- ar og kom fram skýr vilji fulltrúa og gesta sem tóku þátt í umræð- unni, að samræma þurfi betur sjónarmið neytenda og framleið- enda. Að loknum umræðum um landbúnaðarmálin var fundarfull- trúum skipt niður i vinnuhópa, sem fjölluðu um einstök atriði landbúnaðarmála og ályktuðu um þau. I sameiginlegri ályktun fund- arins um landbúnaðarmál segir m.a.: „Aðalfundur Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, haldinn á Bifröst 13.—14. júní 1984, telur að stefna í framleiðslumálum land- búnaðarins skuli miðast fyrst og frekst við að fullnægja þörfum innlends markaðar." Jafnframt segir í þessari álykt- un að koma þurfi til móts við óskir neytenda um vörugæði og vöruval og efla samráð og samstarf neyt- enda og framleiðenda í vinnslu- og sölufyrirtækjum samvinnumanna. Fundurinn leggur ekki til að niðurgreiðslur verði lækkaðar frá því sem nú er, því þær örvi sölu og létti kaup heimilanna. Fundurinn telur að aðlögun búvörufram- leiðslunnar að innlendri markaðs- þörf þurfi að gerast skipulega og í áföngum, samhliða því að stórátak verði gert í eflingu atvinnulífs, svo ekki komi til frekari röskunar í byggð landsins. föðrum lið þessarar ályktunar aðalfundarins segir m.a. að fund- urinn telji nauðsynlegt að efla kjötiðnað á vegum samvinnu- hreyfingarinnar til þess að mæta breyttum neysluvenjum, og felur fundurinn forystu Sambandsins að beita sér hið fyrsta fyrir upp- byggingu þjónustustöðvar á þessu sviði. Lokaliður þessarar ályktunar er almenns eðlis um áróðurs- og samkepnnisstöðu Sambandsins. Þar segir m.a.: „Aðalfundur Sam- bands íslenskra samvinnufélaga ályktar að samvinnuhreyfingin hafi verið of sein til svara og sé ekki nógu opinská... Að ekki nægi að svara ásökunum, heldur verði að taka frumkvæði með öfl- ugu kynningarstarfi og auknu upplýsingastreymi jafnt inn á við til félagsmanna og starfsmanna sem út á við í þjóðfélaginu." Þátttaka í ísfílm mikid hita- mál, sem þó var sjatlað á fundinum Eins og vænst hafði verið, kom til snarpra umræðna um þátttöku Sambandsins í ísfilm, og deildu margir fulltrúa hart á það hvernig staðið hefði verið að þeirri ákvörð- un svo og að samstarfsákvörðun við aðra aðila ísfilm skyldi hafa verið tekin. Valur Arnþórsson hafði framsögu 1 málinu, og kynnti aðdraganda þess að þessi ákvörðun var tekin. Jafnframt las Valur upp ályktanir 8 kaupfélaga, þar sem andstöðu var lýst við þetta samstarf. Valur sagði að lögmæt ákvörðun um þetta sam- starf hefði verið tekin af lögmæt- um aðila, stjórn Sambandsins. Sagðist hann persónulega telja að ákvörðun um samstarf við Árvak- ur og Frjálsa fjölmiðlun orkaði tvímælis, en hann liti þó þannig á málið að kostir slíks samstarfs væru fleiri en gallarnir. Valur sagði orðrétt: „Það er alveg sjálf- gefið, að menn geta hætt þátttöku eða orðið óvirkir. Ég fullyrði að ef einhvern tíma verður traðkað á Sambandinu og þess hagsmunum í þessu samstarfi í ísfilm, þá mun Sambandið hætta þátttöku sinni í þessu fjölmiðlafyrirtæki." Valur sagðist jafnframt mundu hafa áhyggjur af því, ef útvarps/sjón- varpsstöð risi í Reykjavik, eftir að einkaréttur ríkisútvarpsins á slík- um rekstri hefur verið afnuminn, með þátttöku höfuðandstæðinga samvinnuhreyfingarinnar, Árvak- urs hf. og Frjálsrar fjölmiðlunar hf. án þess að rödd Sambandsins fengi að heyrast einnig. Umræða um þetta mál tók lang- an tíma og voru margir mjög harðorðir í garð stjórnarinnar fyrir þessa ákvörðun. Hörður Zophaniasson, einn stjórnar- manna gerði grein fyrir því að hann og Finnur Kristjánsson var- aformaður stjórnar Sambandsins hefðu verið andvígir þessu sam- starfí. Þeir hefðu talið að sam- starf um fjölmiðlarekstur sem þennan ætti að vera á öðrum grundvelli en við höfuðandstæð- inga samvinnuhreyfingarinnar. Reyna hefði átt til þrautar að ná slíku samstarfi við samtök laun- þega og bænda. Kjartan P. Kjart- ansson greindi frá því að allar við- ræður við þá aðila um hugsanlegt samstarf um rekstur fjölmiðlafyr- irtækis hefðu strandað á þvi að launþegahreyfingin og bænda- samtökin hefðu lýst því yfir að þau skorti fjármagn til þátttöku. Sumir fulltrúanna voru ómyrkir í máli, er þeir lýstu skoðun sinni á samstarfi Sambandsins við Ár- vakur og Frjálsa fjölmiðlun. Til að mynda sagði Sigurður Brynjólfs- son: „Þeir sem sofna hjá hundun- um, vakna með flær.“ Andrés Kristjánsson lýsti eindreginni andúð sinni á þessu samstarfi, og sagði hann m.a.: „Morgunblaðið og DV eru miklu harðari í gagnrýni sinni og árásum á samvinnuhreyf- inguna, en samþykktir Sjálfstæð- isflokksins segja til um. Þau eru því miklu harðari andstæðingar samvinnuhreyfingarinnar, en Sjálfstæðisflokkurinn, enda full- yrði ég að Morgunblaðið er ekki málgagn samvinnusjálfstæðis- manna.“ Er líða tók á umræðuna, og harðorð tillaga og önnur breyt- ingatillaga lágu fyrir fundinum, kom fram vilji fundarmanna að reyna að sameinast um eina mil- dari tillögu, og eftir fund þar til skipaðrar nefndar var lögð fram tillaga sú sem samþykkt var með 56 atkvæðum gegn 5, en aðrir sátu hjá. í þessari tillögu segir orðrétt: „Ákvörðun stjórnar Sambands ís- lenskra samvinnufélaga um aðild að ísfilm hf. hefur vakið andstöðu samvinnumanna um land allt, eins og umræður og ályktanir ýmissa kaupfélaga bera vott um. Aðalfundur Sambandsins... telur því miður farið að tekið hef- ur verið upp — án almennrar um- ræðu í samvinnuhreyfingunni — samstarf um fjölmiðlun við aðal- málgögn höfuðandstæðinga sam- vinnustefnunnar i landinu með þátttöku i fsfilm hf og álítur að leita beri samstarfs um þetta mál við samtök launafólks og bænda, sem öðrum fremur mynda ís- lenska samvinnuhreyfingu. Jafnframt lýsir fundurinn mik- illi ánægju sinni með þá ákvörðun samvinnumanna við Éyjafjörð að stofna fyrirtæki á sviði fjölmiðl- unar i samvinnu við almanna- samtök og kaupfélög á Norður- landi og með þátttöku Sambands- ins.“ Glæsileg kosning Vals Laust fyrir miðnætti í fyrra- kvöld hófst svo síðasti dagskrár- liður aðalfundarins, sem var kosn- ing þriggja stjórnarmanna í Sam- bandsstjórn, en kjörtími þeirra Vals Arnþórssonar, stjórnarfor- manns, Ólafs Sverrissonar og Jón- asar R. Jónssonar var útrunninn. Var atkvæðagreiðsla leynileg, og án tilnefninga. Fyrst var kosið í formannskjörið og fékk Valur geysilega sterkt endurkjör, því hann hlaut 102 atkvæði af 104. Dagbjört Höskuldsdóttir hlaut 1 atkvæði og Kjartan P. Kjartans- son 1 atkvæði. Var þessari niður- stöðu vel fagnað af fundarfulltrú- um. Ólafur Sverrisson var endur- kjörinn með 86 atkvæðum og Jón- as R. Jónsson með 84 atkvæðum. Dagbjört Höskuldsdóttir hlaut 19 atkvæði í þeirri kosningu og örfáir aðrir fulltrúar 1 til 3 atkvæði hver. Þá voru varamenn í stjórn allir endurkjörnir, en þeir eru Þorsteinn Sveinsson, ólafur ólafsson og ólafur Jónsson. Að kosningum loknum tók Val- ur Arnþórsson til máls, þakkaði fundarmönnum traustið, jafn- framt því sem hann þakkaði starfsmönnum fundarins og starfsmönnum Bifrastar fyrir vel unnin störf. Sleit Valur að því búnu fundi. Nýja stjórnin kom saman til fundar, strax að aðalfundi loknum og fundaði fram eftir nóttu. Sam- bandsstjórnin kaus nýja fram- kvæmdastjórn á fundi sínum og hana skipa: Erlendur Einarsson, formaður, Axel Gislason, varafor- maður, Hjalti Pálsson, Magnús Friðgeirsson, Sigurður Markús- son, Jón Þór Jóhannsson, Hjörtur Eiríksson, Kiartan P. Kjartans- son, Eggert Á. Sverrisson og Þor- steinn ólafsson. Úr stjórninni gekk Geir Magnússon, sem nú hættir sem framkvæmdastjóri fjármáladeildar og tekur við bankastjórastarfi i Samvinnu- bankanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.