Morgunblaðið - 24.06.1984, Side 24

Morgunblaðið - 24.06.1984, Side 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JtJNÍ 1984 SVIPMYND Á SUNNUDEGI/BETTINO CRAXI Urslita Evrópuþingkosning- anna um síðustu helgi var beðið með meiri óþreyju á ftalíu en víða annars staðar. Þær áttu að gefa hugmynd um stöðu ríkis- stjórnar Bettino Craxis og það var alveg eins búist við stjórn- arslitum að kosningunum lokn- um. En úrslitin breyttu litlu og stjórnin situr enn. Craxi mynd- aði samsteypustjórn sósíalista, kristilegra demókrata, frjáls- lyndra, sósíaldemokrata og republikana eftir þingkosning- arnar á Ítalíu í fyrra og er fyrsti sósíalistinn í sögu landsins til að gegna embætti forsætisráð- herra. Hann vill breyta ftalíu og samherjar hans álita að honum gæti tekist það ef hann fengi frið til þess. En stjórnmálamenn hafa lit- inn frið á í lýðræðislöndum og stjórnin situr á tímasprengju, úrslit Evrópukosninganna lengdu þó líf þeirra um sinn. Kommúnistar fengu aðeins meira fylgi en demókratar í fyrsta skipti í sögunni — skyndi- legt fráfall Enrico Berlinguers, kommúnistaleiðtoga, hafði sennilega áhrif á það og kristi- legir demókratar eru því ekki í eins sterkri aðstöðu til að heimta stjórnartaumana af Craxi nú og fyrir kosningarnar. Fylgi sósíalista helst svo til óbreytt frá síðustu þingkosning- um, rúmlega 11 prósent. Craxi er tæplega fimmtugur Mílanóbúi. Hann sat lengi í borgarstjórn fyrir Sósíalista- flokkinn og fór á þing fyrir hann í Rómaborg árið 1968. Hann eyð- ir þó enn flestum helgum í Míl- anó og hefur ávallt haft sérstak- an áhuga á menningarmálum borgarinnar. Hann þykir einarð- ur og komst til valda í flokknum fyrir átta árum. Nú er svo komið að hann varð sjálfkjörinn for- maður flokksins á nýafstöðnu flokksþingi í Verona. Atkvæða- greiðsla fór ekki fram um for- mannsefnið í fyrsta sinn í sögu flokksins og þótti jafnvel komm- únistum, sem voru gestir á þing- inu, þar heldur langt gengið. Craxi er oft kallaður „Þjóð- verjinn", svo strangur þykir hann og ákveðinn í skoðunum. Hann vill koma meiri röð og reglu á hlutina á Ítalíu, breyta henni þannig að meira jafnrétti ríki í þjóðfélaginu og koma henni á rétt spor fyrir 21. öldina. Hann er fullur af lífsorku en mörgum þykir hann þver og erfiður. Forratini, þekktur ít- Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu og formaður sósíalista. Maðurinn sem vill breyta Ítalíu Aðdáendur Craxis á flokksþingi sósíalista í Verona. alskur skopteiknari, teiknar hann ávallt í svartri skyrtu í anda Mussolinis, fasistaforingja. Föður Craxis, gömlum sósíalista sem barðist á móti fasistum, þykir það miður og kvartaði við Sandro Pertini, forseta og flokksbróður þeirra feðga. Pert- ini gat litið gert en þegar Craxi heyrði um óánægju föður síns kom í ljós að skyrtan skipti hann litlu máli, hann reiddist öðru. „Það er auðséð að Forratini hef- ur ekki séð nýja mynd af mér í lengri tíma,“ sagði hann. „Ég er alls ekki eins feitur lengur og hann teiknar mig.“ Craxi hefur fengið mikið af frægu fólki til liðs við sósíalista- flokkinn og nú er í tísku að styðja hann frekar en kommún- istaflokkinn. Uppbyggingu flokksins hefur verið breytt þannig að nú situr 400 manna fulltrúaþing í staðinn fyrir fá- menn fulltrúaráð. Stjórnmála- menn og frægar filmstjörnur, tískufrömuðir, leikstjórar og listamenn eru þar í meirihluta. Nýjar hugmyndir eiga að koma fram í fulltrúaþinginu og efla flokkinn í framtíðinni. Hann fékk 11% fylgi í síðustu þing- kosningum en kristilegir demó- kratar og kommúnistar fengu um 30% fylgi hvor flokkur. Sósí- alistar vilja vinna á kostnað beggja, beita aðferð Francois Mitterrands, Frakklandsforseta og sósíalista, við kommúnista og sýna kristilegum demókrötum að þeir eru guðhræddir og áreið- anlegir menn. Þeir fengu þekkt- an prest, Gianni Baget Bozzo, til að tala á flokksþinginu í Verona í fyrsta sinn í sögu flokksins, meðal annars í þessum tilgangi. Bozzo var náinn vinur Aldo Moros, fv. formanns kristilegra demókrata, sem rauða herdeild- in tók gísl fyrir nokkrum árum og drap þegar stjórnmálamenn urðu ekki við skilyrðum hennar. Bozzo hefur enn ekki fyrirgefið leiðtogum kristilegra demókrata það. Skuggi Moros hvílir enn yfir ítalskri pólitík. Guido Gerosa, ritstjóri og rithöfundur, sem hefur nýlokið við að skrifa ævi- sögu Craxis, sagði í samtali að Craxi hefði í fórum sínum bréf sem Moro skrifaði honum per- sónulega úr haldinu. Þar biður hann Craxi um að reyna að hafa áhrif á kristilega demókrata og fá sig látinn lausan. „Ég vil ekki deyja," skrifaði Moro. Guido sagði þetta bréf eina af ástæðun- um fyrir því að kristilegir demó- Harvey skjalaskápar 2ja, 3ja, 4ra og 5 skúffu. Ennfremur skjalabúnaður í fjöl- breyttu úrvali ásamt veggskápum. ^7^51 Síöumúla 32 — Sími 38000 Nú ódýrar sólarlandaferðir með risaþotum Majorka, Perla Miöjarðarhafsíns, frá kr. 18.900 (2 vikur hótel og 3 máltíðir á dag). Tenerife, fögur sólskinsparadís Kanarieyja, frá kr. 19.800 (2 vikur, 2 í íbúö). Malta, Sólskinseyja Johannesarriddaranna, frá kr. 20.600 ( 2 vikur, 2 í íbúö). Gikkland/ Aþenustrendur/ Ródos/ Korfu, frá kr. 24.700 (2 vikur hótei m/morg.) Landið helga Og Egyptaland, 5. okt. kr. 43.600, 22 dagar, hótel meö morgunmat og kvöldmat. Fararstjóri: Guöni Þóröarson. Thailand — Bangkok, baöstrandarbœrinn Pattaya, Hong Kong — Kína 8. nóv. 23 dagar kr. 47.600 (fararstjóri: Guöni Þóröarson). Eftirsóttir gististaðir — íbúðir — Hótel — og Lúxusvillur. H»gt aö stansa í London á heimieið í mörgum ferðum. — Hvergi meira fyrir ferðapeningana. íslenskar ferðir sem eru ódýrari en með útlendingum. 50% afsláttur fyrir bijrn — n \ i^P=EROIR =■ SULRRFLUC Vesturgötu 17, Rvík. Símar 10661, 22100 og 15331.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.