Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1984 13 Hátíðisdagar hestafólks í júlflok: Akureyringar skora á Reykvíkinga í gæðingakeppni á Melgerðismelum Alltaf öðru hvoru brydda hestamenn upp á nýjungum á hestamótum og nú er í vændum nýjungamót hjá Eyfirðingum. Á hverju sumri halda hestamanna- félögin þrjú í Eyjafirði, Léttir, Funi og Þráinn, sameiginlegt hestamót á Melgerðismelum. Hafa þessi mót verið með hefð- bundnu sniði en nú á sem sagt að breyta út af vananum. Hafa þeir Akureyringar skorað á Reykvíkinga í gæðingakeppni þannig að efstu hestar á hvíta- sunnumóti Fáks mæta þá norður og keppa við efstu hestana frá hvítasunnumóti Akureyringa. Einnig verður keppt í paragæð- ingakeppni ef kalla má það því nafni. Verður tilhögun keppninnar þannig að hvert par er samtímis inni í hringnum og bæði dæmd samtímis en hvoru um sig gefin einkunn og síðan lagt saman og deilt í með tveimur og er þá komin einkunn fyrir parið. Á mótið verður boðið öllum hestum sem sigrað hafa á lands- og fjórðungsmótum undanfarin ár og verða það um tíu hestar. Ekki munu þessir hestar taka þátt í keppni heldur eingöngu sýndir mönnum til skemmtunar. Að öðru leyti verður mótið hefðbundið, gæðingakeppni og kappreiðari en laugardagskvöldið verður kvöldvaka með varðeldi og í lokin verður stiginn dans á staðnum. í samtali við Reyni Hjartarson hjá hestamannafélaginu Létti kom fram að þeir Eyfirðingar binda miklar vonir við þessar nýj- ungar sem þarna verður boðið upp á en hann kvað aðsókn að hesta- mótum hafa minnkað undanfarin ár og væri þetta meðal annars til- raun til að sníða dagskrána meira að óskum áhorfenda en gert er venjulega á hestamótum. Einnig kvaðst hann vonast eftir góðri þátttöku í kappreiðum og þá jafn- vel að kappreiðahestar að sunnan kæmu í slaginn en þátttökutil- kynningar þurfa að berast fyrir 16. júlí nk. og er það gert i síma 96-21205. Frá hestamóti i Melgerðismelum. Árbók Ferðafélags íslands komin út Út er komin 57. Árbók Ferðafélags- ins og er efni hennar Reykjanesskagi austur að Grindaskörðum. Árbók Ferðafélagsins 1936 fjallaði um land- nám Ingólfs og ritaði dr. Bjarni Sæ- mundsson í hana lýsingu á því sem næst sama svæði, en í þessari Árbók er lögð áhersla á aðra efnisþætti en var í lýsingu Bjarna, segir í frétt frá Ferðafélaginu. Fjórir höfundar eru að þessari bók: Séra Gísli Brynjólfsson, fyrr- um prófastur, skrifar kafla um byggðir Suðurnesja. Gísli er kunnur fyrir þekkingu sína á sögu þessara byggðarlaga enda hefur hann ritað fjölda greina um það efni auk bókar um Staðarhverfi í Grindavík. Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifar kaflann um „Heiðar og hraun", en hann er þekktur fyrir jarðfræði- rannsóknir sínar á Reykjanesskaga. Prófessorarnir Hörður Kristinsson og Arnþór Garðarsson hafa báðir stundað náttúrufræðirannsóknir á Reykjanesskaga, hvor á sínu sér- sviði. Hörður ritar kafla um gróðurfar skagans og Arnþór um fuglabjörg og bjargfugla. I kaflanum „Fuglabjörg Suður- kjálkans" er greint frá geirfuglin- um og endalokum hans. Mynd af tveim geirfuglum er birt með þeim kafla og er hún fengin úr fyrstu útgáfu af „The Birds of America", sem kom út f London 1827—1838, eftir amerfska listamanninn og náttúrufræðinginn John James Audobon (1785—1851). Margar lit- myndir eftir ýmsa höfunda eru í Árbókinni. Árbók 1984 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Kort, bæði jarðfræðikort og landakort, eru til skýringar lesmáli. í kaflanum „Félagslíf" er að finna upplýsingar um starfsemi Ferðafé- lagsins. Ritstjóri Árbókar Ferðafélagsins er Þorleifur Jónsson, bókavörður. ri ^ Urvals nautakjöt Það munar um minna U.N.I. gæöaflokkur Okkar Skráö verö verö Nautasnitchel 375 590 Nautagullasch 327 487 Nauta roast beef 347 535 Nauta T-bone steik 245 377- Nauta fillet 490 709 Nauta mörbrá 490 709 Nauta grillsteik 170 227 Nauta bógsteik 170 227 Nautahakk 195 332 10 kg. nautahakk pr. kg. 175 313 Nautahamborgari pr. stk. 14 kr. 24 Mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga opið til kl. 7. Opið fimmtudaga til kl. 20. Opið föstudaga til kl. 20. Visa — Kreditkorta- þjónusta Áskrifmnimnn er 8X)33 8 Þú færö gjaldeyrinn í utanlandsferöina hjá okkur. Ef eitthvað er eftir þegar heim kemur er tilvaliö aö opna gja Idey risrei kn i ng og geyma afganginn á vöxtum til seinni tíma. Iðnaðarbankinn Aöalbanki og öll útibú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.