Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 BúAardalur Búðardalur: „Mikill ferðamannastraum- ur þrátt fyrir veður“ MORGUNBLAÐIÐ hafði samband við Kristjönu Ágústsdóttur fréttaritara blaðsins í Búðardal „Héðan er ekki mikið að frétta, nema að það rignir mikið. Það virðist þó ekki hafa haft áhrif á ferðamannastrauminn, því óvenju mikið hefur verið um að hópar útlendinga hafi farið hér í gegn. Ferðamenn eru mun fleiri nú en t.d. í fyrrasumar. Bakpokafólk er þó með minna móti núna,“ sagði Krist- jana. Aðspurð um hvar hægt væri að bjóða ferðamönnum gistingu svaraði hún að í Búðardal væri hótel sem getur hýst um 14 manns. „Einn- ig er hægt að bjóða upp á svefnpokagistingu í félagsheimilinu Dalabúð. Þó held ég að straumurinn liggi aðallega að Laugum f Sæl- ingsdal, þar sem rekið er Edduhót- el.“ Um heyskaparmál sagði Krist- jana að horfði til neyðarástands ef veðrið færi ekki að skána. „Örfáir bændur byrjuðu að slá meðan tfðin var góð, en lítið hefur náðst inn af heyjum. Flestir hafa enn ekki hafið slátt. Hjá. nokkrum bændum liggur heyið flatt, sennilega farið að skemmast. Það lítur út fyrir að nokkurra daga þurrk þurfi til þess að túnin þorni áður en þau geta bor- ið vélarnar. Grímsey: „Við þekkjum ekki atvinnuleysi“ „Hér í Grímsey hefur verið milt og gott veður þrátt fyrir þoku. Menn eru að búa sig undir að fara í frí því svokölluð Matthíasarvika hefst 1. ágúst. Matthíasarvika er kennd við Matthías Bjarnason, sem setti á veiðibann á Grímsey- inga í eina viku í kringum verslun- armannahelgina, þegar hann var sjávarútvegsráðherra. Margir eyj- askeggjar nota tækifærið og fara í frí í þessari viku. Unga fólkið fer í land og sækir þar útiskemmtanir um verslunarmannahelgina,“ sagði Alfreð Jónsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Grímsey, þegar rætt var við hann í vikunni. „Annars er hér næg atvinna, þrátt fyrir það að afli hafi verið tregur. Við erum með fólk ofan af landi í vinnu. Við þekkjum ekki þennan harmagrát sem heitir at- vinnuleysi. Hér vinna allir sem nenna að vinna.“ Aðspurður um veðráttu í sumar sagði Alfreð: „Veðrið hefur verið ágætt. Þetta ár hefur verið ágætt, veturinn snjólaus og tíðarfarið yf- irleitt gott. Þess vegna hefur sjó- sókn verið góð, alltaf hefur verið hægt að stunda sjó. Að vísu hafa aflabrögð verið með slakara móti, en safnast þegar saman kemur,“ sagði Alfreð að lokum. ÍiBBi iiiiiáiiii Philips CT3033 litsjónvarp kostar ateins kc zieso,- bMgreitt Philips er stærsti sjónvarpstækjaframleiðandi í Evrópu. Það er því óhætt að treysta framleiðslunni, hún er 1. flokks og litirnir eru svo eðlilegir að það er eins og þú sért á staðnum. Breyttar reglur um afnotagjöld, þar sem aðeins skal greiða af einu tæki á hverju heimili og stóraukin vídeó- og tölvuvæðing heimila kalla á fleiri sjónvörp, - nýjar gerðir. Það er öruggt mál að ein hagstæðustu kaupin á sjónvarpstækjamarkaðnum í dag eru í Philips 20" CT 3033. Við erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8-15655 Frá höfninni í Grímsey Ólafsfjörður: „Hér er mikil vinna í „HÉR hafa verið allmiklar fram- kvæmdir á vegum bæjarfélagsins í sambandi við gatnagerð. Búið er að malbika tvær götur í sumar,“ sagði Jakob Ágústsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Ólafsfírði, er hann var spurður hvað helst væri að frétta úr plássinu. „Afli hefur glæðst og hafa bátarnir fískað dá- vel núna seinnipart júlímánaðar. Hér er mikil vinna í físki og hefur fólk orðið að vinna hér um helgar til þess að forða aflanum frá skemmdum. Helgarbann var sam- þykkt hér í júlí og ágúst, en verka- lýðsfélögin hafa gefíð undanþágu til þess að aflinn skemmist ekki.“ Að sögn Jakobs hefur tíðin verið mjög góð í sumar. „Að vísu hefur verið svolítið votviðrasamt sl. hálfan mánuð, þó engar stórrign- ingar. En nóg hefur samt rignt til þess að tefja fyrir heyskap. fiski“ Spretta er orðin afbragðsgóð og mörg ár eru síðan við höfum fengið jafn gott vor og sumar. Heyskapur hefur gengið þokka- lega fram að þessu, en rigningarn- ar hafa sett strik í reikninginn fyrir þá fáu sem voru búnir að slá rétt áður en þær byrjuðu. Hér er þó alls ekkert vandræðaástand ennþá.“ Af öðrum framkvæmdum á Ólafsfirði er það að frétta, að sögn Jakobs, að nú er verið að hefja smíði brúar yfir Fjarðará. Verk- takarnir, Norðurverk á Akureyri, eru um þessar mundir að hefja framkvæmdir og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í haust. Brúin mun tengja saman nýjan veg, sem ligg' ur meðfram vatninu, og þjóðveg- inn til Skagafjarðar. Jakob sagði að þetta væri mikil samgöngubót fyrir íbúa ólafsfjarðar. Gamla brúin var þröng og erfitt fyrir stóra bíla að komast yfir hana. Frá Ólafsfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.