Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 Hvað kom fyrir Wilfy Brandt? í upphafi ferils síns bauð hann kommúnistum byrginn og var tákn fyrir lýðrœði Vesturlanda. Síðar gerðist hann formælandi sáttastefnu, friðkaupa og hlutleysis Hinn „nýi Brandt" talar i fundi „fridarhreyfingar" í Vestur-hýskalandi. Sumarið 1944 gaf þrjátíu ára gam- all Þjóðverji, Herbert Frahm að nafni, sig fram við bandaríska sendi- ráðið í Stokkhólmi og hafði forvitni- lega tillögu fram að færa. Allir vita, sagði Frahm, að ósigur Þýskalands er á nssta leyti. Hann kvaðst vera lýðræðissinnaður sósíalisti og sem slfkur áleit hann það mikilvægt að Þjóðverjar sem tryðu á lýðræði fengju að hafa áhrif á það hvernig landamænim ríkisins yrði skipað að styrjöldinni lokinni og hvernig stjórnmálum og efnahagslífi yrði háttað. Tryggja yrði að ný landa mæri gæfu ekki þjóðernisöfga- mönnum tilefni til úlfúðar. „Sér- staklega óttaðist Frahm að landa- mæri Þýskalands og Póllands yrðu ákveðin á hátt sem óhugsandi væri, af sögulegum, efnahagslegum og þjóðernislegum ástæðum, að nokkur ríkisstjórn í Þýskalandi gæti fallist á,“ segir orðrétt í skýrslu sem þáver- andi sendiherra Bandaríkjanna í Stokkhólmi, Herschel Johnson, skrifaði um fund sinn með Frahm og sendi til utanríkisráðuneytisins í Washington. Samfelld iandamæri kvað Frahm einkar þýðingarmikil. Danzig yrði að vera innan Þýska- lands, óháð því hverrar þjóðar það fólk væri er þar byggi nú, en deil- an um borgina hafði verið ein kveikjan að styrjöldinni 1939. Ekki minntist hann á Slésíu og Pommern, hin stóru og auðugu landbúnaðar- og iðnaðarhéruð í austurhluta Þýskalands þar sem nær allir íbúar voru þýskir, en orðaði hins vegar hugsanlega af- sölun hluta af Austur-Prússlandi, jafnvel borgina Köningsberg, til Pólverja. Sendiráðið taldi tillögur Frahm alls ekki óskynsamlegar, þ.e.a.s. þegar tekið væri tillit til þess að þær væru frá Þjóðverja komnar. Lokaorð í skýrslu Johnsons sendi- herra eru eftirtektarverð: „Vegna reynslu sinnar og hæfileika," skrifaði hann, „er ekki erfitt að ímynda sér að Frahm eigi fyrir höndum bjarta framtíð í þýskum stjórnmálum og þykir því rétt að ráðuneytið kannist við manninn og hugmyndir hans.“ Herschel Johnson reyndist framsýnni en hann gat grunað. Herbert Frahm átti eftir að eiga góðu gengi að fagna í stjórnmálal- ífi Þjóðverja, en þó undir öðru nafni en í Stokkhólmi sumarið 1944; nafninu Willy Brandt, sem hann hafði kosið sér að dulnefni í samtökum vinstri sósíalista í Lu- beck mörgum árum áður. Á löngum stjórnmálaferli sín- um hefur Willy Brandt tekið mikl- um breytingum. Hann hóf feril sinn sem eindreginn andkommún- isti og var raunar um skeið í margra augum tákn andkommún- isma, en varð síðar í fararbroddi þeirra sósialista sem vilja viður- kenna og semja um landvinninga kommúnista í Evrópu. Maðurinn sem lýsti því yfir árið 1949, að það væri ekki hægt að vera lýðræðis- sinni án þess að vera um leið and- kommúnisti er hinn sami og síðar átti frumkvæði að miklum breyt- ingum á samskiptum ríkja í Aust- ur- og Vestur-Evrópu; breytingum sem hann hlaut annars vegar Friðarverðlaun Nóbels fyrir og hins vegar gagnrýni þeirra er töldu hann hafa glutrað niður réttmætum landakröfum vest- rænna þjóða. Brandt er sjálfur þeirrar skoðunar að ekki sé unnt að greina nein þáttaskil í stjórn- málaviðhorfum hans frá útlegðar- árum síðari heimsstyrjaldar og fram á síðari ár, en þeir sem kannað hafa feril hans og yfirlýs- ingar á fjörutíu ára tímabili eru honum ekki sammála. Þeir segja að skýr munur sé á andkommún- istanum Brandt fyrr á árum og hinum hlutleysissinnaða Brandt síðari ára. Sú spurning vaknar þá hver sé ástæðan fyrir sinnaskipt- um hans. Mótaður í Noregi Willy Brandt fæddist árið 1913, faðir hans var verkamaður og fjöl- skyldan fylgdi Jafnaðarmanna- flokknum (SPD) að málum. Brandt, sem eins og fyrr segir hét þá Herbert Frahm, hóf snemma afskipti af stjórnmálum. Hann var óánægður með afstöðu SPD og aðgerðaleysi á uppgangsárum nasista og gekk til liðs við hóp sem klauf sig úr flokknum og stofnaði Verkamannaflokk sósíalista (SAP); á árunum 1931-1933 var sá flokkur helsti vettvangur rót- tækra sósíalista. Eins og alkunna er var það klofningur vinstri hreyfingarinnar í Þýskalandi, og einkum þó blint hatur kommún- ista á jafnaðarmönnum sem þeir kölluðu sósíal-fasista, sem átti ríkan þátt í sigri Hitlers. í júní 1933 höfðu allir vinstri flokkarnir, þ.á m. SPD og hinn skammlífi SAP, verið bannaðir og ár ógnar- stjórnar og útlegðar gengu í garð. Þeir jafnaðarmannaforingjar sem ekki komust úr landi voru teknir höndum og pyntaðir og fæstir lifðu þau ósköp af. Flestir útlaganna komu sér fyrir í Lundúnum og þar setti SPD á laggirnar aðalstöðvar stjórn- málastarfsins undir forystu Er- ichs Ollenhauer, sem tók við af Schumacher sem flokksleiðtogi árið 1952. Brandt fór ekki til Lundúna. SAP sendi hann til Nor- egs í apríl 1933, þá aðeins á tvítug- asta aldursári en mjög reyndur í stjórnmálastarfi; var ætlunin að hann skipulegði þar miðstöð sósí- alískra útlaga í samvinnu við Verkamannaflokkinn norska. Næstu þrettán ár mótuðu Willy Brandt í pólitísku tilliti. Annars vegar uppgötvaði hann hina jarð- bundnu umbótastefnu skandinav- ískra jafnaðarmanna sem varð til þess að draga mjög úr byltingar- eldmóði hans, og á hinn bóginn drakk hann í sig þann móralisma og þá stéttarbeiskju sem einkenn- ir norska jafnaðarmenn. Hann fór að líta á jafnaðarstefnu, sósíal- demókratisma, eða lýðræðislegan sósíalisma (á þessu tvennu gerir hann engan greinarmun) sem sið- ferðislega stefnu ekkert síður en stjórnmálalega. Þessi kynlega samtenging raun- sæisviðhorfa og siðferðisstefnu var ekki einu áhrifin sem Skand- inavíudvölin hafði á Brandt. Þegar Þjóðverjar hernámu Noreg í apríl 1940 flúði hann yfir til Svíþjóðar. í Stokkhólmi kynntist hann m.a. Gunnari Myrdal sem þá var ný- kominn frá Bandaríkjunum þar sem hann rannsakaði samskipti ólíkra kynþátta og samdi um bók- ina An American Dilemma, . Myrdal, sem var höfundur að stefnuskrá sænskra jafnaðar- manna frá 1944, sannfærði Brandt um að höfuðhlutverk jafnaðar- manna væri að sameina sam- hyggju og frjálshyggju. f stað alls- herjar þjóðnýtingar ætti að nota ríkisvaldið til að tryggja hags- muni og kjör verkalýðsins; ríkið ætti að stjórna öllum þáttum efnahagslífsins án þess að eignast öll fyrirtækin. Brandt og félagar hans í sænska jafnaðarmanna- flokknum virðast hafa trúað því í alvöru að þetta mundi efla frelsi og framtak einstaklinga, en ekki draga úr því. Friðarhugmyndir Brandts má einnig rekja til áranna í Noregi og Svíþjóð. Frá sjónarhóli siðferðis- stefnu er stríð auðvitað hræðilegt og ósiðlegt og því er jafnframt trúað að unnt sé að komast hjá alþjóðadeilum ef farin er leið friðarstefnu, sem byggir á því að þar eð það hljóti að vera sameig- inlegir hagsmunir manna að forð- ast stríðsátök hljóti líka að vera fyrir hendi sameiginlegur skiln- ingur allra manna á friðarhugtak- inu. And-kommúnistinn Eftir uppgjöf nasista vorið 1945 sneri Brandt aftur til Þýskalands; fyrst sem norskur blaðamaður er hafði það að verkefni að fylgjast með réttarhöldunum í Nurnberg. í október 1946 tók hann við starfi blaðafulltrúa norsku hermála- nefndarinnar í Berlín og þá þegar hóf hann viðræður við fyrrum fé- laga sína í jafnaðarmanna- flokknum, einkum Ernst Reuter, sem var borgarstjóri þar á deilu- tímanum 1948—49 og eins konar persónugervingur þess andkomm- únisma og þeirrar sameiningar- stefnu sem þá einkenndi SPD, en með sameiningarstefnu er átt við stefnu er miðar að því að Þýska- land sé eitt ríki og óskipt. Árið 1947 fékk Brandt á ný þýskan ríkisborgararétt, en hon- um höfðu nasistar svipt hann árið 1938. Tveimur árum síðar varð Brandt aðstoðarmaður Reuters. Áhrif Reuters, aðstæður í Berl- ín og siðferðilegi þátturinn í póli- tískri sannfæringu Brandts réðu því líklega að hann varð eindreg- inn andkommúnisti. Hann gerði sér glögga grein fyrir þeirri ógn sem Þjóðverjum stóð af Sovétríkj- unum og hve mikilvæg hervernd Bandaríkjamanna var, og var meira inni á bandarískum sjón- armiðum en flestir samherjar hans í SPD og jafnvel Konrad Adenauer kanslari og aðrir kristi- legir demókratar í stjórnarbúðun- um í Bonn. Svo einarður þótti Brandt í and- kommúnisma sínum að þegar hann varð borgarstjóri í Berlín 1957 sætti hann árásum vinstri manna sem sökuðu hann um að vera leppur Bandaríkjamanna og kaldastríðs-sinni. Vantrú Brandts á „hugmyndafræði“ og áhrifin frá Skandinavíu réðu því að hann varð mikill stuðningsmaður God- esberg-stefnuskrárinnar sem þýskir jafnaðarmenn samþykktu á flokksþingi sinu árið 1959, en í henni fólst m.a. að marxismi var ekki lengur leiðarljós flokksins; í staðinn komu hugmyndir um vel- ferðarstefnu á grundvelli bland- aðs hagkerfis. Berlínarmúrinn Brandt var staddur í Vestur- Þýskalandi á kosningaferðalagi þegar örlagaríkir atburðir urðu í Berlín. Árla að morgni 13. ágúst 1961 hófu sérstakar vinnusveitir, sem nutu verndar lögreglu og her- manna kommúnistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi, að reisa það mannvirki sem síðar fékk nafnið Berlínarmúrinn. Brandt sneri þeg- ar heim á leið. Gamall samherji hans kvaðst geta hóað saman 20 þúsund byggingaverkamönnum í Vestur-Berlín til að mæta á vett- vang og flytja múrsteinana, sem verið var að hlaða upp, og gadda- vírinn, sem verið var að strengja á milli borgarhlutanna, á brott. Hann taldi óhugsandi að austur- þýskir lögreglumenn mundu voga sér að skjóta á samlanda sína. Brandt hafnaði þessu boði. Hann vildi að Bandaríkjamenn leystu málið. Á fundi borgarstjórnar Berlínar flutti hann mikla bar- átturæðu þar sem hann sagði m.a.: „Mótmæli ein duga ekki að þessu sinni.“ Daginn eftir kom hann í höfuðstöðvar bandamanna í Vest- ur-Berlín til að spyrjast fyrir um það hvað ætlunin væri að gera til að stöðva hina ósvífnu lögieysu kommúnista. Svarið sem hann fékk var einfalt: „Við getum ekk- ert gert.“ Tveimur dögum síðar flutti sér- legur sendimaður Brandts John F. Kennedy þáverandi Bandaríkja- forseta orðsendingu frá borgar- stjóra Berlínar og sneri samdæg- urs heim aftur með svar forsetans í höndum. Svarbréfið hefur aldrei verið birt og ekki er vitað um efni þess í smáatriðum. Sagnfræðing- urinn David Gress segir hins veg- ar að enginn vafi Jeiki á því að í bréfinu hafi verið að finna opinskáa og óheflaða yfirlýsingu um takmarkaðan áhuga Banda- ríkjastjórnar á Berlínarmálinu og endursameiningu Þýskalands. Brandt sagði síðar:„Þeir [Banda- ríkjamenn] sögðu m.a.: Við erum opinberlega hlynntir sameiningu. Krúsjef sagðist vera andvígur henni og þar við sat. Meðan svo er háttað er það okkur í hag að nota alla möguleika sem gefast, s.s. stórveldaviðræðurnar um Berlín, til að koma á eins mörgum sam- böndum og hugsanlegt er á milli íbúa borgarhlutanna.” Berlínarmúrinn batt í reynd enda á deiluna um borgina sem staðið hafði í þrjú ár með því að „loka á“ upptök hennar, stöðugan flótta tugþúsunda Þjóðverja á hernámssvæði Sovétríkjanna til Vestur-Þýskalands um Berlín. Vestur-Þjóðverjum var um megn að svara ofbeldi kommúnista þeg- ar stuðningur Bandaríkjamanna var aðeins í orði en ekki verki. Einn nánasti samherji Brandts, Heinrich Albertz, sem nú er einn af páfum „friðarhreyfingarinnar" í Vestur-Þýskalandi, taldi að svarbréf Kennedys hefði haft úr- slitaþýðingu um breytt viðhorf borgarstjórans. Segja má að 14. ágúst 1961, þegar Brandt fékk ekki það svar sem hann vænti frá Bandaríkjamönnum, hafi austur- stefna hans, Ostpolitik, orðið til. Hin fræga heimsókn John F. Kennedys til Berlínar 1962 og yfir- lýsing hans við Berlínarmúrinn: „Ich bin ein Berliner“ missir gildi sitt þegar sinnaskipti Brandts borgarstjóra eru höfð í huga og eins hitt að þá var múrinn orðinn grár veruleiki (og raunar líka rauð ur af blóðslettum fólksins sem varðhundar kommúnistastjórnar- innar skutu á flótta). Áður en Kennedy forseti heimsótti Berlín hafði Brandt flutt erindi við Har- vard-háskóla í Bandaríkjunum sem hann nefndi „Sambúðarskipu- lag“. Þar sagði hann að stöðug- leika yrði ekki komið á í Evrópu með andófsstarfi heldur samning- um, m.ö.o. sem láta hugsunina grimmilegar í ljósi: friðkaupum og landaafsali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.