Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 _______Þegar Berlínarbúar ræða hina stormasömu sögu Herberts von Kar- ajans og Fílharmoníuhljómsveitar Berlínar, grípa þeir ómeövitaö til samlíkingar viö hjónaband í molum. Og eins og samúöarfullir áhorfendur aö hjónabandi, sem hefur fariö í hundana, bíða þeir spenntir eftir aö heyra um skilmála hins, aö því er viröist, óumflýjanlega skilnaöar. Töfraoró Karajans: „Þá fer ég“ Sagt frá deilum á milli Herberts von Karajan og Fíl- harmoníuhljómsveitar Berlínar, sem gætu leitt til þess aö hann hætti meö hljómsveitinni eftir 28 ára samstarf Volker Hassemer, menningaráðherra borgarinn- ar og að líkindum sá sem næst kemst því að vera hjónabands- ráðgjafi tónlistarhjónanna sagði: „Ég get ekki neytt ann- an aðilann til að lifa með hin- um.“ Hvað hefur gerst eftir 28 ár, sem hefur orðið til þess að Karajan, sem oftlega hefur verið nefndur bestur núlifandi hljómsveitarstjóra, og Fíl- harmoníuhljómsveitin, sem oftlega hefur verið sögð besta hljómsveit í heimi, standa nú á barmi tvístrunar eftir afar langa sundurþykkju? „Bíða dauða míns“ Þótt illindin hafi náð há- marki nýverið má rekja þau langt aftur í tímann. Wolf- gang Stresemann, sem var framkvæmdastjóri hljóm- sveitarinnar frá árinu 1959 til ársins 1979, minntist þess að fyrir níu árum hafði Karajan verið spurður að því hvernig gengi hjá honum og hinni 120 manna hljómsveit sem hann stjórnaði og hann svaraði: „Þau bíða dauða míns.“ Hann var þá aðeins 67 ára gamall. Atvik sem þessi hafa skotist upp á yfirborðið síðustu mán- uði eftir því sem samstarfs- örðugleikarnir hafa magnast. Og nú hefur hljómsveitin neit- að að fljúga til Salzburg í Austurríki hinn 24. ágúst nk. og leika undir stjórn von Kar- ajans eins og áætlað hafði ver- ið, nema hann bæti ráð sitt. Fiðluleikari í hljómsveitinni og talsmaður hennar á stund- um, maður að nafni Helmut Stern, sagði Karajan vera: „gamlan, sjúkan, tortrygginn einræðisherra," sem hefði hvað eftir annað fengið sínu framgengt með þriggja orða hótun: „Þá fer ég.“ Þrjú töfraorð „Okkur þykja þessi þrjú töfraorð vera stór blekking," sagði fiðluleikarinn Helmut. „Það er ekki nóg með að hann er ekki enn farinn, heldur reynir hann allt hvað hann getur að halda áfram með hljómsveitina. Við erum að biðja um að hann hætti sem stjórnandi á virðulegan hátt. Það, sem við þurfum nú á að halda er ekki bara heimsfrægt nafn, heldur annan stjórn- anda, sem myndi vinna með okkur og færa okkur til nýrra vídda." Von Karajan hefur dregið sig í hlé og gefur ekki færi á sér. Hann er umlukinn dauða- þögn á siglingu á Miðjarðar- hafinu. Mikil umræða fer nú fram í Vestur-Berlín um eftir- mann hans, en Hassemer heldur því fram að enginn sé undir smásjánni að svo stöddu. Hljómsveitin undir stjórn Karajans hefur leikið jafnvel og alltaf áður að mati flestra tónlistargagnrýnenda. Illindin, sem nú hafa gosið upp, má í fljótu bragði rekja til desembermánaðar 1982 þegar Karajan valdi 23 ára gamla tónlistarkonu að nafni Sabine Meyer til að fylla laust sæti klarinettu-einleikara í sveitinni og leit þar með fram- hjá þeirri viðteknu venju að velja eldri félaga hljómsveit- arinnar, sem lengur hefðu þjónað henni. Hljómsveitin hafnaði Sabine, en fram- kvæmdastjórinn, Peter Girth, sem hallur var undir Karajan, gerði við stúlkuna samning til eins árs. Eftir því sem inngöngupróf hennar í hljómsveitina nálg- aðist í vor sem leið, varaði Karajan hljómsveitarmeðlimi við því að hafna henni því ef þeir gerðu það myndi hann „gera svo mikið hneyksli að hljómsveitin bæri ekki sitt barr eftir það,“ samkvæmt því sem einn félagi sveitarinnar sagði. Sabine Meyer dró sig í hlé fyrir prófið og hætti við inngöngu í hljómsveitina. A elleftu stundu í Salzburg í júní, hefndi Karajan sín grimmilega á hljómsveitinni. Hann hætti við hljómleika hennar í borg- inni á elleftu stundu og lét í staðinn flytja Fílharmoníu- hljómsveit Vínarborgar til Salzburg á sinn eigin kostnað og stjórnaði henni í staðinn, helsta keppinaut sinnar eigin hljómsveitar. Karajan hlaut annað tækifæri til hefnda stuttu seinna. 35 félagar í hljómsveitinni höfðu stofnað með sér kammersveit, sem starfa átti í stuttan tíma og var hún þegar farin að aug- lýsa ferð til New York í haust. Eftir að hafa barist á móti þessu frá upphafi lauk Karaj- an málinu með því að leyfa að- eins 13 félögum að taka þátt í kammersveit. Svo virðist sem Karajan, er gerði lífstíðarsamning við Fílharmoníuhljómsveit Berl- ínar árið 1973, skjátlist um meðbyr, sem hann telur sig hafa meðal borgara í Vestur- Berlín. „í borginni eru menn ekki eins þolinmóðir við Kar- ajan og við,“ sagði Hassemer menningarráðherra. Með ein- róma stuðningi borgarráðs Vestur-Berlínar var Girth rekinn sem framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar og Strese- mann var aftur gerður að stjóra. Karajan heimtaði eftir það að fá að tilnefna alla tón- listarmenn í hljómsveitina og ráða framkvæmdastjóra sjálf- ur í framtíðinni. „Ef Karajan heldur áfram að sýna enga eftirbreytni," sagði fiðluleikarinn Dietrich Gerhardt, „neitar að ræða málin og svarar ekki bréfum, gæti komið til þess að við fær- um fram á það formlega við borgarráð að það losi okkur við þennan aðalstjórnanda." Sumir tónlistargagnrýnend- ur í Vestur-Þýskalandi verja Karajan í þessari baráttu og vara við því að ef hann hættir sem stjórnandi hljómsveitar- innar eftir 28 ára starf með henni, gæti það orðið til þess að hið frjóa tónlistarlíf borg- arinnar biði mikinn hnekki. Stresemann kom inn á hlut, sem ekki hefur verið minnst á áður og á sér fáa andmælend- ur: „Þessi hljómsveit stendur í þakkarskuld við Karajan orðið þakklæti er ekki nóg. Á hinn bóginn verður Karajan að spyrja sjálfan sig að því — svo notuð séu orð úr tónlistarlíf- inu — hve lengi fiðluleikarinn getur með góðu móti leikið á hljóðfæri sitt ef það er ramm- falskt.“ — ai. Stjórnandinn haimtfrægi, Herbert von Karajan, með Fílharmoníuhljómsveit Berlínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.