Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 55 orsakir schizophreniu, án þess að nokkur hafi verið staðfest. Menn hafa haldið því fram að geðklofi stafi af truflunum á taugaboðum, sé ofnæmissjúkdómur eða jafnvel hæggengur vírus. Nýlegar rann- sóknir með tölvusniðmyndatækni hafa leitt í ljós að líffræðilegar breytingar eiga sér stað hjá hluta sjúklinga með geðklofa. Svo virð- ist sem schizophren sjúklingur melti sykur í miðtaugakerfinu öðruvisi en aðrir. Þessar rann- sóknir eru þó á það miklu frum- stigi, að ekki er hægt að draga neinar ályktanir af þeim enn sem komið er. Við megum ekki heldur missa sjónar á því að það sem við köllum schizophreniu er að öllum líkind- um samansafn af mörgum sjúk- dómum og það er eins víst að orsakirnar séu jafn margar sjúk- dómunum. Þá hafa verið leiddar líkur að því að þungiyndi stafi af skorti á taugaboðefnunum serotonin og noradrenalin, og á hinn bóginn að oflæti stafi af því að of mikið sé af þessum boðefnum. Þessar tilgátur byggja menn iðulega á áætlaðri virkni þeirra geðlyfja, sem virðast gefa góða raun. Hins vegar er líklegast að taugaveiklun eigi sér aðallega sálrænar orsakir, sem rekja má bæði til uppeldis og undirheima sálarlífsins." — Þessi óvissa í sambandi við orsakir geðsjúkdóma er ekki beint til þess fallin að vekja tiltrú á meðferðinni. Eru geðlækningar tilraunavísindi? nÖll læknavísindi eru það, meira og minna. En við skulum hafa það í huga að geðlæknisfræðin er ekk- ert einsdæmi hvað varðar litla þekkingu á sjúkdómsorsökum. Það er í rauninni mjög fátítt að við vitum nákvæmlega hvað veldur hinum ýmsu sjúkdómum. Krabba- mein er kannski skýrasta dæmið." Meðferðarform — En ef svo lítið er vitað um orsakir geðsjúkdóma, hangir með- ferðin þá ekki í lausu lofti? „Alls ekki. Meðferð skilar oft góðum árangri. Skárra væri það nú: við geðlæknar verðum auðvit- að að sýna árangur til að réttlæta tilveru okkar, eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins!" — Hver eru helstu meðferðar- formin? „Það er breytilegt eftir því hvaða sjúkdómur á í hlut. Hvað varðar meiri háttar geðveiki eru geðlyfin hornsteinn meðferðar, en við taugaveiklun er samtalsmeð- ferð oftast ráðandi. Reynslan hef- ur kennt okkur, að þótt lyfin séu góð og gild, þá duga þau skammt ef hinn mannlegi þáttur kemur ekki inn í myndina líka. Það þarf að þjálfa upp starfsgetu sjúklings- ins, efla sjálfstraust hans, treysta samskipti hans við aðra, sjá hon- um fyrir vernduðu umhverfi í sumum tilvikum og fleira. Veita honum sem sagt ýmislega félags- lega og sálfræðilega aðstoð. Marg- vísleg sálfræðileg meðferðarform hafa verið þróuð í tímans rás, hópmeðferð, fjölskyldumeðferð, samtalsmeðferð og fleira, sem gef- ið hefur góða raun. Kannski skipt- ir ekki öllu máli hvaða aðferð not- uð er, aðalatriðið er að sýna við- komandi áhuga og athygli." — Oft er deilt um ágæti lyfja- meðferðar við geðsjúkdómum: einkum vegna óæskilegra auka- verkana sem sagt er að lyfin hafi. Tvær spurningar í því sambandi: hverjar eru helstu aukaverkanir geðlyfja og hver hefur þróunin verið í lyfjagerð á þessu sviði? „Það er rétt að sum geðlyf geta haft óæskilegar aukaverkanir, enda ber að nota þau af varfærni. Eins virka lyfin misjafnlega á ein- staklinga og oft eru tegundir vald- ar fyrst og fremst með tilliti til þess að þau valdi sem minnstum aukaverkunum. Þau lyf, sem notuð eru við geð- klofa, geta haft áhrif á hreyfingar sjúklinga, stundum á svipaðan hátt og sjá má hjá Parkin- son-sjúklingum, en aðrar truflanir á hreyfingum geta einnig komið til. Þunglyndislyf geta meðal ann- ars valdið munnþurrki, óskýrri sjón um tíma, vægri truflun á meltingarfærum og truflun á þvaglátum. Stöku sinnum lækka þunglyndislyf blóðþrýsting, sér- staklega ef fólk stendur snöggt upp. Og kvíðastillandi lyf eru í sumum tilfellum vanabindandi. Annars er erfitt að gera grein fyrir aukaverkunum í stuttu máli og fólk verður að fá nákvæmari skýringar hjá lækni sínum. Það má segja að síðustu 20—30 árin hafi ekki verið um neina stökkbreytinguu að ræða í lyfja- gerð við geðsjkdómum, en þó stöð- ug þróun, sem oft beinist að þvi að minnka aukaverkanir. Gömul lyf, eins og til dæmis klórprómazin, halda enn velli.“ — Raflost er tölvert notað til að vinna bug á þunglyndi. Hvað með aukaverkanir af þess völdum? „Fá meðferðarform innan geð- lækninga hafa valdið meiri deilum en raflostsmeðferð, og er þá stundum deilt meira af kappi en forsjá. Þegar raflostin komu fyrst fram á sjónarsviðið, í kringum 1940, var algengt að menn hlytu beinbrot vegna harkalegra við- bragða líkamans við rafhögginu. Þá voru ekki notuð vöðvaslakandi lyf til að vinna gegn krampanum. En með bættum tækjabúnaði og betri svæfingartækni er þetta úr sögunni. Helsta óæskilega hliðar- verkunin núorðið er lítils háttar minnistap, sem er vart mælanlegt sex mánuðum eftir meðferð." — Hvernig virkar raflost? „Það er ekki vitað, en ein kenn- ing er sú að það verði fjöldafram- leiðsla á boðefnum í heilanum, en eins og ég nefndi áðan, þá stafar þunglyndi sennilega af skorti á boðefnum." — Er þetta árangursrík með- ferð? „Já. Á milli 70 og 80% þeirra þunglyndissjúklinga sem fara i raflost læknast. Hins vegar eru þunglyndislyf mun meira notuð, en þau gefa éinnig góða raun, sér- staklega í samspili við samtals- meðferð. Raflostsmeðferðin fer að mestu leyti fram á geðdeild Borg- arspítalans á um það bil 100 sjúkl- ingum á ári. Þar af er þriðjungur að koma í fyrsta skipti." Batahorfur — Hvernig er með batahorfur sjúklinga sem haldnir eru hinum ýmsu geðsjúkdómum. Hversu miklar eru þær? „Það er afar mismunandi bæði eftir hvers eðlis sjúkdómurinn er og á hvaða stigi hann er. Og eitt atriði enn skiptir miklu máli, sér- staklega þegar batahorfur schizo- phrensjúklinga eru metnar, en það er hvernig einstaklingurinn hefur staðið sig áður en hann veiktist. Hefur hann lokið námi, haslað sér völl í starfi, náð að tengjast öðrum náið og svo framvegis. Batahorfur eru stórum betri ef svo er. Hugmyndir manna um bata- horfur schizophrensjúklinga hafa breyst mikið síðastliðin 70—80 ár. Einn mesti frömuður geðlæknis- fræðinnar, þýski læknirinn Kre- apelin, taldi útilokað að schizo- phrensjúklingar ættu sér viðreisn- ar von. Þetta hefur ekki reynst alls kostar rétt. í ljós hefur komið að um þriðjungur þessara sjúkl- inga verður einkennalítill, og kem- ur til með að starfa þokkalega vel í þjóðfélaginu. Batahorfur gegn þunglyndi eru mjög góðar, eins og ég hef áður sagt, raflost og lyf gefa þar góða raun. Eins er hægt að halda geðhvörfum vel niðri með lyfinu litium, sem er salt, skylt natríum og kalsíum. Það er seinvirkt, tekur um tíu daga að virka í maníu, en er þeim mun betra langtímalyf. Raunar eitt besta dæmið um fyrir- byggjandi lyfjagjöf við geðsjúk- dómi. Geðveiki sem sjúkdómur — Nú er stundum sagt, kannski meira í gríni en alvöru, að geðveiki sé raunverulega ekki sjúkdómur, heldur frekar sérstakur hugsun- arháttur eða lífsskoðun sem eigi fullan rétt á sér. Það sé því ekki annað en kúgun meirihlutans, svokallaðra „heilbrigðra" manna, að telja hugmyndir þessa fólks ranghugmyndir sem beri að upp- ræta. Sumir segja jafnvel að það sé enginn eðlismunur á hugsun- arhætti geðklofa og fólks sem er fangelsað fyrir stjórnmálaskoðan- ir sínar í Sovétríkjunum. Er ein- hver fótur fyrir þessu? „Þær hugmyndir schizophren- sjúklinga sem við köllum rang- hugmyndir eru kerfi skoðana sem eru gjörsamlega slitin úr tengsl- um við veruleikann, eiga sér ekki stoð í reynslunni. Auðvitað hafa allir rétt á því að hafa skoðanir, réttar sem rangar, en þegar skoð- anir hætta að byggjast á venju- legri rökhugsun, eru ruglingslegar og slitnar úr tengslum við raun- veruleikann, þá eru þær orðnar vitnisburður um alvarlega röskun á hugsunarstarfseminni. En þetta er ekki aðalatriðið, heldur hitt, að þessu fólki líður ákaflega illa og er ófært um að bjarga sér í hvers- dagslífinu. Veikindin skilgreinast auðvitað fyrst og fremst af því. Fólk í Sovétríkjunum, sem er sett á geðsjúkrahús fyrir stjórnmála- skoðanir sínar, er fullkomlega hæft til að bjarga sér í hvers- dagslífinu. Eg get bætt því við í þessu sam- bandi, að á tímum Stalíns björg- uðu rússneskir geðlæknar mörgu fólki frá dauða með því að taka það inn á geðsjúkrahús vegna stjórnmálaskoðana, sem voru í andstöðu við skoðanir ráðamanna. Síðan hefur hluti rússneskra geð- lækna gengið yfirvöldum á vald og látið notað sig til að loka and- ófsmenn inni á geðsjúkrahúsum." — Er það algild regla að fólk sem haldið er geðsjúkdómi líði illa? „Með fáum undantekningum, já. Vægu oflæti fylgir oft vellíðan, eins og ég gat um áður. Annars líður þetta fólk oft miklar þján- ingar. í mörgum tilvikum er það jafnvel í alvarlegum sjálfsmorðs- hugleiðingum. Tíðni sjálfsmorða hjá þunglyndissjúklingum er geig- vænleg, um 15% þeirra sem þjást af þunglyndi fremja sjálfsmorð og um 60% þeirra sem ráða sjálfum sér bana hafa þjáðst af þunglyndi. Sjálfsmorð eru einnig nokkuð al- menn meðal schizophrensjúklinga og eins hjá þeim sem eiga við áfengisvandamál að stríða." Framtíöin — f lokin, Tómas, hvernig er búið að því fólki sem á við geðræn vandamál að striða á íslandi og hver eru helstu framtíðarverkefn- in? „Almennt stöndum við okkur vel miðað við aðrar þjóðir: við höf- um vel menntað fólk og góðan húsakost. Og það er greinilegt að fordómar gagnvart geðsjúkdóm- um eru á undanhaldi. Eitt af þvf sem þarf að leggja mikla áherslu á í náinni framtíð, jafnt hér heima sem annars stað- ar, er að meta árangurinn af hin- um ýmsu meðferðarformum. Þá er nauðsynlegt að geðlæknisfræðin efli enn tengsl sín við aðrar grein- ar læknisfræði, því ég tel víst að framfarir í geðlækningum verði að mestu leyti innan ramma al- mennra læknavísinda. Og þá á ég við uppgötvanir á raunverulegum líffræðilegum orsökum geðveiki." — Þú er bjartsýnn á að það tak- ist að greina þessar orsakir? „Ég er alveg viss um að það tekst, og það heldur fyrr en síðar.* MorgunblaAiA/Árni Sæberg. Mikil áhersla er lögð á endurhæfingu og starfsþjálfun i meðferð geðsjúkdóma hér á landi. Þessi mynd er tekin f iðjuþjálfunarsal geðdeildar Landspítalans. Bandariskur karlmaður, 34 ára, sem kann svolitla íslenzku, með áhuga á ferðalögum, tungumálum, íþróttum og tónlist: Bill Beggs, Box 10-3924, Anchorage, Alaska, UXA. Frá Japan skrifar 27 ára japönsk ógift kona, opinber starfsmaður, með margvisleg áhugamál: Eriko Shirai, 637-17 Hirano, Ishinden Tsu-city, Mie-prefecture, 514-01 Japan. Frá Finnlandi skrifar stúlka sem getur ekki um aldur, en liklega er hún innan tvítugs. Hefur áhuga á íþróttum, tónlist, frímerkjum o.fl.: Veronica Finnila, Ytterjeppo, 66900 Nykarleby, Finland. Frá Frakklandi skrifar 29 ára karlmaður, bankastarfsmaður. Vill skrifast á við íslendinga, skrifar á ensku auk frönsku, og skiptast á frímerkjum, póstkort- um o.fl.: Lucien Duplay, 22 Bd. de Fraissinette, 42100 Saint Etienne, France. Miðaldra Sovétmaður, sem skrifar á ensku, óskar að skrifast á við íslendinga. Safnar frímerkjum, póstkortum og vasabókum: Valentin S. Didyk, 236040 Kaliningrad 40, Partizanski 4 K 16, UAS.R. Sextán ára sænsk stúlka með áhuga á tónlist, póstkortum, íþróttum, bréfaskriftum o.fl.: Lena Gottberg, Holavedsv. 35, 18164 Lidingö, Sverige. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á píanóleik og annarri tón- list: Yukie Koizumi, 12-6 Minamimagome 5 chome, Ota-ku, Tokyo, 143 Japan. Tvítugur Grikki með margvísleg áhugamál vill skrifast á við ís- lenzk ungmenni á aldrinum 16—22 ára: Zafiriou Kleanthis, 12 Moshonision Str., Nea Smirni, Athens, Greece. Franskur knattspyrnuáhugamað- ur vill skiptast á félagamerkjum ýmiss konar: Michel Oreggia, 15 Avenue Caravadossi, 06000 Nice, France. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á teikningu: Hiroe Chiba, 11-33 Asahi-cho, Ebetsu City, Hokkaido, 067 Japan. Frá Austur-Þýzkalandi skrifar stúlka, háskólanemi, sem ekki get- ur um aldur. Hefur mikinn ís- landsáhuga: Jana Borowski, Dunckerstrasse 14, D.D.R., 1058 Berlin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.