Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 / OLAFSVAKAN hófst í gær Sögum fer af þeirri hátíð meðal þeirra íslendinga, sem Þórshöfn hafa gist í júlflok. Víst er að þá er mikið um dýrðir hjá frændum okkar og undirbúningur þeirra fyrir þjóð- hátíðina 29. júlí tekur ríflegan tíma bæði hvað varðar það sem breyta á um svip í bænum og svo hitt er snertir viðbúnað á heimilunum. Skyldu siðir og framkvæmdir líkjast því sem hér gerist 17. júní ár hvert, eða eiga Færeyingar sér allt aðrar venjur á þjóðhátíð? Sylvía Jóhannsdóttir for- maður Færeyingafélagsins Allar dyr opnar á Ólafsvöku Við leituðum til Sylvíu, sem er formaður Færeyingafélagsins, og báðum hana að fræða okkur um hvað þessir nágrannar okkar gerðu sér til skemmtunar á þjóð- hátíð sinni og af hverju Olafs- vökunafnið væri dregið. „ólafsvakan er haldin í minn- ingu ólafs Tryggvasonar hins heilaga Noregskonungs sem féll á Stiklastöðum 1030. Hann innleiddi kristna trú í Færeyjum og Ólafs- vakan er honum til heiðurs og við höldum þá okkar þjóðhátíð sem er einnig mikil trúarhátíð. Það má segja að það sem einkenni hana sé kappróðurinn sem er okkar þjóð- aríþrótt. Fólk kemur til Þórshafn- ar frá öllum eyjunum til að hitta vini og kunningja, sjá kappróður- inn, fara á hinar ýmsu skemmt- anir, í heimsóknir o.s.frv. Ólafs- vökuna höldum við í tvo daga og hún byrjar hinn 28 júlí, þ.e. dag- inn fyrir þann dag sem við köllum Ólafsvökudag. Klukkan tvö byrjar hátíðin með því að allir okkar íþróttamenn ganga í skrúðgöngu um bæinn upp að þinghúsinu þar sem borgarstjóri eða einhver hátt- settur maður setur hátíðina. Kappróðurinn tekur við að því loknu frá fjögur til fimm. Kristi- legar samkomur eru haldnar á eft- ir og dans stiginn að því loknu sem oft hefur komið erlendum gestum Sylvía Jóhannsdóttir, formaður Fær- eyingafélagsins. á óvart. Sá siður hefur haldist í Þórshöfn í langan tíma að hús eru opin og vinir og kunningjar geta gengið inn þó enginn sé heima og borðað af hlaðborðum sem útbúin hafa verið dagana fyrir ólafsvök- una. Það má segja að það sé ekkert til sparað í mat þessa daga og allir eiga að geta orðið saddir. í raun held ég að ólafsvakan hafi lítið breyst frá upphafi síðan 1898 þegar iþróttamót byrjuðu en auðvitað hefur verið haldið upp á þessa daga síðan 1030. Þetta hefur smáundið upp á sig eins og geng- ur. Á sjálfan ólafsvökudag er svo þingið sett. Prestar, lögmenn og biskup ganga í skrúðgöngu frá þinghúsinu og upp í gömlu Þórs- hafnarkirkju, sem kölluð er Hafn- arkirkja, og er þetta afskaplega hátíðlegt. Færeyingar eru mikið kirkjufólk. Eftir guðsþjónustu er gengið upp að þinghúsinu þar sem þingið er sett klukkan eitt. Þar eru ræður haldnar og færeyskir kórar syngja. Að þessu loknu eru kapp- reiðar og nú þegar Norræna húsið er komið er mikið um sýningar og þess háttar. Það eru semsagt há- Ungir sem aldnir skarta þjóðbúning á Ólafsvöku. tíðahöld stanslaust þessa tvo daga og allir sem vettlingi geta valdið taka þátt í þeim. Auðvitað er um einhverja drykkju að ræða eins og allsstaðar annarsstaðar en það er ekki rétta myndin af Ólafsvök- unni. — Hvernig flnnst íslendingi að vera á Ólafsvöku? Kristinn Gíslason var búsettur í Færeyjum í nokkur ár ásamt konu sinni. Kristinn Gíslason Kappróðurinn er númer eitt „Ólafsvakan gengur út á það að menn ganga á milli kunningja og vina, ræða málin og endurnýja gamlan kunningsskap. Öll hús eru opin þessa daga. Það er gamall siður að hafa hús opin og venju- lega er þá uppdekkað borð fullt af mat og öðru góðgæti sem vinir geta farið í þó enginn sé heima. Það er alls ekkert sparað þessa daga hvorki í mat né drykk. Ann- ars eru Færeyingar alla jafna mjög gestrisið fólk. I Færeyjum þekkist það ekki að fólk banki á hurðir. Gestagangur er mikill fyrir Þórshafnarbúa því fólk kem- ur svo mikið utan að og gistir jafnvel. Nú auðvitað skiptir máli hvernig viðrar því fólk leggur kannski ekki á sig nú orðið að koma ef veður er mjög slæmt. Ef Ólafsvakan kemur eins og núna upp á laugardag og sunnudag þá er hætt að dansa inni klukkan 11.30 því í Færeyjum er það helgi- brot að dansa eftir þann tíma. Aftur á móti, ef vel liggur á fólki, Kristinn Gíslason var búsettur í Færeyjum. Skírnin Þarf að borga fyrir skírn? Viötal við Einar Sigurbjörnsson Hvað er skírn? 1 skírninni tekur Jesús Kristur okkur að sér og gerir okkur að börnum Guðs. Skírnþeganum veitist hlutdeild í þeirri sátt- argjörð, sem Jesús vann, er hann sætti menn við Guð, og hann eignast þau gæði sem leiða af samfélaginu við Krist og eru fyrirgefning syndanna, líf og sáluhjálp. Um leið og maður tek- ur skírn, verður hann meðlimur hins kristna samfélags, kirkj- unnar, sem er söfnuður þeirra sem játa Jesú sem Drottin og frelsara og vilja í öllu lífi sínu fylgja honum sem boðberar sátt- argjörðar og friðar í nafni hans. Lítur kirkja okkar svo á, að þar sem söfnuður sé fyrir hendi eða kristinn jarðvegur, þar skuli kristnir foreldrar eiga rétt á að bera börn sín til skírnar, þar eð ekki megi útiloka börnin frá Guðs náð. Byggist þetta álit á venju, sem nær allt aftur til daga hinnar elstu kirkju. Hvers vegna þarf að borga þegar skírt er? í raun er það svo, að skírnin sjálf kostar ekki neitt. Hún er sakramenti, þ.e. heilög athöfn, þar sem náð veitist fyrir tilstuðl- an ytri efna, og sakramentin eru ekki seld. Hér á landi hefur það hins vegar lengi tíðkast, að sam- fara skírninni sé börnum gefið nafn. Nafngjöf og skírn er auð- vitað alls ekki eitt og hið sama, heldur tvennt ólíkt, en tengslin eiga sér þær orsakir, að nafnið felur í sér persónuleikann og því hefur það verið álitið dýrmætt að nefna nafn barn fyrsta sinni, um leið og það er gefið Guði í skírninni. Það er hins vegar nafnskráningin, sem fólk borgar fyrir. Presturinn hefur það hlut- verk sem embættismaður ríkis- ins að skrá nöfn barna, hvort sem þau eru skírð eða ekki, og tilkynna það Hagstofunni og er það sá gjörningur sem fólk borg- ar fyrir. Að fara í kirkju Þegar rætt er við fólk hvers vegna það fer í kirkju þá kennir margra grasa. Sumir fara í kirkju til að hlýða á sönginn, aðrir til að hlýða á predikunina og enn aðrir af skyldurækni o.s.frv. Margir kvarta undan því að það sé leiðin- legt að fara í kirkju. Aðrir kvarta undan því þegar verið er að auka virkni kirkjugesti t.d. með friðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.