Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLl 1984 Heilsad upp á Surt, Gretti, Hallmund og fleiri höfðingja Teikn. H. Ben. Eiríkur, einfættur, í sjálfheldu í Eiríksgnípu. Sveitamenn reiðir fyrir neðan. 15 LESTA BÁTAR Viö framleiöum vandaða 15 lesta fiskibáta úr trefjaplasti. Bátarnir eru tilvaldir til veiöa meö rækjutrolli, netum, línu og handfærum. Bátana má fá á ýmsum byggingarstigum. STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI Upplýsingar í síma 95-4775, 95-4849. TRÉSMIÐJA OG SKIPASMÍÐASTÖÐ GUÐMUNDAR LÁRUSSONAR HF., SKAGASTRÖND. var áður farið fram á Arnarvatns- heiði, fannst hrossið dautt, Franz hafði skorið það á háls. Enn seinna um haustið, eða snemma vetrar, fóru tveir Borg- firðingar til veiða gegn um ís á Reykjavatni og urðu þeir varir mannaferða. Hreppstjóri þeirra Hvítársíðunga, Jón Auðunsson, brá þá hart við, safnaði liði og klófesti þjófinn. Hann var 27 ára gamall þegar atvikið átti sér stað og var síðan sendur til 20 ára Brimarhólmsvistar. Nú leggjast ekki út aðrir en ferðalangar sem draga vilja að sér hreint og tært hálendisloftið og veiða sprækan og stóran Reykja- vatnssilunginn sem á vart sinn líka að líkamsburðum. „Eigum við ekki að drífa í...“ Eitt furðulegt fyrirbæri fyrir- finnst í Hallmundarhrauni, það eru djúpir hraunbollar með græn- gresi í botni og tæpum einstigum ofan í. Talsvert er um slíka bolla og sótti og sækir sauðfé mjög ofan í slíka bolla. Sá var þó galli á gjöf Njarðar, að þó féð kæmist ofan í, komst það ekki upp úr aftur hjálp- arlaust. Því var það að allmargt fé dó í dauðagildrum þessum, þess- um bollum sem virtust hrein para- dís, með ilmandi grængresi í botni og skjóli fyrir sólarhita og mý- vargi sem margt er af á þessum slóðum svo eigi sé dýpra í árina tekið. 1 einni slíkri holu fundust eitt sinn 20 kindaskrokkar. Hlaðin hafa verið þrep upp úr hættu- legustu „sveltustömpunum" sem vitað er um, en svo hafa dauða- gildrur þessar verið kallaðar. Til er saga um tvo borgfirska bændur sem voru á rölti í Hall- mundarhrauni einhverju sinni og gerðu þeir sér far um að kíkja ofan í þá sveltustampa sem þeir vissu um á gönguleið sinni. Þetta voru rólegheitarmenn, en nöfn voru ekki nefnd er grh. heyrði frásögnina. Þeir komu að hverri „gröfinni" af annarri og voru kindaskrokkar nokkrir { flestum pyttunum. „Við verðum að fara að gera eitthvað í þessu,“ sagði annar alltaf við hinn við hvern sveltu- stamp, og sá er hlýddi á svaraði jafnan „já, við verðum að gera eitthvað í þessu einhvern daginn". Hver stampurinn rak annan og alltaf var viðkvæðið það sama og varla að karlarnir nenntu að geta þess í hvert skipti að „einhvern daginn" yrði að taka á þessu máli. Svo komu þeir allt í einu að djúp- um og miklum sveltustampi og þegar þeir gægðust ofan í hann sáu þeir ekki betur en að ofan í lægi beinagrind af manni. Horfðu þeir á um hríð og mæltu ekkert, störðu á grindina og síðan hvor á annan til skiptis. Loks eftir langa þögn mælti annar við hinn: „Heyrðu, eigum við ekki að fara að drífa í því að hlaða upp þessum helv. stömpum áður en við töpum fleiri rollum". „Jú, endilega," sagði hinn, og svo röltu þeir áfram leið- ar sinnar. Niðurlag Hraunið er eilíft, að minnsta kosti ef miðað er við nokkrar mannsævir, sumir andmæla svona yfirlýsingum og segja að ekkert sé eilíft. Margt er þó breytt, dropa- steinarnir eru horfnir, búið er að traðka niður beinin í Surtshelli og horfnir eru útilegumenn og senni- lega tröllin líka. En hellarnir eru þarna enn og minjarnar um úti- legumenn lifa bæði í hrauninu og í bókum, en ekki síst í andrúmslofti því sem ríkir þarna á heiðum frammi. Þaðan verður það aldrei afmáð, sama hvernig ferðafólk kann að ganga um vinjarnar. Vættir hraunsins vilja varðveita það sem einu sinni var og hlúa að því sem eftir er. Það vilja einnig ferða- menn og sveitamenn sjálfir í vax- andi mæli og því verður Hall- mundarhraun eftir sem áður kynngimagnaður og stórbrotinn staður sem skilur mikið eftir sig í hugum þeirra er það sækir heim. (Heimildir: Árbók FÍ 1962 o.fl.) — gg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.