Morgunblaðið - 01.08.1984, Síða 25

Morgunblaðið - 01.08.1984, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 25 Víðtækt þrælahald stjórnarerindreka Genf, 31. jnlí. AP. SAMTÖK sem berjast gegn þræla- haldi ávörpuöu mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og greindi fri þeim niðurstöðum sínum að stjórnarerindrekar margra landa héldu þræla og kæmust í allt of mörgum tilvikum upp með það. Þrælahaldið lýsir sér yfirleitt þann- ig, að diplómatarnir geyma vegabréf þjónustufólks síns, loka það inni, borga því ekki kaup, pína það til yfirvinnu og gefa því lítið að borða. Alvarlegasta dæmið var sagt mál ungs auðugs Asiubúa sem var stjórnarerindreki fyrir land sitt í París. Hann var sakaður um að Slagsmál í þingsölum Nýja Delhí, 31. júlí. AP. Fylkisstjórnin í Kashmir-ríki Ind- lands komst til valda í ný í dag, aðeins einum degi eftir að forseti þingsins hafði sagt forsætisráðherrann skorta meirihluta á þinginu. Til slagsmála kom í þingsölum, er forseti þingsins var tekinn ómjúkum höndum og færð- ur í varðhald. Þrjátíu og fjórir stjórnar- andstöðuþingmenn gengu reiðir af þingi í mótmælaskyni. Hin opinbera fréttastofa Indlands greindi frá atburðunum í þingsölum Kashmir og lýsti þeim sem „brjálæð- islegum". Hámarki náði ólgan rétt áður en fylkisstjórnin náði annarri af tveimur traustsyfirlýsingum, en daginn áður hafði forseti þingsins, Wali Mohammed Itoo, lýst yfir að stjórn G.M. Shas hefði ekki þing- meirihluta. Gftir að stjórnarand- stöðuþingmennirnir höfðu gengið út úr þingsölum kusu stjórnarsinnar nýjan þingforseta, Mengat Rem Sharma, tryggan stuðningsmann sinn og stjórnar Indiru Gandhi. hafa barið til dauða unga íranska þjónustustúlku sína. Patrick Montgommery, talsmaður sam- takanna sem hér um ræðir, sagði að flestir stjórnarerindrekar væru með hreinan skjöld, þrælahaldið væri eigi að síður allt of útbreitt. Montgommery sagði að þó hann hefði aðeins starfað stutt í sam- tökunum, hefði hann vissu fyrir þrælahaldi stjórnarerindreka í borgum á borð við New York, Washington, Lundúnum, Genf og París. í þeim tilvikum sem honum væri kunnugt um, væri um fólk af níu þjóðernum að ræða og væru þá bæði erindrekar og þjónar þeirra meðtaldir. Montgommery fór í smáatriðum út í tvö mál sem hann hafði á reið- um höndum. í einu tilvikinu var stjórnarerindreki lagður veikur á spitala. Var yfirhjúkrunarkon- unni gert að leyfa þjóni mannsins að sofa í dyrum herbergisins. í öðru tilviki slapp ung stúlka úr prísundinni og gaf sig fram við lögregluyfirvöld. Var hún með bitför á handleggjum og brenni- merkt á höfuðleðrinu. Það eru mörg ljón í veginum, ætli þjónn að losna úr óréttinum. I flestum tilvikum hafa erindrek- arnir gengið úr skugga um að þjónninn kunni ekki tungu þess lands sem hann starfar {, því myndi viðkomandi þjónn strax eiga erfitt með að gera sig skilj- anlegan. Hann myndi vera einn á báti, vinalaus og peningalaus. Gf hann gæfi sig fram við lögregluna, myndi ræðismaður viðkomandi lands þar með vera kominn í spilið og endirinn yrði nær örugglega sá, að þjónninn yrði sendur til vinnu- veitanda síns á ný. „Þessi mál þarfnast endurskoðunar og það strax," sagði Montgommery. Myndin sem hér birtist er úr breska ritinu Jane’s Defence Weekly og sýnir þá hugmynd sem menn þar gera sér um hið nýja kjarnorkuknúna, sovéska flug- móðurskip, sem talið er að muni hljóta nafnið Kreml. Tilgátur eru uppi um að Sovétmenn ætli að smíða fjögur eða jafnvel sex skip af þessari gerð, en um borð í hverju verða 60 til 70 orrustu- flugvélar. Listamaðurinn teiknar orrustu- þotur af Flanker-gerð á þilfari móðurskipsins og þykir það nokkrum tíðindum sæta vegna þess hve fullkomnar vélar af þeirri gerð eiga að vera, en að lík- indum verða þær teknar i notkun á þessu ári eða því næsta. Vélarn- ar eru helst sagðar sambærilegar við F-15-orrustuþotur Bandaríkja- manna sem væntanlegar eru til Keflavíkurflugvallar. Flanker- orrustuþotur geta farið á hljóð- fráum hraða (Mach 2,35), reiknað er með að vélarnar dragi 620 sjó- mílur í orrustu. JarÖskjálfti í Afganistan iglamabad, PakisUn. 30. jnll. AP. JARÐSKJÁLFTl sem mældist um 5 stig á Richter-kvarða varð í Hindu Kush-fjallahéraðinu í norðurhluta Afg- anistan en ekki hefur enn verið sagt frá því hvort manntjón hafi orðið né heldur eignaskemmdir. Jarðskjálftinn fannst einnig f pakistanska landa- mærabænum Peshawar, sem er 250 km til suðausturs. Undanfarna mánuði hefur jörð verið ókyrr á þessum slóð- um. Nýtt sovéskt flugmóðurskip VESTRÆNIR sérfræðingar telja að í byrjun næsta áratugar taki Sovétmenn í notkun 75 þúsund lesta flugmóðurskip. Nú eiga þeir þrjú 43 þúsund lesta flugmóðurskip sem öll hafa byrjað æfingar og reynslusiglingar frá Kóla-skaga á hafsvæðunum fyrir norðan Island og er eitt þeirra að jafnaði í sovéska norðurflotanum. Kjölur að nýja skipinu, sem verður 335 metrar að lengd, var lagður í Nikolaiev- skipasmíðastöðinni við Svartahaf á síðasta ári og reynslusiglingar byrja líklega á fyrri hluta árs 1988. TOYOTA ákU0l(r umkaíl'ágmarks bilana: , tí&ni, bjóöum vi& íynTOYSsi fer&askobun. viftureinl, olía Eru hemlar '»er'eitthvað sérstakt H u í • ' tyrir JJJ Ferðaskoðun. TOYOTA m NýbýlavegiS 200Kópavogi S. 91-44144

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.