Morgunblaðið - 01.08.1984, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 01.08.1984, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984 31 Útför Þuríðar Gísladóttur ^ Myvatnssveit, 30. julí. ÚTFÖR Þuríðar Gísladóttur í Reynihlíð var gerð frá Reykjahlíðarkirkju síðastliðinn laugardag að viðstöddu mjög miklu fjölmenni. Séra Örn Friðriksson sóknarprestur flutti útfararræðu og jarðsöng. Laufey Sigurðardóttir lék einleik á fiðlu við undirleik Kristínar Jónasdóttur. Þá söng Baldur Baldvinsson einsöng. Öll var athöfnin hin virðulegasta. Þuríður Gísladóttir var fædd í Presthvammi í Aðaldal 31. júlí 1905 og var þvi tæplega 79 ára. Foreldrar hennar voru Gísli Sig- urbjörnsson og Helga Pálsdóttir. Hún fluttist hingað í Mývatns- sveit 1921 er hún giftist Pétri Jónssyni í Reykjahlíð. Þar bjuggu þau síðan allan sinn búskap að tveimur árum undanskildum, er þau bjuggu á hluta jarðarinnar Kasthvammur í Laxárdal. Pétur og Þuríður eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi. Pétur andaðist 1971. Um Þuriði má segja að hún efld- ist við hverja raun enda þurfti á þvi að halda á stóru og fjölmennu heimili og vinnudagurinn því oft langur. Þuríður var mikil skap- gerðarkona, traust, stjórnsöm, trygglynd og ætíð hress í bragði. Hafa þessir eiginleikar eflaust afl- að henni virðingar, enda átti hún mikinn fjölda vina og kunningja. Pétur og Þuríður byggðu nýbýl- ið Reynihlíð 1942. Auk þess að vera íbúðarhús þeirra gátu þau þar tekið á móti gestum og gang- andi. Þau voru bæði ákaflega gestrisin og vildu ætíð hvers manns vandræði leysa. Þá byggðu þau einnig hótel Reynihlíð með fjölskyldum sínum, sem síðar er búið að stækka á undanförnum ár- um og er nú rekið með miklum myndarskap. Síðustu ár átti Þuríður við van- heilsu að striða og andaðist i sjúkrahúsinu á Húsavík 21. júli. Blessuð sé minning hennar. Kristján Frá söngnámskeiðinu. íslenzka óperan: Lokatónleikar söngnámskeiðs UNDANFARNAR þrjár vikur hefur staðið yfir söngnámskeið í húsa- kynnum íslensku óperunnar í Gamla Bíói í Reykjavík. Fimmtudags- kvöldið 2. ágúst efna nemendur á námskeiðinu til lokatónleika og koma þar fram 16 söngvarar og söngnemendur. Undirleikarar verða Kolbrún Sæmundsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir, sem er undir- leikari námskeiðsins. Tónleikarnir veröa í Gamla Bíói og hefjast kl. 20.30. Það eru söngvararnir Helene Karusso og Kostas Paskalis sem leiðbeint hafa 20 íslenskum söngvurum í raddtækni og túlk- un. Þau Karusso og Paskalis eru bæði grísk að uppruna, hún er starfandi prófessor við Tónlist- arháskólann i Vínarborg, en hann hefur á sínum 30 ára söngferli sungið við flest stærstu óperuhús í heimi, var m.a. ráð- inn við Vínaróperuna í 10 ár. Frá stjórn Félags sjálf- stæðismanna í Nes- og Melahverfi Gjaldkeri félagsins minnlr þá félagsmenn sem ekkl hafa greitt félags- gjald starfsáriö 1983—1984 aö gera þaö sem fyrst. Jafnframt minnir gjaldkerinn fulltrúaráösmeöllmi á aö þeir fá ekki afhent fulltrúaráösskfrteiniö fyrr en þeir hafa greitt ársgjaldiö. Þess vegna hvetjum viö ykkur alla, jafnt félaga sem fulltrúa aö gera skil nú þegar. Greiösluna má Inna af hendi f öllum bönkum, sparlsjóö- um svo og aöalpósthúsinu og útibúum þess. Takmarkið er: Verum öll skuldlaus fyrir næsta aöalfund félagsins. Stjórnln Almennur stjórnmálafundur Sjálfstæöisfélögin i Vestur-Baröastrandarsýslu halda almennan stjórnmálafund miövikudaginn 1. ágúst nk. f félagsheimill Patreks- fjaröar kt. 20.30. Formaöur Sjálfstæöisflokksins. Þorsteinn Pálsson alþingismaöur, mætir á fundinn. Dagskrá: 1. Ávarp: Þorsteinn Pálsson. 2. Fyrirspurnlr og almennar umræöur. Sjálfstæóisfélögin í Vestur-Barðastrandarsýslu. í LOFTTÆMDUMI UMBÚÐUM I ADÞÍNUVALI | SODIN SVID SMURT BRAUD í ÚRVALI SODID HANGIKJÖT 3 TEGUNDIR ÁLEGGS STEIKTAR KÓTILETTUR í PAKKA Á TILBODSVERDI KRYDDLEGID LAMBAKJÖT GRILL-KÓTILETTUR LAMBAKJÓT Á TEINI LÆRISSNEIÐAR KÓTILETTUR FRAMHRY GGUR 25STK. PLASTGLÖSÁ 36 kr. PLASTFILMA 30 M 26 kr. 40 PAPPADISKAR Á 77 kr. PLASTHNÍFAPÓR ÁLFILMA 20 M 69 kr. VATNSKÚTAR 2'/2 OG 5 GALLON NIDURSUDUVÖRUR SNACK-VÖRUR INSTANT-SÚPUR INSTANT-DRYKKIR SÆLGÆTI GOSÍDÓSUM ODYRUSTU GRILLKOL í BÆNUM KR. 119 pr. 3 kg ARMULA-EIÐISTORGI NAUTAKJÖT INNRALÆRI 499 kr/kg KRYDDL. FRAMHR. 130 kr/kg MJAÐMASTYKKI 499 kr/kg NAUTA OSSO-BUCO 110 kr/kg KLUMPUR 389 kr/kg NAUT AHAMBORGARAR 17 kr/stk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.