Morgunblaðið - 16.08.1984, Side 3

Morgunblaðið - 16.08.1984, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984 3 Vegleg bókagjöf Á þriðja þúsund bindi NÝLEGA gaf séra Valgeir Helgason, fyrrverandi sóknar- prestur og prófastur í Asum í Skaftártungu, Héraösbókasafn- inu á Kirkjubcjarklaustri allt bókasafn sitt — á þriðja þúsund bindL Bókagjöfinni fylgja eitt hundrað krónur í peningum, sem verja skal til þess að skrá safnið og prenta bókaskrá þess. Þetta eru allt íslenskar bækur, fjalla einkum um sagnfræði og þjóðleg fræði. Safnið er í mjög góðu ásigkomulagi — og er mikill hluti þess í bandi, bókakápur heil- ar og hreinar. Afhending þess fer fram eftir samkomulagi gefanda og bókasafnsvarðar. Héraðsbókasafnið á Kirkjubæj- arklaustri er miðsafn, sem þjónar héraðinu milli Skeiðarár- og Mýrdalssands. Gjöf þessi er bókasafninu mjög kærkomin — og með henni telur safnið á 9. þúsund bindi og er þriðja stærsta bókasafn á Suður- landi, stærri eru aðeins sðfnin í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Það er mikill menningarauki fyrir íbúa héraðsins af bókagjöf þessari og sýnir hún einnig rækt- arsemi og rausnarskap séra Val- geirs Helgasonar. Séra Valgeir var prestur í Ás- prestakalli í Skaftártungu frá 1933—1980 og prófastur frá 1963-1980. Hann dvelur nú á elliheimilinu i Vík í Mýrdal. Svipað veð- ur áfram um allt land Búist er við svipuðu veðri áfram um allt land að sögn Trausta Jónssonar veðurfræð- ings. Gert var ráð fyrir smávægi- legri rigningu á Austurlandi í gærkveldi, en síðan átti að létta til og er líklegt að þurrt verði að mestu á Norður- og Austurlandi. Áfram verður rigning eða súld á Suður- og Vesturlandi, en úrkoman verður sennilega ekki eins stórfelld og verið hefur. Karl gerði jafntefli við Stohl KARL Þorsteins og Stohl fri Tékkó- slóvakíu gerðu jafntefli í gær, f 11. umferð heimsmeistaramóts skik- manna 20 ira og yngri, og eru þeir nú í 3. til 4. sæti i mótinu raeð 7'A vinning, einum vinningi i eftir Dreev frá Sovétríkjunum og Hansen fri Danmörku, sem eru efstir og jafnir með 8‘/j vinning. Sovétmaðurinn gerði í gær jafn- tefli við Romero frá Spáni og Han- sen vann núverandi heimsmeist- ara, Georgiev frá Búlgariu. 011 frá Sovétríkjunum er með unna bið- skák á móti Norðmanninum öst- enstad og ef svo fer sem horfir verður hann einnig með 7 Vi vinn- ing ásamt þeim Karli og Stohl. Líkur eru á að Karl tefli við 011 í 12. umferð og gæti sú skák orðið jöfn og spennandi þar sem Sovét- maðurinn hefur stöðugt sótt í sig veðrið á mótinu. Mikil verðlækkun á útiræktuðu grænmeti MIKIÐ framboð er nú i útiræktuðu grænmeti og hefur verðið verið lækk- að eftir því sem grænmetið berst i markaðinn. Fyrr í vikunni varð til dæmis mikil verðlækkun i blómkili og spergilkili. Heildsöluverðið i blómkili lækkaði úr 70 krónum kíló- ið í 45 krónur en fyrr í sutnar var heildsöluverðið i kflói af blómkáli 110 krónur. Spergilkilið lækkaði úr 110 krónum kflóið í 70 krónur. Guðmundur Bjarnason, starfs- maður hjá Sölufélagi garðyrkju- manna, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að framboðið af útiræktuðu grænmeti væri nú mik- ið því garðyrkjubændur væru þessa dagana „að rífa upp úr görðunum". Hann sagði að heildsöluverðið á gulrófum væri nú 30 krónur kilóið, þær hefðu lækkað úr 47 krónum í síðustu viku. Hvítkálið kostaði einnig 30 krónur hvert kíló og hefði það lækkað úr 47 krónum um síð- ustu mánaðamót. Sagði hann að gulræturnar kostuðu 95 krónur kílóið í pakkningum en 80 krónur í lausu. Þær hefðu enn ekkert lækk- að i verði enda svo til eingöngu inniræktaðar gulrætur sem komið hefðu á markaðinn. Guðmundur sagðist ekki vita hvort verðið ætti eftir að breytast, það færi eingöngu eftir framboði og eftirspurn. Guðmundur sagði að kílóið af tómötum og gúrkum kostaði nú 60 krónur í heildsölu og 145 krónur kílóið af papriku. Sagði hann að lítið bærist af þessum vörum vegna sólarleysis og bjóst ekki við að verðið á þessum tegundum muni lækka frekar en orðið er i sumar. F0SSAR þeir finna ávallt hagkvæmustu leiðina Reynsla Eimskips og stöðug endurnýjun í flutningstækni tryggir viðskiptavinum okkar fullkomið öryggi í hvers kyns flutningum. Sérhæfður skipakostur Eimskips annast einingaflutning, gámaflutning, frystiflutning, kæliflutning og stórflutning á skjótan og hagkvæman hátt. Traustir starfsmenn móttökuhafnanna ásamt vönduðum flutningstækjum í landi sjá til þess að varan kemur heil heim í hlað - á réttum tíma. Fossarnir-farsæll flutningur um allan heim. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.