Morgunblaðið - 16.08.1984, Síða 6

Morgunblaðið - 16.08.1984, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984 í stuttu máli Kohl vísar sovéskri gagn- rýni á bug SL Cilgen, Auslurríki, 14. á|(Ú8t. AP. HELMIIT Kohl, kanslari Vest- ur-Þýskalands, sem nú er stadd- ur í orlofi í Austurríki, sagði f viðtali við útvarpið þar í dag, að árásir á vestur-þýsk stjórnvöld í sovéskum fjölmiðlum að undan- förnu v«eru áróðursbragð og væri tilgangur þeirra að hafa áhrif á samskipti Vestur-Þýska- lands við önnur ríki f Varsjár- bandalaginu. Kohl vísaði á bug þeirri staðhæfingu sovéskra fjöl- miðla að Vestur-Þjóðverjar hefði í hyggju að ná aftur þeim landsvæðum sem þeir töpuðu í síðari heimsstyrjöld- inni. Fréttaskýrendur á Vestur- löndum telja að árásir Sov- étmanna stafi af ugg þeirra vegna náinna samskipta Aust- ur- og Vestur-Þýskalands að undanförnu. Fyrirhugað er að Erich Honecker, forseti Austur-Þýskalands, komi í heimsókn til Vestur-Þýska- lands innan skamms, en Sov- étmenn eru mjög óánægðir með þá ferð. Kohl kanslari áréttaði þann grundvallarmun, sem væri á viðhorfum stjórnvalda í Aust- ur- og Vestur-Þýskalandi til framtíðar þýsks þjóðfélags, en kvað ágreining þeirra ekki þurfa að hindra skoðanaskipti, jafnvel ekki á tíma stirðra samskipta austurs og vesturs. Bandaríkin: Blaðamaður frá Rúmeníu biðst hælis San Diego, Kaliforníu, 14. *2ÚMt. AP. Rúmenskur blaðamaöur, sem staddur var í Bandaríkjunum vegna Ólympíuleikanna, hefur beðið um hæli þar sem pólitískur flóttamaður. Maðurinn, sem heitir Vlad- imir Moraru og er 38 ára gam- all, hefur starfað við rúm- enska íþróttadagblaðið Sport- ol. Það var bandaríska dagblað- ið San Diego Union sem fyrst greindi frá flótta Rúmenans, en hann hafði verið fenginn til að aðstoða starfsmenn blaðs- ins við frásagnir af þátttöku landa sinna í Ólympíuleikun- um jafnhliða því sem hann var fréttaritari Sportol á leikun- um. Eiginkona Moraru og fimm mánaða gömul dóttir þeirra eru í Rúmeníu. Rúmenía var eina ríkið í Austur-Evrópu, sem þátt tók í leikunum í Los Angeles. Fréttir úr Morgunblaö- inu lesnar á virkum dögum kl. 19.50 á „Út- rás“ FM 89,4. Útvarp kl. 20.30: Undir yfirborðið „Undir yfirborðið" nefnist þátt- ur um mál kynjanna og viðhorfið til karlmanna og stöðu þeirra, sem verður á dagskrá útvarps í kvöld kl. 20.30. Þáttur þessi er gerður í tengslum við dönskunámskeið, sem haldið var við Háskóla ís- lands, og bar heitið „Mál kynj- anna“. Þáttur þessi er unninn af þremur nemendum í dönsku við Háskólann, þeim Bjarna Þor- steinssyni, Ríkharði Hördal og Valgerði Kristjánsson undir stjórn Lísu Schmalensee lektors. Efst á baugi í þættinum verða vandamál karla í nútímaþjóðfé- lagi, þar sem konur eru sífellt að færa sig upp á skaftið og farnar að færast ýmislegt í fang sem áður var einungis álitið vera á „karla meðfæri". Rætt verður við fjölda karlmanna um viðhorf þeirra til kvenna fyrr og nú, með áðurnefndar breytingar, sem orðið hafa á stöðu konunnar í þjóðfélaginu, í huga. Útvarp kl. 22.35: Geir H. Haarde Haraldur Steinþórsson. Þorsteinn A. Jónsson. Fimmtudagsumræðan Rafn Jónsson er stjórnandi „Kimm tudag.su mræðunnar“ sem er á dagskrá útvarps í kvöld. Þátturinn fjallar að þessu sinni um kjaramál opinberra starfsmanna. Rætt verður um þróun kjaramála þeirra síðustu árin, í samanburði við kjör ann- arra stétta. Þá verður reifuð staða þessara mála í dag. Geir Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Haraldur Steinþórsson, framkvæmda- stjóri BSRB, og Þorsteinn A. Jónsson, varaformaður launa- málaráðs BHM, taka þátt í um- ræðunni í beinni útsendingu en einnig koma aðrir fram í þættin- um. Það skal tekið fram að í þætt- inum í kvöld verður ekki opin lína fyrir hlustendur að loknum umræðum, eins og verið hefur í „Fimmtudagsumræðunni" hing- að til. Orsökin er sú að ekki þyk- ir ráðlegt að fara út í smáatriði varðandi kjör opinberra starfsmanna, vegna kjarasamn- inganna sem nú gilda og stöð- unnar í samningamálum. Útvarp kl. 11.30: Viðar Eggertsson og Guðrún Jacobsen lesa tvær smásögur í útvarpi í dag. Tvær smásögur Tvær smásögur verða lesnar í útvarpi í dag kl. 11.30. Sú fyrri nefnist „Tarot“ og er eftir Jón Pálsson, lesari er Viðar Egg- ertsson. Síðari sagan er eftir Guðrúnu Jacobsen og nefnist „Þegar amma deyr“, höfundur les. „Tarot“ segir frá sérkenni- legri stúlku sem sögumaður kynnist og frá sambandi sem myndast þeirra á milli. Saga þessi birtist í Lesbók Morgun- blaðsins ekki alls fyrir löngu en höfundurinn, Jón Pálsson, hefur aðallega fengist við að skrifa skáldsögur og leikrit í knöppu formi. Sagan „Þegar amma deyr“ var skrifuð árið 1957 og birtist í smásagnasafninu „Smáfólk" sem kom út árið 1963. Sagan fjallar um lítinn strák sem verður fyrir því að foreldrar hans skilja og á hann því ekk- ert athvarf annað en hjá ömmu sinni. Svo þegar að hún deyr finnst honum hann vera einn í heiminum. Sagan lýsir tilfinningum litla stráksins, hann saknar ömmu sinnar svo mikið en fær ekki einu sinni að fara í jarðarför hennar þar sem hann er enn svo ungur að árum. Útvarp Reykjavík FIMMTUDKGUR 16. ágúst MORGUNNINN_______________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. í bítið. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Bjarni Sigurðs- son talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Eins og ég væri ekki til“ eftir Kerstin Johansson. Sigurður Helgason les þýðingu sína (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 11.00 „Ég man þá tíð“. Lög frá liðnum árum. Umsjón: Her- mann Ragnar Stefánson. 11.30 Tvær smásögur. a. „Tarot“ eftir Jón Pál. Viðar Eggertsson les. b. „Þegar amma deyr“ eftir Guðrúnu Jacobsen. Höfundur les. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 „Við bíðum“ eftir J.M. Coetzee. Sigurlína Davíðsdóttir les (7). 14.30 Á frívaktinni. Sigrún Sigurð- ardóttir kynnir óskalög sjó- manna. SÍPDEGID 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. a. Chanson Anglaise eftir Em- anuel Adriaensen. Narciso Yep- es leikur á gítar. b. Kvintett nr. 5 eftir Victor Ew- ald. The Mount Royal-blásara- kvintettinn leikur. c. Næturljóð eftir Claude De- bussy í útsetningu Maurice Ravel. Anne Shasby og Richard McMahon leika á tvö píanó. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisútvarp. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Eiríkur Rögn- valdsson talar. KVðLDID_____________________ 19.50 Við stokkinn. Stjórnandi Gunnvör Braga. 20.00 Sagan: „Júlía og úlfarnir" eftir Jean Graighead George. Geirlaug Þorvaldsdóttir les þýð- ingu Ragnars Þorsteinssonar 20.30 Undir yfirborðið. Þáttur um mál kynjanna og viðhorfið til karlmanna og stöðu þeirra, gerður í tengslum við dönsku- kennslu í Háskóla íslands af Bjarna Þorsteinssyni, Ríkarði Hördal og Valgerði Kristjáns- son undir stjórn Lísu Schmal- ensee lektors. 21.30 Frá kammertónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í mars sl. Páll P. Pálsson stj. a. Þættir úr óperunni „Brott- námið úr kvennabúrinu“ eftir Mozart í útsetningu Johann Nepomuk Wendt. SKJANUM FÖSTUDAGUR 17. ágúst 19.35 Umhverns jörðina á áttatíu dögum 15. Þýskur brúðumyndaflokkur. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna Gunnlaugs- dóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggs- son. 20.45 Skonrokk Umsjónarmenn Anna Hinriks- dóttir og Anna Kristln Hjart- ardóttir. 21.15 Var 007 njósnaflug? Bresk fréttamynd. Fyrir einu ári grönduðu Sovét- menn kóreskri farþegaþotu með 269 manns innanborðs. í myndinni eru atburðir þessir raktir og reynt að varpa nýju Ijósi á þá. Þýðandi Einar Sigurðsson. 21.40 Kampútsea Stutt bresk fréttamynd. Þýðandi og þulur Einar Sigurðs- son. 21.55 Kona utan af landi (La Provinciale) Frönsk-svissnesk bíómynd frá 1981. Leikstjóri Claude Goretta. Aðalhlutverk: Nathalie Baye, Angela Winkler, Bruno Ganz og Pierre Vernier. Ung kona fer til Parísar í at- vinnuleit. Kynni hennar af borgarlífinu og borgarbúum valda henni ýmsum vonbrigðum en hún eignast vinkonu sem reynir að kenna henni að semja sig að nýjum siðum. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.45 Fréttir í dagskrárlok. J b. Svíta úr „Túskildingsóper- unni“ eftir Kurt Weill. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Fimmtudagsumræðan. Stjórnandi: Rafn Jónsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 16. ágúst 10.00—12.00 Morgunþáttur Fyrstu þrjátíu mínúturnar helg- aðar íslenskri tónlist. Kynning á hljómsveit eða tónlistar- manni. Viðtöl ef svo ber undir. Ekki meira gefið upp. Stjórnendur: Jón Olafsson og Sigurður Sverrisson. 14.00—15.00 Eftirtvö Létt dægurlög. Stjórnendur: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 16.00—17.00 Jóreykur að vestan Litið við á bás-2, þar sem fjósa- og hesthúsmaðurinn Einar Gunnar Einarsson lítur yfir far- inn veg og fær helstu hetjur vestursins til að taka lagið. 17.00—18.00 Gullöldin — lög frá 7. áratugnum Vinsæl lög frá árunum 1962 til 1974 — Bítlatímabilið. Stjórnendur: Bogi Ágústsson og Guðmundur Ingi Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.