Morgunblaðið - 16.08.1984, Síða 7
(@i KARNABÆR
W Sími frá skiptiboröi 45800.
Sovésku duflin rann-
sökuð í Bandaríkjunum
TVÖ sovésk „magnesíumdufr Vesturlöndum og hafa nú verið
fundust fyrir skömmu á tveimur send til Bandaríkjanna til nán-
stöðum fyrir norðan, á Barðsvík ari rannsóknar. Meðfylgjandi
á Ströndum og Mánárbakka á myndir tók Bergvin Gíslason af
Tjörnesi, eins og greint var frá í duflunum um borð í varðskipinu
frétt Morgunblaðsins sl. þriðju- Óðni.
dag. Dufl þessi eru lftt þekkt á
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984
Þú svalar lestrarþötf dagsins y
ájsjöum Moggans!
°r
Þátttakendur í heimsþingi Lútherska heimssambandsins talið frá vinstri: séra Kristján Valur Ingólfsson, annar
fulltrúi tslensku kirkjunnar, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður á Lútherska heimsþinginu,
Biskup íslands, hr. Pétur Sigurgeirsson, Frú Sólveig Ásgeirsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfrteðingur,
starfsmaður á heimsþinginu.
Lútherska heimssambandið:
Heimsþing haldið í fyrsta
skipti í Austur-Evrópu
HEIMSÞING Lútherska heims-
sambandsins var fyrst haldið í Lundi
árið 1947 og hefur verið haldið á sjö
ára fresti síðan. í ár var þingið hald-
ið í Búdapest í Ungverjalandi dag-
ana 22. júlí til 5. ágúst. Fimm íslend-
ingar sóttu heimsþingið, biskup ís-
lands, herra Pétur Sjgurgeirsson,
kona hans Sólveig Ásgeirsdóttir,
séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sem
hefur verið stjórnarmeðlimur heims-
sambandsins undanfarin 7 ár, séra
Kristján Valur Ingólfsson, fulltrúi
íslensku kirkjunnar á þinginu, og
Guðrún Kristjánsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur, en hún var starfsmaður á
þinginu. Guðrún sótti einnig æsku-
lýðsmót, sem haldið var dagana
11.— 22. júlí.
Þegar blaðamaður hitti þátttak-
endur á heimsþinginu nýlega
sögðu þau að einkenni þessa þings
hefði verið fyrst og fremst að það
hefði verið haldið í fyrsta sinn í
sögu þingsins í A-Evrópu. Mikil
eftirvænting ríkti, en sem kunn-
ugt er, eru stjórnvöld þar f landi
ekki vinveitt kirkjunni. Þó mun
ungverska kirkjan einna frjálsust
kirkna A-Evrópu, en sem dæmi
má nefna fengu engir söfnuðir
lúthersku kirkjunnar í Rússlandi
að senda fulltrúa sína á þingið.
Biskup lúthersku kirkjunnar i
Ungverjalandi, Kaldy, var kosinn
forseti næsta heimsþings, en hefð-
in hefur verið sú að forseti er kos-
inn biskup þess lands sem heldur
heimsþingið. Forseti heimsþings-
ins hefur því ekki áður verið Ung-
verji. Daginn áður en þingið hófst
var haldin minningarathöfn um
fyrrverandi biskup Ungverja-
lands, Lajos Ordass, en hann lenti
í útistöðum við stjórnvöld og var
vísað úr embætti 1956. „Það má
segja að yfir minningu Ordass
hafi hvílt andstaða gegn ríkjandi
skipulagi,“ sagði herra Pétur Sig-
urgeirsson, „Með þessari minning-
arathöfn sem Kaldy hélt fyrir
þingið má segja að Ördass hafi i
fyrsta skipti fengið uppreisn æru
opinberlega í Ungverjalandi.
Ordass var mjög merkilegur mað-
ur, og sterkur persónuleiki, segja
allir sem honum kynntust. Hann
var varaforseti heimssambandsins
tvisvar sinnum. Hann var mikill
málamaður og komst í kynni við
íslendinga f gegnum séra Sigur-
björn Ástvald Gíslason, og síðar
varð hann góður vinur Sigur-
bjarnar Einarssonar, biskups.
Ordass lærði fslensku það vel að
hann þýddi Passíusálma, Hall-
gríms Péturssonar, á ungversku,
og hefur sú þýðing verið gefin þar
út,“ sagði Pétur jafnframt.
Á heimsþinginu í ár voru 13
málaflokkar ræddir um yfirskrift-
ina „í kristi — von veraldar“ — og
má þar m.a. nefna friðarmál,
kynþáttamisrétti, mannréttindi,
trúbboð og samskipti kynjanna.
Markverðast við þetta þing töldu
þátttakendurnir hafa verið að
þinginu hefði tekist að færa sam-
an andstæð öfl í austri og vestri,
og mikilvægt skref hafi verið stig-
ið með því að halda þingið í Ung-
verjalandi. í boðskap frá þessu
þingi Lútherska heimsþingsins til
lútherskra kirkna um vfða veröld
segir m.a.
„Þing okkar hér og gestrisnin,
sem við höfum notið, sýna okkur
að í kirkju Krists getum við treyst
hvert öðru og brúað það bil milli
þjóða, sem skapast af stjórnmál-
um og hugmyndafræði."
Skagstrendingur:
400 tonn eftir
af þorskveiði-
kvótanum
MJÖG hefur gengið á kvóta togara
Skagstrendings hf. á Skagaströnd
og eiga þeir um 400 tonn eftir af
þorskveiðikvótanum. Vegna þessa
mun skipum fyrirtækisins verða
lagt í einhvern tíma. Hvenær það
verður gert hefur ekki verið tekin
ákvörðun um, en að sögn Sveins
Ingólfssonar framkvæmdastjóra
Skagstrendings hefur veiði gengið
vel að undanförnu og gengur því
hratt á kvótann.
Sömu sögu var að segja frá
Siglufirði. Þar hefur veiði gengið
vel og hefur vinnuaflsskortur gert
vart við sig í landi vegna sumar-
leyfa starfsfólks. Hjá Þormóði
ramma fengust þær upplýsingar
að mjög gengi á þorskveiðikvót-
ann. Annar togari fyrirtækisins
Sigluvík er bilaður og verður frá
veiði í tvo mánuði.