Morgunblaðið - 16.08.1984, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.08.1984, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984 Verk Atla Heimis Sveinssonar „Japönsk ljóð“ frumflutt í tónleikasal Uedaborgar. Einleikari i gítar er Pétur Jónasson sem tók þitt í ferðinni með kórnum. Draumur breytist í Japans- ferð Hamrahlíðarkórsins Allir eiga sér drauma, stóra og litla. Við köllum þá dagdrauma og vitum jafn- framt að fæstir verða þeirrar gæfu að- njótandi að sjá drauma sína rætast. Ferð Hamrahlíðarkórsins til Japans byrjaði einmitt sem slíkur draumur fyrir tveimur árum. „Eiginlega frekar sem brandari,“ varð einum kórfélaga að orði, „brandarinn um Japansferð- ina.“ En það hlaut öllum að vera Ijóst sem staddir voru í morgunsárið þann 16. júlí sl. við Hamrahlíðarskólann að brandarinn var nú fyrst orðinn skemmtilegur. Þorgerður kórstjóri hóf tónkvíslina á loft, tónarnir í „Hver á sér fegra föðurland“ rufu kyrrðina í Hlíðahverfinu þennan friðsæla mánu- dagsmorgun, og eftir innileg faðmlög og kossa var rútan farin og Japansfórin hafin — með Vestfjarðaleið. Framund- an var langt og krefjandi ferðalag. Leið- in lá fyrst frá Keflavík til Lundúna, þaðan yfír Atlantsála, ísland, Grænland og Norðurskautið til Tókíó í Japan með millilendingu í Anchorage í Alaska. Og öll þessi leið var flogin í vesturátt, þrátt fyrir að gamla barnaskólalandafræðin kenndi að Japan lægi í austri. Frá ▼eislunni sem Uedaborg hélt gestum sínum. Kórinn þakkar fyrir sig meó söng. eftir Benedikt Stefánsson Kórfélagar eru margir orðnir þaulvanir ferðalögum, þótt þetta sé hið lengsta til þessa. Kórinn var stofnaður árið 1967 eða ári eftir að skólinn sem hann er kenndur við tók til starfa. Fjórum árum síðar fór hann í sitt fyrsta ferðalag út fyrir landsteinana, á alþjóðlega söngvahátíð í Wales. Sennilega er kórinn orðinn víðförlastur ís- lenskra kóra, en auk söngferða- laga í ýmsum iöndum, hefur hann margoft tekið þátt í söngvahátíð- um, eins og t.d. Europa Cantat (Evrópa syngur), en það er kóra- hátíð fyrir söngfólk frá öllum heimshornum sem haldin er í ein- hverju Evrópulandi þriðja hvert ár. Fyrir nokkrum árum kviknaði sú hugmynd hjá forráðamönnum Japanska kórasambandsins, en Japanir eiga sér mjög ríka söng- hefð og gífurlegan fjölda starfandi kóra, að búa til svokallað „Asia Cantat“ að fyrirmynd hins evr- ópska. Og jafnvel þótt aðeins rúm- ur hálfur áratugur sé liðinn frá því að hugmynd þessi skaut rót- um, hlaut hún svo góðan hljóm- grunn að henni var hrint í fram- kvæmd af fullum þunga og með skjótum árangri. Strembinn undirbúningur Það var snemma á síðastliðnum vetri sem ljóst varð að Hamra- hlíðarkórnum væri boðið að taka þátt í Asia Cantat sem fulltrúa Norðurlandanna ásamt fjórum öðrum kórum frá Evrópu. Þetta var ekki aðeins heiður fyrir kórinn og stjórnanda hans, heldur mikil viðurkenning fyrir íslenskt lista- líf. Til mikils var því að vinna, en eitt stórt Ijón var í veginum, sem var hinn gífurlegi ferðakostnaður. Kórinn er þó svo gæfusamur að eiga marga velunnara, auk þess sem hann hefur á að skipa dug- miklu fólki og dulitlu fjármálaviti. Það tókst því með þrotlausri vinnu og fyrir velvilja tuga fyrirtækja og þúsunda einstaklinga, auk hins opinbera, að búa svo í haginn að fararkostnaðurinn varð pyngjum fátækra námsmanna og nýslopp- inna ekki um megn. óvæntasti glaðningurinn kom síðan aðeins tveimur vikum fyrir brottför þeg- ar norræni Menningarmálasjóður- inn ákvað á fundi sínum sem hald- inn var hér á landi, að styrkja kór- inn til fararinnar með 150 þúsund dönskum krónum. Þarf ekki að spyrja að því að margir kórfélaga sem fórnað höfðu mestallri sumarhýrunni í ferðalagið mátu þennan styrk mikils. Tfmaferdalag yfir pólinn Þegar Frónfari Flugleiða skilaði farþegum sínum i heila höfn á Heathrow-flugvelli í Lundúnum þennan títtnefnda dag, bar bresk- um klukkum saman um það að klukkan væri laust eftir eitt eftir hádegi, að sumartíma. Þegar Boeing 747-breiðþota British Airways flugfélagsins hafði síðan borið farþega sína til flugvallarins í Anchorage á norðurhjara verald- ar, höfðu þarlendar klukkur einn- ig nýlokið við að slá eitt eftir há- degi sama dags. Líkamar ferða- langanna kunnu hinsvegar ekki við þennan leik tímans því nú var áliðið kvölds á í sland og þeir búnir að sitja um borð í flugvél í nærri hálfan sóiarhring. Ferðin var þó rúmlega hálfnuð og það sem eftir var ferðarinnar sveif flugvélin í tæplega 12 km hæð yfir Kyrrahaf- inu með suðvestlægri stefnu. Nótt- in sem byrjað hafði ferð sína yfir jarðarkringluna einmitt á þeim slóðum náði aldrei að hitta far- þega vélarinnar, sem flugu inn í morguninn, og lifðu því nætur- lausan sólarhring. Það var því að vonum þreyttur og slæptur hópur sem þrammaði gegnum vega- bréfsskoðunina á Narita-flugvelli laust eftir eitt (eins og venjulega) þriðjudaginn 17. júll. Úti fyrir reyndist 35 stiga hiti á celsius og mikill raki. Loftið var því þungt, en rakinn reyndist síðar hafa ýmsa kosti. Nú tók við tveggja tíma ferðalag með rútu þá 60 km sem skilja alþjóðaflugvöllinn í Narita og Tókýó að. Umferðaröng- þveitið fór fram úr „björtustu" vonum, sannarlega ósvikið jap- anskt. Fyrsti áfangastaðurinn reyndist vera við rætur Tókýó- turnsins sk. en hann er hæsta mannvirki sinnar tegundar, 333 metrar á hæð. Turninn er raunar fjarskiptamastur, en líkist Eiffel- turninum í París og var byggður til þess að sýna mátt japansks iðn- aðar. í grunni hans er fimm hæða bygging sem hýsir meðal annars visindasafn, sædýrasafn og veit- ingastaði. Það mun ekki vera orð- um aukið að margir ferðafé- laganna voru orðnir framlágir, enda 26 tímar liðnir frá því lagt var af stað. Fyrsta máltíð hópsins á japanskri grund fékk þvi ekki þá afgreiðslu sem skyldi. Skoðunar- ferð um turninn beið betri tíma og var haldið á langþráðan gististað. Sá var raunar ekki af verri endan- um, heldur eitt af bestu hótelum í veröldinni, Hótel Okura. Eftir að raðað hafði verið niður á herbergi gengu menn til hvílu. í stærstu borg heims Að loknum morgunverði daginn eftir, á einum af 12 veitingastöð- um hótelsins, gafst kórfélögum tækifæri til þess að spóka sig á strætum Tókýó. Næsti nágranni reyndist vera bandaríska sendi- ráðið, stórt háhýsi úr gleri og steinsteypu, vandlega víggirt og verndað. Höfuðstöðvar margra stórfyrirtækja voru á næsta leiti, og spölkorn undan lá það svæði er næst kemst því að vera miðbær þessarar stóru borgar. Þar er keis- arahöllin með viðáttumiklum garði, auk þinghússins, hæstarétt- ar og fleiri opinberra bygginga. Tókýó telur um þessar mundir lið- lega 12 milljónir íbúa en frá mánudegi til föstudags hækkar þessi tala að mun þegar 6 til 7 millj. manna úr nágrannabyggð- unum koma inn i borgina til vinnu. Þá er hinn raunverulegi fjöldi borgarbúa um 19 milljónir. Um eftirmiðdaginn var siðan haldin æfing í öðrum hluta borg- arinnar. Á efnisskrá kórsins var mikið af nýjum og krefjandi tón- verkum, þar á meðal nýtt tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson sem samið er við japönsk Ijóð i þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Þetta verk beið þess að verða frumflutt dag- inn eftir í tónhöllinni í Ueda, en þangað var ferðinni heitið næst. Veisluhöld og teseremóníur Morguninn eftir rigndi eins og hellt væri úr fötu. Kórinn var mættur i rútuna klukkan fögur, og ekið var með stuttu stansi af og til fram til hádegis er komið var til Ueda. Móttökunefnd beið okkar á tröppum ráðhúss bæjarins, og vis- aði með brosi og bendingum til samkomusalar á efstu hæð þar sem máltíð hafði verið borin á borð. Auk íslenska kórsins var þar einnig kominn barnakór frá Hong Kong, og voru erlendu gestirnir boðnir velkomnir með ræðuhöld- um borgarstjórans og móttöku- nefndarinnar, en þau fóru fram bæði á japönsku og ensku. Eins og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.