Morgunblaðið - 16.08.1984, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984
21
UNESCO endurgreiði
um 80 milljónir dollara
sem safnast hafa upp á gengisbreytingareikningi
Pmris, 15. ágÓ8t AP.
UPP er komin deila milli Bandaríkj-
anna og UNESCO, Menningar, og
vísindastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna, út af 80 millj. dollurum á
gengisbreytingareikningi stofnunar-
innar.
Bandaríkjamenn, sem hyggjast
hætta aðild sinni að stofnuninni,
leggja fram fjórða hlutann af
þeim 374,4 millj. dollara fjár-
framlögum, sem eiga að ganga til
UNESCO á fjárhagsárinu
1984—1985. Á síðasta ári sagðist
Amadou Mahar M’Bow, aðalfram-
kvæmdastjóri stofnunarinnar,
hins vegar, að greiða ætti aöild-
arríkjunum 70 millj. dollara, sem
safnazt höfðu upp á árunum
1981—1983 á gengisbreytingar-
eikningi stofnunarinnar vegna
gengishækkana á dollarnum.
Fyrr á þessu ári var fulltrúum
Bretland:
Verkfallsmenn
á báðum áttum
London, 15. ágúst AP.
TIL átaka kom í dag með náma-
mönnum og lögreglu fyrir utan kola-
námur þar sem vinna hefir ekki ver-
ið lögð niður og hefur þá verið sleg-
ist við þær í þrjá daga samfellt.
Verkfallið hefur nú staðið í 23 vikur
rúmar en kolanámastjórnin segir, að
þeim fari dagfjölgandi, sem snúi aft-
ur til vinnu.
Ekki kom til alvarlegra átaka
með lögreglu og verkfallsmönnum
en 31 var þó handtekinn eftir að
verkfallsmenn reyndu að koma í
veg fyrir, að þeir kæmust til vinnu
sinnar, sem ekki eru í verkfalli.
Víða eru verkfallsmenn á báðum
áttum með hvort þeir eigi að snúa
aftur til vinnu eða halda verkfalli
áfram en að sögn kolanámastjórn-
arinnar fjölgar þeim dag frá degi,
sem taka aftur til starfa sinna.
Tilkynnt hefur verið, að loka verði
ýmsum námum i Skotlandi vegna
þess, að ekki þykir lengur á það
hættandi að senda menn inn í
göngin. Leiðtogar námamanna
hafa frá þvi verkfallið hófst komið
í veg fyrir allt viðhald í mörgum
námum og er það nú farið að segja
til sin.
í London vofir yfir nýtt verkfall
hjá hafnarverkamönnum vegna
þess, að fyrirhugað er að nota
krana við uppskipun úr kolaskip-
um en ekki mannshöndina i jafn
ríkum mæli og hingað til.
Sri Lankæ
Stjórnarher legg-
ur eld að 14 húsum
Sri Lanka, 15. ágúst AP.
AÐ SÖGN ótilgreindra embætt-
ismanna kveiktu stjórnarhermenn í
14 húsum í Jaffna-héradi, sem er um
310 km frá höfuðborginni, Colombo.
Einnig herma fréttir að herinn hafi
gert árás á heimili tveggja manna,
sem heyra til Tamil, minnihlutanum
sem berst fyrir aðskilnaði. Sam-
kvæmt frétt stjórnvalda voru tveir
hryðjuverkamenn felldir, og um 80
grunaðir teknir höndum af öryggis-
lögreglunni.
Þá hótaði skæruliðahreyfing í
dag að sprengja í loft upp aðal-
járnbrautarstöðina í Colombo ef
stjórnarherinn sendi liðsauka á
vettvang í norðurhluta Sri Lanka,
þar sem meirihlutinn er af Tam-
il-trúflokknum, en um 17% lands-
manna heyra honum til.
Indira Gandhi forsætisráðherra
Indlands lýsti í dag yfir áhyggjum
yfir ástandinu á Sri Lanka, og
Norskir sjómenn
fá áhættuþóknun
fyrir sigling-
ar á Rauðahafi
NORSKIR sjómenn á siglingu á
Rauðahafi fá greidda stríðsáhættu-
þóknun frá og með þriðjudeginum 7.
ágúst. Upphæðin verður ákveðin í
samningum á næstu dögum, segir
David Vikören, framkvæmdastjóri
Sambands skipaútgerða í Noregi, við
norska blaðið Aftenposten.
Umferð norskra skipa á þessum
slóðum er með eðlilegum hætti.
Hafa þau fengið fyrirskipun um að
sigla vestur fyrir Stóru-Hanish-
eyjar, en þar hafa norsk skip farið
um án þess að rekast á tundurdufl.
sagði að þar færu fram morð á
saklausu fólki.
vestrænna ríkja hjá stofnuninni
skýrt frá því, að 80 millj. dollara
til viðbótar yrðu greiddar til baka,
eftir að brezkir endurskoðendur
höfðu lokið endurskoðun sinni á
reikningum stofnunarinnar, sem
hefur stöðvar sínar í París. Af
hálfu UNESCO er því hins vegar
haldið fram nú, að þessi fjárhæð
verði sennilega ekki greidd til
baka fyrr en á árinu 1985.
„Við álítum, að reikningunum
hafi verið lokað 31. desember og
að þau aðildarriki, sem innt höfðu
að fullu framlög sín fyrir
1981-1983, eigi rétt á fullri
endurgreiðslu," var í dag haft eftir
frú Jean Gerard, fastafulltrúa
Bandaríkjanna hjá UNESCO.
„Þessi sjóður tilheyrir ekki
framlagasjóði stofnunarinnar og
skýringar hennar verða að teljast
ófullnægjandi." Hefur frú Gerard
mælt með því við stjórnvöld í
Washington, að þær 20 millj. doll-
ara, sem Bandaríkjamenn eiga
inni af þessum sökum, verði
dregnar frá því, sem ógreitt er af
framlagi þeirra til stofnunarinnar
á þessu ári.
Fulltrúar ýmissa annarra vest-
rænna ríkja hafa vefengt það, að
stjórn stofnunarinnar sé heimilt
að halda eftir vöxtunum á áður-
nefndum reikningi.
Fyrrum varnarmálaráðherra fsraels, Ariel Shamir, missti fótanna ( fyrra-
kvöld þegar hann var á leið f göngu, sem farin var til stuðnings sovéskum
gyðingum.
AfganLstan:
80 hermenn hlup-
ust undan merkjum
80 HERMENN í afganska hernum
hlupust undan merkjum og héldu yfir
landamærin til Pakistan í þvf skyni að
ganga í liö með afgönsku andspyrnu-
hreyfíngunni. Var iiðhlaup hermann-
anna opinberlega staðfest á laugar-
dag.
Að sögn heimildarmanna innan
andspyrnuhreyfingarinnar er hátt-
settur herforingi frá setuliðsbæn-
um Jalalabad meðal liðhlaupanna.
Það er ekki með öllu óþekkt fyrir-
bæri, að hermenn afganska stjórn-
arhersins hlaupist undan merkjum,
en þetta er í fyrsta skipti sem heill
herflokkur flýr saman.
Fjölmenni
í útför
IRA-manns
Belfast, 15. ágúst AP.
LÖGREGLUMENN og hermenn
létu lítið fyrir sér fara f dag þegar
5000 manns fylgdu til grafar Sean
l)owns, unga IRA-manninum, sem
féll um helgina fyrir plastkúlum
lögreglunnar.
Um eitt þúsund manns voru í
kirkjunni þegar Downs var jarð-
sunginn en fimm þúsundir alls
fylgdu honum til grafar. Sveimuðu
tvær þyrlur yfir líkfylgdinni en
lögreglumenn og hermenn var
hins vegar hvergi að sjá. Downs
beið bana þegar lögreglumenn
réðust sl. sunnudag á 2000 manna
göngu í Belfast til þess að hafa
hendur í hári bandarísks stuðn-
ingsmanns IRA, Martins Galvins,
sem hafði verið bannað að koma
til Norður-írlands. Til átaka kom
milli lögreglu og fólksins og særð-
ust þá 20 manns af plastkúlum
lögreglunnar auk Downs, sem lét
lífið.
í gær sagði James Prior, ráð-
herra bresku stjórnarinnar i mál-
efnum Norður-írlands, að það
hefðu verið mistök að banna Galv-
in að koma til landsins og kvaðst
hann bera ábyrgð á því. Galvin,
sem fer huldu höfði, lét þau boð út
ganga i gærkvöldi, að hann hygð-
ist mæta í aðra mótmælagöngu í
Belfast.
TILBOÐ
A
HREINLÆTISVÖRUM
SPAR þvottaefni 3 kg. 119,95
SPAR mýkingarefni 4,0 I 84,20
SPAR mýkingarefni 2,0 I 45,50
SPAR hreingerningalögur 0,75 I 32,40
SPAR uppþvottalögur/toft 1,0 I 21,25
SPAR þvottaklór 1,0 I 28,70
SPAR ræstiklór 1,0 I 19,30
SPAR ræstikrem 0,5 I 25,65
SPAR uppþvottal. sítrón 0,5 I 24,40
SPAR uppþvottal. sterkur 0,5 I 23,95
HA6KAUP
Reykjavík
Akureyri
Njarðvik