Morgunblaðið - 16.08.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984
23
Hirohito minnist
uppgjafar Japana
Tókýó, 15. ígúst AP.
HIROHITO, keisari Japans og
eini eftirlifandi þjóðarleiðtogi úr
heimsstyrjöldinni síöari, flutti
ávarp við athöfn í Tókýó í dag, þar
sem minnst var loka stríösins og
þeirra þriggja milljóna Japana sem
iétu líflð í strfðinu. Hirohito er nú
83 ára og farinn að heilsu. Hann
talaði skýrri röddu að því er frétta-
menn segja og mælti meðal ann-
ars:
„Hjarta mitt er enn fullt sárs-
auka þegar ég hugsa um alla þá
sem létust í stríðinu. Og ég veit
að margir eiga enn um sárt að
binda vegna þessara hörmulegu
atburða sem ég bið að megi aldr-
ei endurtaka sig.“
Um 6.500 manns sem misstu
ættingja í styrjöldinni voru
viðstaddir, svo og um þúsund
háttsettir embættismenn og er-
lendir sendimenn.
Nákvæmlega fyrir 39 árum
flutti Hirohito ávarp til þjóðar
sinnar í fyrsta skipti, þar sem
hann hvatti stríðshrjáða Japani
til að leggja niður vopn og gefast
upp.
A öðrum stað í Tókýó var
haldinn fjöldafundur þeirra sem
eru andsnúnir hervæðingu Jap-
ans og nánum tengslum við
Bandaríkin.
Stríðsfangar í Japan:
Sannanir fyrir eit-
ur e fnatilr aunum
Tókýó, 15. ágúst AP.
JAPANSKIR háskólakennarar
hafa fundið skjallegar sannanir
um sýkla- og eiturefnatilraunir
Japana á stríðsfongum í upphafi
síðari heimsstyrjaldarinnar. Fóru
tilraunir þessar fram í Mansjúríu.
Skýrði Akira Tanaki, prófessor við
háskólann í Keio.'Trá þessu í dag.
Áður höfðu komið fram ásak-
anir um að svonefnd Ishii-her-
deild — sem dró nafn sitt af
hershöfðingjanum Shiro Ishii, er
stofnaði herdeildina — hefði
gert tilraunir með sýkla og eit-
urefni á kínverskum, rússnesk-
um og bandarískum stríðsföng-
um í síðari heimsstyrjöldinni.
Vitnisburðir fyrrverandi her-
manna úr þessari herdeild voru
birtir fyrir tveimur árum í bók,
sem japanski rithöfundurinn
Seiichi Morimura gaf út um
þessar tilraunir.
Eitt þeirra skjala, sem fundizt
hafa, er ódagsett skýrsla um af-
leiðingar þess, að stífkrampa-
eitri var sprautað í fanga. Tan-
aka heldur því fram, að þrír
menn að minnsta kosti hafi dáið
af völdum þessarar tilraunar.
í annarri skýrslu, sem er frá
því í september 1940, greinir frá
tilraunum með sinnepsgas, sem
eyðileggur einkum öndunarfær-
in í mönnum. Það var notað mik-
ið í Evrópu í fyrri heimsstyrjöld-
inni og japanskar hersveitir
beittu því í verulegum mæli í
Kina í síðari heimsstyrjöldinni.
Talið er, að ekki færri en 3.000
stríðsfangar hafi látið lífið í til-
raunum þessarar herdeildar. Er
haft eftir Tanaka, að skjölin hafi
fundizt í stafla af bókum, sem
einn af meðlimum Ishii-her-
deildarinnar lét eftir sig.
Svíþjóð:
Sektaður fyrir að
flengja son sinn
Stokkbólmi. 15. ífúa. AP.
KENNARI í Gallivare f Norður-Svíþjóð var í gær dæmdur f 100 sænskra
króna sekt, um 360 ísl.kr., fyrir að hafa flengt son sinn 11 ára gamlan.
Þetta er í fyrsta sinn, sem barn hefur ákært föður sinn fyrir líkamlega
refsingu en i Svíþjóð eru ströng viðurlög við slíku.
Þetta mál vakti mikla athygli
í apríl sl. en þá kom strákurinn á
lögreglustöð f borginni og kærði
föður sinn fyrir að hafa flengt
sig þrisvar sinnum með birkitág.
Hafði drengurinn unnið það til
saka að vera á hjólinu sínu án
leyfis og slegist við vin sinn.
Faðirinn refsaði syni sfnum
einnig með þvf að loka hjólið
inni.
Strákur vissi vel, að í Svíþjóð
er bannað að berja börn og fór
þvf til lögreglunnar en þegar
málið var komið nokkuð á leið
vildi hann falla frá ákærunni. Þá
var það hins vegar of seint því að
kerfið var komið f gang. Ekki
mun verða skýrt frá þvf hverjir
þeir feðgar eru.
Þetta mál hefur vakið nokkrar
deilur í Svíþjóð og hafa ýmsir
hægrisinnaðir hópar krafist
þess, að lagabókstafurinn, sem
þykir mjög óljós, verði skil-
greindur betur.
Við erum komin í eina sæng
Bókaverslun Snæbjarnar er nú flutt á einn staö, í gjörbreytt og rúmbetra
húsnæöi aö Hafnarstræti 4. f hinni nýju verslun veröur einungis boöiö upp
á enskar og íslenskar bækur, auk fjölbrevtts úrvals kennslugagna á spólum
og mvndböndum.
Bókaverslun Snæbjarnar var stofnuð 1927. Þaö var vfirlýst stefna Snæ-
bjarnar Jónssonar aö hafaeinungisvandaöar bækurá boðstólum, og mun
hin nýja verslun starfa í anda stofnanda síns.
í hver mánaöarlok verður kvnning á völdum bókum, sem boðnar veröa á
sérstöku kynningarverði.
SnffbjönufónsscmStb.h.f
Hafnarstræti4, sími 14281
VERIÐ VELKOMIN í BÓKAVERSLUN SNÆBJARNAR AÐ HAFNARSTRÆTI 4.