Morgunblaðið - 16.08.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984
29
Athugasemd frá
Verðlagsstofnun
Dregið í Happdrætti Sjálfsbjargar
ar Davíðsson, gjaldkera lands- Rögnu bifreiðina, 26. júlí sl.
sambandsins, afhenda Arnari og Fréttatilkynning
Smábátaveiðar stöðvaðar
Morgunblaðinu barst í gær
svohljóðandi athugasemd frá
Verðlagsstofnun varðandi
verðkönnun hennar, sem birt
var í Mbi. í gær:
„Að gefnu tilefni vill Verð-
lagsstofnun vekja athygli á
því, að Byggingavöruverslun
Tryggva Hannessonar, Síðu-
múla 37, Verzlunin Vöru-
kaup, Skipholti 15, og J.
Þorláksson og Norðmann,
Ármúla 40, voru ekki teknar
með í nýgerðri bygginga-
vörukönnun stofnunarinnar.
Þessar verslanir hefðu þó
miðað við það vöruúrval sem
þær bjóða getað átt heima í
könnuninni.
Vegna þessa vill Verð-
lagsstofnun benda á að í
fréttatilkynningu sem fylgdi
könnuninni segir m.a.: „að
þrátt fyrir að könnunin nái
ekki til allra vöruflokka, sem
seldir eru í byggingavöru-
verslunum og ekki til allra
verslana á svæðinu verður að
telja hana nægilega um-
fangsmikla til þess að gefa
vísbendingu um allmikinn
verðmun á einstökum vöru-
tegundum". Tilgangur þess-
ara kannaná er ekki að
benda kaupendum á hvar
þeir eigi að versla, heldur að
vekja athygli kaupenda á
miklum verðmun, sem oft er
á sambærilegri vöru, og örva
með því verðskyn þeirra og
árvekni. Ekki var því talið
nauðsynlegt að láta könnun-
ina ná til allra bygginga-
vöruverslana á höfuðborgar-
svæðinu."
HINN 9. júlí síðastliðinn var
dregið í Happdrætti Sjálfsbjarg-
ar, landssambands fatlaðra. Að-
alvinningurinn, bifreið af gerð-
inni Mitsubishi Space Wagon,
árgerð 1984, kom á miða númer
49176.
Miðinn reyndist vera í eigu
Arnar Jenssonar og Rögnu
Bjarkar Þorvaldsdóttur, Vestur-
bergi 138, Reykjavík.
Meðfylgjandi mynd sýnir Vik-
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
sent frá sér fréttatilkynningu þess
efnis að þorskveiðar smábáta
verði stöðvaðar frá og með 25. ág-
úst til og með 31. ágúst, sakir þess
að sýnt þyki, samkvæmt bráða-
birgðatölum Fiskifélags tslands,
að afli báta undir 10 burðarlestum
fari yfir þau viðmiðunarmörk,
sem ákveðin voru fyrir tímabilið 1.
janúar til 31. ágúst 1984.
Hefur ráðuneytið gefið út reglu-
gerð þar að lútandi.
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Vélfræðingur
Frystivélafyrirtæki sem sér um uppsetningu
og viöhald á kæli- og frystiklefum óskar eftir
vélfræöingi til framtíöarstarfa.
Umsóknir ásamt uppl. um reynslu og fyrri
störf sendiSt augld. Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt:
„Frystir — 2310“.
Kennara vantar
aö Álftanesskóla í Bessastaöahreppi.
a. Almenn bekkjarkennsla, ein staöa.
b. Stundakennsla í myndmennt, 12 viku-
stundir.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 91-53828
og 91-12259.
Skólanefnd.
Starfsfólk
Sláturfélag Suöurlands óskar eftir aö ráöa
starfsfólk til starfa í kjötiönaðardeild félagsins.
Framtíöarstörf.
Allar nánari uppl. veitir verksmiöjustjóri kjöt-
iönaöardeildar Skúlagötu 20.
Sláturfélag Suöurlands.
Starfsmannahald.
Verslunar- og
lagerstörf
Óskum eftir aö ráöa starfsfólk í verslunar- og
lagerstörf. Uppl. í verslun okkar, Grensásvegi 3.
Ingvar og Gylfi.
Járniðnaðarmenn
Ungur maöur, helst vanur rennismíöi, óskast
sem fyrst. Góö vinnuskilyröi. Vinsamlegast
leggið nafn og upplýsingar á augld. Mbl.
merkt: „Reglusemi — 2603“.
Kennarar
2 kennara vantar að Grunnskólanum í
Stykkishólmi.
Kennsla yngri barna. Kennsla í 7.—9. bekk
og framhaldsdeild meö ýmsum möguleikum í
vali kennslugreina.
Sanngjörn húsaleiga. Nánari uppl. veitir
skólastjóri, heimasími 93-8160, vinnusími
93-8377.
Fulltrúi
Hálf staöa fulltrúa á fræösluskrifstofu
Hafnarfjaröar er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 28. ágúst nk.
Upplýsingar á skrifstofunni Strandgötu 4 eöa
í síma 53444.
Skólanefnd.
Fræösluskrifstofa Hafnarfjaröar.
Ritari
Ritari óskast til starfa hjá opinberri stofnun í
Reykjavík. Laun samkv. launakerfi ríkisins.
Um hálfsdagsstarf (eftir hádegi) er að ræöa.
Umsækjandi leggi nafn sitt, ásamt upplýsing-
um um heimilisfang, síma og fyrri störf til
blaösins merkt: „Ritari — 3902“.
Verslun
Starfsfólk óskast til afgreiöslustarfa, síma-
vörslu og almennra skrifstofustarfa. Þurfa að
geta hafiö störf fljótlega.
Bræöurnir Ormsson,
Lágmúla 9,
sími 38820.
Starfsstúlkur
óskast
Starfsstúlkur óskast til starfa í sælgætisverk-
smiöju okkar. Upplýsingar á skrifstofunni og
í síma 53466 í dag, fimmtudag, og eftir helgi.
Sælgætisverksmiöjan Góa hf.
Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfiröi.
Bifvélavirkjar —
Bifreiðasmiðir
Óskum eftir aö ráöa faglæröa menn nú þegar.
• Næg vinna
• Góö laun
• Húsnæöi fyrir hendi
Uppl. gefnar í síma 93-8113.
Nýja Bílaver.
Stykkishólmi.
Atvinna
Óskum aö ráöa:
Einn blikksmið.
Einn húsasmiö.
Sjö menn í almenn verksmiöjustörf.
Meömæli óskast, uppl. veittar á skrifstofunni.
Hafnarfiröi.
Sími 53755.
Fjölhæfur
Óskum aö ráöa sem fyrst duglegan og lag-
hentan mann til aö annast útkeyrslu og viö-
haldsvinnu. Þarf aö geta unnið sjálfstætt.
Uppl. í síma 95-4235.
Ráðskona óskast
í sveit
Uppl. í síma 94-1596.
Ungan námsmann
vantar íbúö til leigu. Skilvísum greiöslum og
algjörri reglusemi heitiö. Vinsamlegast hring-
iö á kvöldin í síma 666665.
Reglusamur
sjómaður
Vanur netamaður á togara óskar eftir plássi
á togara úti á landi. Svar viö augl. leggist inn
á augl.deild Mbl. fyrir fimmtudaginn 23.
ágúst merkt: „RE — 1762“.