Morgunblaðið - 16.08.1984, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984
Eftirlits-, stjórn- og
ratsjárvélin AWACS
Eftir Arne Olav
Brundtland
Síðan í október 1978
hafa tvær AWACS-vélar
verið starfræktar á veg-
um varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli en
hlutverk þeirra er að
styrkja ratsjáreftirlitið á
hafsvæðinu umhverfis
landið. Nú er verið að
taka í notkun 18 slíkar
vélar af Atlantshafs-
bandalaginu í Evrópu,
en evrópsk NATO-ríki
keyptu vélarnar sameig-
inlega og þær eru starf-
ræktar frá flugvöllum í
Þýskalandi en skráðar í
Luxemborg.
Norðmenn eru þátt-
takendur í AWACS-
áætlun NATO og vélar
af þessari gerð eru farn-
ar að athafna sig frá
norskum flugvöllum.
Sovéska áróðursvélin
hefur brugðist illa við
komu vélanna til Nor-
egs og ræðir Arne Olav
Brundtland einkum þá
hlið málsins í meðfylgj-
andi grein.
Pravda hefur kvarað yfir flugi
ratsjáreftirlitsflugvéla af
AWACS-gerð frá Örlandet-
flugstöðinni. Það sem um er að
ræða er að með þessu eftirlitsflugi
eru norðurhéruð Noregs að mati
Prövdu gerð að stöð fyrir banda-
rískar hernaðarnjósnir. Segir
blaðið að það þjóni illa góðum
tengslum nágranna.
Norsk yfirvöld hafa brugðizt við
með varúð en ákveðni. Fröysnes,
ráðherraritari í utanrikisráðu-
neytinu, hélt því fram að ásakanir
sovézkra aðila um að njósnir væru
reknar af okkar hálfu um Sovét-
ríkin hefðu heyrzt fyrr og væru
ekkert nýtt. Fröysnes hefur hins-
vegar ekki drengið dul á það að
nauðsynlegt sé fyrir Noreg að
hafa eftirlit með hernaðaðarlegri
starfsemi á hafinu umhverfis Nor-
eg og þeim svæðum, sem eru næst
landinu.
Prebensen, skrifstofustjóri f
varnarmálaráðuneytinu, sagði
svona sovézk ummæli viðhöfð aft-
ur og aftur, þau yrðu menn að
sætta sig við. Jafnframt hefur
hann sagt að það væri bæði norskt
og sovézkt hagsmunamál að fá
góða vitneskju um hvað sé að ger-
ast handan landamæranna.
Af norskri hálfu er ekki reynt
að neita því að fram fari ein-
hverskonar eftirlitsstarfsemi, en
drengið er úr mikilvægi AWACS-
flugvélanna nýju og áherzla lögð á
mikilvægi upplýsinga um viðbún-
að gagnaðilans.
Að koma á óvart
Gagnkvæm vitneskja tryggir
það að aðilum verði ekki komið á
óvart. Það verður að telja þá eftir-
litsstarfsemi, sem fram fer með
AWACS lögmæta eftirlitsstarf-
semi, þar sem flogið er, að því er
við höfum ástæðu tilað ætla, yfir
norsku yfirráðasvæði eða á al-
þjóðaflugleiðum, án þess að farið
sé inn fyrir landamæri Sovét-
ríkjanna eða annarra grannríkja.
Það sem í raun gerist er að unnt er
að vissu leyti að horfa til hliðar
inn á til dæmis sovézkt landsvæði.
Væri hinsvegar lofthelgi Sovét-
ríkjanna rofin, með þessu flugi,
hefði að sjálfsögðu verið um ólög-
lega eftirlitsstarfsemi að ræða.
Samskonar eftirlitsstarfsemi
reka Sovétríkin meðal annars með
flugvélum sínum af MOSS-gerð.
Engin ástæða er til að ætla að
Rússarnir hafi ekki sæmilega góða
hugmynd um það, sem gerist á
okkar yfirráðasvæði. En þar með
er ekki sagt að þeir brjóti lög með
þessu flugi yfir aþjóðlegu haf-
svæði eða rjúfi lofthelgi Noregs.
Hvort Sovétmenn kjósa að við-
urkenna að þeir stundi þetta flug
er svo annað mál. Það hefði ekki
verið vitlaust af þeim að gefa
samskonar yfirlýsingar og
Fröysnes og Prebensen. Það hefði
ekki verið vitlaust af þeim að við-
urkenna að vitneskja um viðbúnað
hvors annars getur veitt trygg-
ingu gegn hættunni á óvæntri
árás. I sjálfu sér væri stefna af
þessu tagi í fullu samræmi við
anda Stokkhólmsráðstefnunnar
um öryggi og samvinnu í Evrópu.
Minni leynd yfir hernaðarlegum
viðbúnaði getur dregið úr spenn-
unni.
Gervihnettir
Hvemig koma á því á framfæri
að gagnkvæm vitneskja geti dreg-
ið úr spennu er svo annað mál. Það
er lítið eða ekkert deilt um eftirlit
með gervihnöttum. Slíkt eftirlit er
viðurkennt í SALT-samningunum
undir nafninu „tæknilegar stað-
festingaraðferðir" þjóðanna. En
það þýðir ekki að sovézkir aðilar
séu endilega hrifnir af þessum eft-
irlitsaðferðum. Það höfum við
fengið að reyna hér í Noregi í sam-
bandi við algera neitun Sovétríkj-
anna þegar Nordli, þáverandi for-
sætisráðherra, gaf í skyn að ef til
vill gæti Noregur bætt þá aðstöðu
til eftirlits, sem talin var nauð-
synleg í sambandi við SALT-
samningana, en Bandarikjamenn
misstu þegar bylting var gerð í Ir-
an. Einnig hafa Sovétmenn látið í
ljós óánægju þegar rætt er um
ákveðnar eftirlitsstöðvar á norsku
landsvæði.
Sú skoðun hefur verið ríkjandi í
Noregi að Sovétmenn hafi jafnan
litið á hleranir og svipaðar njósnir
sem eftirlit og ekki gert þær að
neinu stórmáli í samskiptunum
við Noreg. Það hefur verið álitið
að með því hafi Sovétmenn í raun
viðurkennt að þesskonar eftirlit
dragi úr spennu og stuðli að jafn-
vægi.
U-2
Á hinn bóginn hefur verið
brugðizt illa við öðrum eftirlitsað-
ferðum, eins og flugi U-2-vélanna
þvert yfir sovézk landsvæði fyrir
tuttugu og fimm árum, eins og
frægt er orðið. Gallinn við þessar
ferðir var sá, að þær voru taldar
nauðsynlegar vegna þess að Sovét-
menn vildu ekki sinna banda-
rískum tillögum um að heimila
gagnkvæmt eftirlit úr lofti til að
koma í veg fyrir óvæntar árásir.
Þær hcfðu átt að leiða til minnk-
andi spennu. En U-2-njósnaflugin
veittu hinsvegar vitneskju um sov-
ézk hernaðarmannvirki, sem ef til
vill hefði mátt nota til að auðvelda
árás á hinn veginn, eða gegn Sov-
étríkjunum.
Meðan Bandaríkjamenn lögðu
áherzlu á fyrra sjónarmiðið, héldu
Sovétmenn fast fram hinni hlið-
inni á flugi U-2-vélanna, og brugð-
ust harkalega við eftir að þeim var
unnt að færa sönnur á flugið með
því að skjóta niður U-2-flugvél.
Það sem var sérlega mikilvægt í
Sovétríkjunum varðandi U-2 var
gremjan yfir þvi að ekki hafði tek-
izt að skjóta flugvélina niður fyrr
en njósnaflugin höfðu staðið yfir I
nokkur ár. Við bættist svo gremj-
an yfir því að hér var að yfirlögðu
ráði verið að fremja gróft brot á
lofthelgi Sovétríkjanna.
Eftirlitsflugið með bæði
AWACS- og MOSS-flugvélum fela
ekki í sér, eins og þegar hefur ver-
ið gefið í skyn, brot á lofthelgi er-
lendra ríkja, og það væri algjör-
lega út í bláinn að reyna að skjóta
þær niður.
Pravda er þó ekkert að klípa af
því, og líkir AWACS-fluginu við
U-2 að því leyti, að blaðið segir að
Norðmenn hafi ekki fyrr heimilað
Bandarikjunum og NATO að nota
Þekktur Finni
í Ljómaralliö
Morgunbladid/Martin Holmes
Finninn Peter Geitel mun aka þessum Nissan 240 RS í Ljómarallinu í september, en myndin er tekin í Þúsund vatna
rallinu flnnska á sl. ári, en þar lenti bíllinn í áttunda sæti undir stjórn atvinnumannsins Timo Salonen.
„MIG langaði að reyna eitthvað
nýtt. Ég hef keppt í rallakstri um
alla Evrópu og veit allt um keppni
þar, en til íslands hef ég aldrei kom-
ið. Það verður gaman að sjá landið
og vonast ég til að opna leiðina milli
Finnlands og íslands, þannig að á
næsta ári komi fleiri Finnar í Ljóma-
rallið," sagði finnski rallökumaður-
inn Peter Geitel í samtali við Morg-
unblaðið í gær, en hann verður með-
al keppenda í Ljómarallinu dagana
20.—23. september.
Er Morgunblaðið náði tali af
Geitel var hann í bíl sínum að æfa
fyrir Þúsund vatna rallið í Finn-
landi, sem er liður í heimsmeist-
arakeppninni í rallakstri. Náðist í
hann gegnum bílsíma, sem hann
ferðast með. „Ég er núna í miðju
Finnlandi og hef í átta daga skrif-
að niður keppnisleiðina og æft mig
á henni,“ sagði Geitel. „Keppnin er
geysilega erfið og meðalhraði
fyrstu bílanna er um 115
km/klukkustund, þrátt fyrir þús-
undir beygja og stökka, sem á leið-
inni eru. Það er því betra að vera
vel undirbúinn."
Árangur Geitels í keppni gegn-
um árin er góður, hann ekur nú
Nissan 240 RS bíl knúnum 262
hestafla vél. Keypti hann bílinn af
landa sínum Timo Salonen, sem er
atvinnuökumaður Nissan í Japan.
Náði Geitel m.a. 12. sæti í RAC-
rallinu i Englandi á sl. ári, en sú
keppni er liður í heimsmeistara-
keppninni. Áður ók hann Nissan
Violet GT og hefur sigrað sinn
flokk bæði í Þúsund vatna, RAC
og Costa Smeralda-rallinu á Sard-
iníu sem er liður í Evrópu-
meistarakeppninni í rallakstri.
Auk þess hefur hann unnið marg-
sinnis sinn flokk í finnsku meist-
arakeppninni, en Finnar eru taldir
með bestu rallökumönnum heims
og flestir fremstu ökumenn
heimsmeistarakeppninnar eru frá
Finnlandi.
„Það verður spennandi að sjá
hvort Peter Geitel nær þeim yfir-
burðum í Ljómarallinu, sem bíll-
inn býður upp á. Þetta er full-
komnasti bíll, sem keppt hefur
hérlendis. Það verður gaman að
fylgjast með honum og mjög gott
að hann er blaðamaður, sem þýðir
góða landkynningu erlendis,"
sagði keppnisstjóri Ljómarallsins,
Steingrímur Ingason, í samtali við
Morgunblaðið, en hann vinnur nú
hörðum höndum að undirbúningi
fyrir rallið, sem virðist ætla að
laða að nokkuð marga erlenda
keppendur.
GR