Morgunblaðið - 16.08.1984, Síða 46

Morgunblaðið - 16.08.1984, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984 • Hart barist um boltann í leiknum í g»r, en um síðir stóöu KR-ingar uppi sem sigurvegarar. Chiedozie til Tottenham Mölby til Liverpool? Fré Bob Hannety, fréttaritara Mbl. TOTTENHAM festi í gærkvöldi kaup á nígeríska landsliösmann- inum John Chíedozie sem leikiö hefur meö Notts County. Tott- enham borgaöi 365.000 pund fyrir útherjann, en þess má geta, aö fyrir 3 árum greiddi County Orient 600.000 pund fyrir sama leikmann. Þetta er önnur stór- stjarnan, sem Tottenham kaupir á stuttum tíma, Clive Allen kom til félagsins fyrir nokkrum dögum fráQPR. Danski landsliösmaöurinn Jan Mölby hefur æft meö Liverpool upp á síökastiö og mun leika meö liöinu æfingaleik á irlandi gegn Home Farm á þriöjudaginn. Mölby, sem leikiö hefur meö Ajax og þykir vera leikmaöur í sama stíl og Gra- eme Souness, hefur mikinn hug á aö ganga til liðs viö Liverpool og hefur enska liöiö samþykkt aö greiöa fyrir hann 200.000 pund ef hann stendur sig. Mo Johnstone, miöherjinn markheppni hjá Watford, hefur óskaö eftir því aö vera settur á sölulista. Johnstone er ekki sáttur viö kaup sitt, en Taylor fram- kvæmdastjóri hefur sett á hann 2 milljónir punda og er þaö einkum til aö fæla kaupendur frá. John- stone á tvö ár eftir af samningi sínum viö Watford, en taliö er aö bæði Celtic og Aberdeen hafi mik- inn hug á aö fá piltinn til sín, ekki þó fyrir þá upphæö sem til um- ræöu er. Johnstone skoraöi 24 mörk í 36 leikjum með Watford siöasta keppnistímabil. Wolverhampton hefur fest kaup á Jim Arnold, varamarkveröi Ev- erton. Einnig má geta þess, aö Wayne Clarke, miöherji Wolves, hefur gengiö til liös viö Birming- ham, en nefnd knattspyrnusam- bandsins mun ákveöa kaupveröiö þar eö félögin náöu ekki sam- komulagi. Loks má nefna, aö öllum vanga- veltum um hvaö Glenn Hoddle leikmaöur hjá Tottenham kunni aö hafa í hyggju er nú lokiö, því hann hefur samþykkt nýjan 4ra ára samning viö félag sitt. Stadan STAÐAN í fyrstu deild er nú þessi: IA 13 10 1 2 24:14 31 ÍBK 13 7 3 3 16:21 24 Valur 14 5 5 4 19:13 20 Þróttur 13 4 6 3 14:12 18 KR 14 4 6 4 15:20 18 Víkingur 12 4 4 4 2120 16 Þór 14 4 3 7 1921 15 UBK 13 2 7 4 12:14 13 KA 14 3 4 7 1929 13 Fram 14 3 3 8 1420 12 í kvöld leika ÍBK og Breióablik í Keflavík og Víkingur og Þróttur á Laugardalsvelli og hefjast báóir leikirnir kl. 19. v Kyngi reglum ef fariö er eftir þeim — eftir Gytfa Kristinsson ÉG VIL byrja á því aó leiórétta þaö sem Konráó Bjarnason, for- seti GSÍ, segir í Morgunblaóinu í gær um aó stjórn GSÍ færi eftir reglum sem settar væru af golf- þingi um val á mönnum í ís- lenska landslióió í golfi, og vísar í þrióju grein laga. Golfsam- bandió hefur nefnilega ekki far- ió eftir þessum reglum og nefní ég í fyrsta lagi aó Magnús Jónsson er fjóröi stigahæsti kylfingurinn á þessu ári og hef- ur jafnframt fimmtu lægstu for- gjöf hér á landi og kom þaó ekki fram í blaóinu í gær. Þetta getur formaóur forgjafarnefndar, Frí- mann Guömundsson, staófest. I ööru lagi varö Siguröur Sig- urösson í þriöja sæti í stiga- keppninni í fyrra og meö lægstu mönnum í forgjöf. Samt hlaut hann ekki náö fyrir augum stjórn- ar GSÍ þegar valiö var í sex manna sveit sem fór á Evrópu- • Gylfi Kristinsson. meistaramótió í golfi. i báóum þessum tilfellum hefur stjórn GSl ekki fariö eftir þessari þriöju grein laganna. Hvaö varöar World Cup hefur veriö venja aö senda tvo efstu menn úr Islandsmótinu á þetta mikla mót. I tvö skipti hafa þeir ekki fariö eftir jjessari venju. Fyrra tilvikiö var árið 1978 þegar ég var í ööru sæti og síöara til- felliö er núna áriö 1984 sem þeir sjá enn á ný ástæöu til aö ganga fram hjá mér, en í ár varö ég einnig í öðru sæti á islandsmót- inu. Konráö segir i viötalinu viö blaöiö í gær aö stjórn GSi sé ekki aó brjóta reglur eöa heföir. Hvaö er þetta þá? Ég er alveg tilbúinn til aö kyngja reglum sem settar eru EF farið er eftir þeim. Ef gefnar heföu veriö upp i tíma einhverjar ákveönar reglur um val á mönnum til aó taka þátt í þessu móti heföu þessi leiöindi aldrei komið upp. Eg vonast til þess aö settar veröi ákveönar reglur um val og fariö veröi eftir þelm i framtíöinni, sama hver á í hlut, Suöurnesjamaóur, Reykvíkingur eöa einhver annar. Gylfi Kristinsson er úr Golf- klúbbi Suóurnesja og hefur af- salað sér sæti sínu í golflands- liöinu ásamt félaga sínum, Magnúsi Jónssyni. KR vann í slökum leik „Þaó er litiö aó segja um þenn- an leik annað en aó stigin þrjú voru mjög dýrmæt. Þegar spenn- an er svona gífurleg { deildinni getur þaó bítnaó á knattspyrn- unni, menn eru hræddir því ef þú tapar þá ertu á botninum en rífur þig síöan upp eftir töflunni ef þú vinnur,“ sagói Hólmbert Fríó- jónsson, þjálfari KR, eftir aó lið hans hafói fengiö þrjú stig í bar- áttunni í 1. deildinni í gærkvökfi þegar liöíö sigraói KA í slökum leik meó tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn fór fram á svæöi KR-inga og eiga þeir þar hinn ágætasta völl, en aöstaöan fyrir áhorfendur mætti vera betri. Mikil rigning var á meóan leikurinn stóö yfir og völlurinn alveg rennandi blautur. Lítiö markvert geröist í fyrri hálfleik Norðanmenn áttu meira í leiknum framan af en KR-ingar náöu þó smám saman tökum á leiknum og þeir áttu þau fjögur marktækifæri, sem litu dagsins Ijós í fyrri hálfleik. KR-ingar fengu vítaspyrnu á 38. mínútu en Sævar Leifsson skaut yfir markiö og mistókst því aó koma KR yfir. Rétt áöur en flautaö var til leikhlés kom löng sending inn í vítateig KA, varnarmaður náöi aö skalla frá en Björn Rafnsson kom þar aövífandi og sendi knött- inn af miklum krafti í markiö. Stór- glæsilegt mark og fallega gert hjá Birni. Fyrr í leiknum haföi Ágúst Már átt glæsilega hjólhestaspyrnu en Þorvaldur varöi skotiö. Jón G. Bjarnason átti einnig gott skot aö marki sem Þorvaldur varöi meist- aralega. Ef Irtiö hefur gerst í fyrri hálfleik eins og sagt var hér aö framan þá gerðist ekkert i þeim síöari, utan þaö aö KR-ingar skoruöu eitt KR — KA 2:0 mark. KA-menn sóttu nokkuö en þeim var alveg fyrirmunaö aö skapa sér færi og aöeins einu sinni í leiknum þurfti Stefán markvöröur aö verja og var þaö skot úr auka- spyrnu. Síöara mark KR í þessum leik skoraöi Hálfdán Örlygsson og geröi hann þaö alveg upp á sitt eindæmi. Hann lék á nokkra KA- menn og skoraöi af miklu öryggi fram hjá markveröi þeirra. Þetta var á 84. mínútu og var hiö eina markveröa, sem gerðist í síöari hálfleik. EINKUNNAGJÖFIN: KR: Stefán Jóhannsson 6, Stevar Leifsson 7, Jakob Pétursson 5, Haraldur Haraldsson 5, Jósteinn Einarsson 5, Ágúst Már Jónsson 6. Hálfdán Örtygsson 6, Sæbjörn Guómundsson 5. Bjðm Rafnsson 6, JOn G. Bjamason 5, Wlll- um Þór Þórsson 5. ÞÓR: Þorvaldur Jónsson 6. Bjarni Jónsson 4, Bergþór Asgrimsson 4, Hinrik Þórhallsson (vm. á 59. min.) 5, Ertingur Kristinsson 6, Njáll Eiösson 6. Mark Duffieid 6. Hafþór Kolbeins- son 4, Asbjöm Bjðrnsson 5, Steingrimur Birg- isson 4, Friöfinnur Hermannsson 5, Ormarr Örtygsson 5. i stuttu máli: KR-völlur 1. deild KR — KA 2:0 (1:0) Mörk KR: Bjðm Rafnsson á 44. minútu og Hálfdán Örlygsson á 84. minútu Gul spjöld: engin. Oómari var Óli P. Ólsen og dæmdi sæmilega mjög erfiöan leik þvi leikmönnum gekk erfiö- lega aö standa á fótunum og skiiötæklingar þeirra voru oft skrautlegar. Áhorfendur:420. sus. Ljósm. Mbt./RAX Ólympíufarar á Bessastööum Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, bauó ( gær íslensku keppendunum é Ólympíuleikunum fararstjórum og mökum þeirra til móttöku é Bessastöóum. Svo sem sjé mé é meðfylgjandi mynd var verðlaunahafanum Bjarna Fríörikssyni sérstaklega vel fagnaó.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.