Morgunblaðið - 16.08.1984, Qupperneq 48
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆTI, SÍMI 11340
OPIÐALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45-23.30
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆtl, SlMI 11633
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Forstjóri Rainbow Navigation Inc. f samtali við Morgunblaðið:
Minnkum flutninga
til íslands um 40 %
BANDAHÍSKA skipafélagió Rainbow
Navigation, Inc., sem síðan í vor hefur
annast nær alla flutninga á vegum
Bandaríkjahers til Varnarliðsins á
Keflavíkurnugvelli, mun á næstunni
minnka þá flutninga um allt að 40%, að
því er forstjóri fyrirtækisins sagði í
samtali við blaðamann Mbl. í gær.
„Með því að hætta að koma við ( New
York á leiðinni milli Norfolk í Virginíu
og íslands minnkum við flutningana
um 21 % og auk þess munum við draga
saman í flutningunum milli fslands og
Norfolk um 15—20% Samtals verða
þetta nærri 40%“ sagði forstjórinn,
Mark W. Yonge. „Þessi breyting tekur
gildi eftir um það bil 20 daga.“
Yonge sagði ástæður þessara
áætlunarbreytinga vera margar,
einkum þá að féiagiö vildi eiga gott
samstarf við íslensk út- og innflutn-
ingsfyrirtæki og geta annast flutn-
inga fyrir þau milli Islands og
Bandaríkjanna. Hann sagði það
einnig eiga sinn þátt í þessari
ákvörðun Rainbow Navigation, Inc.,
að landflutningar milli Norfolk og
New York-hafnarinnar Bayonne
hefðu verið dýrir. „Þetta er fyrst og
fremst viðskiptaleg ákvörðun af
okkar hálfu, tilraun til að efla við-
skiptavelvild okkar á íslandi. Ef
þetta getur orðið til að liðka fyrir, þá
teljum við það þess virði,“ sagði
hann.
Forstjóri Rainbow Navigation
neitaði því alfarið, að þrýstingur af
hálfu bandarískra stjórnvalda hefði
átt þátt í ákvörðun félagsins. „Við
höfum átt marga fundi með full-
trúum bandariskra stjórnvalda og
hernaðaryfirvalda en við höfum ekki
verið beittir neinum þrýstingi, enda
væri það fullkomlega ólöglegt,“ sagði
Mark Yonge.
Þórður Magnússon, framkvæmda-
stjóri hjá Eimskipaféiagi íslands,
kvaðst taka þessum fréttum með
miklum fyrirvara. Rainbow Navigat-
ion hefði aldrei siglt á Bayonne og ef
ætti að hætta að flytja varning það-
an landleiðina til Norfolk, þá væri
það gert tit að spara bandaríska
skipafélaginu aukakostnað. Um
samdrátt í flutningum beint frá
Norfolk hafði hann ekki heyrt og
sagðist ekki hafa trú á, að nokkur
aukning yrði á því vörumagni, er ís-
lensku skipafélögin hefðu fengið f
sinn hlut. Það hefði verið um 16% að
undanförnu og miðað við upplýs-
ingar íslenska sendiráðsins í Wash-
ington og þess bandaríska 1 Reykja-
vík hefðu þeir ekki trú á að á því yrði
breyting. Yfirlýsing Rainbow Navi-
gation um flutningana frá Bayonne
væri vafalaust sett fram í þeim til-
gangi, að svo liti út, að þeir væru að
koma til móts við kröfur íslendinga.
Hins vegar benti ekkert til þess að
Stefnumót vid sjávarsíðuna
Mbl./Rax
Það fer vel i með þessum tveimur, kisunórunni og trillukarlinum, sem hittust í vörínni við /Egissíðu þegar
sjómaðurinn var að dytta að bit sínum i dögunnm.
Útlit fyrir metupp-
skeru á kartöflum
Hátt í tvöfalt meiri en ársneysla
ÍJTLIT er fyrir metuppskeru á kartöfl-
um i komandi hausti. Kóvald B.
Malmquist yfirmatsmaöur garóávaxta
áætlar ad uppskeran verfti tiu til tólf-
fold aft jafnafti sem þýftir aft upp úr
kartöflugörftum landsmanna koma í
haust 250 til 280 þúsund tunnur af kart-
öflum sem er 25 til 28 þúsund tonn.
Besta uppskeran verður á Norftur- og
Norftausturlandi en lökust verður hún i
Borgarfirfti og á Snæfellsnesi ef fram
fer sem nú horfir.
Otlit er fyrir talsverða offram-
leiðslu á kartöflum því ársneysla
landsmanna er talin vera 130 til 150
þúsund tunnur og er áætluð uppskera
því hátt í tvöföld ársneyslan. Ef vel
tekst til með geymslu uppskerunnar
ættu landsmenn þvi að geta fengið
íslenskar kartöflur þar til ný upp-
skera kemur á markaðinn næsta
haust.
Eins og kunnugt er brást kartöfl-
uuppskeran að verulegu leyti síðasta
ár, og var uppskeran þá aðeins um 37
þúsund tunnur. f samtali við Eðvald
B. Malmquist kom fram að þessi upp-
skera væri sú mesta sem komið hefði.
Á síðustu árum hefur uppskeran
mest orðið 176 þúsund tunnur árið
1980. Á síðustu 10 árum hefur fram-
leiðslan verið öðru hvoru megin við
150 þúsund tunnur f fjögur ár, i eitt
ár rúmlega 100 þúsund tunnur og í
fimm ár innan við 90 þúsund tunnur.
Skrá um lífeyris-
greidslur laun-
þega á einum stað
Fjármálaráðuneytið vinnur nú að
því að framfylgja lögum um lífeyr-
isskrá fjármálaráðuncytisins, sem
mun gera öllum launþegum kleift að
fylgjast með lífeyrisréttinduro sín-
um. Auk þess fær fjármála-
ráðuneytið með skrá þessari tækif-
æri til þess að hafa eftirlit með því
hvort launþegar og launagreiðendur
Óformlegar viðræöur hafnar um samningamálin:
Kröfur VMSÍ verða afhent-
ar á mánudag — yfír 30 %
FORYSTUMENN innan Alþýðusam-
bands íslands og Vinnuveitendasam-
bands íslands hafa undanfarnar vikur
verift f óformlegum viðræftum um
hugsanlega lausn á heildarkjarasamn-
“ingum í landinu. Þar hafa verzlunarm-
enn riftió á vaftið og haft forystu um
áþreifingar, sem átt hafa sér stað. Þeg-
ar hefur einn formlegur viftræftufund-
ur milli Verslunarmannafélags
Reykjavíkur og VSÍ verið haldinn, 7.
ágúst, en viku áður var haldinn óform-
legur viftræftufundur milli VR og VSÍ.
Það hefur komið ýmsum á
óvart, að VR, félagiö, sem sagði ekki
samningum upp, ásamt bygginga-
mönnum, skuli hafa haft forystu um
viðræður. Hins vegar mun Verka-
mannasamband íslands eiga form-
legan viðræðufund við VSÍ á mánu-
dag næstkomandi og samkvæmt
heimildum Morgunblaösins munu
kröfur sambandsins verða lagðar
þar fram. Þær eru hærri en t.d.
kröfur Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja, sem hingað til eru þær
hæstu, sem lagðar hafa verið fram.
Kröfur VMSl munu vera á bilinu
30—40% miðað við taxta og á
ákveðnum atriðum munu þær ná í
allt að 50%.
Talsmenn félaga, sem ekki eru
umbjóðendur fólks í bónus- og
álagskerfi, leggja I viðræðunum ríka
áherzlu á að þessi kerfi séu ekki
grundvölluð á töxtum, þar sem þeir
líta svo á að þau hafi þau áhrif að
töxtum sé haldið niðri. Fáist ekki
leiðrétting á þessu hljóti leiðir bón-
usfélaga og annarra að skilja innan
verkalýðshreyfingarinnar. Dag-
vinnukauptrygging hafi f raun skil-
að því fólki, sem lægst hefur launin,
mestu.
Talsmenn félaga, sem hafa innan
sinna vébanda mikið af bónusfólki,
leggja hins vegar áherzlu á að út-
rýmt verði því sem þeir kalla „tvö-
falt launakerfi", þ.e. að bónusinn
reiknist á taxta en ekki dagvinnu-
trygginguna, sem komið var á í
samningunum í febrúar. Aðalkrafa
þeirra er að taxtar fyrir neðan
dagvinnutrygginguna verði skornir
af, auk fleiri breytinga.
Þá leggja forystumenn innan
verkalýðshreyfingarinnar á það ríka
áherzlu að kjarnasamningurinn frá
1980, þar sem launataxtar allra að-
ildarfélaga ASl voru samræmdir,
verði endurskoðaður í ljósi þess
tíma, sem liðinn er.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun Vinnuveitendasam-
bandið hafa tekið jákvætt undir
ákveðna hluti f viðræðum aðila, en
aðalatriðið frá sjónarmiði vinnu-
veitenda er að samkomulag náist á
sem breiðustum grundvelli. Flestir
forystumenn innan ASÍ gera sér og
grein fyrir að markmið samning-
anna frá í febrúarmánuði um að
viðhalda kaupmætti þeirra út
samningstímabilið sé það sem menn
munu þurfa að sættast á í þessari
samningalotu.
sinna þeirri skyldu að greiða í lífeyr-
issjóði.
Snorri Olsen í fjármálaráðu-
neytinu sagði í gær, að í mörgum
tilvikum væri málum þannig hátt-
að að einstaklingar hefðu greitt i
gegnum árin í marga lífeyrissjóði
— nefndi hann sérstaklega náms-
menn. Það vildi svo oft gleymast,
þegar í fast starf væri komið, að
námi loknu, í hvaða lífeyrissjóði
hefði verið greitt, og þar með væri
fé það sem greitt hefði verið um
skamma hríð í hina ýmsu sjóði
glatað. Eftir að lífeyrisskráin væri
komin í gagnið, þá gætu einstakl-
ingar einfaldlega fengið upplýs-
ingar hjá ráðuneytinu um heild-
arlífeyrisréttindi sín.
Sjá nánar á bls. 4.
Féll á lyfja-
prófi á ÓL
Frjálsfþróttamaðurinn Vésteinn Haf-
steinsson á yfir höffti sér allt að tveggja
ára keppnisbann vegna notkunar ólög-
legra lyfja.
Hann féll á lyfjaprófi að lokinni
keppni í kringlukasti á ÓL. f Los
Angeles, en í lyfjaprófi Páls Eiríks-
sonar, læknis, á íslenzkum fþrótta-
mönnum f Bandarfkjunum I vor
mældist engin slík notkun hjá Vé-
steini. Hann notaði lyf þau er hér
um ræðir samkvæmt læknisráði
fyrir fimm mánuðum.
Sjá nánar á íþróttasíðu bls. 47.