Morgunblaðið - 21.08.1984, Side 3

Morgunblaðið - 21.08.1984, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 3 Ljósm. Mbl./ Ól.K.M. Meðal leiktækja í Tívolíinu á Melavellinum eru þessir bflar, sem eru greinilega vel varðir höggum á allar hliðar. Ökumenn slíkra tryllitækja eru að sjálfsögðu með öryggishjálma. Tívolí á Melavellinum Á MELAVELLINUM í Reykjavík er nú risið tívolí, með tilheyrandi hringekjum og skotbökkum. Sú var tíðin, að tívolí Reykvíkinga var í Vatnsmýrinni, en nú má skemmt- anahald borgarbúa muna sinn flfil fegri, því hingað eru hringekjur og annar búnaður flutt einstaka sinn- um að sumri til. Máski er von til að úr rætist, því tívolíið á Melavell- inum á aö verða árviss viðburður. Fyrirtækið Skemmtigarðurinn hf. stendur að tívoliinu og hjá því fengust þær upplýsingar, að það hefði dregist að koma tívoli- inu upp, en tækin ættu að standa á Melavellinum í tvo mánuði, síðan yrðu þau geymd yfir há- veturinn og sett upp aftur næsta vor. Tívolíið var opnað á laug- ardag og mun aðsókn hafa verið góð, að sögn Skemmtigarðs- manna. Tæki eru 7 talsins og kostar frá 30 til 80 krónum að bregða sér í þau. Enginn að- gangseyrir er hins vegar inn á svæðið, þar sem sýnd verða skemmtiatriði á kvöldin og um helgar. Arnarstofninn telur nú 120 fugla: 25 arnarungar kom- ust á legg í sumar Eiturefni mesta hættan sem steðjar að íslenzka erninum UM ÞESSAR mundir eru 25 arnarungar að verða fleygir á landinu, segir í fréttatilkynn- ingu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Fuglavernd- arfélagi íslands. Á landinu eru nú 37 arnarpör, sem hafa helgað sér svæði eða óðal. Um 25 ungar komust upp úr 20 hreiðrum og vitað er með vissu um að varp 8 annarra para hafi misfarizt af ein- hverjum orsökum. Stakir ernir hafa sést á flugi sem af er árinu frá Gullbringu- Auðkúluheiði: JÓN ísberg sýslumaöur Húnvetninga, fyrir hönd landbúnaöarráöuneytisins. og Páll Pétursson bóndi og alþingis- maður á Hollustöðum, fyrir hönd upp- rekstrarmanna í Svínavatnshreppi, hafa saman gert drög að samkomulagi um lausn á deilumálum vegna upp- rekstrar hrossa á Auðkúluheiði fyrr í sumar. Að sögn sýslumanns fallast upprekstrarmenn á að ná í hluta þeirra hrossa sem þeir ráku á heiöina. Náð verður í þau hross sem eru neðst á heiðinni en þau sem eru lengra inni á heiði verða látin vera til að ekki komi styggð að því sauðfé sem þar er. Ekki er tiltekin nein sýslu til Húnavatnssýslu, að Strandasýslu undanskilinni. Af þeim 25 ungum sem upp komust, komust 8 upp á svæðum, sem örn varp ekki á fyrir 10 árum. Tvö arnarhræ hafa fundizt sjórekin. f fréttatilkynningu Fuglavernd- arfélagsins segir m.a.: „Fordómar gegn örnum hafa minnkað mikið, og eins kvartanir um tjón vegna arna, sem í raun er mjög lítið, ein- kum þar sem um varp er að ræða og nytjafugl venst honum; einnig verja ernir svæði sín fyrir öðrum fuglum." Arnarstofninn á fslandi er lík- lega um 115 til 120 fuglar, sem er að mati Fuglaverndarfélagsins mjög lítil stofnstærð. Síðan er rætt í fréttatilkynningunni um hættur, sem að erninum steðja og segir þar: „Mesta hætta, sem nú steðjar að erninum er eiturút- burður æðarræktarmanna. Und- dagsetning sem sækja á hrossin fyrir en samkomulag er um að það verði gert sem fyrst og haft samráð við sýslumann um hvað langt verður farið inná heiðina. Þá felur sam- komulagið í sér að efnt verður til funda í haust um beitarþol heiðar- innar og að gerðar verði rannsóknir þar sem borin verður saman beit hrossa og sauðfjár með tilliti tií þess hvernig beitin á heiðinni verði nýtt sem best, að sögn sýslumanns. Jón ísberg sagði að eftir væri að fá formlega staðfestingu landbúnað- arráðherra á samkomulaginu svo og upprekstrarmanna. anfarið hafa 217 aðilar keypt í handkaupi hjá Lyfjaverziun ríks- ins 300 kg af fenemali, sem nægja myndu til þess að drepa alla ls- lendinga. Þetta er gert með leyfi menntamálaráðherra og sam- þykkt af formanni eiturefna- nefndar. Að dómi okkar er útrýming svartbaks með eitri þýðingarlaus, stofninn er það stór að þeir sem drepast af eitri myndu drepast hvort sem er, og mávar forðast ekki hræ af sinni tegund. Eina leiðin til þess að minnka fjölda svartbaks er að henda ekki slori í sjó og moka yfir sorphauga allstaðar." Framfærsluvísitalan: 21 % verð- bólguhraði HAGSTOFAN hefur reiknað vísi- tölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag i ágústbyrjun og reyndist hún vera 108 stig miðað við grunninn 100 í febrúarbyrjun. Hækkun vísitölunnar frá því er hún var lögformlega reiknuð út síðast í maíbyrjun nemur 4,90%. Á sama tíma hefur vísitala vöru og þjónustu hækkað um 5,05% Hækkun F-vísitölunnar mælir um 21 % verðbólguhraða á einu ári. F-vísitalan var nú 108,50 stig og hafði hækkað úr 103,45, sem hún stóð í í maí. Hækkun vfsi- tölunnar frá júlíbyrjun til ág- ústbyrjunar var úr 106,82 stig- um í 108,50 stig og er það 1,57% hækkun. Sú hækkun mælir 20,5% verðbólguhraða á 12 mánaða tímabili. Af þessari mánaðar hækkun stafa 0,4% af hækkun húsnæðisliðs, 0,5% af hækkun ýmissa þjónustuliða og 0,7% af hækkun ýmissa vðru- liða. Samkomulag í hrossadeilunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.