Morgunblaðið - 21.08.1984, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.08.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 17 anna, þar sem þeim býðst betra kaup og þegar Nígeríumenn ráku Ghana-búa úr landi nýlega, var það aðeins verkalýðurinn sem var látinn fara en t.d. kennarar urðu eftir. Þess vegna er kennaraskort- ur i Ghana. Okkur skilst líka að samgöngur séu afar tregar í landinu og mikið um svartamarkaðsbrask. Við erum báðir einhleypir, enda var það eitt af skilyrðunum þar sem aðstæður þykja eflaust of erf- iðar til þess að fjölskyldufólki sé bjóðandi upp á þær, en við erum sannfærðir um að þetta verður ómetanleg lífsreynsla. Við þekkt- umst ekki áður en við sóttum um að taka þátt í þessu verkefni, en seinna hefur komið á daginn að við erum frændur, svo það var kannski sama ævintýraþráin, sem fékk okkur til að taka ákvörðun um að fara,“ segja þeir. Daníel er kennari við Reyk- holtsskóla í Biskupstungum en Gottskálk kennir við Menntaskól- ann í Reykjavík og eru þeir báðir í ársleyfi frá kennslu á launum, fyrir tilstilli styrks frá mennta- málaráðuneytinu. „Þetta verkefni er vonandi bara byrjunin* segja þeir. „Og vonandi verður hægt að nýta þá reynslu sem við öflum okkur til þess að þjálfa nýtt fólk þegar við snúum aftur.“ Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings: Vaxtabreytingarnar til verulegra hagsbóta fyrir sparifjáreigendur „Þessi vaxtabreyting er afarmikilvæg bæði þjóðhagslega og fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Þjóðhagslega ætti hún að byggja upp aukinn sparnað, þar sem sparifjáreigendur geta valið um ýmis form í sparnaði. En jafnframt verður að gera kröfur um að fjárfestingar skili betri arði með hækkandi vöxtum. Þessi breyting ætti að stuðla að uppbyggingu innlends lánamarkaðar og gera ísland óháðara erlendum lántökum, sem eru orðnar óhóflega miklar," sagði dr. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Kaupþings hf. þegar blaðamaður Morgunblaðsins leitaði álits hans á breytingum vaxta inn- og útlána. „Hvað fyrirtæki varðar, þá ætti aukið framboð á fjármagni að bæta stöðu þeirra og rekstur. Þau hafa búið við fjársvelti og alltof stuttan lánstíma í áratugi. Þetta getur lækkað vaxtakostn- að hjá fyrirtækjum og vanskila- kostnað þeirra. Aftur á móti munu hærri vextir sem fyrir- tæki þurfa að borga gera auknar kröfur til arðsemi rekstrarins og eflaus munu einhver þeirra eiga í erfiðleikum með að stand- ast þær kröfur." — Hvar er hagstæðast fyrir Tafir á lagningu gervigrassins VINNA við lagningu gervigrassins í Laugardal hefur legið niðri að und- anförnu vegna vætutíðarinnar. Stef- án Kristjánsson, íþróttafulltrúi Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við Mbl. að ekki væri hægt að leggja gervigrasið í rigningu því það þyrfti að líma við gúmmíundirlag. Þegar er lokið lagningu á um einn þriðja af knattspyrnuvellin- um og ef gerði nokkra þurra daga tæki lagningin ekki nema nokkra daga. Er lagningunni lyki ætti eft- ir að ganga frá ýmsum atriðum, en stefnt er að ljúka verkinu í september. Ekki mun þessi töf hafa fjár- hagslegt tjón fyrir Reykjavíkur- borg í för með sér en búast má við að verktakinn verði fyrir tjóni. f frétt frá Arnarflugi segir að þegar frestur rann út þann 15. þessa mánaðar til þess að skrá sig fyrir nýjum hlutum í félaginu, höfðu eigendur tæplega 90% hlutafjár í félaginu tilkynnt að þeir myndu nota forkaupsrétt sinn að fullu og að allir stærstu eignar- aðilar félagsins hafi verið þar á meðal. Alls nemur hlutafjáraukn- ingin 40,5 milljónum króna. Þá segir jafnframt að enn hafi ekki fengist áskrift að nýjum hlut- sparifjáreigendur að ávaxta fé sitt? „Það fer allt eftir því hvað sparifjáreigandi ætlar að gera við peningana. Ef hann er með skammtímasparnað í huga, eitt til tvö ár, þá er ekki vafi á því að hinir ýmsu kostir sem bankarn- ir bjóða upp á eru mjög vænleg- ir, en þó mismunandi góðir eftir því hvað menn ætla að binda peningana í langan tíma. Ég er maður öryggisins og mundi allt- af hafa peninga á verðtryggðum reikningum, og þarf því ekki að óttast að þeir rýrni þó verðbólga aukist. En svo eru aðrir sem hafa meira gaman af því að taka áhættu og það að hafa peninga á óverðtryggðum reikningi er allt- af að taka áhættu. Gagnvart einstaklingum hef- ur þessi vaxtabreyting tvíþætt áhrif. í fyrsta lagi fá þeir ein- staklingar sem eru sparendur, en þeir eru miklu fleiri, mjög mikla hagsbót. Fyrir hina sem eru skuldararnir þýðir þetta auknar álögur, sérstaklega fyrir þá sem eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið. En ef hægt er að fá nóg lánsfé geta menn klárað sín- ar íbúðir og nýtt peningana bet- ur. Þar með hefur lægri bygg- ingarkostnaður bætt að ein- hverju leyti hækkun útláns- vaxta. En það er ljóst að það verður tilfærsla frá fyrirtækjum til sparenda — einstaklinga, með hækkun vaxta, sem þýðir það sama og launahækkun yfir alla línuna. Ef menn eru að fara út í lang- tímasparnað — ætla að eiga peninga sem tryggingu' fyrir hugsanlegum áföllum — þá eru það í fyrsta lagi spariskírteini á góðum vöxtum og veðskuldabréf einstaklinga og fyrirtækja sem eru með verulega háum vöxtum, 12—13% verðtryggð. Vextir á veðskuldabréfum einstaklinga og fyrirtækja, eins og mitt fyrir- tæki býður, eru verulega hærri en hæstu vextir sem bankarnir bjóða, en á móti kemur ýmislegt óhagræði vegna innheimtu og sölu á skuldabréfunum, gengis- áhætta og fleira, þannig að þau eru aðallega fyrir þá sem eru með langtímasparnað í huga.“ Óseld hlutabréf í Arnarflugi, fyrir tæpar 4 milljónir: Ekki ákveðið hvort Flugleiðir kaupa meira STJÓRN Fltigleiða hefur ekki ákveðió hvort Flugleiðir munu nýta sér for- kaupsrétt á 40%óseldra hluta í hlutafjáraukningu Arnarflugs, samkvæmt því sem Grétar Kristjánsson, varaformaður stjórnar félagsins, upplýsti blm. Mbl. um að upphæð tæplega 4 milljónir króna. Hluthafar sem nýtt hafa sér forkaupsrétt sinn að fullu eiga nú forkaupsrétt á þeim bréfum sem eftir eru, í réttu hlutfalli við eignarhluta sinn í félaginu, þann- ig að Flugleiðir, stærsti hluthafi Arnarflugs, geta keypt 40% þeirra bréfa sem eftir eru, og þar með aukið eignarhlut sinn í félaginu í 44%. Verða hluthafar að nýta sér þennan rétt fyrir 7. september nk. SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR kynnir ný vaxtakjör Frá og meö 17. ágúst taka gildi vaxtahækkanir á inn- og útlánum okkar, sem hér segir: INNLÁN: Vextir Árs- alls ávöxtun á ári D Sparisjóðsbækur 17,0% 2) Sparireikningar meö 3ja mánaöa uppsögn 20,0% 3) Sparireikningar meö 6 mánaöa uppsögn 23,5% 24,9% 4) Heimilislán, sparnaöur tengdur lántöku Sparnaður 3—5 mánuöi 20,0% Sparnaöur yfir 6 mánuöi 23,0% 5) Verðtryggðir sparireikningar 6 mánaöa binding 5,0% 3ja mánaöa binding 0,0% 6) Ávísana- og hlaupareikningar 12,0% 7) Sparisjóðsskírteini, 6 mánaöa 23,0% 24,3% 8) Innlendir gjaldeyrisreikningar: a) innstæöur í Bandarikjadollurum 9,5% b) innstæöur í sterlingspundum 9,5% c) innstæöur í vestur-þýskum mörkum 4,0% d) innstæöur í dönskum krónum 9,5% ÚTLÁN: D Víxlar (forvextir) 23,0% 2) Hlaupareikningar 22,0% 3) Endurseljanleg lán: a) lán vegna framleiðslu fyrir innlendan markaö 18,0% b) lán í SDR (sérstökum dráttarréttindum) vegna útflutningsframleiöslu 10,0% 4) Skuldabréfalán og afborgunarlán 25,5% 5) Lán meö verðtryggingu miöaö viö lánskjaravisitölu a) lánstími allt aö 2'h ár 8,0% b) lánstími yfir 2'Æ ár 9,0% Kynniö ykkur nýju ávöxtunarkjörin á sparifé. Allt starfsfólk SparísjóÖsins er þér innan hand- ar hvaö varöar ráögjöf í fjármálum. Vextirnir eru breytilegir samkvæmt ákvöröun stjórnar Sparisjóösins. 5PARI5JÚÐUR HAFNARFJAROAR Hagur heimamanna Strandgötu 8—10. Reykjavíkurvegi 66.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.