Morgunblaðið - 21.08.1984, Síða 18

Morgunblaðið - 21.08.1984, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Norskir smábókaflokkar; Nýir straumar í Atl- antshafssamstarfinu Bækur Björn Bjarnason Universitetsforlaget í Osló hefur sent frá sér þrjár bækur í nýjum flokki sem ber heitið „Aktuell int- ernasjonal politikk" og mætti kalla „Alþjóóastjórnmál samtím- ans“ á íslensku. Hér er um papp- írskiljur aó ræóa, þær kosta 84 norskar krónur og eru um 100 síó- ur aó lengd. Fyrstu þrír titlarnir eru USAs Utenrikspolitikk, makt og moral (Utanríkisstefna Bandaríkj- anna, vald og siðferði) eftir Per Egil Hegge, blaðamann hjá Aft- enposten, Europa meUom sup- ermaktene (Evrópa milli risa- veldanna) eftir Martin Sæter, sérfræðing hjá Norsku utanrík- ismálastofnuninni, og Norge som oljeland, liUeput eller stormakt? (Noregur sem olíuríki, dvergur eða risi?) eftir Helge Ole Berge- sen og Raino Malnes en þeir eru báðir sérfræðingar við Fridtjof Nansen-stofnunina. Þessar bækur eru ritaðar með þeim hætti að þær eru lausar við fræðilegar vangaveltur en höf- undarnir draga fram höfuðatriði viðfangsefnisins og lýsa skoðun- um sínum á því. Martin Sæter er þeirrar skoðunar að samstarf Evrópubandalagsríkjanna (þ.e. tíu aðildarlanda Efnahags- bandalags Evrópu eins og þetta bandalag er enn ranglega kallað í flestum íslenskum fjölmiðlum og í almennum umræðum, i hinu opinbera heiti þess er ekki leng- ur vísað sérstaklega til efna- hagssamstarfsins) stefni í þá átt AklutH bttrmh/i.-na. [nJrJJr Por Ejp! USAs UTENRIKSPOUTIKK Mdki . r.ioi'u! I !>iii ersite&nrajri FOR U.S.ARMY að bandalagsríkin skapi sér stöðu á milli risaveldanna og þar með minnki hlutur Bandaríkj- anna í vörnum Vestur-Evrópu. Undir lok bókar sinnar bendir Sæter á að þessi þróun muni valda Norðmönnum vandræðum, þar sem þeir standa utan Evr- ópubandalagsins og leggja nú meiri áherslu en áður á varnar- samstarfið við Bandaríkin. Það hljóti því að verða Norðmönnum kappsmál að Atlantshafsbanda- lagið haldi áfram að vera sam- eiginlegur vettvangur þar sem mótuð sé vestræn stefna. Sæter telur að Svíum og Finnum sé það hins vegar að skapi að Evrópu- bandalagið stuðli að þvi aö risaveldaítök séu sem minnst í Evrópu, þar með gefist þeim færi á að láta meira til sín taka. Síðan segír hann orðrétt: „Það er ekki óeðlilegt að álykta að Is- '1 ktutil bUemas/onal þJrtikk MarUn Sa,U*r EUROPA MELLOM SUPERMAKTENE L 'niinsitrtfA •rtugtí lendingar sem eru nær aðgerð- arlausir („Nærmest passivt NATO-medlem“) innan Atlants- hafsbandalagsins, muni bregð- ast við þróuninni með svipuðum hætti (og Finnar og Svíar, innsk. Bj.Bj.).“ Ég er þeirrar skoðunar að þessi ályktun Martin Sæters sé alröng. Hafi íslendingar ein- hvers að gæta í alþjóðamálum er það ekki síst að viðhalda Atl- antshafssamstarfinu á milli Vestur-Evrópu og ríkjanna í Norður-Ameríku. Við erum jafn- vel í erfiðari stöðu að þessu leyti en Norðmenn og stæðum frammi fyrir óþægilegum kosti þyrftum við að velja á milli Evrópu og Bandaríkjanna í öryggismálum. Sá dómur Sæters að Islendingar séu svo að segja aðgerðarlausir innan Atlantshafsbandalagsins á vel við þegar litið er á hernað- arsamvinnu aðildarlandanna, en eins og kunnugt er hefur Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, stigið skref í þá átt að við verðum virkari á þeim vettvangi. í pólitísku samstarfi NATO- landanna höfum við verið þátt- takendur eins og vilji og kraftar leyfa en einnig þar má gera bragarbót þó ekki væri til ann- ars en leiðrétta misskilning eins og þann sem kemur fram í lýs- ingu hins norska sérfræðings. Per Egil Hegge er í hópi bestu blaðamanna á Norðurlöndum og hefur víðtæka reynslu, meðal annars var hann fréttaritari Aftenposten í Moskvu 1969 til 1971 og í Washington 1977 til 1981. I bók sinni dregur hann upp skýra mynd af höfuðdrátt- unum í utanríkisstefnu Banda- ríkjanna frá stríðslokum, og leggur áherslu á það sem gerst hefur hin síðari ár. Hann bendir meðal annars á þá staðreynd að í suður- og vest- urríkjum Bandaríkjanna er mest gróska um þessar mundir. Manntal árið 1980 sýndi að á átt- unda áratugnum hafði íbúum þessara ríkja fjölgað um 20 milljónir, úr 98 milljónum í 118 milljónir. En á sama tíu ára bili frá 1970 hafði íbúum norðaust- ur- og miðvesturrikjanna aðeins fjölgað um tæpar þrjár milljón- ir, úr 106 f 109 milljónir, en þessi ríki hafa verið hefðbundin for- ysturíki Bandaríkjanna bæði í iðnaði og menningu. Á tíu árum snerist íbúafjöldinn sem sé við þannig að 8 milljón manna for- skot norðaustur- og miðvesturr- íkjanna 1970 var orðið að 9 millj- ón manna „halla" 1980. Því er spáð að þessi þróun haldi áfram. Það eru fbúarnir f norðaustur- og miðvesturríkjunum sem eiga rætur í Evrópu en f þeim ríkjum þar sem fólki fjölgar mest rekja menn uppruna sinn einkum til Rómönsku-Ameríku og Asíu. Þá bendir Per Egil Hegge einnig á að þótt Bandaríkjamenn hafi mikilla viðskiptahagsmuna að gæta i Evrópu þá gerðist það f fyrsta sinn á árinu 1981 að Kyrrahafslöndin áttu meiri verslunarviðskipti við Bandarík- in að verðmæti en Evrópulóndin. Enn getur enginn sagt með nokkurri vissu fyrir um hvaða áhrif þessar tölulegu staðreynd- ir hafi á mótun og framkvæmd bandarískrar utanríkisstefnu. Þegar á þær er litið og jafnframt haft í huga að Evrópuþjóðirnar hafa verið tregar til að axla hernaðarlegar skuldbindingar utan varnarsvæðis Atlantshafs- bandalagsins á sama tfma og Sovétmenn láta að sér kveða um allan heim þykjast æ fleiri greina breytingar á stefnu Bandaríkjanna sem hafi í för með sér að Evrópumenn þurfi að leggja harðar að sér vilji þeir standa í fstaðinu á móti Sovét- mönnum í eigin heimshluta. Eins og Per Egil Hegge bendir á sæta Evrópumenn vaxandi gagn- rýni fyrir það hjá áhrif- amönnum við mótun banda- rískrar utanríkisstefnu að þeir hugsi alltof mikið um sjálfa sig f öryggismálum og láti Banda- ríkjamenn eina um að glíma við Sovétmenn utan varnarsvæðis NATO, en vilji samt ekki neitt á sig leggja til að taka við verkefn- um af Bandarfkjaher í Evrópu. Sé litið á bækur þeirra Martin Sæters og Per Egil Hegges og hugað að langtímaþróun í utan- ríkis- og öryggismálum i okkar heimshluta má greina undir- strauma i stjórnmálum beggja vegna Atlantshafs sem stefna hvor í sína átt. Sé einhver einn atburður sem menn festa hug- ann við þegar íhuguð er grund- vallarbreyting á stöðu mála í Evrópu frá lyktum siðari heims- styrjaldarinnar staðnæmast all- ir við samskipti þýsku rfkjanna. Einmitt þar gætu sögulegir at- burðir verið að gerast um þessar mundir, atburðir sem vekja meiri reiði í Moskvu en annars staðar ef marka má opinberar yfirlýsingar. Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, hefur hins vegar hafnað þeirri skoðun að Jalta-samkomulagið um skipt- ingu Evrópu sé óhagganlegt. Veitingastofa skáldskapar Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Café Existens nefnist forlag í Gautaborg sem gefur út tíma- rit með sama nafni. Tvöfalt hefti tímaritsins 22/23 er helg- að norrænni ljóðlist. Inngangsritgerð um íslenska ljóðlist skrifar Einar ólafsson og velur til birtingar ljóð eftir þessi skáld: Steinunni Sigurð- ardóttur, Anton Helga Jóns- son, Sjón, Geirlaug Magnús- son, Einar Má Guðmundsson, Elísabetu Þorgeirsdóttur, Birgi Svan Símonarson, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Stefán Snævarr og Sigurð Pálsson. Ritgerð Einars ólafssonar er ekki síst athyglisverð fyrir það að hún er trúverðug greinar- gerð hans skaldakynslóðar. Þessi skáld mótuðust á sjöunda og áttunda áratugnum, hrifust af þjóðfélagslegum hræringum eins og stúdentauppreisnum og nýjungum í listum sem skipuðu hlutunum í óvænt samhengi. Þessi kynslóð las Dag Sig- urðarson með sérstakri eftir- tekt, kunni að meta hve bein- skeyttur og opinskár hann var, auk þess dæmigert borgarbarn eins og mörg þeirra. Þorsteinn frá Hamri var lesinn á sunnu- dögum. I skáldsagnagerðinni oliu skáldsögur Guðbergs Bergssonar straumhvörfum, einkum Tómas Jónsson, met- sölubók. Um þetta og fleira má fræð- ast af Einari ólafssyni sem gerir sér far um að varpa ljósi á það sem ung skáld hafa verið að fást við og hefur líka tölu- vert að segja um eldri kynslóð skálda. Vonandi verður rit- gerðin prentuð á islensku inn- an skamms, hún skýrir ýmis- legt sem menn hafa verið ófróðir um áður. Sjálfur hefði Einar Ólafsson gjarnan mátt vera með í skáldahópnum. Ég hef þá ein- kum í huga bók hans Augu við gangstétt (1983). Sýnishorn íslenskra ljóða í Café Existens eru of fá til að gefa rétta mynd af skáldunum, aðeins eitt ljóð eftir hvert þeirra í sænskri þýðingu Jans Karlsson. En þau eru vel valin og dæmigerð fyrir höfundana. Séu íslensku ljóðin borin saman við ljóð Skandínava má að visu koma auga á skyldleika á stöku stað, en íslensku skáld- in eru að mínu mati að fást við annað en þau skandínavísku. Áberandi eru tengsl íslend- inganna við landið. Ljóð Færeyinga, Grænlend- inga og Sama standa nær ís- Einar Ólafsson lensku ljóðunum en ljóð Skandínavanna. íslendingana skortir að vísu hina næmu, barnslegu tilfinningu Sam- anna, en þeir eru ekki síður frumstæðir. í Café Existens er saman- komið mikið efni sem flest er til marks um að norræn ljóðlist er ekki bara útnesjakveðskap- ur. Þetta hefti er líka þeim kostum búið að það kynnir norrænum Iesendum skáld sem mörg hver eru lítt þekkt utan heimalanda sinna. Jóhann Hjálmarsson Draumar um kanínur og betra líf Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir John Steinbeck: Mýs og menn, skáldsaga. Ólafur Jóhann Sigurðsson íslenzk- aði. Útg. Almenna bókafélagið 1984, 2. útg. endurskoðuð þýðing. Mýs og menn eru efalaust með frægustu bókum Steinbecks heit- ins. í eftirmála segir ólafur Jó- hann að höfundur hafi einnig beinlínis stefnt að því að skrifa söguna svo að færa mætti hana fyrirhafnarlítið upp á leiksvið. Mýs og menn var í leiksviðsgerð sýnd hjá LR á árum áður, ég hef heyrt mikið lof um þá sýningu, einkum og sér í lagi um leik Þor- steins Ö. Stephensen í hlutverki Lenna. Á árunum 1930—1940 er mikil gróska í þeirri tegund skáldsagna sem Mýs og menn gæti flokkast undir. Kreppan er í algleymi, at- vinnuleysi og spilling sem af henni leiðir. Lausamenn og umrenn- ingar flakka á milli býla og ráða sig í vinnu skamma hríð á hverj- um stað, búa við heldur klént at- læti en allir eiga þeir sama drauminn: að verða ríkir og þó ekki svo að þeir setjist í helgan stein, draumar þeirra beinast að því að eignast lítið býli, þar sem þeir geti „lifað á landinu" og orðið sínir eigin húsbændur. Svo háttar og til í þessari sögu. Georg og Lenni eru á stöðugu flakki. Ástæðan er meðal annars sú, að Lenni er vitgrannur og hef- ur ekki stjórn á sér og er einatt að koma þeim i vandræði svo að þeir hrekjast úr einum stað í annan. En samt er draumurinn og nú virðist hann ekki utan seilingar lengur. Þeir komast í kynni við gamlan mann sem á eitthvað í handraðanum. Geti þeir unnið í friði og spekt á búgarðinum og ef Lenni heldur frið þá er sennilega ekki langt í að draumurinn verði að veruleika. Ákaflega finnst mér Steinbeck fara nærfærnum höndum um Lenna og tryggðatröllið Georg er dreginn upp af mikilli vandvirkni þótt hann standi okkur ekki jafn skýr fyrir sjónum og Lenni. Mýs og menn er eftirminnileg saga, þjóðfélagsádeila án þess að ádeilan beri ofurliði hið listræna í frásögninni. Ég las fyrri útgáfuna fyrir æði löngu og hef ekki borið saman þýðingarnar eða hversu miklar endurbætur ólafur Jóhann Sigurðsson hefur gert. Hvað sem því nú líður er þýðingin afbragðs vel gerð, málfarið sérviskulegt. Og bókin er vel úr garði gerð af hálfu Almenna bókafélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.