Morgunblaðið - 21.08.1984, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.08.1984, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 • • Oflugt og vaxandi starf íþróttamanna á Flateyri Rætt við Ólaf Trausta Árnason íþróttaþjálfara þurft að fara inn eða fresta tíma vegna veðurs." Þið hafið farið í einhver ferða- lög með krakkana? „Jú, það er fyrst og fremst með fótboltaliðin. Með 4., 5. og 6. flokkinn höfum við farið á firð- ina hér í kring um okkur, en 4. flokkur fór tvær langar ferðir, aðra á Snæfellsnesið og hina á Reykjanesið. Það hafa lfka verið haldin mót á Þingeyri, á Núpi og svo tvö hér á Flateyri, sundmót og frjálsíþróttamót." Hver hefur árangur Grettis verið í þeim mótum? „Við höfum alltaf farið með fulla rútu á mótin, það er sama i hvaða flokki það er, og staðið upp úr og sigrað." E.F.G. Morgunblaftii/ E.F.G. Flateyri. í SUMAR var haldið íþróttanám- skeið fyrir unglinga hér á staðnum. íþróttafélagið Grettir hefur staðið fyrir slíku námskeiðahaldi mörg undanfarin sumur og hafa þau heppnast mjög vel. Námskeiðið stóð yfir í tvo mánuði samfleytt og því lauk þann 3. ágúst sl. Af þessu tilefni tók ég umsjónarmann nám- skeiðsins, Olaf Trausta Árnason, íþróttakennara, tali. Hvernig hefur þér líkað dvölin hér hjá okkur, ólafur? „Þetta hefur verið frábært, gott að vera hér og gott samstarf við stjórn íþróttafélagsins, krakkana og foreldra þeirra." Þú varst hér hjá okkur fyrir þrem árum, með sams konar mót. Finnst þér hlutirnir hafa breyzt? „Sundlaugaraðstaðan hefur auðvitað gjörbreytt allri að- stöðu. Nú geta krakkarnir iðkað sund með útiíþróttunum, og fyrir og eftir leiki er unnt að koma keppendum strax til bún- ingsklefa, þar sem sturtuaðstaða er fyrir hendi.“ Finnst þér þátttakendur taka framförum á námskeiðinu? „Já, já, þau taka framförum, þroskast og læra svo eitthvað — vonandi.“ Er raunhæft að þínu mati að hafa slík námskeið eins og þetta á hverju sumri hér? „Já, á því er enginn vafi, sér- staklega meðan engin leikfimi- kennsla fer fram í skólanum." Á hvaða aldri eru krakkarnir á námskeiðinu? „Þau eru frá sex ára aldri til fjórtán ára aldurs, þ.e. á leikja- námskeiöinu, i sundi, frjálsum og fótbolta. Námskeiðið stendur yfir alla daga vikunnar, að und- anskildum miðvikudeginum hjá þeim yngstu. Námskeiðið hefur verið keyrt nokkuð stíft og að mínu mati er lengd þess mjög hæfileg. Sum börnin eru „sprungin" en það er að sjálf- sögðu misjafnt eins og gengur." Fjórði flokkur drengja hefur tekið þátt í íslandsmótinu nú í sumar, hefur það ekki gengið mjög vel? „Það hefur gengið, jú mjög vel. Liðið lék tíu leiki og vann fjóra, einn varð jafntefli og fimm töp- uðust. Markatalan var 15 gegn 14, fyrir okkur, sem er alls ekki neitt til að skammast sín fyrir. Þetta er nokkuð dýrt dæmi, en það borgar sig held ég áreiðan- lega, e.t.v. ekki á hverju ári, en Frá lokakeppni íþrótta- og leikjanámskeiðsins, en börn og fullorðnir tóku þátt í því. Ólafur Trausti Árnason, íþrótta- þjálfari, ásamt syni sínum. a.m.k. þegar efni og aðstæður leyfa. Fyrst og fremst til þess að börnin fái að bera sig saman við krakka í öðrum byggðarlögum." Náðuð þið að skipa fullt lið hér á staðnum? „Nei, við fengum fjóra Súg- firðinga í lið með okkur og það gekk mjög vel.“ Námskeið fyrir þá sem eldri eru, hvað með það? „Jú, við héldum einnig nám- skeið fyrir þá eldri. Stúlkurnar sem mættu í frjálsum íþróttum mættu mjög vel. 1 fótboltanum fóru mætingarnar nú mjög mik- ið eftir því hvort vinna var í frystihúsinu, nú eða leikur í sjónvarpinu, eins og gengur. Mætingin var góð þegar leikir fóru fram. Mætingin í sundinu var mjög góð. Að jafnaði mættu alltaf um 16 krakkar til æfinga. Frúarleikfimin lognaðist nú eig- inlega útaf, þær kenndu nú aðal- lega um vinnutímanum og sumr- inu, það datt uppfyrir fljótlega af sjálfu sér.“ Hvað finnst þér, Ólafur, um starf íþróttafélagsins? „Mér finnst nú eiginlega alveg ótrúlegt hvað það getur gert. Ég er alveg stórhrifinn af starfi þess miðað við það sem þeir hafa úr að spila. I raun eru það mjög fáir sem standa á bak við félagið. Varðandi úrbætur, þá er að mínu viti engin spurning um það hvað vantar. Það er að sjálfsögðu íþróttahúsið, númer 1, 2 og 3, al- veg hikstalaust. Þegar hægt verður að fara að æfa allt árið, þá þarf ekki alltaf að vera að byrja á því sama á vorin, þ.e. þrekæfingum og þ.h. Útiaðstað- an hefur stórlega batnað, frá því ég var hér síðast. Umhverfið og aðstaðan, það er helst fótbolta- völlurinn, sem ekki er nógu góð- ur, krakkarnir eru hálf hrædd Svifið í langstökkinu. við hann, því hann er full gróf- ur.“ Nú hefur mikið af börnum víðs vegar af landinu, sótt þessi nám- skeið hér, og dvalist hjá ættingj- um og kunningjum, um lengri eða skemmri tíma. Koma þau ekki inn í námskeiðið á mismun- andi tímum og gerir það starfið ekki erfiðara hjá þér? „Nei, það vil ég ekki segja, það er allt í lagi. Þau grípa hvort annað um leið og þau hittast. Það er verra þegar fer að fækka hjá okkur í hópunum, þá fer að verða erfiðara að halda uppi ákveðnu prógrammi, með kannski átta til tíu krakka í hverjum hóp. Veðrið? Jú, það hefur verið mjög gott. Ég held að við höfum fengið fjóra rign- ingardaga. Við höfum aldrei Útflutningur sjávarafurða: Um þriðjungur tekna frá Bandaríkjunum - fyrstu sex mánuði ársins Heildarútflutningur þjóðarinnar fyrstu sex mánuði þessa árs nam 10.692.292 þú.sundum króna. Þar af er upphæð sjávarafurða 7.663.150 þúsundir króna eða um 71,7% heild- arútflutnings. Á sama tímabili 1983 var heildarútflutningur 7.743.014 þúsundir króna og nam þá upphæð sjávarafurða 5.448.534 þúsundum króna, eða um 70,4%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fiskifé- lagi íslands. I tilkynningunni segir einnig hvernig útflutningur sjávarafurða skiptist eftir vinnslugreinum á sama tímabili, 1984 annars vegar, 1983 hins vegar: 69.421 tonn frystra afurða voru flutt út fyrstu sex mánuði þessa árs, sem er tæpum 6.000 tonnum minna en fyrri hluta ársins 1983, að andvirði 3,888.691 þúsund kfon- um að flutningskostnaði sleppt- um. Af söltuðum afurðum voru í ár flutt út 44.219 tonn að andvirði 1.850.710 þúsund króna, en 1983 39.933 tonn, sem er rúmum 4.000 tonnum minna, en á þessu ári, að andvirði 1.296.878 þúsunda króna. Útflutningur nýrra og ísaðra af- urða hefur aukist um tæp 16.000 tonn frá síðasta ári, var nú 36.706 tonn, 386.803 þúsund krónur að söluverði. Útflutningur hertra afurða hef- ur skroppið saman úr 2.149 tonn- um 1983 í 21 tonn á þessu ári. Söluverð hertra afurða f ár er 3.448 þúsund krónur, en var 228.622 þúsund krónur í fyrra. Útflutningur á mjöli og lýsi jókst aftur á móti um rúm 85.000 tonn frá árinu 1983, en þá voru flutt 27.393 tonn miðaö við 112.414 tonn í ár. Útflutningur afurða sem eru niðurlagðar og niðursoðnar, hefur einnig aukist úr 933 tonnum 1983 í 1321 ton í ár. Andvirði þessara af- urða var fyrstu sex mánuði þessa árs 180.473 þúsund krónur, en 108.265 þúsund krónur í fyrra. Af öðrum /sjávarafurðum voru flutt út 4.290 tonn, að andvirði 46.405 þúsund króna, þetta ár, en á síðasta ári 6.026 tonn að andvirði 73.527 þúsunda króna. Af framangreindu má ráða að fyrstu sex mánuði þessa árs voru flutt út 268.212 tonn, en á sama tíma á síðasta ári höfu 170.794 tonn verið flutt út og er þar um 97.418 tonna aukningu að ræða, eða 36,3%, og munar þar mest um afurðir úr loðnu. Útflutningur loðnuafurða, þ.e. loðnulýsis, loðnu- mjöls, frystrar loðnu og frystra loðnuhrogna, nam 105.471 tonni og var söluverð þeirra 1.299.740 þús- undir króna. Bretar keyptu mest af loðnulýsi, 18.949 tonn og Vestur-Þjóðverjar sigla í kjölfarið með 9.071 tonn. Hollendingar, Spánverjar, Norð- menn, Frakkar og Færeyingar keyptu einnig loðnulýsi af fslend- ingum. Finnar keyptu 18.283 tonn loðnumjöls af íslendingum, Bretar 7.658 tonn, en aðrar viðskiptaþjóð- ir voru Danir, Pólverjar, Frakkar, Tékkar, Svíar, Spánverjar, ítalir, Búlgarir og Vestur-Þjóðverjar. Japanir einir festu kaup á frystri loðnu og loðnuhrognum. Tíu þjóðir keyptu sjávarafurðir af íslendingum fyrir meira en 200 milljónir króna fyrstu sex mánuði þessa árs. Eiga Bandaríkjamenn þar stærstan hlut að máli, en þeir keyptu sjávarafurðir fyrir 2.444.346 þúsundir króna, þar af frystar afurðir fyrir 2.358.511 þús- undir króna. Sovétmenn keyptu alls fyrir 992.473 þúsundir króna, frystar afurðir fyrir 478.247 þús- undir króna og saltaðar afurðir fyrir 477.505 þúsundir króna. Aðr- ir viðskiptaaðiljar í þessum hópi voru Bretar, sem keyptu sávaraf- urðir fyrir 882.668 þúsundir króna, Vestur-Þjóðverjar 645.552 þús- undir króna, Portúgalir 485.320 þúsundir króna, Spánverjar 325.025 þúsundir króna, Frakkar 290.592 þúsundir króna, Finnar 272.414 þúsundir króna, Danir 249.457 þúsundir króna og ítalir sem keyptu fyrir 201.911 þúsundir króna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.