Morgunblaðið - 21.08.1984, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.08.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 27 Fiskeldi er gróðavegur LAXELDI er þegar vel á veg kom- ið í Noregi, og norskur lax, sem ræktaður hefur verið I rannsókn- arstöðinni í Sunndalsöra, á vestur- strönd landsins, vex nú hraðar en nokkur önnur laxategund í heimin- um. Vaxtarhraðinn eykst um 4% á ári, svo að hann tvöfaldast á 17—18 árum. Norskir sérfræð- ingar hafa einnig náð mjög góðum árangri — u.þ.b. 70% — í að klekja út hrogn án þess að þau hafi áður verið frjóvguð með sæði hængsins. Þetta hefur í för með sér, að af hverri hrygnu, sem með- höndluð er, má fá 7.000 nákvæmar eftirmyndir hennar á fyrrnefndan hátt. En þctta er aðeins byrjunin, og marga Norðmenn klæjar í lóf- ana eftir að fá að taka þátt í uppbyggingarstarfinu, með stuðningi fjársterkra aðila eða án hans. Jafnvel þótt laxeldi aukist jafnt og þétt í Noregi, leggja norskir rannsóknarmenn geysimikla áherslu á að kynbæta aðrar fisktegundir. Einnig hafa þeir ostrur í takinu, krækling, rækju og humar, þang og fleiri sjávarjurtir. Lax- og silungseldi hefur vaxið með methraða í Noregi. Þegar á næsta ári, þ.e. 1985, gerist það, að uppeldisfiskur fer fram úr þorski að söluverðmæti til. Á síðasta ári var sala á þorski upp úr skipi að verðmæti um 134 milljónir Bandaríkjadala. Sam- bærileg tala að því er eldisfisk varðar var um 95 milljónir dala. Á þessu ári er talið að metin jafnist, en á næsta ári er þess vænst, að söluverðmæti eldis- fisks nemi um 150 milljónum Bandaríkjadala. Núverandi framleiðslugeta í landinu er í kringum 50—60 þús. tonn. En nokkrar stöðvar hafa stórlega aukiö starfsemi sína og 100 ný leyfi hafa verið veitt á þessu ári. Þegar allt hefur verið reiknað með, má gera ráð fyrir, að ársframleiðslan verði komin upp í 80.000 tonn á árinu 1990. En það fer m.a. eftir því hvernig gengur með hinn unga „ein- klakta" fisk, sem áður er um get- ið. Á síðasta ári voru um 22.000 tonn framleidd af honum, og á árinu 1984 er áætlað að fram- leiða 27.000 tonn. Af framleiðslu eldisfisks á síð- asta ári fóru um 17.000 tonn til útflutnings, eða um 75%. Helstu markaðslöndin voru Frakkland og Vestur-Þýskaland. Það sem af er þessu ári hefur mest verið selt til Bandaríkjanna. Fram til þessa hafa 575 leyfi verið veitt til reksturs eldis- stöðva, og þar af hafa 400 þegar tekið til starfa. Inni í fyrr- nefndri tölu eru leyfisveitingar frá þessu ári, en 1.700 aðilar bíða svars við umsóknum sínum. Það er hægt að hafa dável upp úr þessari atvinnugrein. í könn- un sem norska sjávarútvegs- ráðuneytið lét gera, kemur fram, að tekjur á hvert „manngildi" voru að meðaltali um 26.000 Bandaríkjadalir á árinu 1982, en eru sennilega enn hærri nú. Til samanburðar má geta þess, að á sama ári voru meðallaun sjó- manna á „heilsársskipum" um 12.000 dalir. Eins og ábatasemi er nú hátt- að í þessari atvinnugrein, er næstum óhætt að segja, að líta megi á starfsleyfi þar sem leyfi til að verða ríkur. Stórfyrirtæki, sem ráða yfir miklu fjármagni, eru nú farin að átta sig á mögu- leikunum, sem þarna er að finna. T.d. er eitt helsta iðnfyrirtæki landsins, Norsk Hydro, aðaleig- andi Mowi í Bergen, stærstu fiskeldisstöðvarinnar í Noregi. Meðeigandi Hydro að stöðunni er eitt af stærstu skipafélögum Noregs, Mowinckel. Frá náttúrunnar hendi er Noregur heppilegur samastaður fyrir fiskeldi. Þar er nóg af hreinu vatni, ómenguð náttúra og æskilegur sjávarhiti vegna Golfstraumsins. Allt kemur þetta sér vel við fiskeldi. Og Norðmenn framleiða líka um 85% af öllum eldisfiski i heimin- um. Norskir fiskiræktarbændur ættu að geta framleitt um 200.000 tonn af laxi fyrir lok ald- arinnar, að sögn Arne Jensens prófessors, sem starfar hjá Norsku tæknistofnuninni og Iðn- þróunarstofnuninni. Til viðbótar kemur svo þorskeldið, svo fram- arlega sem hentugar uppeldisað- ferðir finnast. Eldi á þorsklifr- um í stórum stíl hefur lánast með ágætum í Hafrannsókna- stofnuninni í Bergen, en enn er eftir að vinna mikið starf við rannsóknir og tilraunir. Búist er við svipaðri ársfram- leiðslu kynbætts eldisfisks, svo sem lúðu, kola, sandhverfu. Að sögn Arne Jensens prófessors, er þetta varlega áætlað með tilliti til þeirrar gífurlega sterku markaða sem til staðar eru eða geta orðið aðgengilegir fyrir þessar afurðir. Norðmönnum ætti að vera í lófa lagið að taka að mestu að sér uppeldi á kræklingi fyrir Evrópumarkaðinn. Ástæða þess eru hin alvarlegu mengunar- vandamál sem gömlu ræktunar- löndin á meginlandinu eiga við að stríða. Til viðbótar er það Norðmönnum í vil, að því er kræklinginn varðar, svo og önn- ur dýr, sem sía fæðu sína úr sjónum, að þau geta nýtt sér til viðurværis það sem til spillis fer í fiskeldisstöðvunum, auk þess sem þau nærast á svifi sjávar- plantna. í Noregi eru einnig góðar að- stæður til þess að ala upp hörpu- disk, rækju og aðrar skelfiskteg- undir, en þar er allt á athugun- ar- og tilraunastigi, segir Arne Jensen prófessor. F0WMIFRI FERÐUMSTMB FERÐAMIÐSÍÖÐINNI L0ND0N Flug, flug og bíll, flug og gisting á góðum Hótelum í London eða sumarhúsum í Bretlandi, flug og bátur. Vikuferð verð frá kr. 10.909,- FRANKFURT Flug og bíll / flug og gisting - hótel eða sumarhús 1.2, 3, 4 vikur. Verð frá kr. 10.044,- PARÍS Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferð frá kr. 9.322.- FLUG-BÍLL SUMARHÚS Oberallgau í Suður-Þýskalandi 1,2, 3, 4 vikur. Brottför alla laugardaga. Verðfrákr. 12.724.- LUXEMB0RG Flug og bíll / flug og gisting, alla föstudaga. Vikuferð verð frá kr. 10.350.- KAUPM.HÖFN I Flug — gisting — bíll. Brottför alia föstudaga. Verð frá kr. 11.897.- ST0KKHÖLM Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferðir. Verð frá kr. 13.428.- 10.909. 10.044. 9.322. 12.724. 10.350. 11.897. 13.428. 0SLÓ 10.943. Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferðir. Verðfrákr. 10.943.- ★ OFANGREIND VERÐ ERU PR. MANN OG MIÐAST VIÐ 4 í BÍL BENID0RM í leiguflugi eða með viðkomu í London. 12. september 14. september og 3. október 3 vikur. íbúða eða hótelgisting. ELDRIBORGARAR Ath. 3. október- eldri borgarar, við bjóðum ykkur fyrsta flokks gistingu á Hótel Rosamar. Leiðsögumaður og hjúkrunarkona á staðnum. Fáðu upplýsingar og leiðbeiningar hjá okkur um ferðamátann scm hcntar þér._______ ____________________ FERÐA IMIDSTOOIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 a f BAGUR AUGl TBKMSTOTA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.