Morgunblaðið - 21.08.1984, Qupperneq 28
28
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björr, Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Nýtt
kartöflustríð
Milton Friedman
áhrifameiri en flestir stjórnmálamenn
Milton Friedman
Skemmdu finnsku kartöfl-
urnar sem voru fluttar inn
fyrir meðalgöngu Sambands
íslenskra samvinnufélaga
hafa dregið dilk á eftir sér.
Vegna þeirra brast einokun-
arstíflan í kartöfluinnflutn-
ingi. Stríðinu sem þá hófst er
ekki lokið. Nú er það háð um
sölu á innlendri framleiðslu.
Deiluefnið er þetta: Er kart-
öflubændum skylt að selja
framleiðslu sína með Græn-
metisverslun landbúnaðarins
sem millilið?
í Morgunblaðinu á sunnu-
dag komu sjónarmið aðila að
þessari deilu eins skýrt fram
og verða má. Jens Gíslason,
einn stærsti kartöflubóndinn í
Þykkvabænum, telur sig geta
ráðstafað framleiðslu sinni
þangað sem hann vill og hefur
ákveðið að selja stórmarkaðn-
um Hagkaup hf. kartöflur á
því verði sem ákveðið er af
opinberum aðilum. Hagkaup
hefur á prjónunum að selja
kartöflurnar undir skráðu
smásöluverði og láta neytend-
ur þannig njóta þess sem
sparast við að Grænmetis-
verslun landbúnaðarins er
sleppt úr viðskiptunum. Jens
Gíslason telur að með því að
skipta við Hagkaup sé hann
að stuðla að aukinni neyslu á
kartöflum sem hann telur að
dregist hafi saman meðal
annars fyrir tilstuðlan
Grænmetisverslunar land-
búnaðarins.
Magnús Sigurðsson, for-
maður Landssambands kart-
öflubænda, og Gunnar Guð-
bjartsson, framkvæmdastjóri
F'ramleiðsluráðs landbúnað-
arins, lýsa því yfir í Morgun-
blaðinu á sunnudag, að Jens
Gíslasyni sé óheimilt að selja
kartöflur sínar þeim sem
hann sjálfur kýs, þar sé um
heildsöludreifingu að ræða
sem ekki sé heimil nema
Framleiðsluráðið leyfi og Jens
hafi ekki fengið neitt leyfi.
„Vilja þeir bara ekki setja sín
eigin lög til að fara eftir?“
spyr Gunnar Guðbjartsson.
Og Magnús Sigurðsson telur
að Jens Gíslason sé að „reyna
að brjóta stéttina niður“ í
eiginhagsmunaskyni, bændur
eigi að sitja sem mest við
sama borð.
Eins og lesendur sjá snýst
kartöflustríðið um það hvort
bændur séu betur settir eða
ekki ef þeir selja afurðir sínar
til einokunarfyrirtækis, sem
starfar í skjóli heildsöluleyfa
frá Framleiðsluráði landbún-
aðarins. Varla breytist Jens
Gíslason í kartöfluheildsala
vegna viðskipta við Hagkaup
en heldur stöðu kartöflubónda
þegar hann selur Grænmetis-
versluninni á sama verði.
Kerfið sem komið hefur verið
á fót í þessu efni miðast ekki
við þarfir neytenda. Hagur
Grænmetsiverslunar land-
búnaðarins er meira metinn
en hagur neytenda í hinu
opinbera „lögleyfða" kart-
öflu-sölukerfi.
Skemmdu finnsku kartöfl-
urnar sem voru fluttar til
landsins vegna samstarfs
tveggja aðila, SÍS og Græn-
metisverslunarinnar, er telja
sig best færa og einfæra um
að selja afurðir bænda, og
nýja kartöflustríðið um einok-
un á innlendum kartöflum eru
skýr dæmi um ógöngur einok-
unarverslunar. Því er haldið
að bændum af talsmönnum
einokunarinnar að engir aðrir
en vernduðu söluaðilarnir geti
greitt þeim fyrir afurðirnar.
Þó eru þessir söluaðilar treg-
astir allra til að skýra frá því
hvernig uppgjöri við bændur
er háttað. Þegar Hagkaup og
Vörumarkaðurinn fóru þess á
leit við Kaupfélag Skagfirð-
inga að fá sláturhús félagsins
á leigu var jafnvel gefið til
kynna af stjórnendum kaupfé-
lagsins að þessir stóraðilar í
verslun myndu ekki standa í
skilum við bændur. Hið sama
verður reynt að segja kart-
öflubændum núna, að því að-
eins fái þeir greitt fyrir fram-
leiðslu sína að þeir skipti við
einokunaraðilann. Við smá-
sölukaupmenn verður sagt: Ef
þið kaupið ekki af okkur núna
getið þið ekki vænst fyrir-
greiðslu þegar harðnar á
dalnum. Það er harkalegt að
þurfa að lýsa viðskiptaháttum
á íslandi með þessum hætti en
þannig ganga kaupin þó fyrir
sig á eyrinni þar sem einokun
er viðhaldið og brugðist er við
nýmælum með því að telja allt
annað brot á landslögum en
skilyrðislausa viðurkenningu
á réttmæti einokunarinnar.
Talið er að metuppskera
verði á íslenskum kartöflum í
ár. Sjaldan eða aldrei hafa
bændur þurft meira á því að
halda en einmitt nú að rétt sé
staðið að sölu kartaflna. Það
er ekki rétta leiðin hvorki til
að auka neyslu á kartöflum né
til að koma til móts við neyt-
endur í verðlagningu að ríg-
halda í einokunarkerfi Græn-
metisverslunar landbúnaðar-
ins.
eftirdr. Vilhjálm
Egilsson
Fáir hagfræðingar eru jafn um-
deildir og áhrifamiklir og Nóbels-
verðlaunahafinn Milton Friedman,
sem verður hér á landi dagana 29.
ágúst til 1. september næstkomandi.
Meðan flestir starfsbræður hans
féllu fyrir töfrum Keynesismans,
sem réttlætti útþenslu ríkisbákns-
ins með hagfræðilegum rökum, þá
spyrnti Milton Friedman á moti.
Hann gaf gömlu peninga-
magnskenningunni nýtt líf og var
talsmaður fljótandi gengis gjald-
miðla á tímum Bretton Woods-
samkomulagsins um stöðugt gengi.
En hvað mestum áhyggjum hefur
hann valdið andstæðingum sínum
með þrotlausri baráttu gegn aukn-
um ríkisafskiptum. Hann hefur
manna ötullegast bent á hvernig
ríkisafskiptin takmarka svigrúm
fólks til orðs og æðis og baka þannig
mikið tjón.
Milton Friedman er ekki sérfræð-
ingur án gildismats. Frelsið er
hornsteinninn í öllu því sem hann
skrifar og segir. Hann sækist ekki
eftir frelsinu aðeins vegna þess
sjálfs, heldur líka fyrir það að
frjálsir menn ná mestum efnahags-
legum árangri. Oft verður Milton
Friedman fyrir þeim árásum frá
andstæðingum sínum, að hann sé
erindreki hinna ríku á móti þeim
sem miður mega sín. Vissulega vill
Milton Friedman að fólk hafi tæki-
færi til þess að auðgast, en hann vill
ekki að hinir ríku geti verndað auð
sinn fyrir afleiðingum samkeppn-
innar eins og svo oft er gert með
ríkisafskiptum. Hann vill þjóðfé-
lagslegan hreyfanleika, svo að hinir
fátækari geti með iðni, áræðni og
Eintak Hólakirkju er fyrsta
fullbúna eintakið af 400 tölusett-
um, sem koma eiga út. Gefandinn
er hinn framtakssami athafna-
maður, Sverrir Kristinsson, fast-
eignasali og bókaútgefandi og
stendur hann að útgáfunni.
Blm. átti stutt spjall við Sverri
á dögunum, en auk þess aö reka
fasteignasöluna Eignamiðlunina
og bókaútgáfuna Lögberg, er hann
framkvæmdastjóri Hins íslenska
bókmenntafélags — eða bókavörð-
ur þess, eins og hinn gamli titill
hljóðar — og hefur verið sl.
þrettán ár. Eignamiðlunina hefur
Sverrir rekið frá árinu 1970 og
hún er ein elsta starfandi fast-
eignasalan í Reykjavík.
Hann stofnaði forlagið Lögberg
árið 1981 og segir áhuga á bóka-
söfnun m.a. hafa orðið til þess að
hann gerði það.
„Fasteignasalan og bókaútgáfan
fara ágætlega saman, enda tel ég
að það eigi að tengja saman pen-
inga og menningu," segir Sverrir
og bætir því við, að titlarnir, sem
hann hefur gefið út, séu ekkert
óskaplega margir, enda einbeitir
Lögberg sér að útgáfu ljósprent-
ana á handritum og bókum um ís-
„Milton Friedman er
ekki sérfræðingur án
gildismats. Frelsið er
hornsteinninn í öllu sem
hann skrifar og segir.
Hann sækist ekki eftir
frelsinu aðeins vegna
þess sjálfs, heldur líka
fyrir það að frjálsir menn
ná mestum efnahagsleg-
um árangri.“
dug komist í hóp þeirra ríku og til
þess að auðmennirnir verði sífellt
að vaka yfir búum sínum í því skyni
lenska myndlistarmenn. Þá hefur
Lögberg gefið út úrval verka Guð-
mundar Daníelssonar, rithöfund-
ar. En handritin eru gefin út í
samvinnu við Stofnun Árna
Magnússonar á íslandi og mynd-
listarbækurnar í samvinnu við
Listasafn ASÍ.
„Fyrsta handritið, sem kom út á
þennan hátt, var Skarðsbók, árið
1981, síðan kom Helgastaðabók,
(Nikulás-saga), árið eftir og nú er
unnið að undirbúningi fleiri hand-
rita, m.a. á Stjórn AM 227, sem er
þýðing á ritum Gamla testament-
isins frá þrettándu öld. Þá er unn-
ið að útgáfu Nýja testamentis
Odds Gottskálkssonar með nútíma
stafsetningu. Það kom upphaflega
út 1540 og ég tel tíma til kominn,
að fólk fái að lesa þessa merku bók
með nútíma stafsetningu," segir
Sverrir. „Stór hluti af okkar
menningararfleifð er fólginn í
handritunum og því er það áhuga-
vert verkefni að gefa þau út í
nákvæmri eftirgerð.
Mér hefur virst, að flestir sem
hafa áhuga á, hafi getað veitt sér
að kaupa þessar bækur,“ segir
hann aðspurður hvort það sé ekki
dýrt spaug fyrir almennan laun-
að dragast ekki aftur úr. Slíkt þjóð-
félag nær árangri, segir Milton
Friedman, og þá er líka mestur
möguleiki til að aðstoða þá sem
hjálpar eru þurfi.
Miiton Friedman er einn helsti
talsmaður hugmyndarinnar um nei-
kvæðan tekjuskatt. Allt frá því að
hann útfærði hugmyndina í bókinni
Frelsi og framtak (sem komið hefur
út á íslensku í þýðingu Hannesar
Gissurarsonar) hefur neikvæður
tekjuskattur staðið sem valkostur á
móti öllum þeim aragrúa af aðgerð-
um sem gerðar eru í því skyni að
aðstoða þá sem verr eru settir. í
Bandaríkjunum hefur hugmyndin
um neikvæðan tekjuskatt verið tek-
in alvarlega og í byrjun áttunda
þega að festa kaup á t.d. einni
Guðbrandsbiblíu. „Það virðist ekki
endilega fara eftir efnahag hvort
fólk lætur það eftir sér að kaupa
þessi verk.
Þetta er afar skemmtilegt
áhugamál," segir hann. „Þau verk,
sem Lögberg gefur út, eru vissu-
lega kostnaðarsöm, en útgáfunni
hefur verið vel tekið og þær mót-
tökur skapa grundvöll fyrir því að
halda henni áfram. Stefnan hjá
mér hefur verið sú, að gefa ekki út
önnur verk en þau, sem ég tel þess
virði og ríka ástæðu til að gefa út
— í þeim búningi sem þeim sæmir.
Við útgáfu geta vissulega komið
upp ýmis vandamál og það er
kannski ekki beinlínis áhlaupa-
verk að gefa öll þessi verk út.
En mjög margir fræðimenn og
bókagerðarmenn hafa lagt hönd á
plóginn við útgáfuna og sýnt þess-
um málum mikinn áhuga. Góð
samvinna við alla þessa aðila og
starfið við útgáfuna hefur veitt
mér mikla ánægju, að ekki sé tal-
að um þá tilfinningu, að sjá verkin
fullbúin og handleika þau,“ segir
Sverrir og er spurður hvort hann
hafi ef til vill í hyggju að færa út
„Tel að tengja eigi
saman peninga
og menningu“
Rætt við Sverri Kristinsson, fasteignasala og bókaútgefanda
Á nýafstaðinni Hólahátíð, að Hólum í Hjaltadal, bar það meðal annars til, að biskup íslands, herra
Pétur Sigurgeirsson, afhenti Hóladómkirkju til eignar fyrsta Ijósprentaða eintakið af Guðbrandsbiblíu.
Var það vel við hæfi, þar eð nú eru liðin rétt fjögur hundruð ár frá því að sú merka bók leit dagsins Ijós
á þeim sama stað.