Morgunblaðið - 21.08.1984, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984
37
áratugarins voru gerðar umfangs-
miklar tilraunir með hann í borgun-
um Seattle og Denver. Niðurstaðan
af þessum tilraunum þótti ekki
nægilega góð og því hætti Nixon-
stjórnin við umbætur í þessa átt, en
nú virðist svo sem neikvæði tekju-
skatturinn sé aftur að koma inn í
myndina.
Milton Friedman hefur mikið
skrifað um skólamál og gagnrýnt
hvernig opinber rekstur á skólum
hefur leitt til lakari menntunar.
Sem betri leið fyrir hið opinbera til
þess að tryggja góða skóla og gefa
öllum möguleika á menntun hefur
hann bent á svokallað ávísanakerfi.
Hið opinbera myndi þá gefa út ávís-
un fyrir sérhvert barn og ungling,
sem mætti nota til þess að greiða
skólagjöld í einkaskólum. Að mati
Friedmans hefði þessi tilhögun þau
áhrif að foreldrarnir færu að ráða
skólanum, beint og óbeint, en hann
telur að það leiði alltaf til betri
menntunar en núverandi fyrir-
komulag, þar sem „kerfiskallar"
ráða að mestu.
Milton Friedman hefur aldrei
ráðist í opinbera þjónustu, þrátt
fyrir að hafa átt þess kost oftar en
einu sinni að komast í áhrifastöðu,
og þrátt fyrir áhuga sinn á stjórn-
málum. Hann hefur heldur aldrei
sóst eftir kjöri á bandaríska þingið,
þótt hann ætti þangað meira erindi
en flestir þeir er þar sitja. Hann
hefur reyndar sagt að maður eins og
hann nái mestum áhrifum í stjórn-
málum með því að gera þau ekki að
atvinnu sinni, heldur með því að
halda frelsinu, miðla ekki málum
við andstæðingana og breiða hugm-
yndirnar út.
Milton Friedman hélt lengi úti
dálki í hinu útbreidda vikublaði
Newsweek og kom þar víða við.
Hann skrifaði bæði um hagfræði og
stjórnmál og alltaf á þann hátt sem
aðeins miklir kennarar geta gert.
Hann hafði alltaf einhvern boðskap
fram að færa, hann þurfti aldrei að
kreista penna sinn til þess að fylla
blaðsíðurnar af innihaldslausum
setningum. Um flest það sem Milton
Friedman hefur skrifað og sagt má
að sjálfsögðu deila, bæði má leita að
staðreyndum til þess að hafna
kenningum hans eða til þess að
staðfesta þær, og eins eru stjórn-
málaskoðanir hans skoðanir en ekki
lög. En sé litið yfir feril Miltons
Friedman, þá munu fáir menn geta
státað af því að hafa jafnoft haft
rétt fyrir sér eða jafnoft séð skoðan-
ir sínar verða viðteknar. Peninga-
magnskenningunni hefur vaxið sí-
fellt meira fylgi eftir því sem ríkis-
afskipti í anda Keynes-ismans hafa
skilið eftir sig lengri slóð af vanda-
málum. Gengi gjaldmiðla einstakra
ríkja miðast nú fyrst og fremst við
framboð og eftirspurn eftir þeim
eða efnahagsaðstæður í hverju ríki í
stað þess að vera ákveðið af misvitr-
um stjórnmálamönnum. Neikvæði
tekjuskatturinn er nú aftur að kom-
ast í umræðuna eftir tímabundið
bakslag. Ávísanakerfið hefur verið
prófað í skólum í
Bandaríkjunum og hugmyndir eru
uppi um að útfæra það yfir á heil-
brigðisþjónustuna. Milton Fried-
man var ennfremur með fyrstu
mönnum, sem einhver tekur mark á,
að andmæla herskyldu og nú hafa
Bandaríkjamenn komist af án
hennar í næstum áratug.
Það er aldrei nein lognmolla í
kringum Milton Friedman. Hann
fer ekki í felur með skoðanir sínar
og gagnrýnir forseta Bandaríkj-
anna, hvort sem þeir heita Ronald
Reagan eða Jimmy Carter. Milton
Friedman er einn þeirra hagfræð-
inga sem telja að sömu efnahags-
lögmálin gildi, hvort heldur að
demókratar eða repúblikanar sitja
við stjórnvölinn. Einmitt fyrir þá
staðfestu og sífellda baráttu hefur
Milton Friedman áunnið sér virð-
ingu bæði meðal samherja og and-
stæðinga og þannig hefur honum
tekist að hafa meiri áhrif á stjórn-
málin og móta samtíð sína meira en
flestir stjórnmálamenn.
Dr. Vilhjálmur Egilsson er hag-
fra dingur hjá Vinnuveitendasam-
handi Islands.
SKARPSfeOK
Sverrir Kristinsson
Ljósm. Mbl. Július.)
kvíarnar í bókaútgáfunni og helga
sig henni jafnvel eingöngu.
„Þar sem þetta er áhugamál og
aukastarf, auk fasteignasölunnar,
sem er mitt aðalstarf, þá hefur
ekki verið mikill timi aflögu til
frekari útgáfu. Það er hugsanleg-
ur möguleiki að hætta við fast-
eignasöluna, en þá yrði ég neyddur
til að gefa út sumar bækur ein-
göngu vegna þess að þær væru
söluvara. Þar með væri ég alveg
orðinn háður markaðslögmálinu
og það vil ég ekki,“ segir Sverrir
og er að lokum spurður hvort
eitthvað eitt verk, sem hann hefur
gefið út, sé honum kærara en önn-
ur.
„Hvert og eitt verk er ánægju-
legt meðan unnið er að því,“ segir
hann. „Það er mér t.d. mikil
ánægja, að hafa átt þátt í því að
minnast 400 ára afmælis Guð-
brandsbiblíu. Þar sem útgáfa
Guðbrandsbiblíu, árið 1584, er
tvímælalaust mesta afrekið í ís-
lenskri bókagerð fyrr og síðar og
hefur auk þess haft verulega þýð-
ingu fyrir íslenska tungu og trú-
arstarf." hhs.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Frá ráðstefnunni.
Deildar meiningar um hvaða
árangri Mannfjöldaráðstefn-
an í Mexíkó muni skila
MANNFJÖLDARÁÐSTEFNA Sameinuðu þjóðanna, sem var í Mexíkó á
dögunum, virðist ekki hafa skilað umtalsveröum árangri varðandi það
mál sem skyldi vera aðalmál hennar. Aftur á móti er ráðstefnan lýsandi
dæmi um, að alltaf reyna einhverjir fulltrúar á slíkum ráðstefnum, hvort
sem þær fjalla um mannfjölda, heilsugæzlu eða matvælaframleiðslu, að
nota þær í pólitísku skyni. Það er í fljótu bragði vandséð hvaða tilgangi
það þjónar að eyða klukkustundum og jafnvel dögum í aö ræða þá tillögu
að fordæma hernám ísraela á Vesturbakka Jórdan, kröfu um að stórveld-
in dragi úr vígbúnaðarkapphlaupi, svo og hugmyndir Bandaríkjamanna
um fríverzlunarkerfi. Um öll þessi atriði risu svo miklar deilur, eins og
geta má nærri og skorti því verulega á að málefnalega væri talað.
Þetta er önnur mannfjölda-
ráðstefnan sem Sameinuðu
þjóðirnar standa fyrir, hin
fyrsta var í Búkarest fyrir tíu
árum. Þá voru Bandaríkjamenn
hvatamenn þess í ræðum sínum,
að þróunarlönd og fátæk ríki
legðu kapp á að efla getnaðar-
varnir til að stemma stigu við
mannfjölgun. Þá voru fulltrúar
ýmissa landa í þriðja heiminum
ekki alveg dús við hugmyndir
um markvissar fjölskylduáætl-
anagerð og virtust hafa meiri
áhuga á að bæta efnahagslega
stöðu en takmarka fólksfjölgun.
Nú tíu árum seinna virðast svo
Bandaríkjamenn annars vegar
og fulltrúar Þriðja heimsins hins
vegar algerlega hafa skipt um
sæti. Flest þróunarlandanna
hafa hleypt af stokkunum ein-
hvers konar áætlunum sem
stefna að því að draga úr fólks-
fjölgun og sumar hafa náð
árangri í því að hægja á fólks-
fjölgun. En á þessari ráðstefnu í
Mexíkó lögðu fulltrúar Reagan-
stjórnarinnar alla áherzlu á að
efla hagvöxt — í formi fríverzl-
unar meðal annars — og sögðu
að slíkar aðgerðir væru langtum
vænlegri til árangurs þegar til
lengri tíma væri litið en notkun
getnaðarvarna, að ekki væri nú
minnzt á fóstureyðingar.
Robert Buckley sem var aðal-
talsmaður Bandaríkjastjórnar á
ráðstefnunni vakti bæði gremju
og undrun, þegar hann ræddi og
upplýsti um afstöðu Bandaríkja-
stjórnar þar sem skorinort er
kveðið á um að leggjast eindreg-
ið gegn fjölskylduáætlunum sem
hnígi í þá átt að fjölskyldur
minnki. Honum var borið á brýn
að þetta væri kosningabrella af
hálfu Reagans til að þóknast
rómversk-kaþólskum kjósendum
og íhaldsmönnum fyrir forseta-
kosningarnar. Buckley vísaði
þessu á bug og sagði að afstaða
Reagans til ráðstafana í þessum
efnum, og þar með talin afstaða
hans til fóstureyðinga hefði allt-
af verið lýðum ljós. Buckley
sagði að orð hans um að Banda-
ríkjastjórn væri andvíg fjöl-
skylduáætlunum hefðu verið
mistúlkuð, sannleikurinn væri
sá að stjórnin væri þeim hlynnt.
„En það sem ræður úrslitum er
að efla efnahagslífið, hækka
lífsstandardinn og bæta kjör
fólksins og þegar lífskjörin
batna hefur reynslan sýnt sig að
fólk eignast færri börn.“ Við
þessu höfðu ýmsir fulltrúar
þróunarlandanna þau svör, að
það tæki að minnsta kosti 100—
150 ár að bæta lífskjörin í þróun-
arlöndunum svo að fæðingartala
lækkaði. Fæst þessara landa
hefðu efni á að bíða í hundrað ár
og því væri þetta óraunhæf til-
laga.
Reyndin varð sú að einungis
Páfagarður, Costa Rica og Chile
létu í ljós afgerandi stuðning við
afstöðu Bandaríkjamanna. Eins
og alkunna er, eru fóstureyð-
ingar leyfðar í fjölda mörgum
löndum — og reyndar í Banda-
ríkjunum einnig — og hvort sem
mönnum nú hugnast það betur
eða verr skipta lög um fóstur-
eyðingar víða sköpum um hvort
tekst að hafa hemil á mannfjölg-
un í mörgum blásnauðum ríkj-
um.
Að þessu frátöldu er svo
greinilegt, að áróður fyrir notk-
un getnaðarvarna, fræðslu um
barneignir, er farinn að skila sér
á þeim tíu rum, sem eru liðin frá
því fyrri ráðstefnan var haldin. í
stað þess að mannfjölgun á jörð-
inni var þá 2 prósent er hún nú
1,7 prósent. Engu að síður er
fyrirsjáanlegt, að jarðarbúum
mun fjölga úr um 4,8 milljörðum
nú í um 11 milljarða á tiltölulega
fáum áratugum. Níutíu og fimm
prósent þeirrar mannfjölgunar
verður í þróunarlöndunum og
öðrum snauðum ríkjum.
Mjög margir fulltrúar urðu til
þess að gagnrýna mál Banda-
ríkjamanna á ráðstefnunni eins
og áður hefur komið fram. Mwai
Kibaki, varaforseti Kenýa, sagði
að tímar væru breyttir og hver
þjóð yrði að fá að ráða sjálf sín-
um málum. Og Satpal Mittal,
fulltrúi frá Indlandi, sagði að
Bandarikin hefðu ekki rétt til að
troða eigin skoðunum upp á
frjáls ríki, með því að hafa uppi
Fulltrúi Bandaríkjanna, Robert
Buckley.
hótanir um að þeim löndum
verði ekki veitt efnahagsaðstoð,
þar sem fóstureyðingar væru
leyfðar. Mótmælt var staðhæf-
ingum Buckleys varðandi Hong
Kong og Suður-Kóreu, en hann
hafði nefnt þá staði sem dæmi
um að þar hefði dregið úr fólks-
fjölgun samtíma því sem lífskjör
hefðu breytzt til batnaðar.
Að lokinni ráðstefnunni eru
skoðanir fréttamanna sem með
henni fylgdust mjög skiptar.
Ýmsir staðhæfa að af henni hafi
enginn árangur orðið. íhalds-
semi Bandaríkjanna og það sem
sumir hafa kallað skinhelgan
siðaboðskap þeirra fulltrúa verði
til þess eins að sambúð Banda-
ríkjanna og margra landa í
Þriðja heiminum kólni verulega.
Á hinn bóginn álíta ýmsir sér-
fræðingar, að flestir fulltrúanna
muni hafa haldið til síns heima
og láta yfirlýsingar Bandaríkja-
manna sem vind um eyru þjóta.
Og samkvæmt könnun sem hefur
verið gerð á vegum Alþjóða-
bankans eru 65 milljónir hjóna í
þróunarlöndunum sem vilja ekki
eignast fleiri börn en fyrir eru
og vilja fá fræðslu og leiðbein-
ingar um getnaðarvarnir. Verði
forsvarsmenn þessara landa
ekki við kröfum þjóðanna í þess-
um fátæku löndum, munu ólög-
legar fóstureyðingar færast í
vöxt, hvað svo sem páfinn í Róm
eða Reagan segja. Og það þarf
ekki mjög mikla skarpskyggni til
að álykta hvað þessum þjóðum
væri fyrir beztu í því efni.
(Heimildir: AP — Newsweek ofl.)
Jóhanna Kristjónsdóttir er blada-
madur í erlendri fréttadeild Mbl.