Morgunblaðið - 21.08.1984, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 21.08.1984, Qupperneq 58
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGCST 1984 Valur vann Bautamótið BAUTAMÓTIO í knattspyrnu fór fram á Akureyri um helgina. Alls tóku átta lið þátt í mótinu sem fór hiö besta fram. Eins og flestum er kunnugt þá er þetta mót haldið fyrir þær stúlkur sem leggja stund á knattspyrnu og hefur ver- ið haldin nú í nokkur ár. Leikiö var í tveimur riðlum og siöan var leikiö um hvert og eitt sæti eftir að keppni lauk í riðlaun- um. Sigurvegarar uröu Valsstúlk- urnar en þær sigruöu Skagadöm- urnar í úrslitaleik, skoruöu tvö mörk gegn engu marki ÍA. Valsstúlkurnar léku fjóra leiki, unnu fyrst Þór 2:0, síðan Víking 7:0 og síöasti leikur þeirra í riölak- epþninni var viö KR og þann leik unnu þær 5:0. Úrslitaleikinn viö ÍA unnu þær síöan 2:0 og skoruöu því samtals 16 mörk í keppninni en fengu ekki á sig eitt einasta mark. Alls Ikoruöu stúlkurnar 41 mark í þessari keppni. Um þriöja sæti léku liö KA og KR, lauk þeirri viöureign meö sigri KA, sem skoraöi eitt mark, en KR dömunum tókst ekki aö skora í þeim leik. isfiröingar sigruöu Þór, 2:0, í leiknum um fimmta sætiö og Víkingur sigraði Viöi úr Garðinum í leiknum um sjöunda sætiö meö einu marki gegn engu. MorgunMaAM/Raynir Eirtkston • Ragnheiður Víkingsdóttir, fyrirliöi kvennaliðs Vals í knattspyrnu, tekur hér við sigurverðlaununum fyrir sigur í Bautamótinu sem fram fór á Akureyri um helgina. 5. flokkur: Skaginn vann hraðmótið KR-ingar unnu B-flokkinn UM HELGINA fór fram á KR-svæðinu hraömót í knatt- spyrnu í 5. flokki. Leikið var ( tveimur riölum og í A- og B-flokki. Á laugardaginn fór fram riðlakeppni og var henni haldið áfram á sunnudagsmorguninn. Úrslitaleikirnir í keppninni voru stöan leiknir eftir hádegi á sunnu- daginn. Til úrslita í A-flokki léku liö ÍA og Fram og lauk þeirri viöureign meö sigri Skagastrákanna sem skoruöu Beleneses vann PORTÚGALSKA liöiö Beleneses sigraöi spænska 2. deildar liðið Gastilla frá Madrid 1—0 í úrslita- leik Marbella-mótsins f knatt- spyrnu sem er árlegt 4ra-liða mót. Auk liðanna tveggja tóku spænsku 1. deilar félagið Malaga og enska 2. deildar liöiö Leeds United þátt í mótinu. Fyrst áttust viö Beleneses og Malaga og vann Beleneses meö einu marki gegn engu. Því næst mættust Castilla og Leeds og sigr- uöu Spánverjarnir meö þremur gegn engu, enska liðiö heillum horfiö í leiknum og mátti þakka fyrir aö tapa ekki með meiri mun. fimm mörk gegn tveimur mörkum Frammara, sem eins og viö skýrö- um frá í síöustu viku uröu íslands- meistarar í þessum flokki. Skaga- menn voru vel að þessum sigri komnir, þeir léku vel og nýttu færi sín mun betur en Fram. Um þriöja og fjóröa sæti léku Breiöablik og Fylkir og lauk þeim leik meö jafntefli, hvoru liöi tókst aö skora þrjú mörk, og var ekki leikið til þrautar um þaö sæti. i B-flokki léku KR og Skaga- menn til úrslita og lauk leiknum meö sigri KR, 7:4. Ellefu mörk sáu dagsins Ijós hjá þessum liöum og var ansi gaman aö fylgjast meö tilþrifum þessara smávöxnu knatt- spyrnumanna. Leikgleöin gengur þar fyrir öllu ööru og þeir láta þaö ekki á sig fá þó aöeins rigni. Fram og Breiöablik léku um þriöja sætiö í B-flokki og unnu Frammarar þar stórsigur, skoruöu fimm mörk en Breiöabliksstrákun- um tókst ekki aö skora hjá liöi Fram. Þetta mót var tilraunamót hjá 5. flokki og haldiö meðal annars til aö athuga hvort ekki sé reynandi aö halda slík mót fyrir þennan aldurs- flokk í framtíöinni. Ekki ætti mikiö aö vera í veginum því mótiö tókst með miklum ágætum aö því er best varð séö. • Hart barist um knöttinn í Mk Fram og ÍBK. Lengat tl hægri sr Guðmundur Steinsaon, en hann skoraði sigurmaridð fyrir Fram. góm. mm. júKus Framarar setja spennu í baráttuna á botninum „Þetta var taugatrekkjandi, við vissum aö ef við ætluðum að halda okkur í deildinni yröum við að vinna þennan leik. Þetta var sigur liðsheildarinnar, menn börðust og unnu vel saman og þaö var það sem gerði útslagið. Við höfum geymt það allt of lengi að leika eins vel og við gerðum í kvöld," sagði Jóhannes Atlason þjálfari Fram eftir aö lið hans hafði borið sigurorð af Keflvík- ingum í 1. deild ( knattspyrnu á Laugardalsvelli. Framarar skor- uöu eitt mark en Keflvíkingar ekkert. Þaö var frekar fátt sem geröist í þessum leik framan af, bæöi liðin böröust vel og mikiö var slegist á miðjunni, enda vildu bæöi liöin ná tökum þar. Það var ekki fyrr en á 22. mínútu sem verulegt mark- tækifæri skapaðist. Fram fékk aukaspyrnu vegna þess aö dómari leiksins stöövaöi leikinn til aö gefa Rúnari Georgssyni gult spjald fyrir aö rífast í honum. Ómar Jóhanns- son tók spyrnuna, lyfti vel inn í vítateiginn þar sem Gísli Eyjólfsson og Þorsteinn markvöröur voru tveir um boltann. Þorsteinn kallar á Gisla og segist hafa knöttinn, en Gísli skallar frá markinu svo til úr höndunum á Þorsteini. Boltinn barst út aö vítateigslínu þar sem Guömundur Steinsson, marka- kóngur 1. deildar, kom á fleygiferö og sendi knöttinn meö fallegu viöstööulausu skoti í bláhorniö. Fallegt mark hjá Guömundi og sér- staklega var fallegt hvernig hann tók við knettinum. Næstu tvö færl átti Ragnar Margeirsson en i fyrra skiptiö náöi Guömundur aö verja og í þaö síö- ari var skalli Ragnars hárfínt fram- hjá. Guömundur Torfason átti fast skot að marki Keflvíkinga en beint í fangiö á Þorsteini og rétt undir lok fyrri hálfleiks átti Ragnar falleg- an skalla eftir fyrirgjöf Guöjóns Guöjónssonar en rétt framhjá markstönginni. Snemma í síöari hálfleik fengu Framarar vítaspyrnu. Guðmundur Baldursson átti þá langa spyrnu frá eigin marki, boltinn hoppaöi yf- ir Guöjón Guðjónsson og einnig Kristin Jóhannsson, sem kom inná í hálfleik fyrir Sigurö Björgvinsson, og Guömundur Steinsson náöi knettinum. Hann lék inn í vítateig og var felldur þar. Kristinn Jóns- son tók vítaspyrnuna og var hún allsæmileg, en Þorsteinn Bjarna- son geröi sér lítiö fyrir og varöi hana, var aö vísu búinn aö hreyfa sig áöur en dómarinn sá ekkert athugavert viö þaö og Fram fékk horn. Á 65. mínútu varö Þorsteinn aö taka á öllu sinu i markinu til þess Fram — IBK 1:0 aö Frammarar næöu ekki tveggja marka forskoti. Hafþór Svein- jónsson átti þá þrumuskot að marki, Guömundur Steinsson náöi aö breyta stefnu knattarins rétt innan markteigs en Þorsteinn var eldsnöggur niöur og bjargaði í horn. Mjög vel gert hjá Þorsteini. Framarar voru meira meö knött- imi í þessum leik en Keflvíkingar áttu margar sóknir sem flestar strönduöu á mjög sterkri vörn Fram. Þorsteinn Þorsteinsson lék mjög vel i þessum leik, hann fékk þaö erfiða hlutverk aö gæta Ragn- ars Margeirssonar og fórst honum þaö einstaklega vel úr hendi. Þorsteinn Vilhjálmsson átti einnig góöan dag, hann gætti Helga Bentssonar og geröi hann þaö svo vel aö Helgi sást varla í leiknum. Guömundur Steinsson er ávallt hættulegur þegar hann fær bolt- ann og nafni hans Torfason getur líka verið þaö og hann er einnig mjög sterkur skallamaöur. Á miöj- unni voru einnig sterkir leikmenn og ber þar hæst Ómar Jóhanns- son sem átti margar gullfallegar sendingar og baröist vel allan leik- inn. Trausti Haraldsson sýndi nú einnig vott af sínum gömlu „tökt- um“ þegar hann sótti fram vinstri kantinn, hlutur sem hann hefur gert allt of lítiö af í sumar. Keflvíkingar léku verr en þeir hafa átt aö sér í sumar, eini maö- urinn sem átti góöan leik var Þorsteinn í markinu. Hann varöi vitaspyrnu auk þess sem hann þurfti nokkrum sinnum aö taka á honum stóra sínum til aö foröa marki og einnig greip hann oft vel inn í leikinn. Keflvíkingar náöu ekki nógu góöum tökum á miðjunni þannig aö þeir gátu lítið nýtt sér lagni Ragnars í framlinunni auk þess sem hans var kyrfilega gætt eins og áöur segir. Sanngjarn sigur sem gerir bar- áttuna á botninum enn meira spennandi og auk þess sem nú færist meira fjör í leikinn í barátt- unni um annaö sætiö í deildinni. EINKUNNAGJÖFIN: FRAM: Guömundur Baldursson 6. Þorsteinn Þorsteinsson 8, Trausti Haraldsson 6. Hafþór Sveinjónsson 6, Sverrir Einarsson 6, Kristinn Jónsson 6, Viöar Þorkelsson 7, Guömundur Steinsson 7, Guömundur Torfason 6, Þor- steinn Vilhjálmsson 8, ómar Jóhannsson 7. ÍBK: .Þorsteinn Bjarnason 7. Guöjón Guöjóns- son 6. Rúnar Georgsson 5. Valþor Sigþórsson 6, Gisli Eyjólfsson 6. Siguróur Björgvinsson 5, Kristinn Jóhannsson (vm. á 46. min.) 4, Kári Gunnlaugsson (vm. á 73. min. ) 3, Ingvar Guö- mundsson 7, Magnús Garöarsson 6, Ragnar Margeirsson 6, Helgi Bentsson 4, Sigurjón Sveinsson 7. í STUTTU MÁLI: Valbjarnarvöllur 1. deild. Fram — ÍBK 1—0(1—0) Mark Fram: Guðmundur Steinsson á 22. mín- útu. Gul spjöld: Hafþór Sveinjónsson úr Fram og þeir Rúnar Georgsson og Ragnar Margeirsson úr ÍBK. Dómari: Magnús Theodórsson og var hann sæmilegur þegar á heildina er litió en sumir dómar hans vöktu mikla furöu. Ahorfendur. 511. sus „Grimmileg hefnd“ „ÞETTA var grimmileg hefnd fyrir tapið gegn Keflvíkingum í Keflavík fyrr í sumar og auk þess verður miklu betra að fara í úrslitaleikinn í bikarkeppninni eftir að viö höfum sýnt aö við getum spilað vel,“ sagði Sverrir Einarsson, fyrirliöi Fram, eftir að Fram haföi sigraöi Keflvik- inga á Laugardalsvelli á sunnu- dagínn með einu marki gegn engu. „Eftir aö viö geröum okkur grein fyrir því aö viö erum í fall- hættu, þá loksins fara menn aö taka á og meö baráttunni og samtakamættinum hefst þetta allt saman. Ég er ekkert hræddur viö framhaldiö ef viö náum aö leika svona eins og viö geröum hér í kvöld. Þaö er reglulega gaman aö leika þegar tempóið er eins og þaö var í þessum leik, en • Svwrir Einarssoa þaö er þó engin astæöa til aö komast í skýin vegna þessa sig- urs, þaö er enn mikið eftir af is- landsmótinu og allt getur gerst," sagöi Sverrir aö lokum og var aö vonum ánægöur meö leikinn hjá liði sínu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.