Morgunblaðið - 21.08.1984, Síða 42

Morgunblaðið - 21.08.1984, Síða 42
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Anna Hulda Símon- ardóttir - Minning Fsedd 17. ágúst 1923 Dáin 10. ágúst 1984 Hulda Símonardóttir er dáin. Banamein hennar var krabba- mein, sá erfiði sjúkdómur, sem oftast kemur lærðum jafnt sem leikum að óvörum. Hún barðist hetjulega við sjúkdóm sinn og hafði til hinstu stundar óbilandi trú á lífið og fegurð þess. Viðhorf hennar til lífsins urðu okkur ljósari en áður þessa síð- ustu mánuði lífs hennar. Uppvaxt- arárin mörkuðu án efa djúp spor í huga Huldu, þannig var það henni mikið kappsmál að eiga tryggt og öruggt heimili, sem jafnan stæði opið vinum hennar og vanda- mönnum. Henni var mikið í mun, að sjá börn sín vaxa úr grasi og ganga til starfa. Fjölskyldan átti hug hennar allan. Jafnvel í sinni erfiðu sjúkdómslegu, velti hún því fyrir sér fyrst og síðast, hvernig hún gæti orðið sínum nánustu að liði. Barnahópurinn var stór og heimilið erfitt í nokkur ár, en Hulda tók því, þar eð þá hafði hún góða ástæðu til að vinna ennþá meira. Síðustu árin voru orðin Huldu léttari, börnin vaxin úr grasi og sameinuð næstu kynslóð en Hulda fann sig ekki í því að „slappa af“ og njóta ávaxta lífsins. Hún varð að vinna áfram af full- um krafti. Greiðvikni var Huldu sjálfsögð. Henni var það eðlilegt og ánægjulegt að hjálpa þeim, sem voru minni máttar. Einkum voru það aldurhnignir og einstæðingar, sem nutu greiðvikni hennar. Hulda var óvenjulega starfsöm manneskja, því var það henni mik- il byrði að geta ekkert unnið á meðan hún var helsjúk. Nautnin af því að lifa og starfa var ein- kennandi fyrir hana. Hulda var mikil félagsvera. Hún naut þess að vera í fjölmenni. Glaðværðin í fari hennar gerði hana mjög vinsæla þannig að vinahópurinn var stór. Hún var fljót að eignast kunningja, sem fundu að hún gaf sig alla í starfi og leik. Það var ætíð notalegt að koma á heimili Huldu, aldrei kom- ið að tómum kofunum. Stundum óþarflega mikið haft fyrir stuttri heimókn, þannig að litill tími gafst til að njóta samverunnar. Þegar ég nú kveð Huldu hinstu kveðju er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast svo vel viðhorfum hennar til lífs og starfs. Mér verður ætíð í huga greiðvikni hennar og glaðværð og þessi óbilandi trú hennar á að lífið sé fagurt og tilgangsríkt. Þessi kynni hafa aukið trú mína á að hver dagur lífs sé betri en liðinn, að verk sé þá best unnið að í það sé lögð starfsgleði, að fjöl- skyldutryggð sé vænlegasti kost- urinn til þess að viðhalda samfé- Jónatan Hallgríms- son - Minningaroró Fæddur 30. desember 1900 HHHHVPr —'^'■■■■■■l Dáinn 24. júlí 1984 Það var þann 24. júlí að mér bárust skilaboð frá föður mínum og ég beðinn að hringja heim. Grunur minn varð að vissu er fað- ir minn tilkynnti mér lát afa mins. Afi Jónatan var fæddur í Holta- koti í Reykjahverfi, S-Þing. Sonur Hallgríms Jóntanssonar og seinni konu hans, Hólmfríðar Þuríðar Jónatansdóttur. Hann missti föð- ur sinn ungur og bjó efir það með móður sinni til fullorðinsára. 5. desember 1922 giftist hann ömmu minni, Guðnýju Sigurborgu Dan- íelsdóttur frá Blikalóni á Mel- rakkasléttu, en þar bjuggu þau til ársins 1935, er þau fluttu að Ytra- Krossanesi við Eyjafjörð og þar bjuggu þau til ársins 1946. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur. Börn þeirra eru Karl, fæddur 1924 og Jónína Þorbjörg, fædd 1930. Árið 1958 slitu Jónatan og Sigurborg samvistir. Amma bjó eftir það hjá Þorbjörgu dóttur sinni og Sigmari tengdasyni. Hún átti við vanheilsu að stríða síðustu árin, en fékk hvíldina fyrir tæpum 2 árum. Seinni kona afa var Lovísa Krist- jánsdóttir, ættuð frá Núpi á Beru- fjarðarströnd, sem ég var svo lánsamur að kynnast vel. Lovísa var kölluð sviplega á brott fyrir réttum 8 árum, og var það þungur missir fyrir alla er hana þekktu. Afi náði sér líkast til aldrei eftir þann missi. Afi átti einn hálfbróð- ur, Sigtrygg, sem lifði til 95 ára aldurs og eina alsystur, Aðalheiði, sem andaðist árið 1981. Eg minnist afa og Lovísu á Ei- ríksgötunni með söknuði. Alltaf var heimili þeirra opið þeim er á þurftu að halda og var þvi líkast að börn og unglingar sæktu þang- að fastast, en það var engin tilvilj- un, því kynslóðabilið var brúað á því heimili. Og núna þegar afi er dáinn er Reykjavík fátækari borg í mínum augum og margra ann- arra vina afa og Lovísu. Afi var alla tíð reglumaöur og virtur og vel liðinni þar sem hann átti hlut að máli. Og því veit ég, að afi er nú í góðum höndum og uppsker þau laun er honum með sanni ber. Kaupmannahöfn, Jónatan Karlsson. t Elginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURÁST AÐALHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Smáravegi 11, Dalvík, áöur búaett í Reykjavík, sem andaöist 12. þ.m. í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri, veröur jarösungin þriöjudaginn 21. þ.m. í Fossvogskirkju kl. 15.00 síödegis. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag íslands og Hjartavernd. Ásta Ásgeirsdóttir, Gunnar Lárusson, Kristinn Baldursson, Svavar Baldursson, Baldur Baldursson, Halldóra Baldursdóttir, Þorsteinn Baldursson, Árni Baldursson, Sigurást A. Baldursdóttir, Ágúst Bjarnason, Hlini Eyjólfsson, og barnsbörn. Elín Pétursdóttir, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Margrát Gunnarsdóttir, Magnús Ólafsson, Ósk Sigursteinsdóttir, Jón Helgi Eiösson lagi okkar og siðmenningu og að skylda okkar sé að búa afkomend- um okkar betri framtíð en við átt- um sjálf. Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir. Síst þeim lífið leiðist, sem lýist þar til út af deyr. Þá er betra þreyttur fara að sofa, nær vaxið hefur herrans pund, en heimsins stund líði í leti og dofa. (Bj.H.) Við þökkum Huldu samveruna. Megi hún njóta ávaxta lífs síns í öðrum heimi. Atli Dagbjartsson Hún amma, Anna Hulda Símon- ardóttir, er dáin. Það er erfitt að trúa þeirri staðreynd að eiga ekki eftir að sjá elsku ömmu okkar oftar. Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvernig fer. Þótt mér hverfi heimsins gæði, — bverfi allt, sem kærst mér er. Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fagni mér. (Matthfas Jochumsson.) Hennar er sárt saknað af okkur öllum og við þökkum elsku ömmu allar yndislegu samverustundirn- ar. Við biðjum Guð að blessa afa, sem hefur misst svo mikið. Nú fagni Guð þér og geymi þig vel, og gefí þér blómin sín. í Drottins hendur minn dýrgrip ég fel. Hann deyfi eggjarnar sáru. Svo lif þú þars lífið ei dvín. (Hannes Hafstein.) Megi hún hvíla í friði. Barnabörn. í dag kveðjum við góða ná- grannakonu okkar, Huldu. Von um bata henni til handa hefur brugðist. Hulda var einstök kona, jákvæð og lifandi. Enginn leit oftar inn til mín, alltaf var jafnhressandi að fá hana í heimsókn. Hún var hlý og góð, talaði vel um allt og alla. Hulda, þessi fágaða og fíngerða kona, var ótrúlega starfsöm og dugleg. Hér í Kópavogi saumaði hún og sneið fyrir fólk heima hjá sér. Einnig hélt hún saumanám- skeið út um land og tók að sér ýmis önnur störf fjarri heimili sínu. Allt þetta gerði hún án þess að nokkur yrði þess var hvað mik- ið hún hafði að gera. Hún dáði börn sín og eiginmann. Var stolt er hún sýndi okkur allt það sem hann gerði fyrir heimilið, breytti þvf og fegraði. Hulda var heilsteypt kona og alltaf ánægð með allt. Dugnaður hennar síðustu mánuðina var að- dáunarverður. Hún ætlaði að sigra. Kvartaði aldrei, hrósaði læknum sínum og öllum öðrum sem önnuðust hana. Það sýnir einnig kjark hennar að um hvíta- sunnuna fór hún akandi norður í iand ásamt manni sínum. Það er heldur ekki langt síðan hún leit hér inn á leið út í búð. Hún stóð á meðan stætt var og eiginlega miklu lengur. Það verður dapurra hér á Þing- hóisbrautinni þegar hún er farin, að minnsta kosti hjá okkur sem næst henni bjuggu. Það er sárt að kveðja slíka konu. Hjartans þakk- ir fyrir allt og allt. Bið hann sem öllu ræður að styrkja eiginmann hennar og börn. Sendi öllu venslafólki inni- legar samúðarkveðjur. J.B.I. Minning: Sigurást Aðalheiður Kristjánsdóttir Fædd 11. september 1917 Dáin 12. ágúst 1984 Fátækleg orð til minningar um trausta vinkonu, frá upphafi kynna til dauðadags. Ásta, eins og hún var oftast kölluð, fæddist í Ólafsvík, dóttir Maríu Súsönnu Guðmundsdóttir og Kristjáns Guðmundssonar. Ásta var þrígift og eignaðist 11 börn og af þeim 1 eru nú 9 á lífi. Ásta og hennar fyrsti maður slitu samvistir. Síðar giftist hún Bjarna Jónssyni, en hann dó árið 1967. í 11 ár bjó Ásta með syni sínum, eða þar til hún kynntist Ágústi Bjarnasyni frá Grímsey og giftist honum árið 1980. Hún flutti frá Reykjavík til Dalvíkur. Þar var hennar síðasta heimili. Ásta hafði ekki gengið heil til skógar í mörg ár, það duld- ist engum sem hana þekktu. Það var alltaf jafn notalegt að heim- sækja þau Ástu og Ágúst, enda gestrisnin og snyrtimennskan þar í fyrirrúmi, en bæði rómuð fyrir hvoru tveggja. Það var gaman að hlusta á Astu segja frá því sem á daga hennar hafði drifið. Þar kenndi margra grasa, en hún var mjög minnug. Nú er komið að leið- arlokum og Ásta farin yfir móð- una miklu. Ég vil þakka það sem hún var mér og mínu heimili. Eiginmanni, börnum, tengdabörnum og barna- börnum bið ég Guðs blessunar. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt.“ (V. Briem) Lilja Pálsdóttir SVAR MITT eftir Hilly (iraham Gamansemi Presturinn okkar segir, að í Biblíunni standi, að mennirnir eigi að Ijúka reikningi fyrir sérhvert ónytjuorð, sem þeir mæli. Hvað eru ónytjuorð, að yðar dómi? Skrítíur og meinlaus gam- ansemi? Gerir Biblían ráð fyrir, að við eigum ekki að njóta lífsins, heldur vera daufir f dálkinn eins og farísearnir? Já, Biblían varar við ónytjuorðum. „Ónytjuorð," þau eru gagnslaus, einskis virði. Ég held ekki, að góð, meinlaus gamansemi í kristilegum anda sé gagnslaus. Sumir glöðustu og fjörugustu menn, sem ég þekki, eru kristnir, og því fer fjarri, að þeir séu meðmæltir ólund og geðvonsku, enda væru þeir þá, finnst mér, lélegir fulltrúar guðsríkis. En á hinn bóginn ber okkur að forðast fávíslegar, marklausar og skemmandi samræður, söguburð, klám og annað saurugt tal. Það getur varla verið rangt að taka þátt í samtali, sem er hressandi, styrkir félagsskap manna og er fræðandi eða hvetjandi. Guð er ekki andvígur góðri, hreinni glettni eða öðru, sem stuðlar að því að létta okkur byrðarnar. Guð stendur hins vegar á móti því, sem dregur úr starfsgetu okkar og áhrifamætti og aftrar okkur frá því að lifa lífinu eins og víðsýnir menn. Því miður ætla margir, að kristin trú sé reglugerð um ströng höft og bann við því að hlæja og gleðjast. Lærisveinarnir voru að vísu ekki neinir galgopar, en allt bendir til þess, að þeir hafi verið fullir af lífi og fögnuði. Ef við glötum gamanseminni og komumst á það stig, að við hættum að geta hlegið að okkur sjálfum, er líklegt, að við séum farin að iðka óheilbrigða sjálfsskoðun, séum orðnir sjálfhverfir. Kristinn maður getur því með góðri samvisku leyft sér að taka þátt í samtali, sem særir ekki aðra, en vekur bros og hlátur í þessum drungalega heimi. En í þessu á auðvitað að ríkja hóf og jafnvægi. Þær stundir koma, þegar alvaran á við. Salómon sagði: „Að gráta hefur sinn tíma, og að hlæja liefur sinn tíma. Allt hefur hann gjört hagfellt á sínum tíma“ (Pred. 3, 4,11).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.