Morgunblaðið - 21.08.1984, Side 44

Morgunblaðið - 21.08.1984, Side 44
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 t Astkær eiginkona mín, GUÐRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Kársnesbraut 55, andaöist 19. ágúst. Minning: Kristín. Halldórs- dóttir Öndverðarnesi Guðjón Jónatansson og aðrír aóstandendur. Eiginkona mín, MÓEIÐUR MARGRÉT GUDJÓNSDÓTTIR, Reynimel 57, andaöist í Landakotsspítala aöfaranótt laugardagsins 18. ágúst. Kristján Kristjánsson. Eiginkona mín, MARÍA ELÍSABET HELGADÓTTIR, sem lést í Borgarspítalanum 15. ágúst, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. ágúst kl. 10.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Haraldur A. Einarsson. + Eiginmaður minn, VILHJÁLMUR ANGANTÝSSON, Vesturbergi 78, lést þann 16. ágúst í Landspitalanum. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Aöalbjörg Júlíusdóttir. + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÓLAFUR SIGURÐSSON, Framnesvegi 15, lóst í Landspítalanum 19. ágúst. Guðrún Jónsdóttir, Jón Ólafsson, Elín Markan, . Viktoría Ólafsdóttir, Guðmundur Ármannsson, Jóhanna Ólafsdóttir, Guöni Ottósson og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, JÓN G. GUÐJÓNSSON, fyrrv. kennari, Hátúni 10B, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 18. ágúst. Kristján Jónsson, Elín Jónsdóttir, Ólafía Jónsdóttir, Kristey Jónsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Gudrun B. Jónsson, Hannes H. Haraldsson, Sveinn B. Aöalsteinsson, Steinar Guðmundsson og barnabörn. + Eiginmaöur minn og faðir, PÉTUR KRISTINSSON, blikksmiöur, Granaskjóli 6, lést í Landspítalanum 19. ágúst. Steinunn Guðmundsdóttir og dætur. + Faöir okkar og tengdafaðir, EINAR KRISTJÁNSSON, Míövangi 41, Hafnarfiröi, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 19. ágúst. Haraldur Einarsson, Margrét Magnúsdóttir, Magnús Einarsson, Guörún Jóhannsdóttir, Kristinn Einarsson, Hanna Siguröardóttir. Fædd 25. maí 1890 Dáin 7. ágúst 1984 Útför Kristínar Halldórsdóttir, fyrrum húsfreyja í Öndverðarnesi í Grímsnesi, verður gerð í dag frá Selfosskirkju. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þann 7. þ.m., 94 ára að aldri. Kristín fæddist 25. maí 1890 á Litlu-Reykjum í Hraungerðis- hreppi, einkadóttir hjónanna Þór- unnar Isleifsdóttur og Halldórs Stígssonar, sem þar bjuggu. Árið 1900 fluttist hún með foreldrum sínum að öndverðarnesi í Gríms- nesi og þar ólst hún upp. Ung að aldri fór hún til Reykjavíkur að læra að sauma og var einnig í vist á vel metnu heimili þar í borg og má segja að það hafi verið hennar skólaganga fyrir utan barnaskóla- nám. Þetta nýttist vel hinni dugmiklu og glæsilegu stúlku sem Kristín var. Ung giftist hún Bjarna Jónssyni frá Alviðru, miklum myndar- og dugnaðarmanni. Ungu hjónin tóku við búi í Öndverðarnesi af foreldr- um Kristínar, en þau voru áfram á heimilinu til dauðadags. Kristín og Bjarni voru samhent og sátu þessa fallegu jörð með miklum myndarbrag. Börnin voru orðin átta, frísk og dugleg. Bjarni fór oft á vertíð á vetrum og þá kom til kasta húsmóðurinnar að stjórna búi sínu ásamt börnunum. En árið 1925 barði sorgin að dyrum, er Bjarni lést af slysförum, er hann var á leið í kaupstað að sækja jóla- varning. Hann var þá aðeins 43 ára gamall og varð mikill harm- dauði öllum er hann þekktu. Kristín var barnshafandi er bóndi hennar lést og hún eignaðist sitt 9. barn, Unni, 17. ágúst 1927. Kristín var kjörkuð og þróttmikil og hún ákvað að halda áfram búskap með hjálp barna sinna og naut þar mest aðstoðar tveggja elstu sona sinna, Ragnars og Jóns. Það út- heimti mikla vinnu og ráðdeild að leiða þetta stóra heimili af þeim myndarskap sem Kristín gerði og koma barnahópnum til mennta svo sem auðið varð. Kristín hlaut marga góöa eig- inleika í vöggugjöf. Hún var falleg kona og vel greind. Hún fylgdist vel með þjóðmálum og tók þátt i félagsmálum sveitar sinnar, var lengi í stjórn kvenfélags Gríms- neshrepps. Hún var mjög vinmörg og höfðingi heim að sækja. Hún hafði gaman af garðrækt og mörg vorkvöldin hirti hún um garðinn sinn austan fjalls og sunnan, svo vel að eftir var tekið. Allt lék í höndum hennar. Hún var myndar- leg við saumaskap og prjón og óteljandi eru peysurnar, sjölin og vöggupokarnir, sem hún gaf börn- um, barnabörnum og öðrum vin- um. Kristín brá búi 1955 og fluttist til Reykjavíkur þar sem hún festi kaup á húsinu við Hólsveg 11 og þar hefur hún búið síðan. Hún naut umhyggju barna sinna og barnabarna og átti góða elli. Um helgar dvaldi hún á heimilum þeirra, bæði hér í Reykjavík og austan fjalls. Barnabörnin kynnt- ust því ömmu sinni vel og þótti mjög vænt um hana, dáðu hana og virtu, enda sýndi hún þeim mikla + Maöurinn minn og faöir okkar, RÚTUR KRISTINN HANNESSON, hijóöfæraleikari, Óldugötu 42, Hafnarfiröi, lést í Landspítalanum aö morgni hins 18. ágúst. Fyrir hönd annarra vandamanna, Ragnheiöur Benediktsdóttir og börn. + Maöurinn minn, JÓN B. JÓNSSON fró Sveinsstööum, Vestmannaeyjum, andaðist sunnudaginn 19. ágúst. Veronika Ólafsdóttir. + Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, INGIBJARGAR ÁSGEIRSDÓTTUR, Lokastig 23, fer fram frá Fríkirkjunnl í Reykjavík fimmtudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu eru beönir aö láta líknarfélög njóta þess. Óskar Gissurarson og fjölskylda. + Eiginmaður minn og faöir okkar, VILHJÁLMUR SIGTRYGGSSON, Túngötu 14, Húsavfk, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 22. ágúst kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á björgunarsveitina Vopna, Vopnafiröi. Kristrún Jóhannsdóttir og börn. + Hugheilar þakkir fyrir hjálp í veikindum ÁSU STEINUNNAR SVERRISDÓTTUR, og fyrir samúð og hluttekningu viö andlát hennar. Ómar Skúlason og aðstandendur. ástúð og áhuga allt fram á síðasta dag. Síðustu 10 árin naut hún einnig umhyggju frábærrar konu, frú Helgu Tryggvadóttur frá Víðikeri. Helga aðstoðaði hana af einstakri alúð og vakti yfir hverju hennar skrefi — ef svo má segja — og þakkar fjölskyldan henni af heil- um hug. Á svo langri ævi átti Kristín margar hamingjustundir með börnum sínum og fjölskyldum þeirra. En sorgin sótti hana oft heim. Hún var búin að missa 6 af 9 börnum sínum. Þau voru: Ragnar, húsasmiður, Þórunn, húsfreyja á Selfossi, Jón bóndi í Öndverðar- nesi, Hjalti, húsasmiður og kaup- maður, Gunnar, bifreiðastjóri, og Unnur, iþróttakennari. Börnin sem eftir lifa eru: Halldóra, hús- freyja á Selfossi, Anna, húsfreyja i Kópavogi, og Bjarni, borgardóm- ari í Reykjavík. Er ég nú kveð elskulega tengda- móður mína sakna ég bæði mikill- ar mannkostakonu og vinkonu i 30 ár. Hún var grandvör í orðum og lagði aldrei styggðaryrði til nokk- urs manns. Hún var fróð og skemmtileg og miðlaði okkur af þekkingu sinni og reynslu. Hún samfagnði á gleðistundum og hún átti einstaka hugarró og æðruleysi á sorgarstundum, sem vissulega voru margar. Hún var sérstaklega elskulegt gamalmenni, ljúf og þakklát fyrir hvert lítið viðvik. En hún hélt virðingu sinni og reisn allt til dauðadags. Við kveðjum nú mikilhæfa konu. Blessuð sé minn- ing hennar. Ólöf Pálsdóttir Nú þegar Kristin frá öndverð- arnesi hefur kvatt kemur mér í hug þessi sálmur: „Sjá, ljós er þar yfir, sem lagður var r.ár. Hann lif- ir, hann lifir og grædd verða sár.“ — Páskasigur yfir dauðanum. Huggun kristinna manna. Mér er enn minnisstæð fyrsta heimsókn sóknarbarna að Mos- felli. Nokkru fyrir hádegi voru komnir gestir, tvær konur sunnan úr Grímsnesi. Þær voru bjartar og glaðar á svip, Kristín í öndverð- arnesi og Halldóra í Miðengi. Báð- ar voru þær tignarlegar konur og eftirtektarverðar. Enda hefðu þær ekki dulist, hvor um sig, í mann- fjölda. Þá voru mér nær allir Grímsnesingar ókunnir. Þessi heimsókn var því kær- komin. — Oftast má sjá það á manni við fyrstu sýn, ef hann hef- ur orðið fyrir þungri sorg. — Mér kom það ekki í hug um Kristínu. Það var ógleymanlega mikil birta yfir þessari fríðu og sviptignu konu. Enda hafði hún sigrað erfið- leika lífsins og bjó með tveimur sonum sínum, Jóni og Ragnari. Fleiri systkini hafa þá enn verið heima, uppkomnir þá Hjalti, Gunnar og Bjarni, einnig Unnur og Rúna. Kristín Halldórsdóttir fæddist á Minni-Reykjum í Hraungerðis- hreppi. Foreldrar hennar keyptu Öndverðarnes og þar ólst hún upp frá 10 eða 11 ára aldri. Kristín giftist ung Bjarna Jónssyni frá Alviðru. Hann hafði stundað sjó á togurum. Hann hélt því nokkuð áfram eftir að þau fóru að búa á Óndverðarnesi, en kona hans stjórnaði þá búi og bðrnum á meðan. Bjarni hafði verið mikill búmaður. Þau voru nýbúin að byggja góð- an bæ, þegar hann lést. Þá voru

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.