Morgunblaðið - 21.08.1984, Page 53

Morgunblaðið - 21.08.1984, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 61 börnin. Alexander er auðvitað Bergman, og það er fróðlegt fyrir þá sem eru á Freud-línunni að bera saman soninn Alexander og föðurinn Bergman. Þó er hæpið að gera sálfræðilega út- tekt á samspilinu í Fanny och Alexander milli Bergman í föð- urhiutverkinu og listamanns- hlutverkinu og Alexanders í son- arhlutverkinu, því eins og áður sagði er myndin full af upp- blásnu ævintýri bernskunnar og þeirri mystik sem Bergman einn höndlar á filmu. Þó má geta sér þess til að ljúfur leikur, Alex- anders í föðurgarði, leikur sem skyndilega er rofinn af kristi- legri meinlætahugsjón stjúpföð- urins, sem var biskup að at- vinnu, hafi síðar orðið kveikjan að þeirri listframleiðslu er ber gæðastimpillinn Ingmar Berg- man. í myndum Ingmar Bergman skiptast nefnilega stöðugt á ljúf- ar senur og martraðarkenndar hugsýnir. Ymist er myndavél- inni beint að floskenndu kven- holdi og sálarspegli kvenlegrar ættar eða að karllegum ófreskj- um. Kannski ekki nema von að maður með slíkan sálargrunn hafi orðið stórtækur „bygg- ingameistari" í heimi listarinn- ar. í föðurgarði, á heimili Ek- dahl-leikhúsfjölskyldunnar, fékk Alexander/Bergman þá munúð- arfullu umhyggju, sem aðeins fæst í faðmi efnaðar frjálslyndr- ar stórfjölskyldu, og Bergman hefði vafalaust orðið ánægður heimilisfaðir og gersamlega óþekktur listamaður, hefði hann lifað í þeim litla heimi til manndómsára. En til allrar hamingju fyrir listaheiminn dó faðir Ingmar Bergman þegar drengurinn var á viðkvæmum aldri — u.þ.b. 10 ára — og til skjalanna kemur hinn harði stjúpfaðir. Hér fær Bergman það vandarhögg á sálina, er hrindir honum úr volgum faðmi hins borgaralega lífs, og herðir hann til átaka við listina. Synd- in, þessi aflgjafi kristninnar að mati Bergman kitlar í mesta lagi samvisku Ekdahl-leikhúsfjöl- skyldunnar, á heimili biskupsins — stjúpans — er syndin hins vegar afl þeirra hluta er gera þarf. Hún stjórnar orði, hugsun og gerðum heimilisfólksins, enda skulu Alexander og systir hans Fanny, fá „strangt uppeldi". Sá munúðarfulli leikhúsheimur er fylgir Alexander frá föðurgarði skal upprættur með aðstoð þrautreyndra pyntingaraðferða. Slíkan kross skulu þeir bera er koma úr syndarinnar garði. Og slíkan kross ber stórlista- maðurinn, hann verður stöðugt að bera kross hinnar hátimbr- uðu listar, og lemja sig áfram til átakameiri vinnubragða, en jafnframt má hann ekki slitna úr tengslum við hinn ljúfa mun- úðarfuíla draumaheim, þar sem syndin er bara svolítið krydd í tilveruna. í Fanny och Alexander sjáum við sum sé inní hugar- heim stórlistamannsins, þess „byggingameistara" er byggir úr efniviði eigin reynslu heim til sýnis fyrir heiminn — veröld sem venjulegt fólk festir á kodakfilmu. Þarna skilur á milli myndar Ingmar Bergman um Alexander og fyrrgreindrar myndar Tuija-Maija Niskanen um Valerie, því þó að Valerie sé ráðsett listakona er í myndinni lítur aftur til bernsku sinnar í föðurhúsum á svipaðan hátt og Bergman gerir í Kanny och Alex- ander er líf Valerie aðeins lff í einum heimi — heimi Von Freyer-bankastjórafjölskyld- unnar. Sá heimur er að vísu séð- ur ívið nærfærnari augum — að mínu mati — en heimur Alex- anders, en það vantar þessar miklu andstæður, himnaríki föð- urins og helvíti stjúpföðurins sem skóp fyrirbrigðið Ingmar Bergman. Fyrir þá sem hafa að- eins átt þess kost að kynnast sköpun heimsins í mynd skamm- æs eyhnoðra við Vestmannaeyj- ar, er fróðlegt að skreppa niður í Regnbogann þessa dagana og skoða hvernig mannssál smíðast í henni veröld. í síðari grein um þá smíði verður nánar fjallað um útfærslu og forsendur Fanny och Alexanders. þyngdarlögmálinu og jarðneskri verund, hann verður hálfraun- verulegur, hreyfingar hans og gerðir verða jafn frjálsar og þær eru þýðingarlausar. Hvort á að velja, þyngslin og heftinguna eða léttleikann?” Abyrgðina eða ábyrgðarleysið? Inntak rits Kundera eru hug- leiðingar um þessi efni. Tómas og Theresa ljúka sínum lífdögum á þann hátt að þau hverfa til jarðar- innar undir vörubfl, ösku Sabinu er dreift út í geiminn. Tómas og Theresa finna að lok- um frið í verundinni, sem reist er á hinni „eilífu endurtekningu" Nietzsches, sem er algjör afneitun á framþróunarhugmyndum vís- indahyggjunnar og kartesíanis- mans. Hinn hringlaga tími verður þeirra að lokum, beinlínu tíminn leiðir til ófarnaðar. Það má skilja á Kundera að hann sjái fyrir sér framhaldið í syni Tómasar, sem hann nefnir Simon, sem gerist kaþólskur og skrifar föður sínum, að „eina skjólið í samfélaginu sé kirkjan". Nöfnin Tómas og Símon gætu verið tilvísun til frumgerð- anna, þess sem þarf að þreifa og þess sem trúir? Kundera skrifar þessa bók sem skáldsögu og sögu um skáldsögu, hugleiðingar og íróníu um okkar tíma. Þetta er í senn kómedía og tragedía. Höfundurinn var á sín- um tíma fyrirlesari í kvikmynda- fræði við háskólann í Prag og hann notar kvikmyndatæknina I sterkum sviðsmyndum sögunnar. Stíllinn er léttur og leikandi, hin tíðu sviðsskipti, nærmyndir og til- vísanir í heimspeki og kynlíf, guð- fræði og drauma falla I eina heild- armynd listilega gerðrar skáld- sögu, sem gæti einnig verið upp- gjör höfundarins við mýraljós — kitsch — okkar tíma, eins og þær glætur birtast í gervi blaðrandi pólitíkusa og í allri hugsjóna- slepjunni. Malbikað á Siglufirði SigluHrði, 1H. ágúst. MIKLAR malbikunarframkvæmdir hófust hér á Siglufirði í gærmorgun og er í ráði að malbika um 1200 mctra, sem þykir mikið í ekki stærra bæjarfélagi. Einnig á að malbika plön víða í bænuni. Eru þetta fyrstu framkvæmdir sem unnar eru með nýrri malbikunarvél, sem bæjarfé- lögin á Norðurlandi vestra hafa fest kaup á. í ráði er að malbika m.a. Suður- götu og Fossveg og einnig plön hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og Olíuverslun íslands. Ganga fram- kvæmdir vel og er ljóst,, að með tilkomu hinnar nýju malbikunar- samstæðu verður kostnaðarhliðin á framkvæmdum mun ódýrari en áður var, er flytja þurfti malbikið frá Akureyri. Sjá Siglfirðingar nú fram á betri tíð í þessum efnum og má búast við auknum malbikunar- framkvæmdum hér með því að bæjarfélagið er orðið meðeigandi I tæki til slíkra framkvæmda. MJ. á plötu ^uvughtJ \^Water^y/ [ v[ fá[ \ i n ^ RELIEFMATE KLISSJUGERÐARVEL ÓMISSANDI IALLAR PRENTSMIOJUR Relief Mate klissjugeröarvélin er afar fyrirferðar- lítil og nýtískuleg. Þrenns konar útbúnaói hefur veriö komið fyrir í eina vél, þ.e. útbúnaði til að framkalla, skola og þurrka. Stærð: B x D x H = 640mm x 640mm x 980mm Þyngd:130 kg Orkunotkun: 18A/220V Framköllunarstærð: 460mm x 340mm(A3) Ótrúlega hagstætt verö. Ath. Eigum allt plötuefni til á lager. KAYS haust-og vetrarlistinn kominn Líkams- oghjálpart36 ‘ F ■ Pa1 I I óska eftir að fá sendan KAYS pöntunarlista I póstkröfu. Fatalista kr. 90 □. Fata- og vörulista kr. 200 □. Að viöbættu póstburðargjaldi. Nafn......................................... er fyrir alla Spaf' Heimilisfang Staður................Póstnr. B. M AGNUSSON HÓLSHRAUNI 2 • SÍMI 52866 • P.H 410 • HAFNARFIRÐI 1 I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.