Morgunblaðið - 21.08.1984, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGUST 1984
63
Reykholtsskóli í Borgarfirði:
Heilbrigðisyfir-
völd hafa hótað
að loka skólanum
„Þá hótun að loka skólanum
ef ekki verði gerðar endurbætur
á mötuneytinu við hann höfum
við lengi átt yfir höfði okkar en
nú er staðan sú að ef ekki verð-
ur hafist handa að byggja nýtt
mötuneyti, eins og staðið hefur
til, þá er það vilji heilbrigðisyf-
irvalda að láta loka honum,“
sagði Eysteinn Ó Jónasson,
skólastjóri Reykholtsskóla.í
samtali við Morgunblaðið en á
undanförnum árum hafa heil-
brigðisyfirvöld gert athugasemd-
ir við mötuneytið og undanfarin
tíu ár hefur staðið til að hefjast
handa við að byggja nýtt mötu-
neyti en því ætíð verið frestað.
Eysteinn bætti því við að nú
fyrir skömmu hefði bygging
nýrrar álmu við skólann verið
boðin út og í henni ætti nýtt
mötuneyti að vera en ekki væri
enn búið að taka neinu þeirra til-
boða sem borist hefði en það væri
Inkaupastofnun ríkisins sem sæi
um að bjóða verkið út og ganga
frá tilboðunum.
„Á síðasta ári fékkst fjárveit-
Myndbandamálið;
Mennirn-
ir lausir
úr gæslu-
varðhaldi
BÁÐIR mennirnir sem voru í gæslu-
varðhaldi vegna gruns um fjölfóldun
og dreifingu á myndbandsefni, sem
þeir höfðu ekki heimild til, hafa ver-
ið látnir lausir. Sá fyrri var látinn
laus á miðvikudag og sá síðari á
föstudaginn.
Samkvæmt upplýsingum Rann-
sóknarlögreglu rfkisins er málið
nú að mestu upplýst og verður
innan tíðar sent ríkissaksóknara
til ákvörðunar. Mennirnir munu
hafa játað á sig fjölföldun og
dreifingu viðkomandi myndbands-
efnis.
ing til þess að byggja þessa álmu
og nú í þessum mánuði var bygg-
ingin síðan boðin út en ástæðuna
fyrir því að ekki er búið að ganga
frá þessu veit ég ekki. Það kom
reyndar fyrir skömmu tilskipun
frá ríkisstjórninni um að ekki
yrði hafist handa á neinum verk-
efnum sem ekki væri búið að
ganga frá útboði á en hjá
Menntamálaráðuneytinu fékk ég
þær upplýsingar að ekki væri bú-
ið stöðva þetta verkefni og þess
væri beðið að menntamálaráð-
herra komi heim og tæki ákvörð-
un um þetta mál,“ sagði Eysteinn
að lokum.
Frá fundi nígersku sendinefndarinnar hér á landi í gær.
Nígerísk sendinefnd hér á landi
SENDINEFND frá Nígeríu er nú
stödd hér á landi til almennra við-
ræðna um viðskipti landanna og
þau viðhorf, sem í þeim ríkja. Ekki
er búizt við því, að á fundum henn-
ar og fulltrúa okkar verði gerðir
beinir samningar um viðskipti znilli
landanna.
Nígerísku sendinefndinni veitir
forstöðu Chiev Akin George frá
verzlunarráði í Nígeríu og í gær
ræddi nefndin við fulltrúa skreið-
arframleiðenda, Verzlunarráðs
íslands og OLÍS. Einnig hefur
Einar Benediktsson, sendiherra
íslands i Englandi og Nígeríu,
tekið þátt í fundum nígerísku
nefndarinnar.
Nígeríska sendinefndin verður
hér á landi til loka þessarar viku.
Costa Rica-menn hafa áhuga
á samvinnu við íslendinga
„Við áttum þarna marga fundi
bæði með einkaaðilum í sjávarút-
vegi, ýmsum sérfræðingum og opin-
berum aðilum. Við ferðuðumst tals-
vert mikið um vesturströnd Costa
Rica, þar sem við skoóuðum aðstöðu
til fiskvinnslu og báta, auk þess sem
við ræddum við þcssa aðila um þann
möguleika að íslendingar gætu orðið
þeim að liði á einhvern hátt varðandi
útgerðarmál, fiskvinnslu og mark-
aðsrnál," sagði Magnús Gunnarsson
framkvæmdastjóri VSÍ er blm. Mbl.
spurði hann hverjar hefðu orðið
helstu niðurstöður í ferð sem hann
og þrír aörir aðilar fóru til Costa Rica
á vegum sjávarútvegsráðuneytisins,
til þess að kanna möguleika á sam-
vinnu okkar íslendinga við Costa
Ricabúa, með það fyrir augum að
flytja þangað þekkingu, reynslu,
tæknibúnað og fiskiskip okkar.
Magnús sagði að töluverður
áhugi hefði komið fram hjá Costa
Ricamönnum að fá íslendinga til
samvinnu við sig á þessu sviði, en
þess bæri þó að geta að þarna væri
verið að tala um útgerð og fisk-
vinnslu í mjög smáum stíl, -eða
samtals nokkur þúsund tonn. Auk
þess væru fiskitegundirnar sem
veiddar væru á þessum slóðum
með öllu óskyldar þeim fiskiteg-
undum sem við þekktum hvað best
til, að rækju undanskilinni, en hún
væri veidd þarna suðurfrá í tals-
verðum mæli og rækjuvinnslan
væri ekki jafnfrumstæð hjá Costa
Rica-mönnum og önnur fisk-
vinnsia. Magnús sagði að útgerð
væri afar frumstæð á Costa Rica
— fiskiskipin væru allt frá því að
vera eintrjáningar upp í það að
vera svona 50 tonna skip. Ekki
væri sótt langt út á mið, því fiski-
skipin færu sjaldnast úr landsýn.
Aðspurður um hversu arðvæn-
legt svona samstarf gæti orðið
fyrir okkur íslendinga sagði Magn-
ús: „Það er engin leið að geta sér
til um það, nema þessir möguleik-
ar séu kannaðir ofan í kjölinn. Ég
held að það sé mjög æskilegt fyrir
okkur að við reyndum að fara út í
svona kannanir á sem víðustum
grundvelli út um allan heim. Það
kom í Ijós í viðræðum okkar við
ýmsa aðila að fiskveiðiheimildir
eða samstarfsmöguleikar gætu
verið fyrir hendi í ýmsum Suður-
Ameríkulöndum. Hins vegar er
útilokað að átta sig á hvort slíkt
samstarf eða veiðar væru arðbær-
ar nema að kanna málið nánar.“
Námaskarð í Mýyatnssveit:
Mikið er um meiðsli á út-
lendingum á hverasvæðinu
í SUMAR hefur á annan tug útlend-
inga brennt sig það ílla á hverasvæðinu
við Námaskarð f Mývatnssveit að þeir
hafa þurft að leita til sjúkrahússins á
Húsavík til að fá aðhlynningu. Hefur
þetta sætt mikilli furðu þvf við hvera-
svæðið eru skilti þar sem ferðamenn
eru varaðir við og þeim bent á að fara
ekki út fyrir ákveðin svæði.
„Það hefur vakið furðu okkar
læknanna hér hversu óbilgjarnir
þessir útlendingar virðast vera því
þeir fara ekki í neinu eftir þeim
skiltum sem þarna eru til aðvörun-
ar,“ sagði Gunnar Rafn Jónsson, yf-
irlæknir á sjúkrahúsinu á Húsavík,í
samtali við Morgunblaðið. „Hingað
hafa komið útlendingar hvað eftir
annað með 1. og 2. stigs brunasár á
tám, ristum og ökklum eftir að hafa
farið þarna um svæðið, og sumir
hafa verið með brunasár allt upp að
hné. Þetta er alveg makalaust því ég
minnist þess ekki að neinn íslend-
ingur hafi brennt sig þarna og það er
alveg ljóst að þeir fara einfaldlega
ekki eftir þeim skiltum sem þarna
eru og á er letrað á fjórum tungu-
málum. A skiltunum eru leiðbein-
ingar um hvar beri að ganga og fólki
bent á að forðast að stíga út á þau
svæði sem eru ljósgul eða hvít þvf
þar er jarðskorpan veikust," sagði
Gunnar.
Aðspurður um hvort þessir út-
lendingar hefðu verið á eigin vegum
eða í fylgd leiðsögumanns kvaðst
hann ekki vita það en sagðist ekki
trúa öðru en að íslenskir leiðsögu-
menn brýndu fyrir ferðamönnum að
fara varlega um þetta svæði.
KÆRIRÐU ÞIG UM LÁGA
RAFMAGNSREIKNINGA?
OSRAM
Ijós og lampar eyða broti af því rafmagni sem venjuleg
Ijós eyða og lýsa þó margfalt meira. OSRAM flúorsent
Ijós eyða 11 wöttum þegar þau bera 75 watta birtu. Svo
endast þau miklu lengur.
OSRAM DULUX ” handhægt Ijós þar
sem mikillar lýsingar er óskað. Mikið Ijósmagn, einfalt í
uppsetningu og endist framar björtustu vonum.
nr JÓHANN ÓLAFSSON & C0
43 Sundaborg -104 Reykjavík • Simi 82644
OSRAM
LJÓSLIFANDI ORKUSPARNAÐUR
OCTAVO 10 13