Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984
„Geysileg stemmning“
óperan Carmen var frumsýnd í íslensku óperunni í gærkvöldi. „Það er geysileg stemmning í húsinu enda allur
söngur mjög góður," sagði Jón Ásgeirsson tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins í gærkvöldi. „Þetta er eflaust
minnsta óperusvið í heiminum en það er okkur fslendingum til mikils sóma,“ sagði Jón. Meðfylgjandi mynd
var tekin fyrir frumsýninguna í gærkvöldi og sýnir söngvarana undirbúa sig. Sjá nánar um Carmen á bls.
14-15.
Samkomulag tókst á Seltjarnarnesi:
Formaður samninga-
nefndar bæjarins á
móti samkomulaginu
SAMNINGAR tókust í gcr milli
stjórnar Starfmannafélags Seltjarn-
arnessbæjar og meirihluta samn-
inganefndar bæjarins, en samninga-
nefndin klofnaði, Magnús Er-
lendsson, formaður nefndarinnar og
forseti bæjarstjórnar, stóð ekki að
gerð samningsins, sem er samhljóða
kjarasamningi Reykjavíkurborgar
og Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar.
Magnús Erlendsson lét gera sér-
staka bókun við undirritun samn-
ingsins í gær, þar sem hann segir:
„Launaflokkshækkun, sem hvorki
styðst við rök né réttar forsendur,
er hættulegt fordæmi, sem mun
hafa alvarlega keðjuverkan hjá
öðrum bæjarfélögum landsins í
för með sér. Starfsmannafélög
annarra bæjarfélaga munu nú í
komandi sérkjarasamningum gera
samsvarandi kröfur í einni eða
annarri mynd.
Fullvíst er að þeir kjarasamn-
ingar, sem þegar hafa verið gerðir
um land allt, munu hafa í för með
sér innan skamms tíma 10 til 15%
gengisfellingu og minnst 20—30%
verðbólgu.
Sprengjuhótun
á Bessastöðum
Reyndist gabb og var
símtal rakið til unglinga
LÖGREGLUNNl í Hafnarfirði
barst laust eftir klukkan eitt í
gær tilkynning um að sprengju
hefði verið komið fyrir á Bessa-
stöðum og var sagt, að forseta-
setrið yrði sprengt í loft upp
klukkan 14.
Lögreglan brást hart við og
var lögregluliði stefnt að
Bessastöðum. f Ijós kom að um
gabb var að ræða. Jafnframt
var unnið að því að rekja sim-
talið. f ljós kom að unglingar
höfðu hringt til lögreglunnar
og tókst að hafa hendur í hári
þeirra.
Hver ein launaflokkshækkun
hja bæjarfélögum landsins er olía
á þann eld.
Eg frábýð mér þátttöku í þeim
FIMM leigubflstjórar, sem ekið hafa
í Bifreiðastöð Steindórs, fengu út-
hlutað atvinnuleyfum í aukaúthlutun
nú í vikunni, en áður hafði flmm bfl-
stjórum i stöðinni verið úthlutað leyf-
um. Alls var úthlutað 13 atvinnuleyf-
um í þessari aukaúthlutun.
Þeir fimm bilstjórar á Steindóri,
sem áður höfðu fengið atvinnuleyfi,
hafa að undanförnu haldið rekstri
stöðvarinnar áfram, á meðan kann-
aður var grundvöllur fyrir áfram-
haldandi rekstri.
Nú hafa fimm bæst við, en að
sögn Sigurðar Sigurjónssonar,
framkvæmdastjóra og stjórnarfor-
manns Steindórs, dugir sú viðbót
skammt til að tryggja rekstur
stöðvarinnar i framtíðinni. „Þetta
er bara klór hjá samgönguráðherra.
Okkar hugmyndir um lausn þessa
máls eru á allt öðrum nótum, en við
teljum að afnema beri reglugerð
um leigubíla, þar sem kveðið er á
um úthlutun atvinnuleyfa. Reglu-
gerð þessi er alls ekki i takt við
UM helgina verður allsherjarat-
kvæðagreiðsla við kjör 47 fulltrúa Al-
þýðuflokksfélags Reykjavíkur til
flokksþings Alþýðuflokksins sem
hefst 16. nóvember. Á annað hundraö
flokksfélagar, sem sérstök uppstill-
ingarnefnd valdi, eru í framboði.
Kosningarétt hafa allir félagar í
hrunadans kringum verðbólgubál-
ið og greiði því atkvæði gegn þeim
aðalkjarasamningi, sem hér liggur
fyrir."
tímann og er síst til hagsbóta fyrir
neytendur," sagði Sigurður í sam-
tali við blm. Morgunblaðsins í gær
vegna þessa máls.
Flugliðar segja
upp samningum
FLUGLIÐAR, flugmenn, flugfreyjur
og flugvélstjórar hafa sagt upp kjara-
samningum sínum við Flugleiðir með
þriggja mánaða fyrirvara. Verða
samningar lausir frá og með 1. febrú-
ar á næsta ári.
„Enn eru engar kröfur komnar
frá stéttarfélögunum," sagði Grétar
Br. Kristjánsson, stjórnarmaður í
Flugleiöum, i samtali við Mbl. i
gær. „Ég á frekar von á að við reyn-
um að taka upp viðræður þegar nær
líður og reyna að semja til lengri
tíma, tel það raunar liklegt, án þess
að málin séu enn komin á umræðu-
stig.“
Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur.
Kosið verður í Alþýðuhúsinu að
Hverfisgötu 8—10 i dag, laugardag
og á morgun, frá 14 til 18 báða dag-
ana. Jafnframt verða kosnir full-
trúar Alþýðuflokksfélagsins í full-
trúaráð Álþýðuflokksfélaganna í
Reykjavík.
Steindór:
Fimm til viðbót-
ar fengu leyfi
Kosið til flokksþings
Alþýðuflokksins
Tilboð komin í flutninga SH til Vestur-Evrópu:
Þýða verulega lækk-
un flutningsgjalda
„OKKUR hafa borist tilboð frá Eimskipafélaginu og færeyska skipafélaginu
Star-Line í fískflutninga SH á Vestur-Evrópu. Það á eftir að vinna úr þeim,
en það eina, sem hægt er að segja um þau, er að tilboðin þýða verulega
lækkun á fragt. Sú lækkun skilar sér síðan í auknu skilaverði til framleið-
enda,“ sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri SH, í samtali við Morgun-
blaðið.
Aðspurður um það, hvers vegna aðeins hefði verið leitað tilboða hjá
tveimur skipafélögum sagði Eyjólfur: „I fyrsta lagi eru ekki aðrir aðilar
hér nærtækir, sem geta tekið að sér þessa flutninga okkar og veitt
okkur þá þjónustu sem við þurfum en þessi tvö skipafélög, Eimskip og
Star-Line. önnur skipafélög, nema kannski Sambandið, ráða ekki við
þessa flutninga nema með mjög löngum aðdraganda. Eimskip hefur
annast þessa flutninga fyrir okkur og auk þeirra hefur aðeins Star-Line
sýnt því áhuga að komast inn í þá. Vegna þess töldum við ekki ástæðu
til að leita eftir tilboðum fleiri skipafélaga enda vildum við flýta þessu
máli.“
Hér er um að ræða flutninga á 25.000 til 30.000 lestum árlega og
væntanlegur samningur við það skipafélag, sem flutningana hlýtur.
verður til um það bil eins árs.
Hörður Sigurgestsson,
forstjóri Eimskips:
Verðlækkun í kjöl-
far hagræðingar
og kerfisbreytinga
„ÉG HEF það ekki nákvæmlega á
reiðum böndum hve mikil lækkun
felst í tilboði okkar í flskflutninga
SH á Vestur-Evrópu. Þetta er þó
veruleg lækkun frá þeim farmgjöld-
um, sem verið hafa í frystiflutningum
þangað. Þess ber þó hins vegar að
gæta, að f núverandi farmgjöldum
felst viss verðjöfnun. Því hafa flutn-
ingsgjöld til Evrópu verið óeðlilega
há borið saman við sömu flutninga til
Bandaríkjanna,“ sagði Hörður Sigur-
gesksson, forstjóri Eimskips, { sam-
tali við Morgunblaðið.
Hörður sagði ennfremur, að með
tilliti til þess yrði að gæta þess við
samanburð núverandi gjalda að
það, sem nú væri boðið, þýddi
verulega lækkun, en ekki að hægt
væri að lækka flutningsgjöld á
önnur lönd jafn mikið. Eimskip
hefði lengi að undanförnu verið i
viðræðum vegna flutningamálanna
við Sölumiðstöðina og breytt fyrir-
komulag á þeim almennt. Þaö
hefði verið unnið að breyttu frysti-
flutningakerfi síðastliðin þrjú ár,
að hluta til væri það komið í fram-
kvæmd og að hluta til væri það
tilbúið. í framhaldi af kerfisbreyt-
ingunni sjálfri, sem miðaðist við
að gera flutningana hagkvæmari,
hefði Eimskip verið 1 viðræðum við
SH um ný flutningsgjöld. Tilboðið
nú væri líklega 4 til 6% lægra en
rætt hefði verið um i júní síðast-
liðnum.
Með því að taka út verðjöfnun-
ina á flutningsgjöldum til Evrópu
og aukinni hagræðingu og kerf-
isbreytingum væri Eimskipafélag-
inu kleift aö bjóða lækkun flutn-
ingsgjalda. Markmið félagsins
væri, að vera fyllilega samkeppn-
isfært í frystiflutningum og að
bjóða hagkvæma og trausta þjón-
ustu á þessu sviði eins og öðrum
hverju sinni.
Aðspurður sagðist Hörður enga
skýringu hafa á því, hvers vegna
SH hefði aðeins leitað tilboða hjá
Eimskip og Star-Line.
Ragnar Kjartansson,
stjórnarformaður Hafskips:
Erum furðu lostn-
ir yfir þessum
vinnubrögðum
„VIÐ ERUM næsta furðu lostnir yflr
þestnim vinnubrögðum. Af hverju
færeyskt skipafélag og af hverju þá
ekki fleiri færeysk skipafélög. Það er
nú trúlega skipafélag í Færeyjum,
sem er betur í stakk búið til að veita
þessa þjónustu en Star-Line, Skipafé-
lagið Föroyjar," sagði Ragnar Kjart-
ansson, stjórnarformaður Hafskips,
er Morgunblaðið innti hann álits á
því, að SH leitaði aðeins tilboða hjá
Eimskip og færeyska skipafélaginu
Star-Line f flutninga til Vestur-
Evrópu.
Kagnar sagði ennfremur, að
meginspurningin væri þó sú, hvers
vegna ekki hefði verið um opið út-
boð að ræða. Fram til aðalfundar
Sölumiðstöðvarinnar síðastliðið
vor hefði verið í gangi sérstök
flutninganefnd, sem hefði verið í
viðræðum við íslensku skipafélög-
in. Stjórnendur Hafskips hefðu
margsinnis lýst sig reiðubúna til
að skoða þessa flutninga og rætt
það við flutninganefndina. Það
væri síðan Hafskips fyrst og
fremst, og kæmi þá fram í þátt-
töku í almennu útboði flutninga,
að meta hvort félagið væri f stakk
búið til að annast þessa þjónustu
eða ekki. Væri það ekki í stakk bú-
ið til þess, tæki það sjálfsagt ekki
þátt í útboði, annars yrði það gert.
Við teljum okkur dómbærari í
þeim efnum en forstjóra Sölumið-
stöðvarinnar. Svona vinnubrögð
eru síst til þess fallin að vekja
traust á fyrirtækinu.
Calle Östergaard
hjá Star-Line:
Teljum okkur
geta boðið
30 til
40 % lækkun
flutningsgjalda
„EIN ASTÆÐA þess, að við erum nú
farnir að leita inn á íslenzka flutn-
ingamarkaðinn, er sú, að Eimskipafé-
lagið er komið inn á okkar markað.
Við viljum líka vera með í samkeppn-
inni og teljum okkur bjóða Sölumiö-
stöðinni 30 til 40% lækkun farm-
gjalda miðað við það, sem nú tíðkast
á íslandi." sagði Calle Östergaard,
yflrmaður flutningsdeildar færeyska
skipafélagsins Star-Line, í samtali
við Morgunblaðið.
Star-Line hefur auk Eimskipafé-
lagsins gert tilboð í fiskflutninga
Sölumiðstöðvarinnar til Vestur-
Evrópu, en leitað var eftir tilboð-
um hjá þessum tveimur aðilum.
Calle östergaard sagði, að Star-
Line hefði mikla reynslu af rekstri
flutningaskipa með hliðarlúgur,
sérstaklega ætluð til flutninga
farma á brettum. Á þann hátt
flytti fyrirtækið talsvert af fiski
frá Færeyjum til meginlandsins
auk ýmissa annarra flutninga.
Reynsla þessa fyrirkomulags væri
svo góð, að ástæða hefði verið talin
til þess, að bjóða það vfðar en f
Færeyjum og þvf hefði fyrirtækið
haft samband við ýmsa aðila á ís-
landi auk tilboðsins til SH. í þvf
væri það falið, aö tvö skip Star-
Line myndu safna fiskinum saman
hjá framleiðendum og flytja hann
síðan beint til ákvörðunarstaðar f
fastri áætlun. Þá væri ætlunin að
flytja stykkjavöru aftur til ís-
lands. Með þvf mætti draga úr
þeim kostnaði, sem hlytist af þvf,
að safna honum fyrst saman í
Reykjavík og umskipa síðan til út-
flutnings. Að þessu athuguðu gæti
Star-Line boðið 30 til 40% lægri
farmgjöld en nú giltu á íslandi.
Östergaard sagði ennfremur, að
það væri ætlun Star-Line að koma
á fastri áætlun milli tslands og
meginlandsins með flutningum
bæði til og frá landinu og yrði þá
siglt beint á af- og útskipunar-
hafnir enda væru skip félagsins
mjög vel til þess fallin að sigla á
ströndina. Það yrði í samvinnu við
íslenzka aðila, sem sýnt hefðu
þessum hugmyndum mikinn
áhuga. Hann gæti því miður ekki
nefnt þessa aðila að svo komnu
máli.