Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 „Um heim heróínsins liggur aðeins ein gata — það er einstefnugata“ „Vatnið er ein ólgandi litadýrð, þar sem þaö streymir hjá honum í göturæsinu með lágværu skvampi. En tálsýn spegilsins nær ekki alla leið. Vatnið er dökkt og skítugt, þeg- ar það hverfur ofan um rist niður- fallsins." í bókinni Ekkert mál eftir Njörð P. Njarðvík og Frey Njarðar- son er þessi líking af lífi heróínist- ans dregin upp. Mönnum kann að virðast helvíti heróinsins ólgandi litadýrð, en óþverri þess og skítur leiðir menn beina leið niður í sor- ann. Heróínið drepur allt og alla. Af hverjum 100 heróínsjúklingum á einn möguleika á lækningu. í bók- inni Ekkert mál segja þeir feðgar frá heróínheiminum í Kaupmannahöfn. Þeir segja frá lífi tveggja íslendinga þar. Bókin er saga þeirra Freddýs og Astu, sem ganga í gegnum ógnar- beim heróínsins áður en þeim tekst að losna og koma heim. Ekki játning þeirra. Hún lýsir þessum heimi eins og hann er. En hvers vegna skrifa þeir feðg- ar þessa bók? „Við hefðum í fyrsta lagi aldrei getað skrifað hana án hjálpar hvor annars. Það má segja að í bókinni komi saman þekking okkar á ólíkum sviðum. Bókin spratt út frá samræðum okkar Freys eftir að hann var kominn heim. Hann var að segja mér frá þessum heimi, sem venjulegu fólki er svo fjarlægur og framandi. Síð- an veltum við þvi fyrir okkur hvort hægt og rétt væri að skrifa þessa bók,“ segir Njörður. Bókin er komin út. Freyr: „Við vorum mjög hikandi í byrjun, vorum talsverðan tíma að þreifa okkur áfram. Maður hef- ur lesið ýmislegt í blöðum um eit- urlyf og ógnarheim þeirra, en finnst fólk ekki vita nóg til að vera dómbært á staðreyndir þessa Rætt við feðgana Frey og Njörð Njarðvík um bók þeirra „Ekkert mál“ heims. Fólk er almennt ekki nægi- lega á varðbergi og gerir sér ekki grein fyrir því, að angar heróíns- ins eru þegar farnir að teygja sig hingað til lands í einni eða annarri mynd.“ Njörður: „Við vitum að hér er töluverð neyzla eiturlyfja, hass, amfetamín og kókaín svo eitthvað sé nefnt. Það fyrsta, sem fólk þarf að gera, er að reyna að gera sér grein fyrir þessum heimi, vita hvernig hann er. Við þekkjum af- leiðingar eiturlyfja frá læknis- fræðilegu sjónarmiði. Við þekkj- um ekki heim sjúklingsins. Við- horf okkar nú til eiturlyfjasjúkl- inga er svipað og viðhorfið var til áfengissjúklinga, þeir eru álitnir aumingjar og úrhrök. Flestar fjöl- skyldur í Reykjavík þekkja eitt- hvað til eiturlyfja og óhamingju af þeirra völdum, en hingað til hafa menn aðallega brugðizt við vand- anum með feluleik. Það gengur ekki. Þegar vandamálið er orðið verulegt, verður fyrst og fremst að reyna að skilja sjúklinginn, ef að- stoð á að geta komið að gagni. Það er tilgangslaust að prédika yfir heróínsjúklingi um skelfingar þess. Þær þekkir hann miklu betur sjálfur en prédikarinn. Þess vegna reynum við að sýna heróínheiminn í bókinni eins og hann birtist okkur. Það eru engar prédikanir í þessari bók enda er það eðli listrænnar frásagnar að draga upp mynd. Lesandans er síðan að draga ályktanir af lestr- inum. Það er hins vegar von okk- ar, að lesandinn dragi þær álykt- anir, að heimur bókarinnar sé ekki fýsilegur." En hvernig er þessi heimur? Freyr: „Þessi „súpa“ er öll glæp- samleg. Það heldur sér enginn uppi á heróíni með eðlilegri vinnu. Öll tilvera heróínsjúklings snýst um heróín. Það eru aðeins þrjár meginleiðir til; Að selja sig, sem er hroðalegur vítahringur, auðg- unarbrot og sala (púss). Þegar menn eru komnir á vald eiturlyfja, eru þeir komnir í aðra veröld. Eitrið og umhverfið breytir sið- ferðis- og réttlætiskennd neytend- anna. Þeir vita ekki alltaf hvað er raunveruleiki og hvað er ímyndun. Það verður til önnur persóna inni í hinni fyrri. Afbrot heróínistans eru ekki bein ásetningsbrot. Þau eru nauðsyn. Þetta er heimur heróínsins. 1 þeim heimi eru vissu- lega lög og reglur, sem verður að fara eftir. Þar er enginn sjálfráð- ur. Maður sér þennan óhugnarheim fyrir sér koma hingað og þá mun ísland breytast. Heróíni fylgir alltaf glæpaalda og oftast vændi. Lögmál heróínsins eru alls staðar þau sömu. Því fylgir takmarka- laus ógæfa. Heróinið er alþjóðlegt vandamál. Því þarf margt að gera til að leysa heimsbyggðina úr fjötrum þess. Hvað okkur varðar hér á íslandi þarf að efla eftirlit og gera hugsanlegum heróínneyt- endum erfitt fyrir. Til dæmis mætti setja sprautur á lyfjaskrá, þannig að hver sem er geti ekki gengið inn í næsta apótek og keypt þær.“ MorgunblaAiA/Árni Sæberg. Njörður P. Njarðvík og Freyr Njarðarson höfundar bókarinnar Ekkert mál. Njörður: „Þó ég hafi lítillega kynnzt heimi heróínsins, skortir mig auðvitað lausnina. Hún liggur ekki á borðinu. Helzt þyrfti að rífa illgresið upp með rótum með sam- stilltu alþjóðlegu átaki. Hér á landi verður að stórauka eftirlit. Fíkniefnalögreglan er févana. Hér þarf að vera sérstök meðferðar- stöð fyrir eiturlyfjasjúklinga. Skapa þarf sterkt almenningsálit og jafnvel þarf almenningssamtök gegn þessum vanda. Það þarf póli- tískan vilja og aukna fræðslu." Freyr: „Á Islandi erum við í meiri hættu en fólk gerir sér grein fyrir. Leiðin inn í landið er auð- veld. Smygl er viðurkennd hefð hér, allt frá eiturlyfjum, áfengi og tóbaki til heimilistækja. Nú vex uppskera eiturefna ár frá ári og aukin framleiðsla þrengir sér inn á nýja markaði og ný fórnarlömb. Bókin er hvorki játning né ævi- saga. En þetta er sönn bók. Það er ekkert i henni, sem ekki hefur gerzt í raunveruleikanum. í henni er engin persóna, sem ekki hefur verið til, þó hlutverkum hafi verið breytt. Þannig er Freddý látinn ganga í gegnum ákveðna þætti heróínheimsins til að gera mynd- ina heillegri. En þetta er sönn frásögn um heim upp á líf og dauða. Ein persóna, sem gengur undir nafninu Jesper, er fyllilega raunsönn. Bókin er tileinkuð hon- um. Til marks um heróínheiminn veit enginn hvort hann er lífs eða Guðspjall dagsins: Jesús prédikar um sælu. (Matt 5.). DÓMKIRKJAN: Kl. 11.00, allra sálna messa. Minningardagur latinna Stólvers, Litanía eftir Schubert. Sr. Þórir Stephensen. Kl. 2.00 messa. Sr. Hjalti Guö- mundsson. Laugardagur: Barna- samkoma i Dómkirkjunni kl. 10.30. Sr. Agnes Siguröardóttir. ÁRBÆJARPREST AK ALL: Barnasamkoma í Safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30. Guðs- þjónusta í Safnaöarheimilinu kl. 2.00. Organleikari Jón Mýrdal. Fyrirbænaguösþjónusta miö- vikudaginn 7. nóv. kl. 19.30 í Safnaðarheimilinu. Sr. Guö- mundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Messa og altarisganga á vegum Laugarnessóknar kl. 2.00. Kaffisala Safnaöarfélags Ásprestakalls eftir messu í Safn- aöarheimili kirkjunnar. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIDHOLTSPRESTAKALL: Kl. 11.00 barnasamkoma í Sal Breiöholtsskóla. Kl. 14.00 messa í Breiöholtsskóla. Altarisganga. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til aö koma. Hittumst heil. Sr. Lárus Halldórsson. BÚST AÐAKIRK JA: Messa kl. 11.00. (Ath. breyttan tíma vegna útvarps.) Organleikari Guöni Þ. Guömundsson. Sr. Ólafur Skúla- son. Barnaguösþjónusta í Bú- stööum kl. 11.00. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Æsku- lýösfundur þriöjudagskvöld. Fé- lagsstarf aldraöra miövikudag kl. 2—5. DIGRANESPREST AK ALL: Barnasamkoma í safnaöarheimil- inu viö Bjarnhólastíg kl. 11.00. Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00. Kirkjufélagsfundur í safnaöarheimilínu fimmtudags- kvöld kl. 20.30. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10.00. Sr. Þorsteinn Björns- son. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Barnasamkoma í Fella- skóla kl. 11.00. Guösþjónusta í Menningarmiöstööinni viö Gerðuberg kl. 14.00. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guösþjónusta kl. 14.00. Ferm- ingarbörn lesa bænir og ritn- ingartexta. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Organleikari og söngstjóri Pavel Smid. Sr. Gunnar Björns- son. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 2.00. Organleikari Árni Arin- bjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Barna- samkoma og messa kl. 11.00. Minning um þakkargjörö vegna þeirra sem andast hafa á árinu. Altarisganga. Sóknarprestar. Engin kvöldmessa vegna Biblíu- hátíöar í Langholtskirkju kl. 16.00. Þriöjud. 6. nóv. Fyrir- bænaguösþjónusta kl. 10.30, beöiö fyrir sjúkum. Miövikud. 7. nóv. Náttsöngur kl. 22.00. Laug- ard. 10. nóv. Samvera ferming- arbarna kl. 10.00. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.00. Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 2.00. Sr. Tómas Sveinsson. BORGARSPÍTALINN: Guösþjón- usta kl. 10.00. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Laug- ardagur. Barnaguösþjónusta í Safnaðarheimilinu Borgum kl. 11.00. Sunnudagur: Guösþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 2.00. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stund barnanna kl. 11.00. Söng- ur — sögur — leikir. Sögumaöur Siguröur Sigurgeirsson. Guös- þjónusta á minningardegi látinna kl. 2.00. Ræöuefni: Afreksmaöur- inn Guöbrandur Þorláksson biskup. Prestur sr. Siguröur Haukur Guöjónsson, organieikari Jón Stefánsson. Kl. 4.00 Biblíu- hátíð og sýning á vegum Reykja- víkurprófastsdæmis. Sóknar- nefndin. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dagur 3. nóv.: Guösþjónusta Há- túni 10B, 9. hæð kl. 11.00. Sunnudagur 4. nóv. Barnaguös- þjónusta kl. 11.00 í kjallarasal kirkjunnar. Messa kl. 2.00 í Ás- kirkju. Altarisganga. Mánudagur 5. nóv. Fundur í Kvenfélagi Laug- arnessóknar kl. 20.30. Þriðjud. 6. nóv. Bænaguösþjónusta kl. 18.00. Miövikud. 7. nóv. Biblíu- lestur í kjallarasal kirkjunnar kl. 20.30. Föstud. 9. nóv. síödegis- kaffi kl. 14.30. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur erindi. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 2.00. Kirkjukaffi eftir guösþjónustuna. Sr. Frank M. Halldórsson. Æsku- lýösfundur mánudagskvöld kl. 20.00. Miövikudagur, fyrirbæna- messa kl. 18.20. Fimmtudagur, Biblíulestur kl. 20.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Laugardagur 10. nóv. Samverustund aldraöra kl. 15.00. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Barnaguösþjón- ustur hefjast aö loknu verkfalli. Barnaguösþjónusta í Öldusels- skólanum kl. 10.30. Barnaguös- þjónusta í íþróttahúsi Seljaskól- ans kl. 10.30. Guösþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14.00. Þriöju- dagur 6. nóv. fundur Kvenfélags Seljasóknar í kennarastofu Selja- skólans kl. 20.30. Jólaföndur. Fundur í æskulýösféiaginu Sela í Tindaseli 3, kl. 20.00. Fimmtu- dagur 8. nóv., fyrirbænasamvera í Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknar- prestur. SELT J ARN ARNESSÓKN: Barnasamkoma í sal Tónskólans kl. 11.00. Sóknarnefndin. H VÍT ASUNNUKIRK J AN Ffla- delfía: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Safnaöarguösþjónusta kl. 14. Ræöumaóur Sam Daniel Glad. Almenn guösþjónusta kl. 20. RsBÖumaöur: Einar J. Gíslason. Samskot til Minningarsjóös Ásmundar Eiríkssonar. KIRKJA Óháöa •afnaöarina: Messa kl. 14. Sveinn Ólafsson fulltrúi prédikar. Sr. Baldur Kristjánsson. DÓMKIRKJA Krists konunga Landakotí: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Alla rúmhelga daga er mess- aö kl. 18 nema á laugardögum, þá kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. KIRKJA Jesú Krísts hinna sföari daga heilögu, Skólavöröustíg 46: Sakramentissamkomur kl. 10.30 ogkl. 11.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Bæn kl. 20 og almenn samkoma kl. 20.30. Maj- or Karsten Akerö og frú Elsa frá Noregi ásamt foringjum frá Fær- eyjum syngja og tala. MOSFELLSPREST AK ALL: f Lágafellskirkju veröur barna- samkoma kl. 11 og guösþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. GARDASÓKN: Helgisamkoma fyrir alla fjölskylduna kl. 11 í Kirkjuhvoli. Sr. Bragi Friöriksson. KAPELLA St. Jósfessystra Garöabæ: Hámessa kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.