Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 Kurt Wadmark, stjórnarmaður IHF: „Fjellhammer er illa statt fjárhagslega...“ „FJELLHAMMER er fjárhags- lega illa statt félag og tekju- möguleikar þess eru litlir — þar sem íþróttahöll félagsins tekur aöeins 1.200 éhorfendur,“ sagði Svfinn Kurt Wadmark, stjórnar- maöur alþjóöa handknattleiks- sambandsins, { samtali vió blaöamann Mbl., aöspuröur um þaó hvers vegna Víkingar sœttu ekki sömu kjörum í Noregi og þeir höföu boóiö norska liöinu ef þaó kæmi og léki ekki béða leikína hér é landi. Eins og komiö hefur fram höföu tekist samningar milli Vík- inga og norska liðsins um aö báöir leikirnir færu fram hér á landi. Síöan gat ekki oröiö af því vegna verkfalls BSRB. I þeim samningi geröu Víkingar sér aö greiöa norska liðinu 25.000 krón- ur norskar fyrir heimaleik þess, auk alls kostnaöar af dvöl þeirra hér. Siðan skikkaöi IFH, eins og Mbl. sagöi frá í gær, Víkinga til aö leika báöa leikina ytra, og skv. ákvöröun IHF þarf Víkingur aö greiða hótelkostnaö í Noregi. „Þaö er Ijóst, aö hagsmunir Norömannanna sitja í fyrirrúmi í þessu máli. Þeir mega ekki missa vinnu í tvo daga — en þaö er sjálfsagt mál, aö íslenskir hand- knattleiksmenn missi fjóra daga úr vinnu, eins og raunin veröur,“ sagöi Hallur Hallsson, stjórnar- maöur handknattleiksdeildar Víkings, í samtali viö Mbl. í gær. „í svari Wadmark kemur fram, aö norska liðiö sé illa statt fjár- hagslega og ekki í stakk búiö aö axla kostnaö af dvöl gestaliös — eins og þó kveöur á um í reglum IHF. Þaö er rétt eins og þessir forystumenn IHF séu á þeirri skoöun aö íslensk íþróttafélög vaöi í peningum," sagöi Hallur. Hoddle settur út GLENN Hoddle leikur ekki meó Tottenham í deildarleiknum gegn WBA í dag. Hann var settur úr liðinu. Mike Hazard kemur í hans •tað — og er meginéstæöan fyrir breytingunni sú, aö Spurs leikur Evrópuleik é miðvíkudag og þé veröur Hoddle í banni. Liöið verö- ur að fé smé „upphitun“ fyrir Evr- ópukeppninal Báðir leikir Vík- ings verða í Noregi STJÓRN handknattleiksdeildar Víkings hefur tekió þé ékvöröun vegna eindreginna tilmæla leik- manna deildarinnar aö leika béöa leikina í Evrópukeppni bikarhafa gegn norska lióinu Fjellhammer. Leikir félaganna fara fram 7. og 8. þessa ménaöar í Ósló. Liö Víkings heldur utan á þriöju- dag og kemur heim á föstudag. Aö sögn stjórnarmeölima handknatt- leiksdeildar Víkings þá var hætta á því aö skaöabótamál yröi höföaö á hendur þeim ef þeir tækju ekki þátt í Evrópukeppninni. Og þaö gæti oröiö þeim dýrkeypt. Víkingum hefur borist fjárstuön- ingur vegna þessa máls og margir hafa sett sig í samband viö félagiö og tjáö þeim stuöning sinn í máli þessu. KA vann Þór í 2. deild Frá Aðahtmni Sigurgnirssyni, Iréttwnanni Morgunblaðuns é Akursyri. KA SIGRAÐI Þór 22:20 í 2. deild- inni í handknattleik í leik Akur- eyrarliöanna fyrir noröan í gærkvöldi. Leikurinn var æsi- spennandí — en ekki aö sama skapi vel leikinn. Staðan í hélfleik var 12Æ KA í vil. Eftir tíu mín. leik var staöan 4:3 fyrir Þór og haföi Siguröur Pálsson þá skoraö öll mörk Þórsara. KA náöi fljótlega aö jafna og komst í 7:5, síöan 9:5 og staöan í hálfleik 12:9. Siguröur Pálsson skoraöi fyrsta mark síöari hálfleiks — staöan þá 10:12 fyrir KA, KA komst í 14:10 er „Ól-leikarnir verða í Seoul — Höfum ákveðið það — og það stendur“ Róm, 2. nóvember. AP. ALÞJÓDA ólympíunefndin mun ekki breyta þeirri ékvöröun sinni aö Olympíuleikarnir 1988 fari fram í Seoul í Suöur-Kóreu þrétt fyrir aö ríki hafi hótaö aö hunsa leikana vegna keppnia- staðarins, var haft eftir Juan Antonio Samaranch, forseta nefndarinnar, ídag. „Viö munum fara til Seoul al- veg eins og viö fórum til Moskvu og Los Angeles," var haft eftir Samaranch í tveimur stærstu dagblöðum Rómaborgar. Sam- tölin, sem tekin voru viö hann í Lausanne í Sviss á fimmtudag, birtust í II Messaggero og II Tempo. „IOC (Alþjóöa Ólympíunefnd- in) hefur undirritaö samning viö skipuleggjendur leikanna í Seoul og ekkert getur fengiö okkur til þess aö rifta þeim samningi. Eini möguleikinn á breytingu er í höndum Kóreubúa sjálfra — ef þeir einhverra hluta vegna munu ekki vilja eóa ekki geta haldiö leikana, yröum við aö finna ann- an staö fyrir þá. En ég held aö slíkt gerist ekki — ég trú ekki aö nokkrar líkur séu á því.“ Samaranch sagöi þetta er hann var beöinn aö lýsa skoöun sinni á ummælum ítalsks meö- lims Alþjóöa Ólympíunefndarinn- ar — sem sagðist vera á þeirri skoóun aö finna ætti „hlutlaus- ari“ staö en Seoul fyrir leikana 1988 til aö koma í veg fyrir svip- aö ástand og var meö leikana í Moskvu og í sumar í Los Angeles — aö vissar þjóöir hunsuðu leik- ana vegna pólitískra aögeröa. ítalinn Franco Carraro, forseti ítölsku Ólympíunefndarinnar, og meólimur alþjóöa nefndarinnar, sagöi aö Suöur-Kórea heföi ekki stjórnmálasamband viö komm- únistaríki og „stríösástand" væri á milli Noröur- og Suöur-Kóreu. Samaranch sagöist hins vegar ekki vita um aö ákvöröun neins lands lægi fyrir, þ.á m. Sóvetríkj- anna, um aö mæta ekki á leikana í Kóreu. Samaranch var spuröur aö því hvaö gerðist ef einhver ríki huns- uöu leikana í Seoul. Hann svar- aði: „Sennilega ekkert. Ég trúi því aö Ólympíuhugsjónin muni lifa og eftir henni farið. Viö höfum ákveöiö aö fara til Seoul og viö munum fara til Seoul." Jón og Logi skoruöu fyrir KA. KA hélt tveggja til þriggja marka for- ystu næstu mínúturnar en er 17 mín. voru eftir af leiknum jafnaöi Þór, 17:17, er Siguröur Pálsson skoraði. Staöan var síöan 19:19 er tíu mín. voru eftir — 20:21 fyrir KA er fjórar mín. voru eftir og var þá búiö aö ganga á ýmsu; allt komið á suöupunkt og margir höföu veriö reknir af velli., Jón Kristjánsson geröi síöan síöasta mark KA er þrjár mín. voru eftir og geröi þar meö út um leikinn. Um miðjan fyrri hálfleik var Gunnari E. Gunnarssyni, Þórsara, sýnt rautt spjald — tók því ekki frekari þátt í leiknum, og í siöari hálfleik fékk Árni Stefánsson Þórs- ari einnig aö Ifta rauöa spjaldiö. Hann fékk þá boltann á línunni — ýtt var á bak hans en dæmdur á hann ruðningur. Fáránlegur dóm- ur. Líkaöi Árna ekki dómurinn og geröi tilraun til aö sparka í einn KA-mann. Fékk hann þá rauóa spjaldiö. Dómarar voru Ólafur Haralds- son og Stefán Arnaldsson og hafa þeir oft dæmt betur. Mörkin: KA: Friöjón Jónsson 9, Jón Kristjánsson 5, Logi Einarsson 3, Erlingur Kristjánsson 3 og Er- lendur Hermannsson 2. ÞÓR: Sig- uróur Pálsson 9, Oddur Sigurös- son 5, Rúnar Steingrímsson 2, Guöjón Magnússon 2, Árni Stef- ánsson 1 og Gunnar E. Gunnars- son 1. • Þorbergur Aöalsteinsson skorar í landsleik. Hann er einn reyndasti leikmaöur Víkings. Þorbergur ekki í Evrópuleikina ÞORBERGUR Aóalsteinsson, landsliðsmaóur í handknattleik, mun ekki geta leikiö meö Víkingi gegn norska liöinu Fjellhammer í Evrópukeppninni. Þorbergur meiddist á Noröur- landamótinu í Finnlandi á dögun- um, og nú er komiö í Ijós aö meiösli hans á hné eru þaö slæm aö hann má ekki stíga í fótinn næstu tiu dagana! Tveir leikir í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik um helgina TVEIR leikir fara fram í úrvals- deíldinni í körfuknattleik um helgina — KR og Njarðvík leika í íþróttahúsi Hagaskóla kl. 14 í dag og é morgun kl. 20 mætast ÍR og Valur í íþróttahúsi Seljaskóla. Liö Hauka undir stjórn Einars Bollasonar hefur komiö nokkuö á óvart í vetur. Liöiö hefur sýnt í þeim tveim leikjum sem þaö hefur leikiö aö þaö kemur til meö aö blanda sér í toppbaráttuna í úr- valsdeildinni. Liöiö hefur leikiö mjög vel og betur en nokkru sinni fyrr. Staöan í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik er þessi: UMFN 2 2 0 0 196— 120 4 Haukar 2 2 0 0 178— 146 4 KR 1 1 0 0 83— 80 2 Valur 1 0 0 1 80— 83 0 IS 1 0 0 1 68- 114 0 ÍR 2 0 0 2 122- 169 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.